Dagur - 03.07.1975, Side 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Nýlega hélt Fjórðungssamband
Norðlendinga í samstarfi við meist-
arafélög á Norðurlandi athyglisverða
ráðstefnu um byggingamál. Þessi
ráðstefna er liður í starfsemi Fjórð-
ungssambandsins að liafa samstarf
við atvinnuhópa um þau mál, sem
eru brýnust bverju sinni. A ráðstefn-
unni komu fram markverðar upp-
lýsingar sem sýndu stöðu húsbygg-
ingaiðnaðarins á Norðurlandi. Bygg-
ingaiðnaðurinn er veigamikill at-
vinnuvegur í mörgum byggðarlög-
um. Vínnuafl í byggingaiðnaði bef-
ur t. d. tvöfaldast á 4—5 árum á Húsa
vík, og liefur aukist um 8—9% á ári
á Norðurlandi í heild. Síðustu 15
árin voru byggðar á Norðurlandi
2300 íbúðir, þar af 900 á síðustu
fimm árum. í fyrra var lokið við 244
íbúðir, sem var aðeins 78% af eðli-
legri liúsnæðisþörf. Húsbyggingar
1974 voru þá um 11% íbúðarhúsa í
íjórðungnum. Nú eru í smíðum 762
íbúðir. Svo virðist sem byggingatími
sé að meðaltali um þrjú ár. Ljóst er
að gera þarf átak til að stytta bygg-
ingatímann og spara þannig stórlega
fjármagn. Þetta er því aðeins hægt
að Húsnæðismálastjórn hraði út-
borgun húsnæðislána og húsbyggj-
endur eigi kost á eðlilegri fyrir-
greiðslu á byggingatímanum. Þetta
er enn nauðsynlegra vegna þess að
byggingatíminn er til muna styttri
bér fyrir norðan, en fyrir sunnan.
Getur það ekki verið lilutverk
Byggðasjóðs að veita húsbyggjend-
um fyrirgreiðslu í því skyni að auka
byggingahraðann? Margir binda von
ir við einingahúsin. Það kom greini-
lega fram á ráðstefnunni að lána-
kerfi Húsnæðismálastjórnar er svo
seinvirkt að það er hemill á bygg-
ingu verksmiðjuframleiddra húsa.
Allt bendir til að byggingavandinn
lirannist upp og er gert ráð fyrir að
1976 verði um 1050 íbúðir í smíðum.
Miðað við maí sl. var búið að sækja
um lóðir fyrir 318 íbúðir á Norður-
landi. Þetta sýnir vissa bjartsýni og
vitnar um þörfina. Þótt næg verk-
efni séu næstu mánuði bjá bygginga-
mönnum á Norðurlandi, er fram-
undan á næsta vetri mikill samdrátt-
ur í byggingastarfseminni og jafnvel
atvinnuleysi.-Það er því mjög áríð-
andi að leiguíbúðakerfið komi til
fullra framkvæmda hið fyrsta og
hið opinbera stuðli að fjármagns-
fyrirgreiðslu til byggingaverktak-
anna. Þáttur opinberra framkvæmda
er 35% af byggingastarfseminni í
Reykjavík, en aðeins 23% á Norður-
landi. Er þess að vænta að með
(Framhald á bls. 7).
Tíl. fcik,- •* ' ' *■
Ráðstefna um æskulýðsmál á
Norðurlandi var haldin á laug-
ardag og sunnudag (21. og 22.
júní) að Laugum í Reykjadal.
Formaður menntamálanefndar
Fjórðungssambands Norðlend-
inga, Kristinn G. Jóhannsson,
skólastjóri í Ólafsfirði setti ráð-
stefnuna. Fundarstjórar voru
kjörnir Magnús Ólafssön, for-
maður Ungmennasambands
Austur-Húnvetninga og Her-
mann Sigtryggsson, íþróttafull-
trúi, Akureyri. Fundarritarar
yoru Jón Illugason, oddviti,
Reykjahlíð og Jóhann Guð-
mundsson, Holti, Svínavatns-
hreppi, A.-Hún. Greinargerðir
um æskulýðsmál á Norðurlandi
fluttu: Ólafur H. Kristjánsson,
skólastjóri fyrir Vestur-Húna-
vatnssýslu, Magnús Ólafsson,
fyrir Austur-Húnavatnssýslu,
Guðjón Ingimundarson, sund-
laugarstjóri fyrir Skagafjörð,
Theódór Júlíusson, æskulýðs-
fulltrúi fyrir Siglufjörð, Krist-
inn G. Jóhannsson fyrir Ólafs-
fjörð, Hermann Sigtryggsson
fyrir Akureyri, Aryaldur
Bjarnason fyrir Suður-Þing-
eyjarsýslu og Aðalbjörn Gunn-
laugsson, kennari fyrir Norður-
Þingeyjarsýslu.
