Dagur - 18.06.1975, Side 8
GU
Akureyri, miðvikudaginn 18. júní 1975
Demanfa-
skornir
trúofunar-
hringarnir
nýkomnir.
j Eðvarð Sigurgelrsson lók þessa mynd aí einum h ,ipi nýstúdenta.
Hinn 17. júní brautskráðust 112
stúdentar frá Menntaskólanum
j á Akureyri, 53 úr máladeild, 28
úi náttúrufræðideild, 13 úr
eðlisfræðideild og 18 úr félags-
fræðideild, en það er í fyrsta
sinn að stúdentar úr félags-
fiæðideild brautskrást við
Menntaskólann á Akureyri.
' Hæstu einkunn á stúdents-
prófi hlaut Eiríkur Rögnvalds-
scn frá Sauðárkróki, úr mála-
deild, 1. ág., 9,14. Næst varð
Ásdís Óskarsdóttir Vatnsdal,
Akureyri, úr máladeild, 9,0,
sem einnig er 1. ág.
Um 520 nemendur stunduðu
nám í M. A. í vetur.
Við skólaslitin, sem fram fóru
í Akureyrarkirkju voru full-
trúar frá 40 ára stúdentum, sem
gáfu skólanum málverk af
Brynjólfi Sveinssyni yfirkenn-
1 ara eftir Sigurð Sigurðsson. En
l 25 ára stúdentai' gáfu stofnfram
I Hámarksafurðastefnan í sauð-
j fjárræktinni má nú heita viður-
kennd um allt land, þótt enn
j finnist bændur, sem búa á góð-
um beitarjörðum og treysti á
vetrarbeitina og hafi í heiðri
fyrri búskaparhætti, að láta féð
bjarga sér sem mest sjálft en
eyða litlu heyi og kjarnfóðri.
Hjá Stefáni Árnasyni bónda
| á nýbýlinu Höfðabrekku í
Helga Halldói'sdóttir ráðskona
veiðimanna við Laxá í Aðaldal
; tjáði blaðinu eftir hádegi í dag,
] að um 120 laxar væru komnir
j í land úr ánni, flestir 10—12
punda en mjög margir þó
j þyngri og sá þyngsti 20 pund.
Húsvíkingar hófu veiðiskap-
I inn og veiddu vel strax fyrsta
daginn. Laxá er ein af gjöful-
ustu laxveiðiám landsins, auk
þess sem hún er fræg urriðaá
ofan Brúarfossa og allt til Mý-
[ vatns. □
lag til að skrá sögu norðlenska
skólans í 100 ár, sögu gagnfræða
skólans á Möðruvöllum, gagn-
fræðaskólans á Akureyri, sem
síðar varð menntaskóli. Er ætl-
unin að saga skólans komi iit á
hundrað ára afmælinu, árið
1980, en þá er gamli Möðruvalla
skóli 100 ára. Ennfremur gáfu
10 ára stúdentar mjög vönduð
hljómflutningstcéki.
Sem fyrr segir, fóru skólaslit-
in fram í Akureyrarkirkju, þar
sem skólameistarinn, Tryggvi
Gíslason, afhenti nýstúdentum
Verkföll voru hafin á nokkrum
stöðum norðanlands og í Rang-
árvallasýslu, þar sem sum félög
á þeim slóðum áttu ekki aðild
Grýtubakkahreppi báru 52 ær
og áttu þær 96 lömb, nær áfalla
laust. Er þetta enn eitt dæmi
um frjcsemi ánna og hámarks-
afurðastefnuna í sauðfjárrækt-
inni. Bóndinn fóðraði fé sitt í
vetur á gömlu heyi eingöngu,
ásamt kjárnfóðri. □
Fjcrðungssamband Norðlend-
inga gengst fyrir í- samstarfi við
ungmennasamböndin á Norður-
landi ráðstefnu um æskulýðs-
mál að Laugum í Reykjadal
laugardag og sunnudag 21. og
22. júni. Á ráðstefnunni verður
kynnt könnun um æskulýðsmál
á Norðurlandi, sem unnin hefur
verið í samstarfi við æskulýðs-
fulltrúa ríkisins. Ráðstefnan
hefst n. k. laugardag kl. 10 f. h.
Fluttar verða fyrir hádegi á
laugardag greinargerðir um
stöðu æskulýðsmála á Norður-
landi eftir héruðum og kaup-
stöðum. Eftir hádegi verða flutt
skírteini sín, ávarpaði þá að
lokum og veitti hin ýmsu verð-
laun skólans.
