Dagur - 19.12.1975, Page 8

Dagur - 19.12.1975, Page 8
AUGLÝSINGASÍI Dágur Akurcyri, föstudaginn 19. des. 1975 GILTU TÍSKUHÁLS- KEÐJURNAR NÝKOMNAR Hestar Önnur útgáfa af bók Thcodcrs Arnbjörnssonar ,,Hestar“ er komin út hjá BúnaSarfélagi íslands. Á kápusíðu bókarinnar hefur Páll A. Pálsson, yfirdýralœknir ritað m. a.: „Þekking Theodórs á íslensk- um hestum var frábær, og mun óhætt að fullyrða, að á því sviði hafi enginn staðið honum fram- al- Hann dáði og elskaði íslenska hestinn og skoðaði hann sem vin og félaga. Ber bókin þess víða glöggt vitni. Theodór var einn af þeim fáu rithöiundum, sem kunni að fara svo með efni og segja frá í rit- uðu máli, að allir, sem lesa, liafa þess full not. Vegna staðgóörar þekkingar og einstæðrar glöggskyggni á hross, útlit þeirra, gerð og hæfi leika og ekki síður vegna þess, hve honum er efnið hugleikið verður framsetning óvenju ljós og skemmtileg. Málfar er sérstætt og kjarn- inikið, en á bak við frásögnina finnur lesandinn glöggt undir- öldu skilnings og samúðar með liinum varnarlitlu vinum höf- undar, hestunum. Allir þeir, sem hafa hross undir höndum, þurfa að lesa bókina Hestar. Þar er að finna íjölþættan og yfirgripsmikinn. fróðleik, sem enn er í fullu gildi.“ □ 1 Tvær barna- og unglingabækur frá Bókaforlagi Odds Björns- i sonar. Leitarflugið cftir Ármann Kr. Einarsson. Myndskreytt af Halldóri Péturs syni. Þetta er þriðja útgáfa þessarar ágætu unglingabókar, sem hef- ur orðið langlíf með þjóðinni og óspart nýtt til flutnings bæði sem saga og leikrit. Þeir sem nú eru fullorðnir muna hana og geta því boðið hana börn'um sínum til lestrar án vafa um ágæti hennar. Bækur Ármanns hafa verið þýddar fyrir börn annarra þjóða og hvarvetna | líkað vel eins og hér heima. □ Ævintýri í Mararþaraborg Höiundur Ingibrigt Davík. íslenskuð af Kristjáni frá Djúpalæk. Höiundur þessa ævintýris er norskur maður. Hann vinnur að því í heimalandi sínu að semja og flytja skemmtiefni fyrir j börn, bæði í bókum, útvarpi og sjónvarpi. Hann kom reyndar til Akureyrar snemma á stríðs- I árunum, þá sem ungur drengur og flóttamaður með foreldrum ! sfnum. Hann gekk hér í skóla og varð stúdent frá M. A. Hann ; kann því íslensku og ann enn þessum bæ. Ævintýri þetta gerist á hafs- botni og er flyðrufjölskyldan j sögupérsónurnar. Strákarnir tveir, Frakkur og Fimur, eru forvitnir og ærslafullir fiskar og lenda því í miklum ævintý'rum í þangskógum heimahaganna, [ en höfundur þekkir sjóinn frá 'ZA t \ * > ♦ iy mmm iþáMlMÍVv t<tu ■H Élæltíw æsku sinni og hefur sýnilega lifað sig inn í lífið þar niðri. Margir söngvar eru í bókinni °g fylgja lögin á nótum. Hún er einnig prýdd myndum. Ævin týri þetta kom út sl. ár á hljóm- plötu hjá S. G. hljómplötum, lesið af Helga Skúlasyni leik- ara, hljómsveitarstjórn og út- setningar laga Jón Sigurðsson. Káputeikning er eftir Hilmar Helgason. □ Blaðinu hafa borist fjórar bæk- ur frá Bókaútgáfunni Erni og Örlygi f Reykjavík. Handaii við sjóndeildarhring Bck þessi er eftir Norman Vincent Peale en Baldvin Þ. Kristjánsson íslenskaði. Undir- titill bókarnafnsins er Hvemig þú færð unnið bug á and- streymi þínu og áhyggjum, og segir þetta langa bókarnafn mikið um það efni, sem höfund- urinn boðar. Fyrri bækur, sem komið hafa út eftir þennan höf- und eru: Vörðuð leið til lífs- hamingju, Lifötí lífinu lifandi, Sjálfsstjórn í stormviðrum lífs- ins og Lciðsögn til lífs ón ótta. Dr. Peale gefur reglur um það, hvcrnig unnt er að smækka mikla erfiðleika lífsins á ýms- um sviðum, hvernig hægt er að smjúga gegn um fyrsta stig þreytu og losa sig við hin með því að leysa úr læðingi hin miklu blundandi öfl mannssálar innar. Hann kennir hvernig má ná tökum á erfiðum vandamál- um sínum þannig, að þau smækki niður í viðráðanlega stærð, eins og segir í kynningu á bókarkápu. Samkvæmt framanskráðu er vart að efa, að bók sem þessi eigi víða erindi, bæði við þá, sem þjáðir eru og hraktir í hreggviðrum lífsins, og einnig við alla hina, sem eiga við meiri eða minni erfiðleika að stríða — en erfiðleikarnir eru hluti af lífinu sjálfu. □ Undraverður árangur jákvæðrar hugsunar Svo heitir mikil og myndskreytt bók um lönd og landkönnun eftir Malcolm Ross MacDonald. En Steindór