Dagur - 23.07.1975, Blaðsíða 2

Dagur - 23.07.1975, Blaðsíða 2
2 Um sorpeyðingu á Ákureyri Verkfræðingur bæjarins hefur að gefnu tilefni, lagt fram grein argerð yfir sorpeyðingarmálin á Akureyri, og fer hér á eftir hluti af henni: Árið 1963 voru mjög til um- ræðu kaup á sorpbrennslustöð frá Þýskalandi. Framleiðendur hennar auglýstu hana mjög, en við nánari athugun kom í ljós, að fyrirtækið var ótraust og reynslulaust í smíði sorpeyðing arstöðva og var því horfið frá kaupum. Árið 1971 voru til athugunar kaup á sorpbrennslustöð frá Danmörku. En stofnkostnaður og reksturskostnaður hennar reyndist það mikill að frá því var horfið. Sorpeyðing hefur síðan öðru hverju verið til umræðu. Meðal annars hefur bæjar- verkfræðingur skoðað sorp- brennslustöð Húsavíkur, sem er frá Skorstensbolaget A. B. í Sví þjóð og farið á vélasýningu í Bretlandi síðastliðið haust með- al annars til að skoða sorp- mulningsstöðvar. Ennfremur hefur bæjarverk- fræðingur haft samband við Hafnarfj arðarbæ um þessi mál, en bæjarverkfræðingur þar hef- ur þau nú til athugunar. Var ætlun þeirra að hafa sam ráð sín á milli um tillögur á sorpeyðingu sem að þeirra dómi væri hagkvæmust í næstu fram tíð. Heimilissorp á Akureyri er nú um 10 tonn a dag eða sem næst 50—55 m-í! á dag. Iðnaðarsorp og annar úrgang- ur er annað eins og þar af brennanlegt um 50%. Auk þessa er flutt á hauga bæjarins sorp frá Kristnesi og Svalbarðseyri. Þær soiTreyðingaraðferðir sem helst koma til greina auk eyðingar á sorphaugum er sorp- brennsla og sorpmölun. Sorpbrennsla er alldýr í stoín kostnaði og rekstri, en mismun- andi eftir gerð brennsluofna og mun brennsluofninn á Húsavík vera með þeim ódýrari. Miðað við stærð ofnsins á Húsavík þyrfti 2 slíka hér eða 1 af stærri gerð. Þótt sorpeyðing væri fram kvæmd með brennslu þyrfti sorphauga eftir sem áður fyrir um 25% af sorpmagninu, sem ekki er brennanlegt, auk ösku frá brennsluofnum. Mesti ókosturinn við brennslu er að flokka þarf sorpið og plokka úr því hluti, sem mjög er óþrifalegt. Auk þess verða laus við brennsluna klór- og flúorsam- bönd, sem hafa eitrandi og tær- andi áhrif, einkum ef brennd eru ýmis plastefni, sem notuð eru í vaxandi mæli. Óhreinsaður reykurinn meng ar andrúmsloftið, einkum með tilliti til staðhátta hér og hreins un reyksins með vatni skapar líka mengunarhættu. Sorpeyðing með sorpmölun hefur kosti umfram eyðingu með brennslu. Stofnkostnaður og rekstur sorpmölunarstöðva er talinn all miklu ódýrari 'en brennslu- stöðva. Rúmmál sorpsins minnk ar um 50% við mölun og allt að 85% eftir þjöppun á haugstæði. Nota má hið malaða'sorp til að keyra yfir iðnaðarsorp á haug- um, sem ekki er hægt að mala eða brenna. Sorpið er malað það mikið niður að lítil hætta er á foki frá því. Ennfremur er hægt að sigta frá malað plast og bréf og keyra því undir á haug- um og þá á engin hætta að vera á foki. Tollemache-sorpmölun, sem bæjarverkfræðingur skoð- aði í Bretlandi svo sem áður er getið, krefst engrar plokkunar á hlutum úr