í vetur voru 30 fastráðnir
kennarar við Menntaskólann á
Akureyri, auk stundakennara.
M. A. er þegar fullsetinn næsta
vetur, svo og heimavist hans.
Næsta vetur starfar við skól-
ann öldungadeild í fyrsta skipti
og verður á tveim sviðum. Um
70 umsóknir hafa borist og sýn-
ir það mikinn áhuga á þessari
nýju grein skólastarfsins. □
að því samkomulagi, sem í síð-
ustu viku var gert milli vinnu-
veitenda og Alþýðusambands
íslands og vinnumálanefndar
Sambandsins. En verkföllum
var aflétt um leið og samningar
tókust fyrir helgina.
Hinir nýju samningar gera
ráð fyrir um 15,9% hækkun á
þessu ári, miðað við 6. taxta
Dagsbrúnar. Samningurinn gild
ir til næstu áramóta og á þeim
tíma verða tvær hækkanir, sam
tals 7.400 krónur fyrir allan
launastigann.
Hvað sem sagt er um samn-
inga þessa, leystu þeir þann
bráða vanda, að forða þjóðinni
frá illvígum átökum í verkföll-
um, sem margir álitu að yrðu
löng, ef samningar tækjust ekki
áður. □
framsöguerindi: Reynir Karls-
son æskulýðsfulltrúi ríkisins
ræðir um æskulýðsstarfsemi og
menningarstörf unga fólksins.
Kristinn G. Jóhannsson skóla-
stióri á Olafsfirði ræðir um
skólana og. æskulýðsstarfsemi
þeirra. Þorsteinn Einarsson
íþróttafulltrúi ríkisins ræðir um
félagsheimili og íþróttaaðstöð-
una. Síðan vcrða fluit ávörp og
lögð fram málefni fyrir ráðstefn
una. Síðari hluta laugardags
taka Btarfshópar til starfa á ráð-
stefnunni. Um kvöldið verður
kvöldvaka á vegum Héraðssam-
bands Þingeyinga. Starfshópar
Heildarsamningarnir
SMÁTT & STÓRT
DAUÐADANSINN
Um 20. júní sýnir Leikfélag
Reykjavíkur Dauðadansinn eft-
ir Strindberg og eiga væntan-
legir leikhúsgestir þá þann kost
að sjá eitt af mörgum verkum
þessa víðfræga, sænska höfund-
ar sem mesta athygli hafa vak-
ið. Águst Strindberg var þrí-
giftur og heppnuðust öll hjóna-
böndin fremur illa, enda eru
lielstu nieistaraverk lians lýs-
ingar á kvölum lijónahandsins
og oftast í þá vcru að konur
reyna að knésetja eiginmenn-
ina. En listfengi hans bregst
ekki, hvað sem segja má um
efnið.
HEILSUVERND
Náttúrulækningafélag íslands
er dugíegt að gefa út rit sitt,
Ileilsuvernd, í síðasta hcfti rit-
ar Ársæli, Jóítssen læknir um
matarklíð, sýkur og- menningar-
sjúkdóma, Björn L. Jónsson
læknir skrifar um lyfjanotkun
og margt fíeitórer 'í þessii befti.
Vikið er að eftirfarandi ummæl-
um Vilmundar Jónssonar lækn-
ir frá 1933, þar sem segir:
1. Læknar lækna fæsta sjúk-
dóma með aðgerðum sínum
og lyfjum.
2. Flestir sjúkdóntar hatna af
sjálfu sér eða læknast af
náttúrunni, ef menn vilja
orða það svo.
3. Fólk er skaðlcga hiátrúar-
fullt um þessi efni, heldur að
enginn sjúkdómur geti batn-
að nema hann sé læknaður
og hefur af því miklar liug-
raunir, erfiði og óhóflegan
kostnað.
ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ
Æskulýðsblaðið, út gefið af
Æskulýðssambandi kirkjunnar
í Hólastifti, 2. töluhlað þessa
árs, er komið út. Ritstjóri er nú
séra Birgir Ásgeirsson. Það er
20 síður, flytur ávarp formanns
ÆSK, séra Sigurðar Guðmunds
sonar, kirkjusöguþátt sérá
Gunnars Björnssonar, þátt um
Sumarbúðimar, fsland—frland
og sitt hvað fleira, ásamt mörg-
um myndum. Fjárhaldsmaður á
Akureyri og útbreiðslustjóri er
Jón A. Jónsson, Hafnarstræti
107 á Akureyri.
