Dagur - 26.11.1975, Blaðsíða 8

Dagur - 26.11.1975, Blaðsíða 8
AGU Akureyri, miðvikuclaginn 26. nóv. 1975 GILTU TÍSKUHÁLS- KEÐJURNAR NÝKOMNAR GULLSIVIIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ' ‘ SMÁTT & STÓRT Þetta er liópur akureyringa, sem utan fer til æfinga. Nýlega hélt skíðalandsliðið er- lendis til æfinga fyrir Olympiu- leikana í Innsbruck á næsta I ári. Alpagreinafólkið fór til Aust- j urríkis, en norrænugreinamenn til Noregs. í þessa ferð, sem stendur til j 22. des. voru valdir 7 piltar og 3 stúlkur, en endanlegt Olympiulið samanstendur af 6 piltum og 2 stúlkum og verður það valið um áramót. Frá* Akureyri voru valdir Árni Óðinsson, Ilaukur Jó- hannsson, Tómas Leifsson, Hall dór Matthíasson, Margrét Bald- vinsdóttir. Undirbúningur fyrir Olympiu leika kostar stórfé og lætur nærri að Skíðasamband íslands og liin vmsu skíðaráð úti á Frá lösrefiflunni | Innbrot og þjófnaður var fram- ið í Útvegsbankanum á Akur- | eyri aðfaranótt síðasta miðviku j dags. Brotin var rúða á bakhlið hússins og farið þar inn í bank- ann. Stolið var 70—80 þúsund- um króna, sem mest var í er- lendum gjaldeyri. Málið er ekki upplýst, en rannsókn stendur yfir. Nokkrir árekstrar hafa dag hvern orðið í umferðinni, allt til mánudags. Kristján S. Jónsson. Á föstudaginn varð eldur laus í Ránargötu 24. Slökkvilið kom þegar á vettvang. Eldurinn kom upp í baðherbergi. Ein- hverjar skemmdir urðu. Farið var á föstudaginn inn í matvörulager Matvörudeildar KEA, en litlu einu stolið. Málið er upplýst. Unglingar voru að verki, 14—15 ára. Snemma á sunnudagsmorg- un, klukkan 4.45, var tilkynnt úr Glerárhverfi, að þar væri maður einn úti með byssu í höndum og hefði skotið. Lög- reglan ók þangað, sá manninn og handtók hann með varúð, þar sem hann hafði byssu í höndum. Það reyndist loft- byssa og hafði hann, er blaðið fregnaði af atburðinum hjá lög- reglunni fyrir hádegi í gær, ekki viðurkennt að hafa skotið hlaðinni loftbyssunni. Skot- hvellir þeirrar byssu eru líkir og þegar skotið er með riffli. Sagt var, að byssumaðurinn hefði skotið að fólki. Enginn reyndist sár. í gær var allt með kyrrum kjörum hjá lögreglunni, og einnig á mánudag. □ landi þurfi að leggja fram 3 milljónir til að sómasamlega' megi takast. Til fjáröflunar hefir S.K.Í. efnt til all nýstárlegs happ- drættis. Útgefnir miðar eru að- eins 4000, vinningar eru Ford Escort og ferð á Olympiuleik- ana í Innsbruck. Verð miða er kr. 1000 og vinningshlutfall 1:3.5. Það er skorað á Akureyringa að bregðast vel við þessu happ; drætti og styðja með því skíða- íþróttina og þá sér í lagi sitt eigið skíðáfólk. Við skulum gera okkur grein fyrir því að eins og sakir standá getur vart nokkuð nema slys komið í veg fyrir að Akureyri eigi 5 af 8 manna Olympiuliði. Við skulúm líka gera okkur grein fyrir því að vagga skíða- íþróttarinnar hefir um árabil verið á Akureyri og skíðafólk hefir borið hróður Akureyrar víðar en annað íþróttafólk þessa bæjar. S.R.A. Frá Tónlistarfélagi Akureyrar VEGFARANDI SPYR: Umferðarljósin á Þingvalla- stræti og niðri í bæ virðast ekki í lagi. Stöðugt eftirlit er með Ijósunum og þau eru í góðu lagi. Hins vegar vantar eitthváð á, að allir vegfarendur hafi áttað sig á þeim til fulls. Önnur spuming vegfarenda: Hvers vegna eru ekki sett um- •ferðarmerki við vegamót eins og við Hlíðarbæ og Kristnes, svo það sé á hreinu hver vegur- inn er aðalbraut. Þáð virðist Ijóst, að biðskyldumerki á þess- um gatnamótum hefðu komið í veg fyrir árekstra. Svar: Vega- gerðin á að sjá um merkingar á þjóðvegrun. Þar sem þau eru ekki, eins og á umræddum vega mótiun, eru báðir vegir jafn réttháir og ber að haga sér sam- kvæmt því. INNKAUPAFERÐ KVENNA Bretar hafa hótað að senda her- skip á íslandsmið til að vernda veiðiþjófa sína og gera að cngu störf Landhelgisgæslunnar á miðunum. í framhaldi af þessu og innkaupaferðum íslenskra liúsmæðra til Bretlands segir Tíminn: „Það kvað rétt vera, að Bretland sé nu eina landið í nálægð við okkur, þar sem vöru verð er lægra yfirleitt heldur en hér á landi. Eigi að' síður mun verða að gera meira en - lítil kaup til þess að verðmunur inn vegi upp ferðakostnaðinn, og tæpast munu bankar leggja ferðafólki í hendur þær fúlgur, er liafa þarf í höndum til slíks.