Dagur - 03.12.1975, Blaðsíða 6

Dagur - 03.12.1975, Blaðsíða 6
6 I.O.O.F. 2 = 1571258V2 = Vmdkv O RÚN 59751237 — 1 Atkv. Messað í Akureyrarkirkju á sunnudag ld. 2 e. h. Kiwanis- félagar aðstoða með bílaþjón- ustu, sími 21045. — P. S. Sunnudagaskóli í Akureyrar- kirkju kl. 11 f. h. K.F.U.K. hefur aðventufund í Zíon fimmtudaginn 4. des. kl. 8.30 e. h. Séra Birgir Snæ- björnsson hefir hugleiðingu. Allar konur velkomnar. Munkaþverársókn. Messað verð ur 7. desember, kl. 13.30. Safnaðarfundur að messu lok inni. Sunnudagaskólinn sama dag kl. 10.30. — Sóknar- prestur. Sjónarhæð. Verið velkomin á samkomur okkar n. k. sunnu- dag kl. 17. Drengjafundur n. k. laugardag kl. 16. Sunnu- dagaskóli í Glerárskóla á sunnudag kl. 13.15. Allir vel- komnir. Lögmannshlíðarsókn: Messað verður í Glerárskólanum n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 74, 202, 203, 470, 678. Stuttur safnaðarfundur eftir messu. Fjölmennum í messuna og búum hugi okkar undir komu ! jólanna. — B. S. Samkoma votta Jehóva að Þing vallastræti 14, 2. hæð, sunnu- daginn 7. desember kl. 16.00. Fyrirlestur: Treystið á sigur Guðs. Allir velkomnir. ' — Hjálpræðisherinn — Við bjóðum ykkur vel- komin á samkomu á sunnudagskvöldið kl. 8.30. Söngur, biblíulestur og vitnisburðui'. Mánudag 8. des. kl. 4 e. h.: Síðasti heimila- sambandsfundur fyrir jól. Fimmtudag kl. 5 og 8 e. h.: Kærleiksbandið og æskulýðs fundur. Ath.: Sunnudag 14. des. kl. 4 e. h.: „Fyrstu tónar jólanna.“ Fjölskyldusamkoma. Yngri hðsmenn syngja og sýna leikrit. Yngri liðsmanna vígsla. VELKOMIN. Hjúkrunarkonur! Jólafundur verður að Systraseli mánu- daginn 8. des. n. k. kl. 20.30. Liesel Malmquist verður með sýnikennslu á jólaföndri. — 1 Stjórnin. Brúðhjón: 30. nóv. voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju brúðhjónin ung- frú Halldóra Friðfinna Sveins dóttir og Valdór Jóhannsson verkamaður. Heimili þeirra er Hrafnabjörg við Löngu- mýri, Akureyri. I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan no. 1. Fundur fimmtudag 7. þ. m. kl. 8.30 e. h. í félags- heimili templara, Varðborg. Fundarefni: Vígsla nýliða, önnur mál. Eftir fund: Hag- nefndaratriði. — Æ.t. I.O.G.T. Sameiginlegur jóla- fundur verður í stúkunum Brynju og Akurlilju mánu- daginn 8. des. n. k. kl. 8.30 síðdegis í Varðborg, félags- heimili templara. Á fundin- um verður ýmislegt jólaefni og hljómlist. Kaffiveitingar á eftir fundi og gamanmál. Fundurinn verður opinn. Fé- lagar geta tekið með sér gesti. — Æ.t. Kvennadeild Þórs heldur köku- og munabasar í Strandgötu 9, uppi, fimmtudagskvöldið 4. des. kl. 9 p. h. Margt góðra og ódýrra muna. Gjöf /til Akureyrarkirkju kr. 5.000 frá F. J. — Bestu þakk- ir. — Birgir Snæbjörnsson. Konur í Styrktarfélagi vangef- inna. Munið fundinn á Sól- borg miðvikudaginn 3. des. 'kl. 8.30. Mætið vel og stund- víslega. Áhugafólk um jafnréttismál mætið til starfa í starfshópum í Menntaskólann (gamla skólahúsið vestur dyr) mið- vikudaginn 3. des. kl. 20.30. Basar. Kvenfélagið Hlíf heldur köku- og munabasar í Hótel KEA laugardaginn 6. des. kl. 3 e. h. Hlífarkonur beðnar að skila munum og kökum fyrir hádegi sama dag að Hótel KEA. Allur ágóði rennur til barnadeildar FSA. — Nefndin Opið hús fyrir aldraða verður að Hótel Varðborg mánudag- inn 8. des. kl. 15. Ath. síðasta skipti fyir jól. — Félagsmála- stofnun Akureyrar. Húsmæðraskólafélag Akureyr- ar hefur muna- og kökubasar á sunnudaginn kemur 7. des. kl. 3 e. h. í Húsmæðraskólan- um. Félagskonur og velunn- arar skólans vinsamlegast komið munum og brauði í skólann milli kl. 3—5 á laug- ardag. — Stjórnin. Jólamuna- og kökubasar Flug- björgunarsveitarinnar verður að Hótel Varðborg sunnudag- inn 7. des. kl. 3 e. h. — Flug- björgunarsveitin Akureyri. Golfáhugafólk. Kvik- myndasýning að Jaðri fimmtudaginn 4. des. kl. 8.30. Alhugið RAMMAGERÐIN er opin eftir hádegi á laugard. í desember. Vinsamlegast sækið tilbúnar vörur. Myndir til sölu. RAMMAGERÐIN, Kaupangi. Leikréttingar. í minningargrein um Kristjönu Halldórsdóttur í síðasta blaði, eftir S. G., stendur: Eignuðust þau fimm börn: Björn dó á fyrsta ári, en átti að vera: Bjarni f. 24. okt. 1949, og leiðréttist þetta hér með. í sama blaði er rætt um verslunarlóð í nýju 2—300 manna hverfi, en átti að vera 2—3000 manna hverfi „Ég hef talið upp málefni mín, og þú bænheyrir mig.