Dagur - 04.02.1976, Blaðsíða 8
AUGLVSINGASÍi
Dagur
Akureyri, miðvikudaginn 4. febrúar 1976
GILTU
TÍSKUHÁLS-
KEÐJURNAR
NÝKOMNAR
SMÁTT & STÓRT
Á þriöja hundraö börn sóttu námskeið Skautafélagsins í skautahlaupi, sem nýlokið er á Akur- |>
eyri. (Norðurmynd)
ikil
er í Skagafirði
Sauðárkróki, 3. febrúar. Nýlega
héldu hreppsnefndir fjögurra
hreppa, sem upprekstrarland
eiga á Eyvindarstaðaheiði, fund
um virkjunarmál. Þær gerðu
ályktun um, að næsta virkjun
í Norðurlandskjördæmi vestra
Laugardaginn 22. nóvember var
stofnað í Reykjavík hlutafélag
til starfrækslu ferðaskrifstofu
undir nafninu SAMVINNU-
FERÐIR. Er félagið stofnað í
framhaldi af samþykkt stjórnar
Sambandsins um stofnun ferða-
skrifstofu. Það mál hefur lengi
verið á dagskrá innan samvinnu
hreyfingarinnar, eiida starfa
mörg Sambandskaupfélögin að
hótelrekstri og annarri þjón-
ustu við ferðamenn.
Aðalhluthafar í ferðaskrif-
stofunni SAMVINNJJFERÐIR
eru Samband ísl. samvinnu-
félaga, Samvinnutryggingar gt.
og Olíufélagið h.f., en hlutafé
yrði gei'ð í Héraðsvötnum hjá
Villinganesi og töldu, að það
gengi mjög freklega á móti sam
þykktum upprekstrarfélags
þeirra og fleiri aðila.
Atvinna á Sauðárkróki er all-
góð, afli togaranna sæmilegur
félagsins er samtals 15 millj. kr.
Sambandskaupfélögunum, fé-
lagsmönnum þeirra og einnig
öðrum félagssamtökum verður
gefinn kostur á að gerast aðilar
að ferðaskrifstofunni.
Fyrstu stjórn félagsins skipa
Erlendur Einarsson, formaður,
Valur Arnþórsson, varafoiTnað-
ur, og meðstjórnendur Axel
Gíslason, Hjalti Pálsson, Hall-
grímur Sigurðsson og Sigurður
Þórhallsson. Framkvæmda-
stjóri hefur verið ráðinn Böðv-
ar Valgeirsson, sem undanfarin
ár hefur verið framkvæmda-
stjóri ski'ifstofu Sambandsins í
Hamborg.
og vinna í hraðfrystihúsunum
nokkuð stöðug.
Hross hafa verið á gjöf all-
mikið síðan um áramót. Fyrir
nokkrum dögum hlánaði og tók
þá dálítið upp. Allt Eylendið er
undir glærum ís og er skauta-
svell frá Vindheimabrekkum út
að Borgarsandi. Fyrrum voru
skautar mikið notaðir þegar
svellalög voru, en minna á síð-
ari árum, því miður. Vegir eru
allir mjög vel greiðfærir, en
svellaðir á stöku stað.
Tvær • tamningastöðvar eru
byrjaðar og sú þriðja í undir-
búningi. Hins vegar er lág-
deyða í sölu hrossa.
Þorrablótin eru hafin og hér
í héraði er sannkölluð þorra-
vertíð. Þorrablót verða um
hverja helgi á þorra og stund-
um fleiri en eitt. Þorrablót
starfsmanna Kaupfélags Skag-
firðinga tókst með miklum
ágætum og stjórnaði því Hilmir
Jóhannesson. En fyrsta þorra-
blótið var haldið í Árgarði í
Lýtingsstaðahreppi fyrsta þorra
dag. Þetta er mikil vertíð. G. Ó.
KNATTBORÐSSTOFAN
Fyrir nokkru var í þessu blaði
minnst á knattborðsstofu þá,
sem rekin er hér á Akureyri og
að henni fundið, en því máli
var heldur fálega tekið. Nú
hefur annað blað á Akureyri
tekið myndarlega undir þessa
gagnrýni. Er ljóst, að þörf er
tafarlausrar rannsóknar, síðan
eftirlits og e. t. v. þarf að setja
aðrar reglur um aldur unglinga,
sem þar fá inngöngu. Þetta mál
varðar mjög allan almenning,
en lögregluyfirvöld o. fl. aðilar
eiga að fylgjast með þessari
starfsemi og sjá um, að sóma-
samlega sé að staðið. Knatt-
borðsstofum hættir til að fá á
sig óorð, og því var slík starf-
semi fyrrum bönnuð á Akur-
eyri, að gefnuin tilefnum. Hvort
ástæða er til þess nú, á hlutlaus
rannsókn að leiða í ljós.