Fjárskortur og ónóg aðstaða
háir starfseminni.
Megin niðurstöður greinar-
gerða fulltrúa héraða og kaup-
staða voru þær að æskulýðs-
starfsemin byggi víðast hvar
við ónóga aðstöðu fyrir starf-
semi sína. Nauðsynlegt er að
gera mikið átak í uppbyggingu
íþróttamannvirkja. Víðast hvar
er ekki um verulegan fjárstuðn-
ing sveitarfélaga að ræða og
starfsemin byggist mest upp á
áhugamannaframtaki og fjár-
öflun þeirra. Það var samdóma
álit að sveitarfélögin þyrftu að
sinna þessum þætti í starfsemi
sinni með vaxandi þrótti.
Reynslan í þeim byggðarlögum,
þar sem er starfandi æskulýðs-
ráð og eru starfandi æskulýðs-
fulltrúar tekur af tvímæli um
þörfina á æskulýðsstarfi á veg-
um sveitarfélaganna.
Fyrsta æskulýðskönnunin
á íslandi.
Reynir Karlsson æskulýðs-
fulltrúi kynnti í ræðu sinni
megindrætti í könnun um æsku
lýðsmál á Norðurlandi sem nú
er unnið að fyrir forgöngu
Fjórðungssambands Norðlend-
inga. Æskulýðsráð ríkisins hef-
ur f samstarfi við fulltrúa ung-
mennasambanda og íþrótta-
bandalög unnið að könnun um
æskulýðsmál á Norðurlandi
sem er sú fyrsta sinnar tegund-
ar hér á landi. Könnunin sýnir
að æskulýðsstarfsemi víðsvegar
í héruðum og kaupstöðum á
Norðurlandi er umfangsmikil
og hve þáttur skólanna er
mikill. Gert er ráð fyrir því að
endanlegar niðurstöður könn-
unarinnar verði lagðar fyrir
næsta FjórðungSþing.
Iþróttaaðstaðan liefur dregist
aftur úr.
Þorsteinn Einarsson íþrótta-
fulltrúi ræddi um uppbyggingu
félagsheimila og íþróttaaðstöðu
á Norðurlandi. Ljóst er að veru
legt átak hefur náðst í byggingu
félagsheimila á Norðurlandi.
Hins vegar er staðan lakari í
uppbyggingu íþróttaaðstöðu. í
þeim efnum hefðum við dregist
aftur úr. Nauðsynlegt væri að
gera áætlun um þessa uppbygg-
ingu fyrir næstu árin. Gat hann
þess að byggja þyrfti á Norður-
landi 31 sundlaugar til næstu
áramóta. Gerð hefur verið út-
tekt á notkun félagsheimila og
samkvæmt henni er aðeins 9%
af notatíma þeirra vegna dans-
leikja. Um 40% af starfstíma
félagsheimila er vegna skóla-
afnota og æfinga.
Skólinn verði félagsleg
miðstöð.
Kristinn G. Jóhannsson skóla
stjóri, Ólafsfirði ræddi um fé-
lagsmál í skólum. Hann lagði á
það áherslu að grunnskólalögin
gerðu ráð fyrir að í öllum skól-
um á grunnskólastigi væri nem-
endum gefinn kostur á að taka
þátt í tómstunda- og félags-
starfi á vegum skólans, þar sem
aðstæður leyfi. Félagsstörf í
skólum er engin nýlunda í
starfi þeirra. Hingað til hefur
verið litið á það sem kvöð á
kennurum. Nú er þessi starfs-
þáttur í fyrstu viðurkenndur og
grunnskólalög gera ráð fyrir
sérstökum greiðslum í þessu
skyni. Hins vegar eru engin
skýj' ákvæði um þátttöku sveit-
ai'félaga í þessu starfi. Kristinn
gat þess að reynslan í gagn-
fræðaskólum væri sú að til
æskulýðsstarfs væri varið á ein
um vetri 280 klst. í yfirvinnu,
sem félli utan starfstíma kenn-
ara. Ljóst er ef þetta á að bless-
ast verða kennarar að vinna við
þessi störf í sjálfboðavinnu
áfram, þar sem það stunda-
magn, sem grunnskólalög gera
ráð fyrir er langt neðan eðli-
legra marka. Ekki er vafi á því
að félagsstörf í skólum er mjög
þýðingarmikill þáttur í félags-
starfi nemenda. í smærri byggð
arlögum eru skólarnir reyndar
félagsmiðstöðvar allra íbúanna.
