Dagur - 26.11.1975, Blaðsíða 5

Dagur - 26.11.1975, Blaðsíða 5
4 5 rfðlSr- Skrifstofur, Hafnarstrœti 90, Akurcyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. ÞORSKURINN 0G LANDHELGIN Innlendir og erlendir fiskimenn hafa á fslandsmiðum undanfarin*ár veitt um 700 þúsund tonn af botn- lægum fiski. Hafrannsóknarstofnun- in hefur lagt til, að ekki verði á næsta ári veidd meira en 230 þúsund tonn af þorski, þar sem sá stofn liafi verið ofveiddur og hrygningarstofn- inn því svo veikur, að hann þoli ekki meiri veiði. Alit íslenskra fiskifræð- inga er byggt á margra ára rannsókn- um og svo spá, samkvæmt þeim rann sóknum. Breskir fiskifræðingar og íslenskir báru í haust saman bækur sínar og komust að mjög líkri niður- stöðu. Tillaga Hafrannsóknarstofnunar- innar er að sjálfsögðu við það miðuð, að með því að veiða aðeins 230 þús- und tonn af þorski geti stofninn smám saman aukist á ný og náð fyrrí stærð eða jafnvel meira. Þennan afla, ásamt 160 þúsund tonnum af öðrum botnlægum fisktegundum, getur ís- lenski fiskiskipastóll landsmanna veitt á miðunum og þótt miklu meira væri. Ef fara á eftir tillögum fiskifræðinganna um aflamgn á Is- lndsmiðum næsta ár og þau næstu, er ekkert til skiptanna lianda útlend- ingum, nema íslendingar minnki eigin sókn. Erlendar fiskveiðiþjóðir vilja nú semja um undanþágur sér til handa um fiskveiðar innan íslensku land- helginnar. Samningaviðræðurnar hala snúist um rétt eða órétt til veið- anna. Einnig hefur íslendingum verið ógnað með valdbeitingu. Þetta er alröng málsmeðferð vegna þess, að engum samningum er unnt að full- nægja um fiskveiðar á fslandsmiðum ef enn verður framfylgt ofveiðinni, því þá fer eins um þorskinn og fleiri fisktegundir, og um síldina, að engu verður að skipta. Hvorki ríður það bretum eða vestur-þjóðverjum að fullu þótt þorskurinn hverfi af fs- landsmiðum, en það myndi skapa atvinnuleysi og síðan efnahagshrun hér á landi, svo háðir em íslendingar fiskveiðum. Samningaviðræður við erlendar fiskveiðiþjóðir um undanþágur til veiða á íslandsmiðum, eiga fyrst og fremst að miðast við framangreind atriði, af hálfu íslendinga, og svo mun hafa verið gert. Um samninga, þegar eða ef þeir verða gerðir, verð- ur að hafa það öðm fremur að leiðar ljósi, á hvem hátt megi sem fyrst og öruggast efla fiskistofnana, og á hvern hátt megi sem mest takinarka sókn útlendinga á íslensk fiskimið, þar til við öðlumst viðurkenndan fullan yfirráðarétt innan 200 mílna markanna, samkvæmt væntanlegum alþjóðalögum. □ Frá bæ j ar st j órninni !■■■■■■ Hitaveita er orðinn veruleiki í mörgum kaupstöðum og kaup- túnum hér á landi og hvarvetna þykir hún sem fundið fé, ekki síst eftir að olían hækkaði í verði. Kaupstaðir fyrir austan okkur og vestan njóta nú hita- veitu, en Akureyri er ennþá kaldur bær og jafnvel einnig dimmur á stundum. Ný tækni til að ná jarðhita á meira dýpi en áður og nýjustu leitartæki hafa nú gefið nýjar vonir um, að jarðhitaleit fyrir Akureyri, sem nú stendur yfir, geti borið árangur að einhverju eða öllu leyti. En þó svo færi, að árang- ur yrði enginn, eru fleiri kostir til,' þótt dýrari séu vegna fjar- lægðai'. Blaðið