Dagur - 09.07.1975, Side 2

Dagur - 09.07.1975, Side 2
2 Byggðaþróunaráætlun Norður- Þingeyjarsýslu er mjög á dag- skrá um þessar mundir, enda er þetta fyrsta byggðaþróunar- áætlunin á landinu. Aðalhöfund ur hennar er Guðmundur Osk- arsson verkfræðingur í Reylcja- vík, sem mörg undanfarin ár hefur unnið verkfræðistöi'f og áætlanagerðir fyrir fjölmörg sveitarfélög á landinu. Hann og Áskell Einarsson framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Norð lendinga, voru um síðustu helgi að koma úr ferðalagi um N,- Þing. og greip blaðið tækifærið og spurði Guðmund Óskarsson nokkurra spurninga um þessa fyrstu byggðaáætlun, sem Gísli heitinn Guðmundsson alþingis- maður barðist fyrir og fékk sam þykkta á Alþingi 25. apríl 1972. Framkvæmdastofnun ríkisins var falin áætlanagerðin í sam- ráði við sýslunefnd, búnaðar- samband, sveitarstjórnir og Fjórðungssambandið. Verk- fræðiskrifstofu Guðmundar Óskarssonar var svo falin gerð áætlunarinnar, sem er allmikil prentuð bók. í mars 1975 var svo áætlunargerð lokið, eða til- lögudrögum, sem síðan var kynnt í héraði og síðan höfum við Áskell Einarsson, sagði verk fræðingurinn, heimsótt þéttbýl- isstaðina Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn og haldið þar fundi með sveitarstjórnarmönnum, farið alveg í gegn um áætlunina og skráð athugasemdir og ábendingar frá heimamönnum. Áætluninni hefur verið mjög vel tekið. Hvert er svo næsta skrefið, Guðmundur? Næsta skrefið verður það, að gera þær breytingar á byggða- áætluninni, sem nauðsynlegar eru, samkvæmt því, sem fram hefur komið í umræðum við heimamenn og samræma þær. Síðan verður væntanlega leitað til ríkisstjórnarinnar, áætlunin lögð fyrir hana til fyrirgreiðslu. Það kemur í hlut stjórnvalda landsins að fjármagna áætlun- ina og gera hana þar með að veruleika. Meginþættir áætlunarinnar? Áætlunin snýst að verulegu leyti um atvinnumál í þessum landshluta- Upphafleg ástæða fyrir gerð hennar var sú, að mikill fólksstraumur lá úr sýsl- Ársþing UNÞ 1975 var haldið á Þórshöfn 22. júní. Mættir voru 23 fulltrúar frá öllum aðildar- félögunum, sem eru sjö, auk stjórnar UNÞ og nokkurra annarra. í skýrslu stjórnarinnar fyrir árið 1974 kom meðal annars fram, að gróskumikið íþrótta- stai'f var á sviði frjálsra íþrótta og knattspyrnu. Nefna má að 210 börn fjórtán ára og yngri tóku þátt í unglingakeppni UNÞ og sambandið varð í 3. sæti í bikarkeppni FRÍ 2. deild. Fjögur knattspyrnulið kepptu í knattspyrnumóti UNÞ og lið frá sambandinu tók nú í fyrsta sinn þátt í undankeppni fyrir lands- mót UMFÍ. UNÞ stóð að þjóðhátíð Norð- ur-Þingeyinga í Ásbyrgi ásamt þjóðhátíðarnefnd N.-Þingeyjar- sýslu. Á þinginu var samþykkt reglugerð fyrir knattspyrnumót UNÞ og gerðar voru ýmsar sam þykktii' um héraðsmótið, sem fram fer í Ásbyrgi helgina 19. —20. júlí n.k. Þá var eftirfar- andi samþykkt samhljóða: unni. En apk atvinnumála er þar fjallað um félagsmálin, sam göngumál, heilbrigðismál og skólamál. íbúar á þessu svæði eru 1816 manns, en Húsavíkur- kaupstaður er ekki tekinn með í áætLunina. Rétt er að geta þess, að þings- ályktunartillaga Gísla Guð- mundssonar gerði ráð fyrir því, að byggðaáætlunin næði til næstu hreppa Norður-Múla- sýslu, þ. e. yfir Vopnafjarðar- og Skeggjastaðahreppa, sem báðir eru norðan Smjörvatns- heiðar. En