Dagur - 03.12.1975, Blaðsíða 1
LVIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 3. des. 1975 — 50. tölublað
FILMUhÚSIÐ AKUREYRl
Ula fór í eftirleit þeirra ólafs-
firðinganna um daginn, er þeir
voru að sækja fé til Héðins-
fjarðar. Ármann Þórðarson
kaupfélagsstjóri sagði blaðinu
svo frá:
Fjáreigendur í Ólafsfirði
voru búnir að leita mikið að
nokkrum ám, sem vantaði. Að
síðustu sást til þeirra úr flug-
vél í Héðinsfirði og voru þær
tólf talsins. Á miðvikudaginn
fóru fimm menn á mótorbát frá
Ólafsfirði, yfir í Héðinsfjörð til
að sækja hópinn. Ærnar fund-
ust og voru þær reknar til
sjávar og handsamaðar. Þá var
eftir að flytja þær um borð, í
plastbát, og komust fáar í ferð.
Fyrsta ferðin gekk skaplega, en
í næstu ferð fór ekki betur eða
verr en það, að bátnum hvolfdi
og tveir menn og ærnar fóru í
sjóinn. Mennirnir höfðu sig til
lands en ein ærin drukknaði.
Var nú komið kvöld og varð
ekki meira gert þann daginn.
Þrír mannanna héldu til skips-
brotsmannaskýlisins í Víkum,
en tveir héldu heimleiðis á bátn
um, en níu ær urðu frelsinu
fegnar og eru enn í Héðinsfirði.
Mun þeirra vitjað þegar lygnir.
í skipsbrotsmannaskýlinu var
unnt að hita upp og leið mönn-
unum allvel þar. Á laugardag-
inn fóru svo þrír ólafsfirðingar
á skíðum til Héðinsfjarðar og
höfðu með sér vistir, skíði og
fleira nauðsynlegt og í gær
kom hópurinn heim, heill á
húfi.
Kominn er nokkur snjór í
Ólafsfirði og ófært bílum fram
í sveitina og Múlavegur er
tepptur síðan á fimmtudag. □
Klukkan rúmlega 10 árdegis á laugardaginn tók Haraldur Helgason fyrstu skóflustunguna að nýjum
gras-knattspyrnuvelli Þórs í Glerárhverfi — í norðan stórhríð. (Ljósm.: E. D.)
HRAKNINGAR
VIÐ FJÁRLEIT
í IIÉÐINSFIRÐI
I ma
í fyrstu snjóum verður mörg-
um hugsað til raforkunnar, sem
þá vill stundum bregðast vegna
rennslistruflana í Laxá. En nú
er svo komið, að líf og starf
fólks er svo mjög tengt rafork-
unni, að allt fer úr skorðum ef
það bregst.
Að þessu sinni er ástand raf-
orkumála ekki eins alvarlegt
og stundum áður, vegna þess að
ný dísilstöð, sem framleiðir sjö
megavött, hefur verið sett upp
við Akureyri og' hún hefur ver-
ið í gangi síðasta hálfan mánuð-
inn og bætir úr brýnni þörf. ;□
Síðasta fjölskyldubingó IOGT á
þessu ári verður í veitingasal
Hótel Varðborgar næstkomandi
föstudag kl. 8.30.
Heildarverðmæti vinninga er
k'r. 80 þúsund og er val þeirra
miðað við jólainnkaupin. Er þar
bæði um að ræða hentugar jóla
gjafir og matvörur. Nefna má
útvarþ, raftæki ýmiskonar, jóla
eplin o. m. fl.
Aðsókn að fyrri bingóum
hefur verið góð og vonast
IOGT-menn eftir því, að sjá
sem flesta næsta föstudag, því
vinningarnir eru mun vandaðri
en áður.
Stjórnandi bingóanna er
Sveinn Kristjánsson. □
Baguk
kemur næst út laugardaginn
6. desember. Sendið efni og
auglýsingar í tíma.
íþróttafélagið Þór á Akureyri
varð sextíu ára 6. júní í sumar.
Afmælisins er minnst með
mörgum hætti þetta ár. En
klukkan 10 árdegis á laugar-
daginn var fyrsta skóflustungan
tekin að nýjum knattspyrnu-
velli í Glerárhverfi. Á þar að
verða grasvöllur og er hann
vestan malarvallarins, sem Þór
vígði í sumar og tók í notkun.
Var sá völlur tvö ár í fram-
kvæmd og er vonandi, að ekki
taki lengri tíma að fullgera hinn
væntanlega grasknattspyrnu-
völl.
fEkki var nú athöfnin fjöl-
Söngskemmtun baritonssöngv-
arans John Speight og konu
hans, Sveinbjargar . Vilhjálms-
dóttur, píanóleikara verður í
Borgarbíói miðvikudagskvöld-
ið 10. desember klukkan 19.00,
og eru það næstu tónleikar
Tónlistarfélags Akureyrar.