ræddi á fimmtudaginn við Pétur Pálmason verkfræð- ing um væntanlega hitaveitu á Akureyri, en hann á sæti í hita- veitunefnd kaupstaðarins. Fer viðtalið hér á eftir. Hve mikið af 100 gráðu heitu vatni þarf til að liita öll hús á Akureyri? í áætlun, sem fyrr var gerð um þetta efni, reiknuðum við að þyrfti 230 lítra á sekúndu af 100 stiga heitu vatni til að hita hús kaupstaðarins fram yfir 1980. Nú þarf í okkar 12 þúsund manna bæ um 200 lítra. Hvernig er forsaga hitaveitu- málanna, í örstuttu yfirliti? Það var gerð áætlun um að leiða hingað vatn frá Bjarnar- flagi í Mývatnssveit. En þegar þeirri áætlunargerð var lokið, vor borað á Hveravöllum í Reykjahverfi, og kom upp mjög mikið af heitu vatni þar, og varð það til þess, að við snérum athugunum okkar að því svæði. Samkvæmt upplýsingum Orku- stofnunar mátti reikna með, að þar væri unnt að fá nægilegt heitt vatn bæði fyrir heima- menn og Akureyringa um veru lega framtíð. Vatnið í Reykjahverfi er talið betra? Já,. það þyrfti að hafa varma- skipti á heita vatninu frá Bjarnarflagi, en ekki á vatni, sem tekið væri í Reykjahverfi og er á því verulegur munur. Munur á vegalengd til þessara staða er ekki mikill en þó nokkrum kílómetrum styttra til Reykjahverfis. í annan stað fáum við líklega heppilegri dælingu á vatni frá Reykja- hverfi. Þá yrði leiðslan lögð yfir Gönguskarð, sem liggur á milli Kinnar og Út-Fnjóskárdals, hjá Hóli í Dalsmynni. Dælustöð yrði þá væntanlega aett upp í Kinninni, en eftir það yrði vatnið sjálfrennandi til Akur- eyrar um Víkurskarð. Göngu- skarð er um 400 metrar yfir sjó og Víkurskarð lægra. Hins veg- ar var ráðgert að leiða heita vatnið frá Bjarnarflagi yfir Steinsskarð á Vaðlaheiði, sem er um 550 metra hátt. Hitaveita PÉTUR PÁLMASON, VERKFRÆÐINGUR, SVARAR SPURNINGUM BLAÐSINS frá Reykjahverfi hefur því aug- Ijósa kosti fram yfir hitaveitu frá Bjarnarflagi. Áætlun um hitaveitu frá Reykjahverfi sýnd ist hagkvæm og raunar frá báð- um stöðum, og þá var, að okkar mati í hitaveitunefnd, hægt að wm, Pétur Pálmason, verkfræðingur. hefja hitaveituframkvæmdir, eftir nánari samningum og annan undirbúning. En þá kom ný spurning? Þá kom spurningin um það, hvort hægt væri að koma á enn hagkvæmari hitaveitu. Við at- huguðum möguleika á hita- veitu frá Laugum í Reykjadal, þar sem mikið og óvænt heitt vatn kom upp við borun og sá staður er nær okkur en hinir, en þar var vatnið ekki nægilega heitt og Orkustofnun áleit, að ekki fengist mun heitara vatn þar nema á.miklu dýpi. Orku- stofnun lagði til, að gerðar yrðu í Eyjafirði og Fnjóskadal nýjar viðnámsmælingar, méð tilliti til þess, að nú er unnt að bora dýpra í jörð niður en áður, eða í allt að 3600 metra. Þær mæl- ingar voru gerðar í ár. Hins vegar er þess að geta, að borað hefur verið í Eyjafirði áður, án verulegs árangurs. Og niðurstöður mælinganna? Niðurstöður lágu fyrir í haust, og þær gáfu til kynna, að rétt væri að bora í landi Syðra-Laugalands í Eyjafirði, sem er ríkisjörð. Þess vegna er nú svo komið, að byrjað er að bora og haldið verður4 áfram með stóra bomum Jötni, sem áður var í Þorlákshöfn. Þetta er tiliaunaborun, en talið rétt- lætanlegt