það liggur enn ekki ljóst fyrir, hvort þessir hreppar verða með. En við höfum kynnt áætlunina þar og áhuginn á því að vera með, er vaxandi. í sambandi við atvinnumálin er meðal annars fjallað um iðn- aðinn, en þjónustuiðnaðurinn er frekar af skornum skammti og þarf að eflast. Við getum t. d. bent á, að á Þórshöfn er ekki trésmíðaverkstæði, en hins veg- ar mikill áliugi á byggingarfram kvæmdum. Á Raufarhöfn vant- ar ti'ésmíðaverkstæði og véla- verkstæði, því vélaverkstæðið þar var einkum miðað við síldar bi'æðsluna. Gert er ráð fyrir, að fiskibátarnir verði stækkaðir og „Ársþing UNÞ haldið á Þórs- höfn 22. júní 1975 samþykkir að bjóða fram 300 dagsverk, unnin eða greidd, til byggingar full- kominnar hreinlætisaðstöðu í Ásbyrgi að því tilskyldu að UNÞ haldi afnotarétti sínum í Ásbyrgi til samkomuhalds og íþróttamóta-“ Stjórn sambandsins skipa nú þeir Aðalbjörn Gunnlaugsson, Lundi, formaðui-, Guðmundur Þórarinsson, Vogum, gjaldkeri og Stefán Eggertsson, Laxárdal, ritari. Tveir íþróttakennarar starfa hjá UNÞ í sumar, þeir Magnús Pálsson og Gunnar Árnason, en Gunnar er jafnframt fram- kvæmdastjóri íþróttastarfsins. Fimm frjálsíþróttamót em ákveðin innan héraðs auk ungl- ingakeppninnai', sem fram fei' þrisvar sinnum í hvei'ju félagi. Þá tekur UNÞ þátt í landsmóti UMFÍ, Norðui'landsmótinu og bikarkeppni FRÍ 2. deild. F. h. UNÞ Gunnar Árnason. gerðir hæfari til sjósóknar, en uppbygging bátaflotans hefur verið frernur hæg til þessa. Verið er á Þórshöfn a ðljúka byggingu nýs fi'ystihúss og þá skortir þar hráefni. Sennilegt er, að íbúar þar leggi áherslu á að. fá skuttogara áður en langt líður. Höfnin þar er að verða sæmileg. Líklegt er, að sam- vinna um útgerð eða vinnslu aflans væri skynsamleg. Á Kópaskeri er nýlegt trésmíða- verkstæði og bifreiðaverkstæði. Þar er einnig áhugi á útgerð, en hafnarskilyrði vantar- Rætt er í áætluninni um Dettifossvii'kjun, sem hlýtur að hafa, ef til kemur, mikil áhrif á atvinnulífið, þótt stóriðja kæmi ekki til þar. Fyrirhugað er að reisa heilsu gæslustöð á Þói-shöfn og sjúkra móttöku á Raufai'höín og litla læknamiðstöð á Kópaskeri með einum lækni. í tengslum við lieilsugæslustöð á Þórshöfn er mikill áhugi á dvalarheimili aldraðra. í skólamálum virðist stefnan sú hjá lireppunum, að Keldu- neshreppur, Öxarfjarðarhrepp- ur og Presthólahreppur sam- einist um grunnskóla að Lundi. Raufai'hafnarbúar hafa hug á að reisa sér sérstakan grunn- skóla og Þórshafnarhreppur, í samvinnu við Sauðaneshrepp svalbarðshrepp, vill byggja grunnskóla á Þórshöfn. Er ekki áhugavert að fást við þessi verkefni? Jú, alveg sérstaklega áhuga- vert. Þessi áætlunargerð snýst um flesta þætti mannlegs lífs og hefur verið skemmtilegt að fást við þetta verkefni. Norður- Þingeyjarsýsla er ýmsum góð- um kostum búin og þótt hún liggi noi'ðarlega, eru þar mikil og góð sauðlönd, sem ekki eru enn að fullu nýtt, auk margra náttúrugæða og sérstæðrar fegurðar. Það er einkum í Þistil firði og upp af honum, sem bet- ur má nýta beitilöndin með fjölgun fjár til muna. En áætl- unin sem slík, tekur ekki til landbúnaðar sérstaklega, þótt víða sé komið að landbúnaði í áætlunargerðinni. Og ég get bent á þau helstu atriði, sem helst þykir á skorta í búskap bændanna í sambandi við upp- byggingu landbúnaðarins. Meðalbúið í