Það er ekki hægt að ætlast til
á tímum mikillar stéttvísi að
ein stétt manna taki á sig þá
kvöð að standa fyrir félagsstörf
um í einskonar þegnskyldu.
Hér verður að koma breytt
skipan, þar sem störf skólanna
og kennara eru að réttu metin
í æskulýðs- og félagsstarfi í
skólum.
Álit samstarfsliópa.
Ráðstefnugestir skiptu sér í
þrjá samstarfshópa. Einn hópur
inn fjallaði um skólana og æsku
lýðsmálin, annar um félags-
heimili og íþróttaaðstöðu og sá
þriðji um æskulýðsmál al-
mennt. Samstarfshóparnir skil-
uðu riefndaráliti síðdegis á
sunnudag. Ábendingum starfs-
hópanna var vísað til mennta-
málanefndar sambandsins og
samstarfsnefndar ungmenna-
sambandanna, sem vinna mun
upp úr þeim sjálfstæða stefnu í
æskulýðsmálum, sem lögð vei'ð-
ur fyrir næsta fjórðungsþing.
Æskulýðsráðin samræmi
störfin.
Meðal ábendinga starfshóps
um skólana og æskulýðsmálin
er að æskulýðsráðin skipuleggi
æskulýðsstörf í hverju skóla-
hverfi í samráði við skólanna
og hin frjálsu félagasamtök.
Foreldrafélögin í skólunum leið
beini um frjálst tómstunda- og
félagsstarf í skólunum.
Mörkuð stefna um uppbygg- j
ingu íþróttaaðstöðu. '
Starfshópur um félagsheimili
og' íþróttaaðstöðu bendir á að
innan hvers íþróttahéraðs verði
reist a. m. k. eitt íþróttahús
með áhorfendasal, stærð 27x45
m. Lágmarksstærð sala við
skóla verði 15x27 m. Innan
hvers íþróttahéraðs verði sund-
laug að stærðinni 25x11 m með
áhorfendasvæði og keppnisað-
stöðu verði komið upp a. m. k.
á einum stað í hverju íþrótta-
héraði, auk æfingavalla. ,
Settar verði fastar reglur um
opinberan fjárstuðning.
Samstarfshópur um æskulýðs
mál bendir á að skortur á fjár-
magni, hæfum leiðbeinanda og
viðunandi aðstöðu hái allri
æskulýðsstarfsemi á Norður-
landi. Bendir hópurinn á til-
lögu U.M.F.Í. og Í.S.Í. að ríki
og sveitarfélag greiði hvort um
sig 30% af kostnaði við æsku-
lýðsstörf og félögin útvegi sjálf
40% af starfsfé sínu. Bendir
hópurinn á þá miklu nauðsyn
að komið verði á fót námskeið-
um fyrir leiðbeinendur á sviði
æskulýðs- og íþróttamála og
telur nauðsyn að gera þurfi
Mesfa aflaverðmætið
Hrossaræktarsambandið og
Búnaðarsambandið í Skagafirði
héldu mót á Vindheimamelum
um helgina. Þar var sýning á
kynbótahrossum á laugardag og
sunnudag og um 100 hross sýnd,
flest ung. Þá var sýning á
tveggja vetra afkvæmum stóð-
hestanna Baldri, sem Hrossa-
í-æktarsambandið á og Hrafni
Sigurðar Ellertssonar í Holts-
múla. Efstur af einstaklingur
var nýkeyptur stóðhestur frá
Höskuldsstöðum í Eyjafirði,
SLÁTTUR HAFINN
áhugamönnum fjárhagslega
kleift að sækja þessi námskeið
og vinna með atvinnumönnum
t. d. í leiklist, myndlist og tón-
list.
Um 90 manns sóttu
ráðstef nuna..