VINNINGARNIR LÆÐAST
FRAM HJA
Hvers konar happdrætti freist-
ar fjölda manna, allt frá þátt-
töku í „tombólum" upp í
stærstu happdrætti þjóðarinnar
og verja til þeirra liluta miklum
fjárfúlgum árlega. Látum svo
vera, því með því styrkir al-
menningur ýmis góð málcfni.
En margir feta í happdrættis-
slóðina til fjáröflunar, svo sem
stjórnmálaflokkar og nær ótelj-
andi félög, sem hafa mannúðar-
og menningarmál á dagskrá. En
nokkuð almennt umkvörtunar-
efni er það, að birting vinning-
anna læðist fram hjá þeim, sem
happdrættismiðana hafa keypt
og bíða eftir úrslitunum. Ein-
hverjar reglur þarf að setja um
meira áberandi úrslit happ-
drættanna.
BRAUÐIN MINNKUÐ
Nýlega bárust þær fréttir frá
Sovétríkjunum, að fyrirskipuð
hefðu verið minni brauð, fram-
leidd í opinberum brauðgerðar-
húsum. Ástæðan var sögð sú,
að hin ýmsu brauð væru óþarf-
lega stór, miðuð við algengustu
not og því færi allt of mikið af
þeim til spillis. Þessi ástæða
var auðvitað nægileg, þótt það
fylgdi ekki fréttunum við live
alvarlegan uppskerubrest á
korni sovétmenn eiga við að
stríða á þessum vetri.
i i i
SÍS SELUR LOÐNU
TIL JAPAN
Sambandið liefur samið um
sölu á allri þeirri frystu loðnu
til Jakan, sem unnt er að fram-
leiða í Sambandsfrystihúsunum
á þessari vertíð. Áætlað er, að
magnið geti orðið tvö þúsund
lestir, en kaupcndur hafa sam-
þykkt að taka við meiru, ef
meira verður framleitt. Verðið
er nokkru liærra en í fyrra og
einnig fengust breytingar á
gæðakröfum, sem ætla má að
verði til framleiðsluaukningar.
SINN ER SIÐUR f ' j
LANDI HVERJU
Illviðrasamt hefur verið á Suð-
ur- og Suðvesturlandi, víst er
það. Er marka má þær tíðu út-
varpstilkynningar, sem þaðan
koma um lokun skóla o. þ. h.
mætti einnig ætla, að þar væru
ofstopaveður nokkuð tíð nú í
vetur. Norðlendingar, sem fyrir
sunnan liafa verið þá daga, sem
kennslu í skólum og ýmsri fé-
lagsstarfsemi hefur verið aflýst
vegna óveðurs og einnig ófærð-
ar, hafa látið undrun sína í
ljósi, gera jafnvel grín að og
segja: Sinn er siður 1 landi
hverju, einnig í því efni, sem
kallað er vont veður.
ÍÞRÓTTAÞÁTTURINN
Þess hefur verið óskað, að Dag-
ur flytti íþróttaþátt reglulega.
Rúm blaðsins er alltaf of Iítið,
en íþróttaþáttur er hins vegar
vinsæll og á ekki síður rétt á
sér en ýmislcgt annað. Því er
þeirri ósk komið á framfæri, að
íþróttaunnendur gcfi blaðinu
ábendingar um höfund þeirra
þátta. Enn betra væri, að þeir
gæfu sig fram við blaðið, sem
hefðu áhuga á því að skrifa
íþróttaþætti reglulega, jafnvel
þótt aðeins væri um afmörkuð
íþróttasvið að ræða.
SKEMMTIKRAFTAR
Ferðaskrifstofa Samvinnumanna
Framsóknarfélögjin á
o
Akureyri sameinuð
Aðalfundur Framsóknarfélags
Akureyrar var haldinn 30.
janúar sl. Auk venjulegra aðal-
fundarstarfa flutti Sigurður Oli
Brynjólfsson b æ j a r f u 11 trúi
erindi um fjárhagsáætlun bæjar
sjóðs Akureyrar fyrir árið 1976,
og urðu um hana fróðlegar um-
ræður.