að reyna þetta. En fleira kom fram við athugun þeirra hjá Orkustofnun. Þeir mældu í Fnjóskadal, á Reykj- um, Draflastöðum og í Dals- mynni, einnig á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði. Svæðið í kring um Reyki, sem hingað til hefur verið talið heldur óálit- legt, kom mjög vel út í mæling- unum og eru því möguleikar á, að ná heitu vatni þar. Að Reykj um eru um 20 km að bæjartak- mörkum Akureyrar en frá Syðra-Laugalandi um 10 km. Við höfum þess vegna Reyki í bakhöndinni ef árangur næst ekki vestan heiðar. Einnig er hægt að hugsa sér að virkja báða staðina, ef annar gefur ekki nægilegt vatn. Um kostnað við þessa borun hefur verið um það rætt, að Akureyrarbær greiddi 40% kostnaðar, en áætl- aður kostnaður við borun einn- ar holu var áætlaður um 70 milljónir króna. Reynt hefur verið að fá ríkið til að taka meiri þátt í þessari tilrauna- borun. Hitaveita yrði gerð með minna vatnsniagni en 200 lítr- um á sek.? Já, að sjálfsögðu getur hún átt fullan rétt á sér, ef eitthvert umtalsvert vatnsmagn næst. í því sambandi má einnig geta þess, að til mála kemur að nýta heita vatnið á Laugalandi á Þelamörk, sem er kannski 12— 15 lítrar á sekúndu, til upphit- unar nyrsta bæjarhverfisins hér á Akureyri. Við höfum sam- þykkt í heitaveitunefnd, að beina því til bæjaryfirvalda, að hanna nýtt íbúðarhverfi í Gler- árhverfi, sem nú er að rísa, með það fyrir augum, að það verði síðar hitað með jarðvarma. A að fara að hanna liitaveit- una á Akureyri? Hitaveitunefnd hefur fengið heimild bæjaryfirvalda til að athuga leiðir til þess að hönnun geti hafist í tæka tíð. / Einhverjar tölur um stofn- kostnað liitaveitu að austan? Þær eru til og kostnaðaráætl- un hitaveitu frá Reykjahverfi var 4100 milljónir króna. Þar af kostaði aðveituæðin 220 millj. króna. Þetta er miðað við verð- lag á síðasta vori, en verðlag á þessu breytist með öðru verð- lagi. Telur þú ekki líldegt, að hita- veita verði á Akureyri innan tíðar? Jú, ég tel að við leysum ekki húsahitunarþörf okkar betur á annan hátt en með hitaveitu, og hitaveita er möguleg að fleiri leiðum, eins og fram hefur kom ið. Samkvæmt áætlunum okk- ar, kemur það í Ijós, að ætla má hitunarkostnað lægri með þessu móti en með raforku, en verð á rafmagni er háð póli- tískum ákvörðunum og raforku verð er ekki ætíð hið sama og kostnaðarverð, Forgangsorka og umframorka er t. d. tvennt ólíkt. Hver er mesta aflþörf bæjar- ins hvað liúshitun snertir? Hún er á þessu 'ári um 40 megavött, en getur orðið 46 megavött árið 1980. Þetta eru tveir þriðju hlutar af raforkunni frá Kröfluð ef við þá virkjun er miðað? Kröfluvirkjun á að framleiða 60 megavöll, en hingað komið myndi sú raforka verða um 10% minni, þannig myndi okk- ur ekki veita af Kröflu, ef hún ætti að þjóna þessu hlutverki að fullu, gróft reiknað. Áætliui okkar um hitaveitu frá Reykja- hverfi var 70 megavatta virkjun og miðað við 480 lítra á sek- úndu, af 80 gráðu heitu vatni, en tilsvarandi minna vatn með hærra hitastigi. En hvað sem þessu líður, er ég vongóður um, að ekki líði langur tími þar til Akureyri nýtur hitaveitu. Blaðið þakkar svörin. í hitaveitunefnd Akureyrar