Dagur - 03.12.1975, Blaðsíða 8

Dagur - 03.12.1975, Blaðsíða 8
Bagur AlíGLVSINGASli DAGUB Akureyri, miðvikudaginn 3. des. 1975 GILTU TÍSKUHÁLS- KEÐJURNAR NÝKOWINAR Rafveitan fimmtng smátt & stórt iTÁ TROMP Á HENDI fækka vargfugli á vissum sva Sauðárkróki, 1. desember. Raf- veita Sauðárkróks ótti 50 ára starfsafmæli á þessu ári. Stjórn rafveitunnar og rafveitustjóri, Adolf Björnsson, buðu af því tilefni nokkrum gestum til kvöldverðar á Bifröst 22. nóv- ember. Helgi Rafn Traustason, forma'ður stjórnarinnar, setti samkomuna og stjórnaði henni. Opnir vegir til allra átta Björn Brynjólfsson hjá Vega- gerðinni sagði í gær: Oxnadalsheiði var orðin ófær nema stórum bílum og jepp- um, en er nú í dag öllum bílum fær. í innsveitum Skagafjarðar er lítill snjór, nema á Siglu- fjarðarleið, sem lokaðist. I Langadal var síðan á laugardag erfitt eða ófært minni bílum, en þar verður hreinsað í dag og á þá leiðin til Reykjavíkur að vera greiðfær. í gær var vegurinn til Húsa- víkur hreinsaður og á að vera öllum bílum fær í dag. Þá var sama dag opnaður Múlavegur og vegir í Svarfaðardal og á þessa staði fært frá Akureyri í dag. Þess ber þó að geta, að á meðan snjór er eins laus og raun ber vitni, getur skaf- renningur truflað samgöngur á skömmum tíma. Q r Askorun til flóms- málaráðuneytisins I Síðasti bæjarstjórnarfundur á Akureyri samþykkti samhljóða | eftirfarandi áskorun til dóms- málaráðuneytisins: „Bæjarráð Akureyrar lýsir áhyggjum sínum yfir vaxandi tíðni alvarlegra umferðarslysa á Akureyri og nágrenni. Bendir bæjarráð á, að núverandi mann afli lögreglunnar ó Akureyri anni vart almennri löggæslu. Fyrir því skorar bæjarráð á dómsmálaráðuneytið, að komið verði upp umferðarlögreglu fyrir Akureyri og nágrenni og telur að slík umferðardeild i gæti tekið að sér vegaeftirlit á • Norðurlandi öllu.“ Q BÆJARLÝSINGAR ÚR EYJAFIRÐI Bók Jónasar yfirlæknis Rafn- ars, BÆJARLÝSINGAR OG TEIKNINGAR ÚR EYJA- FIRÐI FRAM, er nýkomin út hjá Sögufélagi Eyfirðinga á Akureyri. Bókin er III. bindi í ritröðinni EYFIRSK FRÆÐI, sérstæð og merkileg bók, mjög vandlega útgefin undir umsjón Valdemars Gunnarssonar menntaskólakennara, prentuð í prentsmiðju Björns Jónssonar. Félagsmenn Sögufélags Ey- firðinga og áskrifendur fá bók- ina á sérstökum kjörum, af- greidda hjá Jóhannesi Ola Sæ- mundssyni, Lönguhlíð 2, Akur- j eyri. ,Lj Stjórn Söguf. Eyfirðinga. Hann þakkaði rafveitustjóra og öðrum starfsmönnum rafveit- unnar trúnað og árvekni í störfum og rakti sögu rafveit- unnar fyrstu áratugina. Fyrsti vísir að rafmagni til ljósá á Sauðárkróki kom á Sauðórkróki 1922, er Björgvin Bjarnason, síðar útgerðarmað- ur, kom til Sauðárkróks og lagði útileiðslur um þorpið og setti upp átta hestafla olíumótor og rak Björgvin þennan ljósa- mótor tæpt ár. En þá keypti Kristinn Briem rafstöðina og rak hana fram á mitt ár 1925. Þá keypti Sauðárkrókshreppur stöðina og starfrækti hana og stofnaði Rafveitu Sauðárkróks. Næsti áfangi var