“ LÍTIL ERU GEÐ GUMA Ritstjórinn segir síðar í sömu grein: „Hitt er ekki síður atriði til uniliugsunar, að liér (með innkaupaferðunum) opinberast lágkúrulegt geðleysi og átakan- leg vöntun á heilbrigðu þjóðar- stolti, andspænis mikilli ögrun og hótunum, sem ekki verða kallaðar annað en grimmilegar, þegar til þess er litið, hvað við eigum í húfi. Hér á það þess vegna við, að lítil eru geð guma.... Nú er uppi margt fólk, sem í allsnægtum stenst ekki þá freistingu að fara í búð- ir í öðrum löndum, og einmitt í því landi, sem stjórnað er af Cellótónleikar Kvalbeins og Bratlies, sem vera áttu á sunriu. daginn, fejlu niður vegna þess að ekki- var flugveður að sunn-. an. Seldir miðar verða endúr- greiddir í Bókabúðinni Huld'. (Fréttatilkynning) r álverkasýning Ungur akureyringur, Kristján S. Jónsson, opnar sína fyrstu málverkasýningu í Myndsmiðj- unni á Akureyri, Gránufélags- gotu 9, á föstudagskvöldið, klukkan 20.00 og verður sýning in opin um tvær helgar, 28.—30. nóvember og 5.—7. desember. Á föstudagskvöldum verður sýningin opin frá klukkan 20.00 —23.00, en laugardaga og sunnu daga frá 15.00—23.00. Á sýningunni eru 23 myndii', 18 olíumálverk og 5 vatnslita- myndir. Myndaefnið er lands- lag, uppstilling og ljóðrænar myndir. Kristján, sem aðeins er 18 ára gamall, hefur verið tvo vetur við myndlistarnám hjá Ármanni Sigurjónssyni, en byrj aði barnungur að fást við að teikna og mála. AÖgangur er ókeypis. □ fi! viðfals Skrifstofa Framsóknarflokks- ins, Hafnarstræti 90, verður opin fyrst um sinn á fimmtu- dögum og föstudögum, kl. 5—7 e. h., og á laugai'dögum kl. 10— 12 f. h. Á þessum tímum verður einhver bæjarfulltrúi flokksins á skrifstofunni, og situr fyrir svörum, ef svo má segja. Margir bæjarbúar eiga erindi við bæjarfulltrúana og er þetta kærkomið tækifæri til að skipt- ast á skoðunum, sem báðum aðilum á að geta orðið til gagns og ánægju. Framsóknarfélagið. Ingvar Gíslason, alþingismaður. þeim mönnum, sem nú vilja enn á ný beita afli sínu til þess að niðurlægja okkur og kippa grundvellinum undan lífsaf- komu okkar. Það er lítilsiglt að falla fyrir þeirri freistingu.“ HVER A LAUNAMIS- MUNUR AÐ VERA? Undanfarin ár hafa verkalýðs- félög, vinnuveitendur og stjóm málaflokkar talið það sjálf- sagðastan hlut í kjarasamning- um, að bæta hag þeirra lægst launuðu, og undir þetta hafa flestir tekið. Reynslan hefur þótt nokkuð önnur, enda hafa slagorðin um launajafnrétti og bættan liag liinna lægst laun- uðu, verið innihaldslítil. Til þess að glöggva sig á þessum málum, þyrfti að liggja fyrir rökstudd skilgreining á því, hvað við er átt. Hvar eru mörk- in milli hárra og lágra launa? Og live mikill á launamismunur að vera? Svör við þessum spurn ingum hafa ekki legið á lausu hjá þeim, sem mikið tala um þessi mál. Og allt er það tal markleysa ein, ef þessum spurn ingum er ekki svarað. REYKINGATÍSKAN SÆKIR FAST A Allir hafa veitt þeim upplýsing- um athygli, hve reykingatískan hefur náð mikilli fótfestu meðal barna og unglinga, og jafnt til telpna sem drengja. Læknar eru ekki í efa um aflciðingarn- ar og foreldrar virðast standa ráðalausir gagnvart þessum vanda. Sígarettur fást í hverri verslun og reglugerð tekur ekki lengur af tvímæli um það, hve ungu fólki sé lieimilt að selja þessa vöru. Útvai-p og sjónvarp fara herferð gegn reykingun- um og eflaust ber hún árangur, en hve mikinn? Er ekki nauð- synlegt, að skólarnir lief ji einn- ig herferð gegn reykingunum, ekki aðeins með banni, heldur miklu fremur með fræðslu? Vísnspfiir Út er komið annaö kver me5 vísnagátum Ármanns Dalmanns sonar á Akureyri, sem fjölritað er í Reykjavík. Ármann segir í formála: „Ástæðan fyrir því, að annað kver með vísnagátum laumast inn á bókamarkaðinn, er sú, að flestir þeirra, sem ráðningar sendu, óskuðu eftir að fá þær ráðningar, sem ég miðaði við og létu í ljósi ánægju sína yfir að fást við þetta tóm- stundagaman." 1 kverinu eru svo ráðningarn ar, sem fólkið var að glíma við um jólin í fyrra, og svo nýjar vísnagátur. Bókaverðlaun eru veitt. Vísnagátur Ármanns Dal- mannssonar var mörgum kær- komin dægradvöl í fyrra, og svo verður enn. □ Framsóknarvist á föstudag Framsóknarfélagið á Akureyri hefur skemmtikvöld á Hótel KEA á föstudaginn, 28. nóvem- ber, og hefst hún klukkan 8.30. Spiluð verður framsóknar- vist, Ingvar Gíslason alþingis- maður flytur ávarp og að lokum verður dansað. Margir hafa óskað eftir því, að framsóknarfélagið gæfi fólki kost á að koma saman til að skemmta sér, og er þess því vænst, að þátttaka verði góð, og eru utanbæjarmenn velkomnir, til að taka þátt í þessum fagn- aði. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.