eru: Ingólfur Árnason formað- ur, verkfræðingarnir Pétur Pálmason, Stefán Stefánsson, og Sigurður Jóhannesson og Knútur Otterstedt. E. D. Flugbjörgunarsveitin á Akur- eyri hefur sent bæjarstjórn bréf, þar sem hún óskar eftir því, að fá til ráðstöfunar úti7 húsin á Galtalæk fyrir starf- semi sína. I staðinn bjóða þeir bænum þá húseign, sem þeir nú hafa til umráða í Strandgötu 55 B. Gerðai' hafa verið frum- teikningar að hugsanlegum breytingum á húsnæðinu á Galtalæk. Bæjarráð hefur leit- að álits Almannavarnarnefndar á erindi þessu og telur nefndin þe'nnan stað góðan fyrir björg- unarsveitina og framlagðai' teikningar séu skynsamlegar. Þó bendir nefndin á, að athuga þurfi hvort Hjálparsveit skáta gæti átt þarna athvarf, t. d. fyrir vélsleða. Ákvarðanir hafa ekki verið teknar í þessum málum. Frá Almannavamarnefnd. Skýrt hefur verið frá undir- , búningi að stjórnstöð Almanna- varna í kjallara lögreglustöðvar innar á Akureyri. Þar er gert ráð fyrir miðstöð Almanna- varna, með síma, talstöð, bækur og aðra vinnuaðstöðu til stjórn- unar. Enn er eftir að útvega fjármagn til þessara hluta. Malbikunargjald. í gildi eru lög um holræsa- gjöld á Akureyri og ennfremur almenn lög um byggingagjald og gatnagerðargjald. Lögin um gatnagei'ðargj öldin telur bæjar stjórn ekki fullnægjandi fyrir Akureyri, þar sem aðeins má leggja auka-malbikunargj ald á þær fasteignir, sem standa við ómalbikaðar götur, eða þær götur, sem hafa verið malbik- aðar síðustu fimm árin. Bæjar- stjórn Akureyrar hefur óskað eftir lagabreytingum, sem gerðu það mögulegt, að jafna slíku gjaldi niður á allar fast- eignir, ef þessi gjaldstofn yrði Ljósaperur - Dagatöl Næstkomandi laugardag, 29. nóvember, fara félagar úr Lions klúbbnum Huginn um bæinn og selja jóladagatöl og ljósaperur til fjáröflunar fyrir starfsemi klúbbsins. Hagnaður af sölu þessari gengur óskiptur til verk efna á sviði líknarmála. Á síð- asta starfsári var langstærsta verkefnið gjörgæslutæki fyrir ófullburða börn, sem gefið var á barnadeild sjúkrahússins. Kostaði það um 440 þús. kr. Ennfremur voru gefnar bóka- gjafir til elliheimilanna og Kristneshælis, og efnt til skemmtiferðar fyrir vistfólk á Sólborg. Huginsmenn vænta þess, að bæjarbúar taki þeim vel nú sem áður. Q GRASIÐ ALLRA MEINA BÓT Grasakarl hafði samband við Hornið: Örfá orð um þetta frábæra fyrirtæki náttúrulækninga- manna í Hveragerði. Þar er rekin sérstæð þjónusta fyrir líkama og sál. Þangað fara menn allir úr lagi gengnir, bæði á sál og líkama og koma svo til baka, eftir þriggja til fjögurra vikna meðferð hjá þessum ágætu mönnum og eru þá allt aðrir og betri menn, hvað heilsu far og hugarfar snertir. Persónulega þekki ég mann, sem hefur átt við ýmiss konar sálræn vandamál að stríða. Hann hefur gengið á milli lækna hér í höfuðborginni, en ekkert hefur gengið. Eftir að hann fór að fara á þetta náttúrulækningahæli í Hveragerði, hefur kveðið við annan tón, hann er sem sé allt annar og betri maður. Þetta hefur hann sjálfur sagt mér og ég reyndar sjálfur séð á marg- an hátt og trúi þessu. Einnig veit ég, að fólki sem þjáðst hefur af offitu, hefur gefist einkar vel að fara