EINFALT RÁÐ
Blað Alþýðuflokksins á Akur-
cyri hefur tvisvar bent á einfalt
ráð til að ráða fram úr vanda
efnahagslífsins á íslandi, t. d.
um launamál, menningarmál og
aíla venjuíega stjórnsýslu.
Þetta ráð er það, að þjóðin sam-
einist um að fcla fonnanni þing
flokks Alþýðuflokksins, Gylfa
Þ. Gíslasyni, stjómarforystuna.
Þar býr sá kjarkur og vitsmun-
ir, sem til þarf, að áliti hlaðsins.
Ekki er alveg ljóst, hvort rit-
stjóri málgagns Aíþýðuflokks-
ins á Akureyri er að skopast að
flokksbróður sínum með jicss-
um tillöguflutningi, eða sjálfum
sér.
SKIPT UM SKOÐUN
Ríkisstjórnin bannaði verkföll í
þrem ríkisverksmiðjum, er
framleiða áburð, scment og
kísilgúr. Stjórnarandstöðuflokk
arnir lýstu fullum stuðningi við
])au viðbrögð starfsmanna, að
liafa Iögin að engu. Þessir flokk
ar lýstu jiar með fullum stuðn-
ingi við lögbrot og er það alvar-
legt mál. En bráðabirgðalög
hafa verið sett tíu sinnum á
fmmtán árum og eru því ekkert
nýtt fyrirbæri í sögunni, þótt
þau séu óæskileg. Alþýðuflokk-
urinn var meðal þeirra stjórn-
málaflokka, sem lýstu stuðningi
við lögbrotið. Síðan söðlaði
hann um og lýsti því yfir, að
flokkurinn væri lýðræðislegur
flokkur og hvetji ekki til lög-
brota!
KJARADÓMUR
Kjaradómur hefur kveðið upp
sinn dóm í kjaramálum ÍSSRB *
og ríkisins um kaup og kjör til
1. maí 1976 og jafnframt í kaup-
deilu háskólamanna og ríkisins
um laun. Samkvæmt þessum
dómi er launaliækkun hinna
fjölmennu starfshópa um 11%.
Starfsmenn í 10.—24. launa-
flokki fá 4.900 króna hækkun
frá 1. mars að telja. En þeir
sem eru í hærri launaflokkum
fá 3% launahækkun frá 1. maí
sl. Hækkun þessi kemur á
grunnlaun, þannig að 3% hækk
un 1. júní kemur jiar ofan á.
IILÍÐARBÆR
Samkomu- og fundahúsið í
Glæsibæjarhreppi var fyrir
skömmu stækkað og endurbætt
og gert að myndarlcgu félags-
heimili. Það heitir Hlíðarbær,
sem er gott nafn.
Nafnið var þannig valið, að
fram konm tillögur um tugi
nafna, en níu manna ncfnd var
falið að velja þrjú þeirra. Um
jiessi þrjú nöfn var svo kosið í
síðustu hreppsnefndarkosning-
um og hlaut Hlíðarbær flest
atkvæðin. Hin tvö, sem um var
kosið var Borgarás og Hlébær.
En Hlíðarbær heitir félags-
licimilið og ])á vita menn það.
starfa fyrir hádegi á sunnudag
og umræður um nefndarálit og
almennar umræður vetða eftir;
hádegi á sunnudag. Ráðstefnu-
slit eru ráðgerð síðari hluta
sunnudags. Það skal tekið fram
að ráðstefna þessi- er opin öllum
aöilum með málfrelsi og tillögu-
rétti. Sérstaklega er vakin
athygli skólamanna, æskufólks,
framámanna í íþróttamálum og
sveitarstjórnarmanna á ráð-
stefnunni. Nauðsynlegt er að
tilkynna hótelinu á Laugum
þátttöku vegna gistingar sem
fyrst.
(Fréttatilkynning)
ÞAKKARVERT
Einhverjir hafa látið gera falleg
spjöhl ineð mynd af æður með
unga og sett upp syðst og yst á
Drottningarbrautina. Varúð,
stcndur fyrir ofan myndina.
Þetta á að núnna ökumenn á
að fara varlcga,- jicgar unga-
mæður cru að spásscra yfir
brautina milli lónsins og sjávar-
ins. Það bíður unganna nóg lífs-
liætta af völdum hins fljúgandi
vargs, þó hinn akandi hlífi
þeim. Það liggur ekki svo mik-
ið á, að menn hafi ekki tíma til
að jiyrma hinu vaxandi lífi.
EKKI EINS GLEÐILEGT
Út í Þórustaðagili á Mold-
haugnahálsi stóð minnismerki
yfir hermenn, er fórust þar í
(Framhald á bls. 7).