Þessi ráðstefna var haldin í
samstarfi við ungmennasamtök
á Norðurlandi, íþróttaaðila og
æskulýðsráð ríkisins. Ráðstefn-
una sóttu um 90 manns víðs-
vegar úr Norðurlandi. Tilgang-
ur ráðstefnunnar er að auka
samstarf og skilning á milli
sveitarstjórnarmanna og framá-
manna í æskulýðsmálum á
Norðurlandi. Ráðstefnugestir
sátu á laugardagskvöldið veislu
í boði menntamálaráðherra.
Yfir borðum var kvöldvaka á
vegum Héraðssambands Þing-
eyinga. Ráðstefnan var undir-
búin af æskulðsfulltrúa ríkisins
og Fjórðungssambandi Norð-
lendinga. Ráðstefnustjóri var
Arnaldur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri H.S.Þ.
(Fréttatilkynning)
purmn
Túnsbergi, 1. júlí. Vorið fær
slæm eftirmæli hjá bændum.
Þrálátir kuldar og hret ein-
kenndu það með þó örfáum góð
viðrisdögum. Gjafatími búfjár
varð óvenju langur, t. d- var
kúm gefið í allt að 300 daga, og
gekk nær allur heyforði bænda
til þurrðar._
Tún eru hér víða nokkuð kal-
in, misjafnt eftir bæjum en
sumstaðar verulega mikið.
Spretta var afar lítil framan af
en hefur mikið batnað síðustu
daga. Fíiðuð tún og nýræktir
fara að verða þokkalega sprott-
in og einn bóndi, Guðmundur
á Hallandi, hóf slátt í fyrradag.
Almennt mun þó ekki verða
hafinn sláttur strax. . Ennþá
gránar til fjalla um nætur ef
norðanátt gerir og hiti lækkar.
Kartöflurækt er nokkru
meiri en sl. ár, en uppskeruhorf
ur eru ekki sérlega glæsilegar
þó það ráðist að vísu að veru-
legu leyti af veðráttu síðsumars
og hausts.
Gunnar Guðbjartsson form.
Stéttarsambands bænda mætti í
síðustu viku á kjörmannafund-
um búnaðarsambandanna hér
norðanlands. Margt fróðlegt
kom þar fram um verðlagsmál
landbúnaðarins og kjaramál
bænda. Má þar nefna að sá
dráttur sem orðið hefur á gildis
töku nýs verðlagsgrundvallar
búvöru í nær hvert sinn síðustu
misseri þýðir beina kaupskerð-
ingu bónda með meðalbú um
marga tugi þúsunda- Hvaða
launþegastétt myndi sætta sig
við það? Flugmenn? Iðnaðar-
menn? Nei, örugglega enginn.
Þá á ríkisstjórnin ekki upp á
pallborðið hjá bændum vegna
þess fyrirheits er hún gaf ASÍ
um aðild að ákvörðunum um
verðlag landbúnaðarafurða, sem
sagt íhlutunarrétt um launa-
kjör heillar stéttar í landinu —
bænda. Offramleiðslu ýmissrar
búvöru hefur mjög verið haldið
á lofti af ýmsum aðilum. í því
sambandi vil ég nefna það sem
ég hef áður vikið að í Degi, að
bændur landsins eru einfærir
um að framleiða þau matyæli er
þjóðin þarfnast og hægt er að
framleiða á íslandi. Búvöru-
framleiðsla í þéttbýli ætti með
öllu að leggjast niður, enda þar
um að ræða beina þrengingu á
kostum þeirra sem búa í
„alvöru“. T. d. mun kindakjöts-
og kartöfluframleiðsla í kaup-
túnum og kaupstöðum vera
meiri en hinn „tölfróði“ og „rök
vísi“ ritstjóri Vísis hefur glóru
um. Þetta geta bændur, ef ís-
lenskur landbúnaður verður
ekki drepinn í dróma af mis-
vitrum stjórnmálamönnum og
með hann braskað á pólitískum
vígvelli, hvers Reykjavík er
mðdepill í. Þar sýnist mörg bak
stungan veitt — því miður.
Sv. Lax. •
Úrslitakeppni sveitarglímu
r
Islands 1975 á Lauíruni
Fákur, jarpur að lit, undan Ey-
firðingi.
Sprettutíð er sæmileg síðustu
daga en nokkuð í það, að bænd-
ur hefji slátt-
Togararnir afla mjög vel og
atvinna er mikil og góð. Fyrir
rúmri viku kom Drangey með
176 tonn af þorski, sem var verð
mætasti afli upp úr skipi héðan
frá Sauðárkróki. Aflaverðmæti
upp úr sjó mun hafa verið á
sjöttu millj. kr. G. Ó.