þangað til meðferðar og komið hresst og endurnært á sál og líkama. Full ástæða er til, að hvetja ráðamenn til þess að gera stór- átak til uppbyggingar svona starfsemi, þar sem skilyrði eru fyrir hendi, þannig að fleiri landsmenn fái notið góðs af. Vert er einnig að benda á, að á annað borð notaður. Bapjar- stjörn hefur því óskað eftif því við þingmenn kjördæmisins, að flutt verði frumvarp til lagá um holræsagjald, byggingar- ’ gjald og sérstakt gatnagerðar- gjald fyrir þennan bæ. Frum- varpið var flutt í fyrra en var ekki afgreitt. Verður það vænt- anlega endurflutt .á þessu þingi. ísknattleiksvöllur. Skautafélag Akureyrar hefur sótt um að mega gera ísknatt- leiksvöll á uppfyllingunni við Drottningarveg, norðan tjarnar innar, á bráðabirgðarleyfi. Þetta hefur verið rætt í skipu- lagsnefnd og bæjarráði, þar sem lagt er til, að orðið verði við erindinu, enda verði haft samráð við byggingafulltrúa um staðinn. Þótt um sé að ræða ráðstöfun til bráðabirgða, er ekki ólíklegt, að þetta verði framtíðarstaður Skautafélags- ins. Þá er ákveðið að opna skautasvell á íþróttavellinum eins fljótt og unnt er. Bygginganieistarar víttir. - - Vegna breytinga sem gerðar hafa verið á samþykktum teikn ingum á tilteknu húsi hér í bæn um, kvaddi bygginganefnd á sinn fund múrarameistarann og. trésmíðameistarann hússins til yfirheyrslu. Að því loknu gerði bygginganefnd eftirfarandi bók un: Nefndin lítur alvarlegum aug um á umrætt brot, en ákveður að krefjast ekki niðurrifs á þeim hluta hússins, sem byggð- ur er öðruvísi en teikning segir til um, enda verði burðargeta svala sannreynd, undir eftirliti byg'gingafulltrúa. Þar sem hlut- aðeigandi byggingameistarar hafa ekki áður gerst brotlegir við byggingarsamþykkt Akur- eyrar, samþykkir nefndin að. veita þeim alvarlega áminningu þessu sinni. Þá samþykkir bygginganefnd að leita ákvörðunar bæjarráðs um frekari aðgerðir í málinu með tilvísun til byggingarsam- þykktar Akureyrar kafla 16. 3.2. Q Konan frá Vínarborg Höfundur: Erlingur Davíðsson. 'Út'gefandi: Bókaútgáfan Skjald- borg. 'Við þekkjum konuna frá Yínar' borg, Maríu B. Jiittner. Hún gekk hér um bæinn nokkur ár og kenndi fólki að leika á fiðlu. Saga hennar er í hæsta máta óvenjuleg. Sannur skemmtilest- ur er hún, þó ævintýri lífsins séu misfögur, einnig hér. Bók- in.er og mjög lærdómsrík og höfundi hefur ekki í annan tíma tekist betur. María fæddist og ólst upp í hinum söngglöðu lundum Vín- ar.' Foreldrar hennar voru fá- -tækir og faðirinn seinheppinn maður. En æskan á allstaðar vé. • Á ' undarlegan hátt kynntist María fiðlunni, á undarlegan hátt komst hún til mikils kenn- ara. Fyrsta ást hennar var einnig óvenjuleg, og það ævin- týr er fegurra en við eigum að venjast, ekki síst þegar hér- • maðui' er elskhuginn. María átti óbugandi viljaþrek, þó var hjartað opið fyrir villuljósum. En undirvitundin vissi áttir í hverri villu. Hún gerðist fiðlu- snillingur, tók doktorspróf í fornþýsku, varð ástríðufull fjall göngukona. Og einhversstaðar lifði draumur um eyju eina í norðurhöfum. Þangað kom hún og sagði frá lífsævintýri sínu og ævidrama. Það var gott að hún kom hingað og Erlingur 