Dagur - 26.11.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 26.11.1975, Blaðsíða 1
fttaflit paW'1 FILMUhÚSIÐ AKUREYRl LVIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 26. nóv. 1975 — 48. tölubl. Herskip á lei Æ i * Á mánudagskvöldið tilkynntu breskir togaraskipstjórar á ís- landsmiðum, að þeir færu af miðunum, nema þeir fengju ákveðið loforð fyrir herskipa- vernd frá breskum stjórnvöld- um. Nokkrir togaranna sigldu út fyrir 200 mílna mörkin. Um hádegi í gær bárust þær fregnir, að breska stjórnin hefði látið undan kröfum sjómanna og útgerðarmanna og gefið það loforð lítilli stundu fyrr, að her- skip yrðu send á íslandsmið til verndar togaraflotanum, sem í óleyfi hefur fiskað þar frá 13. nóvember, undir vernd nokk- urra dráttarbáta. Togararnir hafa og búið við nokkra áreitni íslensku Landhelgisgæslunnar, sem klippti vörpuna aftan úr sex togurunum á fyrstu tíu dög Vopnafirði, 24. nóvember. Hér er snjólaust og greiðfært alla leið til Hólsfjalla og hefur verið svo um tíma og er það fremur óvenjulegt um þetta leyti árs. Flestir munu vera farnir að hýsa fé sitt og gefa menn fisk- mjöl með beitinni. Atvinna í kauptúninu er svona nokkurn veginn sæmileg. Brettingur leggur afla sinn á land og mi'nni bátar hafa róið, en afli þeirra er fremur lítill. í haust var lógað í Vopnafirði um 16 þúsund fjár. Meðalvigt dilka var 15,93 kg og er það mun betra en í fyrra. Hæstu meðalvigt hafði Haukur Krist- insson á Eyvindarstöðum, 19,5 kg. En þyngsti dilkurinn var frá Erlingi Pálssyni á Ljótsstöð- Ný ljóðabók: Sóiiii og ég Ut er komin ellefta ljóðabók Kristjáns skálds Einarssonar frá Djúpalæk og ber hún nafnið Sólin og ég, myndskreytt af séra Bolla Gústafssyni í Lauf- ási. Útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri. Kristján frá Djúpalæk er fyrir löngu þjóðkunnur og á vaxandi vinsældum að fagna sem skáld. Þessarar nýju bókar hans verður nánar getið síðar hér í blaðinu. □ Snæfel! með 1400 kassa Hrísey, 24: nóvember. Loksins sáum við fisk og nú liggur vel á hríseyingum. Nýja Snæfellið kom í morgun úr sinni fyrstu veiðiferð með 1400 kassa af ágætum fiski, sem mest var mjög vænn þorskur og stórufsi. Þetta eru líklega um 90 tonn. Má því segja, að útgerð hins nýkomna skips byrjar vel. Og nú er nóg að gera í Hrísey og verður svo næstu dagana. Aflinn hjá minni bátunum er lítill og hann hverfur alveg, í samanburði við afla Snæfells. Komið er örlítið föl, rétt í skóvarp, kyrrt veður og ósköp indælt. S. F. VopnðlirSi þangað á bíl um, 32,6 kg. En hann er mjólk- urframleiðandi og lagði aðeins inn 7 dilka. Meðalvigt þeirra var 28,4 kg. Þetta voru þrír ein- lembingar og fjórir tvílembing- ar. Sami maður lógaði geldri tvævetlu og var kroppurinn af henni 49,9 kg, sem mun fágæt vigt. Svo endaði sláturtíðin með því, að lógað var rúmlega 300 nautgripum. • Þ. Þ. unum, eftir að veiðisamningar féllu úr gildi. Fyrsta herskipið er þegar farið áleiðis til íslandsmiðanna og fleiri leggja af stað á laugar- daginn. Þá hefur Nimrod njósn- arþota oftar en einu sinni verið send á miðin, til að fylgjast með því, sem þar fer fram, og eflaust þó einkum til að njósna um ferðir íslenskra varðskipa, sem breskir sjómenn óttast svo mjög. Er. af þessu ljóst, að bretar hafa ekki mikið l'ært af tveim svokölluðum „þorskastríðum". Nú blasir ennfremur við sú kalda staðreynd, að bretar kjósa, undir herskipavernd, að ræna þeim fiski af íslandsmið- um, sem þeir telja sér nauðsyn- legt og leyfilegt, samkvæmt „hefðbundnum rétti.“ Og þá er að taka því. Eðli málsins sam- kvæmt og einnig samkvæmt þróun alþjóðamála á Hafréttar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, er ósigur breta ljós. Hins vegar býður valdníðsla þeirra á mið- unum þeirri hættu heim, sem jafnan fylgir beitingu vopnaðs valds. □ SAMMNGSDRÖG UM FISKVEIÐAR Ríkisstjórnin og þingflokkarnir hafa haft til meðferðar þau samningsdrög um undanþágur v.