í síðustu viku hófst sláttur í
Eyjafirði. Þá var slegið í Hóls-
gerði, og um helgina var búið'
að hirða fyrsta heyið í Gull-
brekku. En fráleitt er að ætla,
að heyskapur hefjist almennt
næstu dagana, gott ef svo verð-
ur fyrir miðjan júlímánuð í
veðursælustu sveitum við Eyja-
fjörð og á ýmsum öðrum stöð-
um enn síðai'. En grasvöxtur
er nú mikill. □
ATHUGASEMD OG
BREYTIN G ARTILL AG A
Það fyrirkomulag, sem nú ríkir
í samningum um kaup og kjör
milli atvinnuveitenda og laun-
þega er svo stórgallað að furðu-
legt er að því skuli haldið áfram
óbreyttu. Þetta hljóta báðir
aðilar að sjá, en þá skortir fram
tak og manndóm til að fara
inná nýjar leiðir, en um það
þurfa að sjálfsögðu að vera sam
tök milli þessara aðila. Hvað oft
skyldi hún vera búin að endur-
taka sig sagan þessi: Launafólk
segir upp samningum, samn-
ingaviðræður hefjast, lengi
gengur í þófi, samkomulag næst
ekki, verkföll skella á. Eftir
misjafnlega langan tíma láta
vinnuveitendur undan og ganga
að kröfum launafólksins, að
meira eða minna leyti, en þá
eru verkföllin búin að vinna
báðum aðilum, og þjóðinni í
heild, gífurlegu tjóni. En ekki
er allt búið enn, nú kemur eftir
leikurinn. Ekki líður á löngu
frá því að kaupsamningar hafa
verið gerðir að yfir skellur
hækkunaralda á vörum og þjón
ustu, sem étur upp hinar ný-
fengnu kaup og kjarabætur.
Með þessu eru vinnuveitendur
að ná því upp,' sem þeir telja
sig hafa gefið eftir — um of í
kjarasamningunum. Þannig er
að miklu leyti tekið aftur af
launastéttunum það sem vannst
í bili og árangui'inn verður lítill
eða enginn, en verðbólgan vex
drjúgum. Eftir öllum sólar-
merkjum að ræma mun þessi
saga endurtaka sig enn, öllum
til tjóns.
Er nú ekki tími til kominn að
binda endi á þessi fávíslegu
hjaðningavíg, og taka upp nýtt
form við úrlausn þessara mála?
Ég vil nú koma fram með þá
tillögu að allar kaupgreiðslur
miðist við þjóðartekjur og fylgi
þeim til hækkunar, eða lækk-
unar eftir því sem við á hverju
sinni. Þetta gangi jafnt yfir alla
án undantekningar, frá þeim
lægst launuðu upp til forsetans
á Bessastöðum. Þegar þetta
kerfí er komið í gang má það
heita sjálfvirkt. Að vísu getur
alltaf komið til greina að gera
á því einhverjar breytingar
milli launaflokka og verður að
vera til einhver nefnd, eins-
konar dómstóll, sem sker úr
slíkum málum.
Með þessu fyrirkomulagi eru
verkföll úr sögunni, svo og vísi-
tölukerfið, og er að hvorugu
eftirsjá.
Nauðsynlegt er þegar meðal-
ært er, eða betur, að leggja
nokkuð í varasjóð, til að grýpa
til þegar harðara er í ári, svo að
afkoman megi verða sem jöfn-
ust.
Æskilegt er að sameina sem
flesta starfshópa í launaflokka.
Nú eru óteljandi smáklíkur,
hver með sínar kröfur, þessa
hópa er nauðsynlegt að sam-
eina í launaflokka eftir því sem
við á. Um þetta með launajöfn-
uðinn er til ágæt fyrirmynd.
Svo er ákveðið í landslögum að
sjómenn, iðnaðarmenn og bænd
ur skuli hafa hliðstæðar tekjur.
Þetta hefur að vísu verið dá-
lítið erfitt í framkvæmd, en hef-
ir þó gengið vandræðalaust.
Þannig þarf að sameina miklu
fleiri hópa um hliðstæðar tekj-
ur. Að sjálfsögðu verður byrj-
unin erfiðust, að ákveða við
hvað eigi að miða. Eðlilegast
virðist að miða við það kaup
sem síðast var greitt, með þó
iþeim breytingum sem réttlátar
þættu, eða samkomulag gæti
orðið um.