Steindórsson fyrr- um skólameistari íslenskaði. Bókinni fylgir orðaskrá, orða- skýringar og greint er frá höf- undum mynda. Bókin er nær 200 blaðsíður og hinn mikli fjöldi mynda er í litum. Efni bókarinnar skiptist í eftirtalda kafla: Atlantshafið, Víkingaöldin, ísland og Græn- land, Vínlandsferðir, Djengis kan og Mongólar, Sendimenn frá Stórkaninum, Ferðir Willem Ruysbroek, Ferðir kaupmanna, Feneyingar snúa aftur til Kína, Dvöl Polo frænda í Kína og trúboðsferðir til Kambalik. □ Holdið er torvelt að temja Snjólaug Bragadóttir hefur sent frá sér fjórðu skáldsögu sína og heitir hún Holdið er torvelt að temja. Fyrri bækur hennar eru: Næturstaður, Ráðskona óskast í sveit og Allir eru ógiftir í ver- inu. Bækur Snjólaugar, sem er blaðamaður að atvinnu, hafa eignast stóran hóp lesenda, og mun hann enn stækka með þessari nýju bók. í bókunum hennar Snjólaugar lætur mann- leg náttúra ekki að sér hæða. Guðmundur G. Hagalín, sem jafnan hcfur gælt við skáld- sagnagerð Snjólaugar, segir m. a. um síðustu bók hennar: „Ég hef allt frá því ég las fyrstu. bók Snjólaugar Bragadóttur frá Skáldalæk þóttst sjá, að hún hefði ekki ætlað sér annað en að skrifa sögur, sem þættu. skemmtilegar og væru líklegar til að seljast vel... . En Snjó- laug hefur stundum í sögum sínum tekið slíka frásagna- spretti og brugðið upp allskýr- um skyndimyndum af stöku persónum, að mér hefur fundist að um hugartún hennar hlytu að streyma hreint ekki svo litlar lindir frá uppsprettu „skálda- læksins". Þykir gagnrýnanda síðasta bók benda til þess, þótt hún sé ekki skáldlegt afrek. □ Feilnóta I í fimmtu sinfóníiinni Hinn kunni höfundur Jökull Jakobsson hefur fyrip 'þessi jól sent frá sér skáldsögiina Feil- nóta í fimmtu sinfóníunni. Á bókarkápu segir svo: „Mann- lífið er margslungin sinfónía óg mannfólkið eins og fetrengir í stóru slagverki, sem sífellt skipta um tóntegund pg hljóm, allt eftir því hvernig á þá er slegið. Eitt er að'vera gift þing- mannsefninu í Amarnesinu, búa í ástlausu ríkidæminu, vera konan á bak við manninn og stuðla að framgangi hans með réttri framkomu á réttum stöð- um, og annað er að leita sífellt burt frá veruleikanum með síð- hærðum slána úr Þingholtun- um. Það er talsvert önnur sinfónía, sem hljómar í bedda- ræflinum undir bárujárnssúð- inni, eða í beinhvítu hjóna- rúminu.“ — Jökull Jakobsson kann vel til verka í skáldsagna- gerð. En því er ekki að leyna, að söguefnið hefði mátt vera meira að umfangi, og þefði höf- undurinn eflaust valdið því. □ BÍLA-BINGÓ K A. Um þessar mundir eru hand- knattleiks- og knattspyrnudeild ir KA að hleypa af stokkunum all nýstárlegu bingói. Bingóið verður leikið þannig, að tölur munu birtast í auglýsingatíma sjónvarps, Birting taína hefst þann 16. janúar n. k. og munu birtar annað hvert kvöld þar til einhver gefur sig fram sem hlotið hefir bingó. Vinningur- inn er ekki af lakara taginu, bifreið af gerðinni Austin Mini árgerð 1976 að verðgildi kr. 820 þús. " Þetta er ekki í fyrsta sinni sem KA efnir til bíla-bingós. Sumarið 1972 efndi félagið ein- mitt til eins slíks á íþróttavell- inum, óins og fólk rekur efa- laúst minni til. Sá er þá hlaut vinninginn var 11 ára stúlka, Inga Jóna ÆvarsdóUir, Aðal- stræti 5. Það er von KA-manna, að gamlir KA-félagar svo og aðrir bæjarbúar taki félagsmönnum vel næstu daga og í náinni framtíð, þegar þeir knýja dyra og leita aðstoðar við að hefja KA til enn meiri vegs og virð- ingar. (Fréttatilkynning) Þakið fauk í fárviðri um síðustu hölgi fauk að mestu þakið af 33 kúa fjósi á Björk í Öngulsstaðahreppi. Veggir skemmdust einnig og gluggar brotnuðu. Árni Aðal- steinsson bóndi á Björk, var svo heppinn, að Sigurgeir Hall- dórsson bóndi á Öngulsstöðum var nýbúinn að flytja kýr sínar úr gömlu fjósi í nýít fjós og skaut hann skjólshúsi yfir hin- ar húsnæðislausu kýr og verða þær eflaust þar fyrst um sinn eða í vetur. En þarna er skammt milli bæja. □ UrvalsvÖrurnar frá Marks & Sþericér FÁST HJÁ OKKUR FatnáÖur á alla fjölskylduna. Vörurnar,, sem eru þekktar og rómaóar um viöa veröld: - Framleiddar undir strangastá gæöaeftirliti 7JIJA AusUirsíræti KEÁ Aörytiús mmiS Laugavegi 91 Kíuipíclösíin

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.