“ (Sálm. 119, 26.) Hefir þú lagt málefni þín fram fyrir Guð? — Sæm. G. Jóh. Slysavarnafélagskonur Akur- eyri. Jólafundurinn verður í Hótel Varðborg fimmtudag- inn 4. des. kl. 8.30. — Stjórnin K v e n f é 1 a g Alþýðuflokksins ■ heldur köku- og munabasar í Strandgötu 9, II. hæð, sunnu- daginn 7. des. kl. 3 e. h. — Nefndin. Kvenfclagið Baldursbrá heldur jólafund sunnudaginn 7. des. kl. 3 e. h. í Barnaskóla Glerár hverfis. — Stjórnin. Leikfélag Akureyrar Kristnihald undir Jökli Fimmtudag uppselt. Föstudag uppselt. Laugardag uppselt. Sunnudag. Miðasala frá kl. 4—6. Vinsamlegast sækið mið ana í tíma annars seldir. SÍMI 1-10-73. wHúsnæöiim HALLÓ! Er 21 árs og vantar her- bergi með húsgögnum. Vinn allan daginn. Uppl. í síma 2-34-60. Lítil íbúð til leigu. Fyriiframgreiðsla. Uppl. í síma 2-20-80. Karlmaður óskar eftir herbergi til leigu, helst sem næst miðbænum. Uppl. í' síma 2-29-85 frá kl. 19-20. Óskum eftir að taka á leigu 2—3ja lierbergja íbúð sem allra fyrst. Uppl. í síma 2-13-24. Ungt fólkt óskar eftir húsnæði sem þyrfti helst að vera laust fyrir jól. Leigutími að minnsta kosti 6-7 mán. Hverskyns húsnæði kemur til greina. Eink- um yrði gamalt faliegt hús vel þegið. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Dags eigi síðar en 15. des., merkt „Engin böm“. KVIIÍMYNDASÝNING verður föstudaginn 5. des. kl. 8,30 að Hótel KEA. Sýndar verða kvilkmyndir frá Landsmótinu 1954 á Þveráreyruan og Landsmótinu 1974 á Vind- heimamelum. Einnig litskuggamyndir. Kynntar verða framkvæmdir og hori ur á Melgerðismelum HESTAUNNENDUR, Fullorðnir og böru, hvattir til að rnæta. FRÆÐSLUNEFND LÉTTIS. <i> Verslanir á Akureyri verða epnar í desember sem bér segir: Laugardaginn 6. des. opið til. kl. 16 Laugardaginn 13. — — Fimmtudaginn 18. — — Laugardaginn 20. — — Þorláksdag 23. — — 24. - 31. - - Aðfangadag Gamlársdag kl. 18 kl. 22 kl. 18 kl. 23 kl. 12 á hád. kl. 12 á hád. Verzlunarmannafélagið á Akureyri, Kaupfélag Eyfirðinga, sjá þó auglýsingu frá Kaupfélagi Eyfirðinga um sölutíma einstakra deilda, Kaupfélag Verkamanna. *Sx^3x^>3x$x$x$x$xSx^§xSx$xíx$k3x§><$>3>3>^<$>^<$x$>3x§x§x$<Sx$x$x$x$x$>3x8x$k^<Í>^x$><SÍ -* 4 4* Þakka innilega öllum, sem glöddu mig á sjötiu t ára afmœli mínu 4. nóvember. % t Lifið heil. <3 Y I Kambi. £ V X /ít x ^S?'íSls'4*52?'4'$?'f'éfc ■<•'£?•'*'£?'íSfc GUÐMUNDUR JÓHANNSSON, Kambi. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðanför KRISTJÖNU GUÐRÚNAR TÓMASDÓTTUR, Þórunnarstræti 119, Akureyri. Sérstaklega þöklkum við starfsfólki Lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir.Mbæra umönnun í langvarandi veikindum hpiinar. Þorgrímur Þorgrímsson, Alda Þorgrímsdóttir, Garðar Aðalsteihsson, Pálína Þorgrímsdóttir, Gunnar Jakobsson, Margrét Þorgrímsdóttir, Gunnar Baldvinsson, Herdís Þorgrímsdóttir, Tómas Þorgrímsson. Stórgjöf til Grundarkirkju f tilefni sjötíu ára afmælis Grundarkirkju, sem minnzt var 16. nóv. sl., hefir hreppsnefnd Hrafnagilshrepps gefið kirkj- unni kr. 500.000,00, sem varið skal til þess að koma rafhita- kerfi í kirkjuna, eða til annarra endurbóta á henni. Fyrir hönd kirkju og safnað- ár flyt ég hreppsnefndinni inni- legar þakkir fyrir þessa mynd- arlegu gjöf og óska nefndar- mönnúm, og hreppsbúum öll- um, blessunar á komandi tím- um. Bjartmar Kristjánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.