Að miða kaup við þjóðartekj-
ur hlýtur að vera hinn eini raun
hæfi og eðlilegi grundvöllur.
Þjóðartekjurnar eru kaup þjóð-
arinnar, þær eru það, sem hún
hefir til ráðstöfunar, og þeim á
að skipta af réttsýni og fullum
drengskap milli allra landsins
barna. Það er órofa samband
milli þess sem aflast og þess
sem hægt er að eyða, sé það lög
mál brotið til lengdar hlýtur
illa að fara. Við verðum að
sníða okkur stakk eftir vexti,
þjóðin verður að haga lífskröf-
um sínum í samræmi við nátt-
úruskilyrði og aðstöðu þá og
afkomumöguleika, sem landið
hefir uppá að bjóða, og þar á að
gera öllum jafnt undir höfði,
þegar vel árar, njóta allir þess
hlutfallslega, og þegar á móti
blæs, taka allir á sig byrðarnar
eftir sömu reglu. /
Það fyrirkomulag sem hér er
stungið uppá, ætti mjög að ýta
undir þjóðina til hagkvæmni í
öllum rekstri og aukinnar fram-
leiðni.
26. maí 1975.
Stefán Kr. Vigfússon.
Sunnudaginn 22. júní fór fram
að Laugum í Reykjadal úrslita-
keppni sveitaglímu íslands. Þar
áttust við sveitir frá H.S.Þ. og
K.R. Erlingur Davíðsson rit-
stjóri Dags á Akureyri hefur
beðið mig að segja lesendum
blaðsins lítillega frá þessari
keppni og vil ég reyna að verða
við því.
Það skal strax tekið fram, að
ég kveið fyrir þessari glímu og
svo mun hafa verið um fleiri
hér nyrðra. KR-ingar hafa oft
komið hér norður áður, svo við
þekkjum orðið glímulag þeirra
(ef glímu skyldi kalla) og glímu
stíl. Og það má segja að „ekki
brá mær vana sínum“ í þetta
sinn. Það er ekki mögulegt fyr-
ir létta og lipra glímumenn (og
í mörgum tilvikum stórhættu-
legt) að glíma við KR-inga,
glíma við þá flesta hlýtur ávallt
að vera ljót, hversu góður og
lipur glímumaður sem við þá
glímir, glímustaða þeirra er
slík.
Þó kviknaði hjá mér von um
að við fengjum að sjá eina og
eina fallega glímu frá þeirra
hendi í þetta sinn þegar ég sá
að Garðar Erlendsson var með-
al keppenda frá K.R. Hann
glímdi hér með K R. fyrir tveim
árum og glímdi þá allar sínar
glímur skínandi vel, af lipui'ð,
snerpu og drengskap. En nú
brást barnið mitt Brútus líka,
eins og sagt var forðum og
glímdi hann nú með ekta K.R.-
stíl, — það lýsingarorð hygg ég
að flestir skilji nú orðið, svo
það þurfi ekki að skilgreina það
nánar.
Snúum okkur þá að glímunni.
í sveit H.S.Þ. voru eftirtaldir
menn: Ingi Yngvason, Kristján
Yngvason, Björn Yngvason all-
ir bræður frá Skútustöðum, eru
þeir bræður Péturs Yngvason-
ar, nú handhafa Grettisbeltis-
ins, sem æft hefur og keppt
fyrir Víkverja undanfarin ár,
þar sem hann hefur stundað
skólanám undanfarna vetur í
Reykjavík. Nú hefur hann lok-
ið því námi og vonum við að
hann flytji nú aftur heim í sína
sveit og keppi með bræðrum
sínum fyrir H.S.Þ. næstu árin.
— Fjórði Þingeyingurinn var
Eyþór Pétursson frá Baldurs-
heimi, 18 ára unglingur, og
fimmti Haukur Valtýsson, frá
Nesi í Fnjóskadal, á sama aldri.
Haukur hefur sýnt alveg sér-
stakan áhuga og eljusemi í að
sækja æfingar hingað í Mý-
vatnssveit undanfarin ár, og
mun fátítt að unglingar leggji
annað eins á sig til að geta
stundað æfingar. Á hann skyld-
ar þakkir allra góðra manna og
glímuunnenda fyrir áhugann,
Varamenn í sveitinni v$ru 'Hjör
leifur Sigurðsson, Grænavatni
og Arngrimur Geirsson frá
Álftagerði. /
Sveit K.R. skipuðu eftirtaldir
menn: Sigtryggur Sigurðsson,
Jón Unndórsson, Garðar Er-
lendsson, Olafur Sigurgeirsson
og Rögnvaídur Ólafsson- Vara-
maður var Elias Árnason.