-þjóðverja til fiskveiða innan 200 mílnanna á íslandsmiðum, sem íslensk sendinefnd kom með frá Bonn á dögunum, eftir samningaviðræður við stjórn- völd þar í landi. Formaður ís- lensku sendinefndarinnar var Einar Ágústsson útanríkisráð- herra. Svo virtist í gær, að stjórnar- blöðin væru samningsdrögun- um samþykk en stjórnarand- stöðublöðin ekki. Samnings- drögin hafa ekki verið birt, en ekki hefur það þó legið í lág- inni, að í þeim felst le-yfi til handa þjóðverjum til að veiða 55 þús. lestir af karfa og ufsa og allt að 5 þúsund lestir af þorski. Verksmiðju- og frysti- togarar hverfi alveg af íslands- miðum. V.-þjóðverjar lofa að vinna að því á næstu vikum og Dagu kemur næst út á laugardaginn. mánuðum, að „bókun sex“ um tollalækkanir hjá Efnahags- bandalagi Evrópu taki gildi, en samkomulagið um fiskveiðar falli að öðrum kosti úr gildi eftir ákveðinn tíma. Samnings- drögin munu verða til umræðu á Alþingi í dag, miðvikudag. □ Stóri jarðborinn Jötumi er nú byrjaður að bora á Syðra-Lauga- landi. (Ljósm.: E. D.jj Búið eS ylirkeyra Sauðárkróksflugvöl Sauðárkróki, 25. nóvcmber. — Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi vestra var haldið í Miðgarði laugardaginn 22. nóvember. Um 60 fulltrúar sátu þingið. Meðal gesta var Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra og Páll Pét- ursson alþingismaður. í stjórn kjördæmissambands- ins voru kjörin: Guttormur Óskarsson, Haraldur Hermanns son, Sigurður Líndal, Grímur Gíslason, Bjarni Þorsteinsson, Skarphéðinn Guðmundsson, Ólafur H. Jóhannsson, Jón Bjarnason og Karlotta Bene- diktsdótth'. í miðstjórn flokksins voru kjörin: Ragnar Jóhannesson, Stefán Guðmundsson, Helga Kristjánsdóttir, Ólafur Magnús- son, Gústav Halldórsson, Sveinn Þorsteinsson, Pálína Skarphéðinsdóttir og Björn Jónsson. Ýmsar samþykktir voru gerð ar á þinginu og almenn stjórn- málayfirlýsing. Flugvöllurinn við Sauðár- krók verður tekinn í notkun næsta sumar. Við hann hefur verið unnið í allt sumar. Búið er að yfirkeyra hann í fullri lengd, en hann er tvö þúsund metrar. Og Ijós eru komin að hluta. Eftir er að malbika völl- inn og verður það gert næsta sumar og einnig þarf að fjar- lægja háspennulínu, sem liggur þvert yfir völlinn. Þá eru bygg- ingar eftir og bíða betri tíma, væntanlega næsta sumars. Drangey landaði 100 tonnum af þorski í dag. Bændur eru yfirleitt farnir að hýsa, beita ánum en hafa lömb og hrúta inni. G. O. bólusell og Ivíbaðað Dagur verði efldur Átjánda kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra lýsir yfir þeirri eindregnu ósk sinni, að vikublaðið Dagur verði eflt sem almennt fréttablað kjördæmisins og Norðurlands alls, norðlenskt málgagn í sókn og vörn og sem blað framsóknar- og samvinnumanna. Stefna beri að því, að Dagur verði fyrsta dag- blað landsins utan höfuðborgarinnar. □ Ási í Vatnsdal, 24. nóvember. Komið er dálítið föl og menn eru í þann veginn að taka fé á gjöf. Flestir eiga næg hey og sumir mikil. Tíðin hefur verið mild og góð, en ofurlítið um- hleypingasöm. Fámennt er á heimilum því að börn og ungl- ingar eru í skólum. Það gengur allt sinn vanagang. Búið er að fara í leitir á heiðar og finna fé, eftir göngur. En nú vonar maður, að ekki sé fé eftir. Suð- ur við varnargirðinguna milli Borgarfjarðar og Húnavatns- sýslu, þar sem heita Fljótsdrög, fundust til dæmis þrjár kindur frá Þingeyrum. Þær sáust úr leitarflugvél borgfirðinga og voru svo sóttar. Þetta var ær með tvö lömb sín. Nú á að bólusetja féð gegn garnaveiði frá Blöndu að Mið- fjarðargirðingu og er dálítið byrjað á því. Svo á að tvíbaða vegna kláða. Er þetta mikið álag bæði fyrir menn og skepn- ur. G. J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.