sorpinu qg kvörnin sjálf kastar frá sér hlutum, sem ekki malast undir 40 mm. Þetta er mikill kostur við rekstur stöðvar, sem þessarar. Saman- borið við eyðingu með brennslu þá er ekki um megun að ræða í reyk eða frárennsli vegna hreinsunar reyks- Svo sem áður segir má nota hið malaða sorp til að keyra yfir iðnaðarsorp og annan úrgang sem ekki verður brenndur eða malaður og spara þannig yfirkeyrslu að nokkru á haugum. Ekki virtust erfiðleikar á því að keyra á hinu malaða sorpi á haugum þeim, sem skoðaðir voru í Bretlandi, enda þótt rign ingar væru og allt blautt. Bæjar verkfræðingur stefnir ■ að því, að leggja fyrir bæjarráð á kom- andi hausti samanburð á helstu sorpeyðingaraðferðum sem til álita kæmu hér. Hann mun jafnframt hafa samráð við kollega sinn í Hafn- arfirði um mál þetta. Ástæðan fyrir því að hann lagði ekki fyrir bæjarráð á síð- asta hausti áætlun um stofn- kostnað og reksturskostnað soi-pbrennslustöðvar og sorp- mölunarstöðvar var . hvoru tveggja að hann taldi æskilegra að undirbúa mál þetta betur í samráði við þá sem um þetta mál hafa fjallað hjá sveitarfélög unum suðvestanlands og hitt að uppkast að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð árið 1975, sem fyrir lá á síðastliðnu hausti gaf ekki tilefni til þess að unnt yi'ði að fjárfesta í sorpeyðingafstöð á þessu ári. □ HUGLEIÐING UM GÖTUNAFN Þegar að er gáð, kemur í ljós að það eru örfáar götur hér í bæ sem bera mannanöfn og er vel farið að svo er, enda vandi að dæma um hver er þeirra virðingar verður- Við höfum látið það vera að heiðra minningu okkar mestu manna á þennan hátt, þess vegna má kalla það ofrausn að heiðra Danadrottningu með þessu móti, eins og stungið er upp á í 29. tölublaði Dags. Danir hafa gert rétt í samn- ingum við okkur, og þó ekki án þrýstings af okkar hálfu. Og með því hafa þeir heiðrað sjálfa sig, svo ekki þurfa aðrir þar um að bæta. Enda staðreynd að frændur okkar á Norðurlönd- um eru ilveg einfærir um að hampa sínu kóngafólki. Ef mönnum líkar ekki við Leiruvegsnefnið sem nefnt hef- ur verið á nýja veginn í inn- bænum, þá er auðvitað um fleii'i góð nöfn að ræða, svo sem Fjörubraut, Tjarnargötu eða Akureyrarstræti þar sem vegur inn liggur um gömlu Akur- eyrina. ÖNNT ER AÐ NYTÁ ORKUNA BETUR Aðeins um það bil fimmtán prósent þeirrar orku, sem fram- leidd er til notkunar í Norður Ameríku og í Evrópu kemur neytendum beint til góða, segir í nýútkomnu yfirliti frá Efna- hagsmálanefnd Sameinuðu þjóð anna fyrir Evrópu. 85 prósent orkunnar fer sem sé forgörðum með ýmsum hætti, einkum tap- ast þó orka við það, að henni er breytt úr einni mynd í aðra, við flutninga, geymslu og síðast en ekki síst, þegar orkan er komin til neytenda og í notkun. Ekki er talið að unnt verði að bæta þessa nýtingarprósentu verulega á allra næstu árum, þó hafa sérfræðingar spáð því, að nýtingarprósentan muni hafa hækkað um helming eða í 30 prósent árið 1990, það er að segja, ef vilji er fyrir hendi til að beita sér fyrir aðgerðum í þessu augnamiði. Til þess að svo megi verða þarf ýmislegt að gerast, og ekki síst þarf að breyta neysluvenj- um almennings. Þótt unnt sé tálið að hækka nýtingarprósent- una svona mikið, telja sérfiæð- ingar þó raunhæfara að áætla, að hún hækki ekki nema í tuttugu prósent á næstu fimmtán árunum. 