í fyrstu umferð glímdu sam-
an Rögnvaldur og Ingi og vann
Ingi, Björn vann Garðar, Ólaf-
ur og Kristján gerðu jafntefli,
Jón vann Eyþór og síðast
glímdu Sigtryggur og Háiikur.
Virtist það ójafn leikur og nán-
ast sagt eins og glíma Bavíðs
við Golíat forðum; Sigtryggur
300 punda kjötstykki, stirður en
nautsterkur og alls ófær að
sýna eða taka þátt í íslenskri
glímu og Haukur lítill og léítur,
en mjög lipur og stæltur glímu-
maður. Leikar fóru þó svo, að
Sigtryggur kom honum ekki af
fótunum, þó hann færi oft á
annað hnéð við þá tilburði að
berja hann niður.
Ut úr þessari umferð höfðu
H.S.Þ. 3 vinninga K.R. 2.
í annari umferð vann Rögn-
valdur Björn, Kristján vann
Garðar, Ingi vann Ólaf, Jón
vann Hauk og síðasta glíman
var milli Sigtryggs og Eyþórs.
Endurtók sig nú sama sagan og
í glímu Sigtryggs og Hauks í
fyrstu umferð, nema nú var
glíma Sigtryggs enn ferlegri,
þar sem auðséð var að hann
undi því illa að koma ekki ungl-
ingum Þingeyinga niður. Fór
hann nú stundum á bæði hné
til að fylgja brögðum sínum
eftir. Tel ég guðsmildi, en ekki
dómara, hafa valdið því að Ey-
þór slapp óbrotinn undan þessu
trölli, en bæði er hann blár og
Framkvæmdir við Kröflu ganga vel
Mörgum leikul hugur á að vita
hvernig framkvæmdir ganga
við Kröfluvirkjun. Af því tilefni
sneri blaðið sér til formanns
Kröflunefndar, Jóns G. Sólnes,
og tjáði hann blaðinu meðal
annars eftirfarandi:
Mikið af vinnuskálunum hef-
ur þegar verið reist á vinnu-
stað, en þeir voru smíðaðir á
verkstæðum á Húsavík og flutt-
ir að Kröflu. Þar búa starfs-
menn og nýtt mötuneyti er þar
starfandi.
Nú er unnið af kappi við
grunn stöðvarhússins og munu
sprengingar langt komnar.
Reyndist grunnurinn betri en
álitið var. Þá er borun hafin á
vegum Jarðhitadeildar og mun
því verki væntanlega fram hald
ið í sumar, því hér er um fyrstu
vinnsluholuna að ræða og verðá
þær fleiri, eftir því sem þarf.
Búið er að taka tilboði frá
Akureyri í strengjasteypuna. Er
það Möl og sandur, sem fær þau
verkefni og munu nú bæta við
sig starfsmönnum af því tilefni.
Fyrirtæki upp á 4—5 millj-
arða króna rís ekki upp á ein-
um degi, sagði formaðurinn, og
undirbúningsvinnan er þegar
orðin mikil og margþætt- En í
heild má segja, að allt gangi
enn eftir áætlun og góð sam-
vinna hefur tekist við flesta þá
aðila, sem við þui'fum mest að
skipta við. Stefnt er að því að
byggja stöðvarhúsið nú á þessu
sumri, og ég vona að það takist.
Nú fyrir fáum dögum var
gengið frá samningum við átta
aðila vegna virkjunarinnar og
búið er að gera samninga um
80% allra véla og tækja til
Kröfluvirkjunar. Framundan er
svo meðal annars vegagerð til
að tryggja samgöngur í vetur
og verður fyrst farið í Náma-
skarðið, sem er mjög vegvana
og verður oft ófært í fyrstu
snjóum.
Blaðið þakkar upplýsing-
arnar. □
Á fjárlögum þessa árs eru áætl-
aðar 79 milljónir til Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri, til að
vinna fyrir í sumar. Búið er að
bjóða út innréttingar í tengi-
álmuna nýju, sem komst undir
þak í fyrra.