Sauðár- virkjun 1933, sem reyndist þó of lítil áður en langir tímar liðu. Árið 1945 var keyptur og settur upp dísilmótor í samkeyrslu við Sauðárvirkjun. En stærsti áfanginn var gerður með Göngu skarðsárvirkjun úrið 1949 og tók hún til starfa í desember það ár. Bæjarstjórn Sauðár- króks hafði haft forgöngu um Gönguskarðsárvirkjun, en á virkjunartímabilinu yfirtóku Rafmagnsveitur ríkisins orku- verið. Hlutverk Rafveitu Sauð- árkróks varð þá orkudreifing og hefur verið það síðan og er dreifiveita. Adolf Björnsson rafveitu- stjóri rakti sögu rafveitunnar á þessu tímabili, sem Göngu- skarðsárvirkjun hefur starfað, en með tilkomu þeirrar virkj- unar fékk Sauðárkróksvirkjun loksins nóg rafmagn til heimilis nota og til smærri iðnfyrir- tækja. Framkvæmdir og umsvif á vegum Rafveitu Sauðárkróks hafa verið mjög mikil á undan- förnum árum og náði hámarki á þessu ári, því bærinn hefur. stækkað mjög mikið og ný íbúðarhverfi verið byggð á fáum árum. Eru götuljós og úti lýsing í bænum talin með því besta, sem þekkist í bæjum á borð við Sauðárkrók. G. Ó. inn 1f75 Hinn árlegi kaupfélagsstjóra- fundur var.að þessu sinni hald- inn að Hótel Sögu í Reykjavík 21. og 22. nóvember. Fundinn sóttu velflestir kaupfélagsstjór- ar landsins, en auk þess stjórn og framkvæmdastjórn Sam- bandsins, allmargir starfsmenn þess og framkvæmdastjórar sambandsfyrirtækjanna. Fund- arstjóri var Valur Arnþórsson kfstj. á Akureyri, en fundar- ritari Gunnar Grímsson starfs- mannastjóri. Erlendur Einarsson forstjóri flutti að vanda efnismikið yfir- litserindi um rekstur Sambands ins það sem af er árinu, og um framtíðarhorfur [ rekstrinum. Verulegur hluti af erindi 'hans fjallaði að þessu sinni um þá fjárhagslegu erfiðleika, sem við hefur verið að glíma á árinu, en fram kom, að með skipuleg- um aðgerðum hefur tekist að leysa þau mál svo, að ekki eru horfur á, að rekstrarafkoma Sambandsins verði vandamál í ár. Þó hefur allur rekstrarkostn aður Sambandsins aukist mjög mikið, eða um 41% fyrstu níu mánuði ársins, en á móti kem- ur, að veltuaukning hefur orðið nokkuð almenn. Hefur veltan fyrstu níu mánuði ársins hjá sex aðaldeildunum orðið 15,6 milljarðar. Er það 60% aukning. (Sambandsfréttir ) TROMP Á HENDI Þótt bretar sendi herskip á fs- landsmið til að vernda veiði- þjófa sína og ennfremur flug- vélar til að njósna um varðskip- in okkar og veiði nú undir her- skipavemd, eigum við nokkur tromp á hendi. f fyrsta lagi gera varðskip Landhelgisgæslunnar hreskum togarasjómönnum erfitt fyrir með því einu aðl vera nálæg og tilbúin með klipp urnar. f öðru lagi liggur það nokkurn veginn beint við, að kalla sendiherra íylands í London heim. f þriðja lagi er unnt að slíta stjórnmálasam- band við hreta. f fjórða lagi getur valdbeiting hreta bókstaf lega neytt íslendinga til að segja sig úr Atlantshafsbanda- laginu. f fimmta lagi kemur til ■ greina að kæra breta fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna, og í sjötta lagi að