2. JARPUR, 35,2 eig. Félagsbúið Möðruvöllum Knapi Hermann Jónsson. Fleiri lágu ekki sprettinn. 250 m stökk. Tími 1. FANTUR, 19,9 eig. Héðinn Jónsson, Ak. Knapi Kristján Leósson. 2. HÁFETI, 20,0 eig- Stefán Jakobsson, Ak. Knapi Omar Jakobsson. 3. HELMINGUR, 20,1 eig. Halldór Kristinsson, Ak. Knapi Auðbjörn Kristinsson. Bestum tíma í undanrásum náði Háfeti Stefáns Jakobsson- ar, 19,5. 300 m stökk. Tími 1. FLÓTTI, 23,6 eig. Finnur Björnsson, Ak. hestamót Knapj Auðbjörn Kristinsson. 2. LITUR, 23,7 eig. Ásgeir Ásgeirsson, Ak. Knapi Alfreð Arnljótsson. 3. GRÁNI, 24,1 eig. Eiríkur Sigurðsson, Ak- Knapi Jón Björnsson. Bestum tíma í undanrásum náði Flótti Finns Björnssonar, 23,5. 600 m brokk. 1. HRAFN, eigandi Félagsbúið Möðruvöllum. Knapi Finnur Björnsson. 2. SJARNI, eigandi og knapi Ketill Helgas., Finnastöðum. 3. NASI, eigandi Ketill Helgason, Finnastöðum. Knapi Erna Jóhannesdóttir. ( Fréttatilky nning) Nú er talið, að um 86 prósent af orkunni tapist við vinnsluna og í notkun. Að breyta frum- orku í nýtanlega orku er talið hafa í för með sér 13 prósent orkutap, en við geymslu, flutn- ing og dreifingu er talið að eitt prósent fari forgörðum. Hvað orkunotkuninni viðkemur þá á sér að mati sérfræðinga miklu meiri orkusóun stað á heimil- um, en í iðnaði. Þótt ekki takist að bæta orku nýtinguna nema um fimm pró- sent er það talið verulega þýð- ingarmikið, nú þegar þvarvetna ríkir orkuskortur og verð á öll- um orkulindum hefur stórhækk að á tiltölulega mjög skömmum tíma. Jafnvel þótt fjórir fimmtu hlutar þeirrar orku sem bundin er í kolanámum og olíu og gas- lindum haldi áfram að fara for- görðum, þá þýðir fimm prósent aukning að hinar þekktu orku- lindir, sem mannkyn nú ræður yfir munu nýtast lengur en áður var talið- Hvað olíu og jarðgasi viðvík- ur þá er talið áð þær olíulindir, sem nú er kunnugt um, muni verðá þurrausnar í kring um 1995 miðað við núverandi vinnsluhraða. Hið sama gildir um jarðgasið. Ef tekst að bæta orkunýtingar prósentuha um fimm prósent mundi það tákna í raun að olíulinditna^ gætu enst að minnsta kosti einn ára- tug til viðbótar, þannig áð auk- inn tími gæfist til þess að finna nýjar orkulindir, sem' komið gætu í staðinn fyrir olíuna. Margir óttast, að slíku’r orku- sparnaður muni hafa í för með sér að lífskjör færu vefsnandi, en að sögn sérfræðinga ætti ekki að þurfa til þess að koma. Stanovik formaður Efnahags- nefndar Sameinuðu þjpðanna fyrir Evrópu hefur látið.svo um mælt, að unnt ætti að vera að auka hagvöxt nokkuð ón þess að til komi aukin orkunotkun. Jarðhitaráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Oi’kukreppan hefúr gert það að verkum að áliugi manna beinist nú í æ ríkari mæli að notkun jarðhita, sem yfirleitt hefur' til þessa vérið fremur Benda má á, að þegar nýjar götur eru lagðar í gömlu bæjar- hlutana þá væri það lýðræðis- legt að íbúum hverfisins væri gefið tækifæri til að láta álit sitt í ljós um nöfn á hinum nýju götum. „Vel skal vanda, það er lengi á að standa.