'náði tali af henni. Því er þessi bók. María gekk ung gegnum ógnir og' hungurtíð fyrra heims stríðsins. Hún lifði síðar her- nám nasista í heimalandi sínu, síðar hernám rússa og síðan bandaríkjamanna. Slíkt brimrót ' skelfinganna sverfur land og kremur fólk í greipum sér, en María sleppur furðulega. Og þegar dekkst var í álinn, svo dökkt að fangelsisdyr rússa lokuðust að baki hennar, þá reis upp örlaganorn og blés henni framtíðarsýn í brjóst. En í gleði og sorg var fiðlan hinn óbrigðuli vinur, huggari j harmi og félagi í gleði. María giftist aldrei, en karlmenn vöktu þó þetta gæti orðið okkur mjög drjúg tekjulind í gjaldeyri, því sífellt fjölgar þeim, sem vegna streitu og annarra velmegunar- sjúkdóma þarfnast meðferðar á svona hælum og þegar er orð- inn skortur á svona starfsemi. Jafnframt hef ég það fyrir satt, að það taki upp undir hálft ár ef ekki lengri tíma, að kom- ast að þarna í Hveragerði. Ég er sannfærður um það, að ef fleiri slík hæli væru .fyrir hendi hér heima, mundi draga stórlega úr skrallferðum okkar til svokallaðra sólarlanda. Alla- vega sækjast þeir eftir að kom- ast aftur til meðhöndlunar í Hveragerði, sem einu sinni hafa farið. (Alþýðublaðið) MINNING Snæbjörg Hildur Snæbjarnardóftir Fædcl 13. september 1966. — Dáin 19. júní 1975. Hinsta kveðja frá Helga frænda Nú geng ég hljóður hlaðinn sorg og trega því liorfin ertu sjónum frænka mín en aldrei brást þitt brosið yndislega sem breiddist yfir fögru augun þín. Og oft þú söngst með engilblíðum rómi sem unun vakti hverjum manni hjá t svo einstök varstu að allra manna dómi og oft mig gladdi bara þig að sjá. Þeim yndislega söng ég aldrci gleymi sem ætíð var svo mildur tær og lireinn í mínu hjarta minninguna geymi hún miðlar sælu þegar ég er einn. Og drottinn blessi hina mæddu móður og miðli lienni styrk í liverri raun. Já vak þú yfir öllum Guð minn góður svo göfug kona hljóti sigurlaun. J. B. KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK skrifar 1 um bækur !■■■(:■■■■ ■ ■ l yfir sporum hennar. En hvort sem þeir nálguðust hana með blíðubrosi og biðjandi hönd eða tættu utan af henni fötin í ástriðuofsa; Iþá átti hún inri- byggðan áttavita, . er benti á lieppilegustu götuna fram, já, þó andinn væri reiðubúinn og holdið veikt. Hún gekk þvera Evrópu undan ógnum stríðs- herjanna, vann hér eða þar fyr- ir mat sínum og sinna, og bjarg Erlingur Davíðsson. sér síðast yfir höfin hingað norður í það land, sem hún telur hafa orðið sér sæludal. Söguhetja þessarar bókar er nú aftur komin heim í Vínar- skóga, þaðan lítm' hún yfir lang an og litríkan ævintýraferil, á þeirri leið eru bjartir dagar og dimmir dagar, annað hvort eða. Hér er aldrei rökkur, aldrei logn. Þökk sé höfundi að færa okkur þessa sérstæðu ævisögu, þessa hugnæmu bók í svo vönd uðum búningi. Og þökk sé séra Bolla fyrir mjög fagra bókar- kápu og útgefendum fyrir góð- an frágang. Aldnir hafa orðið Erlingur Davíðsson skráði. Útgefandi: Bókaútgáfan Skjaldborg, Akureyri. , . . —■ ; fwrij Þetta er 4. bindið i þessum bóka flokki og er gott framlag til samtíðarsögu. Hér eru leiddir fram 7 menn: Björn Axfjörð, Akureyri, Ey- steinn