Norðui'-Þingeyj- arsýslu er minna en meðalbúið á Norðurlandi, þótt afrakstui'- inn sé ekki jafnmikið minni. Búin þurfa að stækka. Það sem lagt er til að sérstaklega verði gert fyrir landbúnaðinn er þetta: Sérstök fi'amleiðnilán verði veitt, til að stækka búin, til þess þau nái minnst meðalbú- stærðinni, með frumbýlingslán- um eða styi'kjum svo áhætta •verði ekki óhóflega mikil við uppbyggingu jarðarbýla, sem farið hafa í eyði, með sérstök- urn lánum við ábúendaskipti og með skynsamlegri áætlun um landnýtingu fyrir sýsluna alla. Þá þarf að gera rannsókn á fisk ræktai'möguleikum í ám og vötnum og ilræktarmöguleik- um, þar sem hagkvæmnisathug- anir sýna að möguleikar eru fyrir hendi og styrkja þessar atvinnugreinar. Landbúnaðaráætlunin? Gert er ráð fyrir sérstakri landbúnaðaráætlun á vegum Landnáms ríkisins. Menn gera sér vonir um, og það er almenn Áskell Einarsson og Guðmundur Óskarsson. (Ljósm-: E. D.) HÖFUNDUR HENNAR, GUÐMUNDUR ÓSKARSSON, SVARAR FÁEINUM SPURNINGUM BLAÐSINS VARÐANDI ÁÆTLUNINA krafa Norður-Þingeyinga, að framfylgt verði þeirri byggða- áætlun, sem nú liggur fyrir og menn vænta þess einnig, að framkvæmdaáætlun landbúnað arins, sem segja má að sé hafin á Grímsstöðum og í Möðrudal, verði fullmótuð sem allra fyrst og framkvæmdir fylgi á eftir. En samvinna dreifbýlis og' þétt- býlis er svo mikil og nauðsyn- leg, að ekki er hægt að skilja þar á milli og áætlanirnar verða því að fylgjast að. Fólki í landbúnaði hefur fækkað mikið og meira én á öðrum stöðum á Norðurlandi og er nú oi'ðið á neðri mörkunum, ef svo má segja. Þá þróun þarf tafarlaust að stöðva- Nú er eftir að vita, hvernig Framkvæmdastofnun ríkisins stendur að þessu máli. Raunar stendur hún ekki undir nafni nema að hún tryggi framgang þessa máls. Hún er fi'am- kvæmdastofnun en ekki áætl- anastofnun. Það virðist vanta þann aðilann, sem tryggi fram- gang mála, sem þessara. Bæði þai’f að tryggja framkvæmdir með fjármagni en einnig örva þann framkvæmdavilja, sem til staðar er og bíður þess að vera leystur úr læðingi heima í byggðarlaginu. Þá vil ég að lokum, segir Guð mundur Óskarsson, víkja að því, að eitt af því sem hefur háð mönnum í Norður-Þingeyjai'- sýslu er það, að þeir kunna ekki nægilega vel á „kei’fið" og má þar bæði nefna bankakerfið og hinar ýmsu stofnanir, sem til þarf að sækja um fyrirgreiðslu til hvaða smáfyrirtækis sem setja þarf á stofn. Þetta „kerfi“ er flókið og hætt við því, að menn gefist hreinlega upp og munu fleiri en Norður-Þing- eyingar í þeirri uppgjafarhættu. I Blaðið þakkar Guðmundi Ósk arssyni vei'kfræðingi svörin og honum og Áskatli Einarssyni fyrir innlitið. E. D. Á föstudagskvöld milli kl. 7 og 8 töpuðust skiptilykill, þxýsti- sprauta og skrall, sem lágu á búkka á togara- bryggjumii. Vinsamlegast skilist til Ingvars Eiríkssonar, Hafnarstræti 25, sími 1-13-13. Sá sem getur gefið upp- lýsingar um jeppakerru — bláa að lit — senr skil- in var eftir biluð uppi á Vaðlaheiði en er nú horfin, vinsamlega láti Bílaleigu Akureyrar eða lögregluna á Akureyri vita. Svefnpoki tapaðist í svörtum plastpoka á leiðinni Akureyri — Vaglaskógur. Finnandi hringi í síma 2-18-34 gegn fundar- launum. SOKKAVIÐGERÐ! Dömur munið að láta gera við sokkabuxurnar. Móttaka í Markaðinum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.