Þau hjónin flytja einsöngs-
lög eftir innlenda og erlenda
höfunda. Miðasala er í Bóka-
búðinni Huld og við inngang.
menn á laugardaginn, þegar for
maður Þórs, Haraldur Helga-
son, tók fyrstu skóflustunguna
í grenjandi norðanhríð, og orð
þau, sem hann mælti við það
tækifæri hurfu út í vindinn. En
verkið er hafið og því verður
, eflaust fram haldið af sama eld-
móði og þegar unnið var við
malarvöllinn.
Vallarstæði eru góð í þessum
hluta Glerárhverfis, þar sem
brekkur eru bæði austan og
vestan við og því góð aðstaða
fyi-ir marga áhorfendur. Aðeins
Hilmar Gíslason lilaut
silfurmerki KSÍ.
sunnar er barnaskóli hverfisins,
og þar er íþróttahús í smíðum.
Stjórn íþróttafélagsins Þórs
skipa: Haraldur Helgason for-
maður, Bjarni Rafnar varafor-
maður, Guðjón Steindórsson
ritari, ívar Sigurjónsson gjald-
keri og spjaldskrárritari Ævar
Jónsson.
í miklu og fjölmennu afmælis
hófi á Hótel KEA á laugardag-
inn, fékk félagið fjölda góðra
gjafa og árnaðaróska. Sjálft
heiðraði félagið vallarnefnd
sína, en hana skipa: Hilmar
Gíslason, Arngrímur Kristjáns-
son, Hreinn Oskarsson, Sigurð-
ur Bárðarson og Þorsteinn
Svanlaugsson. Hlutu þeir árit-
aða silfurskildi. Þá heiðraði
Knattspyrnusamband íslands
Hilmar Gíslason með silfur-
merki KSÍ, sem formaður þess,
Ellert B. Schram, afhenti.
Bæjarstjórinn, Bjarni Einars-
son, afhenti félaginu 100 þúsund
krónur frá Akureyrarbæ, gaml-
ir félagar afhentu sparisjóðsbók
með ríflegri innstæðu og frá
tveim stofnfélögum bárust pen-
ingagjafir.
Félagar í Þór eru á sjöunda
hundraðinu. í félaginu eru
knattspyrnudeild, handbolta-
og körfudeildir, skíðadeild,
frjálsíþróttadeild, lyftingadeild
og í ár var stofnuð kvenna-
deild, sem er styrktarfélag.
íþróttafélagið Þór mun, í til-
efni afmælis síns, efna til mikils
álfadans eftir áramótin.
Dagur árnar íþróttafélaginu
Þór allra hcilla á komandi
árum. □
í gær, þriðjudag, var Kristni-
haldið sýnt í 200. sinn hér á
landi. Þar af eru 14 sýningar á
Akureyri á tæpum þrem vik-
um, og jafnan fyrir troðfullu
húsi. Á mánudaginn var upp-
selt til helgar. Búist er við því,
að sýningum ljúki 14. desember.
Hópferðir víða af Norðurlandi
hafa verið gerðar hingað til
í 200. skipfi
Akureyrar af leikhúsunnendum
og er ekkert lát þar á, nema af
völdum versnandi færis á þjóð-
vegum.
Barnaleikritið Rauðhetta,
undir leikstjórn Þóris Stein-
grímssonar, er í æfingu og
verður það jólaleikrit barnanna.
Þar fá þau sjónleik við sitt
hæfi. • □
Vilja sælta íslendinga og breta
V.-þjóðverjar hafa nú boðist til
þess að miðla málum í land-
helgisdeilunni milli breta og
íslendinga og hafa bresk stjórn-
völd þakkað þá aðstoð.
í gærmorgun skal varðskip
Landhelgisgæslunnar „aftan
úr“ breskum togara, sem var á
veiðum um 33 sjómílur vestur
af Straumnesi. Engin bresk
eftirlitsskip voru þar nærri, en
annar breskur togari var þar að
veiðum. í gær taldi Landhelgis
gæslan 43 breska togara hér við
land.
Bretar eru nú alls með níu
aðstoðarskip á íslandsmiðum,
þar af þrjú herskip. í fyrra-
kvöld kom bresk freigáta af ís-
landsmiðum til Þórshafnar í
Færeyjum með fimm slasaða
menn af áhöíninni.
Fiskverð í Norðursjávarhöfn-
um Bretlands er nú mjög hátt,
vegna skorts á fiski. Jón Olgeirs
son ræðismaður í Grimsby tel-
ur tormerki á, að íslendingar
landi þar fiski, eins og nú er
ástatt í viðskiptum þjóðanna.
íslensk stjórnvöld hafa ákveð
ið, að hér á landi verði bresk-
um togurum og hjálparskipum
ekki nein þjónusta veitt, nema
þegar í hlut eiga sjúkir eða
slasaðir. Þá fá njósnarþoturnar
aðeins lendingarleyfi í neyð. □