Jónsson, Reykjavík, Grímur Valdemarsson, Akur- eyri, Guðmundur Frímann, Akureyri, Jón Friðriksson, Hömrum, Reykjadal, Zophonías Jónasson, Akureyri og Þor- gerður Siggeirsdóttir, Önguls- stöðum. Hver þessara minningaþátta hefur sér til ágætis nokkuð. En þáttur Guðmundar Ffímanns, skálds, ber af þeim öllum. Hann er skemmtilegastur og litrík- astur sém vænta mátti. Höfuð- kostur er, að skáldið ljær manni lykil að verkum sínum og dreg- ur upp skarpar myndir af. sér- kennilegu fólki æskubyggðar- innar og skólaára. Ég var farinn að hæla Ey- steini um miðjan þátt fyrir að sigla framhjá pólitíkinni. En það reyndist ekki tímabært, raunar varla von. Þó hefði ver- ið réttara að halda sig við af- markaðra svið. Saga hans þvrfti þessa bók alla til að fá sam- fellda mynd. Grímur kemst klakklaust frá sínu. Saga hans er sagan um klifur fátæks drengs um bratta uns brúninni er náð með sóma. Jón Friðriksson er góður sögumaður. Höfuðkostur frá- sagna hans eru sögur af dýr- um, einkum hundum og hest- um. Hann elskar dýr og skilur, en dýrasögur eru hið besta les- eini. Zophoníus er Fljótamaður, þaðan hefur komið margt kjarnafólk. Saga hans er ris- mikil og viðurðarík, og hann byggði vegi fyrir laxinn vítt um land og sprengdi tugi þröskulda úr vegi manna líka. Þorgerður segir netta sögu. Kostur hennar er náin frásögn af félagslífi eyfirðinga á æsku- ái’um hennar og er leiklist ofar- lega á blaði. Mikið tapaði þjóð- in, þegar hún fór að kaupa allar dægradvalir, í stað þess að vinna þær heima. Nú. Björn Axfjörð á góðan þátt, sérstaklega fagna ég draummanni hans og dulfræði annarri. Ég gef Birni háa einkunn. Erlingur gerir grein fyrir við- mælendum í formálum fyrir hverri grein. Honum hefur tek- ist að koma í veg fyrir einhæfni vegna líkrar lífsreynslu, í ein- hliða umhverfi jafnaldra þess- ara, er það góðra gjalda. En honum tekst ekki enn að fá menn til að tjá innstu hræring- ar hugans, nema Guðmundur hefur bæði kjark og einlægni í þá veru. Atburðirnir gerast um of hið ytra, afleiðingunum slær ekki inn. Eða menn eru of varir um sig, þegai' sálin á í hlut. Ég bíð eftir hreinskilnari tjáning- um hjartans. En þetta er stór bók og ágætt lesefni. Skjaldborg hefur einnig sent frá sér fimmtu bókina um Kátu og vini hennar. Þetta eru ágæt- ar telpna-bækur. Höfundur: Hildigard Diessel. Þýðandi Magnús Kristinsson. Q Blaðinu hefur borist myndar- legt rit, sem ber nafnið Elín, 40 litprentaðar prjónauppskrift- ir, gefið út af Ullarverksmiðj- unni Gefjunni á Akureyri, í umsjá Auglýsingadeildar Sam- bandsins, og er þetta fyrsta tölublað. Litmyndirnar 40 af prjónuð- um vörum, eru prentaðar á einkar vandaðan pappír. Þær eru númeraðar og vísa númerin ttil nákvæmra uppskrifta aftar í bókinni og er þetta því hin besta handbók fyrir þá, sem stunda prjónaskap og hafa áhuga á nýjungum. Rit þetta, eða prjónabókin Elín, ber nafn þeirrar konu, er fyrst prjónaði úr lopa, en hún var Elín Guðmundsdóttir Snæ- hólm á Sneis í Laxái'dal í Austur-Húnavatnssýslu. Og í ritinu er birt grein Elínar um fyrsta lopaprjónið. Gunnsteinn Karlsson ritstýrir bókinni. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.