segja upp varnarsamningnum. AÐVEITUKOSTNAÐURINN 2700 MILLJÓNIR f viðtali við Pétur Pálmason verkfræðing á Akureyri í (18. töluhlaði Dags kom prentvillu- púkinn við sögu. Þar sem, í viðtalinu, er rætt um aðveitu- kostnað hitaveitu frá Reykja- hverfi til Akureyrar. Rétt er: Aðveitan var áætluð kosta 2700 milíjónir króna, og innanbæjar- kerfið var áætlað 1400 milljónir króna, og hitaveitan alls um 4100 milljónir króna, eins og stóð í viðtalinu. FENGU 27 ÞÚSUND FYRIR KÍLÓIÐ Verð á æðardún hefur jafnan verið liátt og hækkaði enn á þessu ári. 27 þúsund krónuif fengust í vor fyrir kílóið af hon um hreinsuðum og handfjaður- tíndum. Æðarræktarfélag fs- lands hafði í sumar mann á sínum vegum til að vernda æðarvörpin, m. a. til þess að NÝJAR HEY Samvinnutryggingar hafa sent frá sér upplýsingar til bænda um nýjar hey- og búfjártrygg- ingar, sem eflaust er vert a'ð vekja athygli á. í kynningar- bréfi segir: Margar gildar ástæður eru til þess að tryggingagreinai' þessar hafa nú verið endurskoðaðar og endurbættar. Allur kostnaður við heyöflun hefur hækkað verulega s. s. áburðarverð o. fl. Þörf bænda á góðri vátrygginga vernd á þessu sviði er því mjög brýn. Það eru sameiginlegii' hagsmunir allra, að bændur þurfi ekki að þola verulegt brunatjón á fóðurbirgðum og búpeningi óbætt. Af þessum ástæðum bjóða Samvinnutryggingar nú einfald ar og ódýrar brunatryggingar á fóðurbirgðum og búpeningi. í stað ýmissa valkosta í hey- brunatryggingum um bóta- skyldu, bótatímabil og iðgjalds- taxta, sem voru frá 2% til 9% eru nú aðeins boðnir víðtáek- ustu skilmálar, sem í notkun hafa verið, það er ábyrgð á brunatjónum, þegar eldur verð- ur laus skv. almennum bruna- skilmálum ásamt ábyrgð á tjón- um, sem verða vegna sjálfsí- kveikju eða ofhitunar, þegar hey kolast, án þess að eldur verði laus. Þá hefur eigináhætta trygg- ingartaka verið lækkuð úr 20% í 10 % í hverju tjóni. Iðgjalda- taxti er aðeins einn þ. e. 2 0/00 eða kr. 2,000.00 pr. 1 milíj. tryggingarupphæðar. Eins og sjá má af ofanrituðu er hér um verulega verðlækkun og einföld un að ræða. Fyrirhugað er að nota upp- lýsingar úr skýrslum forða- gæzlumanna um hey- og 'búfjár- eign. Síðan er fyrirhugað að verðleggja hey- og búfjáreign hvers tryggingartaka samkv. verðgildismati B. í. Þessi tilhögun gerir kleyft, að viðkomandi eignir þínar eru rétt tryggðar á hverjum tíma, þannig að fullar bætur fást fyrir þau tjón, sem kunna að verða. Hjálagt sendum við þér bréf- spjald til útfyllingar ef þú ósk- ar eftir þátttöku í þessum trygg ingum. Við önnumst síðan nán- ari frágang á beiðni þinni sam- kvæmt framanrituðu. Rita skal nafn, nafnnúmer og heimilis- fang á spjaldið, ásamt upplýsing um um magn kjarnfóðurs, ef YGGINGAR það óskast tryggt. Bréfspjöld- in óskast endursend, ef óskað er Þær brunatryggingar á hey- og búfjáreign þinni, sem í gildi eru, falla niður með tilkomu þessarar nýju tryggingar, enda er iðgjaldstaxti þeirra mun hag Formönum hreppa búnaðarfé laganna hafa verið sendar upp- lýsingar um breytingar þessar, ósamt þátttökulistum og getur þú leitað til formanns í þínu félagi eða til næsta umboðs- manns okkar ef þú óskar nán- ari upplýsinga eða aðstoðar. Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins. fækka vargfugli á vissum svæð um. Hefur það vonandi gefið góða raun. En hið háa verð á dúninum gefur til kynna, að réttmætt er að leggja í veru- legan kostnað til að friða varp- lönd og tryggja viðgang æðar- fuglastofnsins. ÞARF AÐ NÁ STOFNINUM UPP Á NÝ Árið 1913 er talið, að dúntekjan á landinu hafi verið liálft fimmta tonn. Hálfri öld síðar var hún komin niður í liálft annað tonn. Víða liafa æðar- vörp algerlega lagst niður, en á öðrum stöðum minnkað. Margt veldur þessu, en þó er talið, að hin mikla fjölgun svartbaks á síðustu áratugum valdi mestu hér um, ennfremur minkurinn, sem nú er kominn um land allt og er hinn mesti vágestur í æðarvörpum. Það er verðugt verkefni að reyna að endur- hcimta þeási gömlu og nýju hlunnindi og til mikils að vinna þar sem er hinn eftirsótti æðar- dúnn. VIÐSKIPTI VIÐ KÚBU Undirritaður hcfur verið við- skiptasamningur við Kúbu. Gerðu það Einar Ágústsson utanríkisráðherra og Oscar E. Alcalde sendiherra Kúbu á Is- landi fyrir nokkrum dögum. I honum felst það, að þjóðirnar taki upp viðskipti sín á milli, sem legið hafa niðri um skcið. íslendingar liafa í huga að selja kúbumönnum saltfisk, svo sem gert var fyrir 1960, ennfremur kísilgúr, ál og aðrar iðnaðar- vörur, en kaupa í staðinn tóbak, áfengi og þó cinkum sykur. Rætt hefur verið um innflutn- ing á lnásykri, sem síðan yrði hreinsaður hér á landi. En á dagskrá hefur verið, að koma upp slíkri vcrksmiðju í Hvera- gerði. AFLABRETSUR í PERÚ Ansjósuveiðarnar í Perú liafa brugðist, og þótt einhverjir kunni að álíta, að það komi okkur ekki mikið við, er því ekki svo íarið. íslendingar vænta þess, að þctta valdi verð- hækkun á verði fiskmjöls og lýsis á heimsmarkaðinum, og hefur það þýðingu fyrir íslensk an sjávarútveg og þjóðarbúskap íslendinga. Þessar fregnir ættu að vera mikil hvatning til þess að stunda Ioðnuveiðarnar af miklu kappi hér við land á næstu vertíð. Fiskifræðingar telja loðnustofninn mjög sterk- an, svo óhætt sé að taka af honum mun meira en gert hef- ur verið undanfarin ár. Enn- fremur er áhugi á loðnuveið- um á sumrin, norðan og vestan við land. mús í Náðst hefur samband við Mikka Mús og félaga sem eru á ferða- lagi um Evrópu, og þeir hafa verið beðnir að koma til ís- lands. Mikki Mús og félagar munu koma til Keflavíkurflugvallar á föstudagsmorgun og fljúga hingað norður á laugardagsi morgun. Síðan ætla þeir að skemmta hér í Nýja bíói á laugardag kl. 1.30 og 3.30, og 5.30 ef aðsókn leyfir. Margt annað mun einnig vera þar til skemmtunar. Sjáið nánari auglýsingar í búðargluggum í bænum og í skólum. Ágóði af þessum skemmtun- um rennur til líknarmála. Lionsklúbburinn Ilængur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.