Fjárveitinganefnd Alþingis
situr þessa dagana að störfum
til þess að kanna og ákveða,
ásamt ríkisstjórninni, hvaða
framkvæmdir verða leyfðar á
þessu „niðurskui'ðarári“. Flest-
um mun finnast, að ákvarðanir
þessar hefðu mátt takast fyrr,
ekki síst vegna þeirra lands-
hluta, sem stuttan byggingar-
tíma hafa. Dalvíkingar og Ólafs
firðingar bíða vikum saman
eftir þessum ákvörðunum, sem
hefðu átt að liggja fyrir miklu
fyrr.
□
Baguk
kemur næst út miðvikud. 9. júlí
marinn eftir viðureignina. —■
En úrslitin úr umferðinni urðu
jafntefli, Þingeyingar 2Vz og
K.R. 2V2.
Fyrsta glíma í þriðju umferð
var milli Rögnvaldar og Krist-
jáns og má segja að hún hafi
ráðið úrslitum keppninnai'.
Kristján lagði Rögnvald á hæl-
krók, féll Rögnvaldur svo
snöggt að hann dró Kristján
niður með sér í fallinu, þar sem
hann sleppti ekki tökum, en
-féll beinstífur til jarðar- Mér
;þótti. vænt- um að .þessi glíma
var sýnd í sjónvarpinu, því þar
mátti glöggt sjá hvernig Rögn-
valdur dró Kristján með sér í
fallinu. Dómararnir dæmdu
hins vegar ekki byltu og létu
þá halda áfram, — þá vann
Rögnvaldur. Önnur glíman í
þessari lotu var einnig afdrifa-
rík, glíma Ólafs og Hauks.
Ólafur var búinn að fá tvær
áminningar fyrir ljóta glímu og
níð, en lét sér samt ekki segj-
ast, og á síðustu sekúndunum
var hann talinn leggja Hauk.
Þarna taldi ég að dómararnir
hefðu skilyrðislaust átt að
dæma vítabyltu á Ólaf. Þegar
dómari hefur aðvarað glímu-
mann fyrir ljóta og clöglega
glímu, en glímumaður lætur sér
samt ekki segjast og lagfærir
ekki glímu sína, á hiklaust að
dæma vítabyltu við næsta brot
— það eitt álít ég að gæti haldið
glímuníðingum í skefjum. X
þessari lotu lagði Ingi Jón á
sniðglímu niðri mjög laglega og
lá Jón alveg á bakinu. Ut úr
þessari lotu fengu Þingeyingar
2 vinninga (en hefðu að mínum
dómi átt að fá 4) en K.R. 3 vinn
inga. Stóðu nú leikar jafnir að
mati dómara.
í fjórðu lotu fengu Þingey-
ingar aðeins 1 vinning, en K.R.-
ingar 4. í glímu Ólafs og Eyþórs
fékk Ólafur enn áminningu en
hann virtist ekkert taka slíkt
til greina. í síðustu umferð
vann Rögnvaldur Hauk, Eyþór
vann Elías, Björn vann Ólaf,
Jón vann Kristján og Sigtrygg-
ur gaf glírnu sína við Inga, enda
þá að lotum kominn eftir fyrri
viðureignir.
Lauk keppninni með sigri
K.R.-inga ISV2 v- gegn llx/2.
Að lokum vil ég aðeins segja
þetta um einstaka glímumenn.
Ingi Yngvason er mjög vaxandi
glímumaður á þessu ári og í
þessari glímu sýndi hann mikla
yfirburði. Það gerði hann einn-
ig þegar Þingeyingar glímdu
við Ármann fyrr í þessum mán-
uði. Hlaut hann þá einnig 5
vinninga, — og er nú óefað einn
af bestu glímumönnum lands-
ins. Unglingarnir Eyþór og
Haukur eru bráðefnilegir glímu
menn, sem miklar vonir eru við
tengdar.
Um K.R.-inga ætla ég að vera
fáorður framyfir það sem ég
hef þegar sagt. Þó finnst mér
alltaf þegar ég sé Ólaf Sigur-
geirsson á glímupalli, að hann
líkist mest rótarhnyðju eða
rekaviðardrumb, sem settur hef
ur verið niður í girðingarhorn
og bifast hvergi, en heldur and-
stæðingnum í heljargreipum
hins æfða lyftingarmanns, en
slíkt mun aldrei samræmast
íslenskri glímu.
Sumum mun e. t. v. finnast
ég nokkuð dómharður um K.R.-
inga. En það segi ég satt að væg
ari orð treysti ég mér ekki að
hafa um þá, til að segja sóma-
samlega frá glímunni.
Grænavatni, 28. 6- 1975.
Sigurður Þórisson, (j