“ 16. júlí 1975. I S. Sig. Sala lítið nýttur, nema helst á ítalíu, Nýja Sjálandi og hér á íslandi. f lok maímánaðar gengust Sameinuðu þjóðirnar fyrir ráð- stefnu um nýtingu jarðhita í San Fransisco. Er þetta önnur ráðstefnan um þetta efni, sem Sámeinuðu þjóðirnar beita sér fyrir. Fyrri ráðstefnan var hald in í Pisa á ítalíu árið 1970. Sér- fræðingar frá rúmlega 50 þjóð- um sóttu jai'ðhitaróðstefnuna þar sem fjallað var um nýtíma- tækni og nýjar leiðir við nýt- ingu jarðhita. Umræðuefni ráð- stéfnunnar var skipt í elléfu meginflokka, en þar á meðal voru: Núverandi ástand í nýt- ingu jarðhita, jarðfræði og vatnafræði, jarðefnafræði og jarðeðlisfræði, bor- 'og leitar- tækni, umhverfisvandamál og raforkuframleiðsla með jarð- hita. Um eitt þúsund sérfræð- ingar sóttu þessa ráðstefnu. Búist er við að eftir því sem mikilvægi jarðhitans eykst muni Sameinuðu þjóðirnar beita sér fyrir fleiri slíkum ráð- stefnum og auknu samstarfi þjóða í millum á þesu mikil- væga orkusviði. □ AGÆTUR AFLI Þeir hafa hitt í ágætisafla, stærri færabátarnir, sem við köllum svo. Komu þeir með upp í 11 tonn í gær og voru þeir að veiðum austur við Núpa, og einhver fiskur hefur gengið inn í fjörðinn. Minna hefur aflast á litlu bátana, sem ekki hafa sótt eins langt. Hér er unninn fullur vinnudagur og hefur svo verið undanfarið, sagði útibússtjóri KEA í Hrísey við blaðið á mánu daginn. □ BLESSAÐ KAFFIÐ Nú berast þær fregnir að kaffi kunni að hækka í verði áður en langt líður. Verðhækkunin er talin stafa af næturfrosti á kaffi ekrum í sumum kaffiræktar- héruðum Brasilíu, en þaðan fáurn við blessað kaffið. Skrán- ing kaffiverðs á kaffimörkuðum í London og New York hefur þegar hækkað. □ Til sölu PFAFF-strauvél í borði, lítið notuð; golfsett sem nýtt; kast- spjót karlm.; bogi 25 punda; 3 flugustengur með hjólum og línum. Uppl. gefur Stefán í síma 2-16-16. RABBARBARINN er góður núna. Pantið í síma 1-12-91 milli kl. 8—10 á kvöldin. Stefanía Guðmann. Til sölu 5 manna hjól- hýsi, tegund Abbey 1200 Uppl. í síma 2-27-89 Barnakerra til sölu. Verð kr. 8.000,00. Uppl. í síma 1-11-48 eftir kl. 8,00 síðdegis. Til sölu ný gulbrún RAFHA-eldavél og stórt hjónarúm. Uppl. í síma 2-24-97. eftir kl. 16. Höfum úrval lnisgagna: Hringsófasett með hús- bóndastól, fleiri gerðir símastóla, nuggustóla og llornsófasett og margt fl. BÍLA- OG HÚSMUNA- MIÐLUNIN sími 2-39-12. Til sölu DESTA dráttar- vél ásamt sláttuvél, lítið notað. Kempher lreyhleðsluvagn 24 rúmrn., nýr, ónotaður. Fliar heytætla 4ra stjörnu, notað, og fleiri heyvinnuvélar. Valtýr Jóhannesson, Ytra-Holti, sími um Dalvík. HLAÐRUM til sölu. Sími 2-10-17. BARNARÚM til sölu. Uppl. í síma 2-17-38.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.