Rætt var um framtíðarstarf-
semi framsóknarmanna á Akur-
eyrí, en þau hafa allmikið verið
RITSTjÓRI DÆMD-
UR f SEKTIR
Rétt fyrir jólin féll í Bæjarþingi
Akureyrar dómur í máli, sem
Leikfélag Akureyrar höfðaði
gegn Hjörleifi Hallgrímssyni,
ritstjóra Alþýðumannsins vegna
greinar um L. A. í blaði hans.
Grein þessi var dæmd ómerk og
ritstjórinn dæmdur til að greiða
nokkrar sektir. Ennfremur átti
hann að birta niðurstöður dóms
ins í blaði sínu. Q
á dagskrá hjá félögunum að
undanförnu.
Fyrir nokkrum árum var
kvennadeild Framsóknarfélags-
ins, sem starfað hafði um ára-
bil, sameinuð aðal félaginu, og
Sigurður Jóhannesson, form.
Framsóknarfélagsins.
hefur sú sameining gefist vel.
Nú hefur verið ákveðið, að
félagar í Félagi ungra fram-
sóknarmanna gangi í Fram-
sóknarfélag Akureyrar þannig,
að nú starfa allir félagsbundnir
framsóknarmenn í einu félagi,
jafnt karlar sem konur og yngri
sem eldri. Með þessu ei' komist
hjá flokkun fólks eftir kyni og
aldri og má vænta þess, að
sameinað framsóknarfélag verði
öflugra og samstæðara en þrí-
skipt félag áður. Vænta menn
sér mikils árangurs af þessari
breytingu.
Stjórn Framsóknarfélags Ak-
ureyrar skipa nú: Sigurður Jó-
hannesson formaður, Guðmund
ur Búason ritari og Sólveig
Gunnarsdóttir gjaldkeri. Með-
stjórnendur eru: Baldur Hall-
dórsson og Hákon Hákonarson.
Varamenn í stjorninni eru: Guð
mundur Magnússon, Ingvar
Baldursson og Valur Arnþórs-
son.
Fráfarandi formanni, Svavari
Ottesen, sem ekki gaf kost á sér
til endurkjörs, voru þökkuð vel
unnin störf.
í fulltrúaráð Framsóknar-
félags Akureyrar voru kjörnir
27 fulltrúar og auk þeirra eru
6 sjálfkjörnir. □
Grenivík, 2. febrúar. Hinn 16.
febrúar verða seld á loðskinna-
uppboði í London fjögur þús-
und frosin minkaskinn frá Grá-
vöru h.f. á Grenivík og 650 full-
verkuð minkaskinn. Menn bíða
spenntir eftir fregnum af upp-
boðinu, því mikils er um vert
fyrir framleiðendur að fram-
leiðslan seljist vel.
Á síðasta ári tók írystihúsið
'hér á Grenivík á móti 1890
tonnum fiskjar, sem er 100 tonn
um minna en árið áður. í salt-
fiskverkun fóru 205,5 tonn og í
frystingu fóru 21.500 kassar.
Margt fólk starfar í „skemmti-
iðnaðinum“, en þó eru menn
oft í vandræðum að afla sér
skemmtiefnis á þorrablótum,
árshátíðum og öðrum manna-
mótum. Blaðið liefur verið beð-
ið að vekja athygli á Karli
Stefánssyni, sem á ný skemmtir
með magadansi, ásamt liinni
fríðu dúkku sinni. Hann
skemmti fyrrum í Glaumbæ í
Reykjavík.
í janúar voru stirðar gæftir
til sjósóknar og þó hefur nokk-
uð verið róið en afli frekar rýr,
sérstaklega í netin.
I Fjörðu fóru sjö vaskir menn
á vélsleðum rétt fyrir miðjan
janúar og leituðu kinda í afrétt-
um. Þeir sáu enga kindina og
ekki heldur neinar kindaslóðir.
Vegir eru greiðfærir en svell-
aðir nokkuð, einkum hér í Ut-
hverfi og varð einum bifreiðar-
stjóra hált á svellinu og velti
hann bíl sínum, en án slysa.
Þetta bar við á föstudaginn.
P. A.
Svellðlögin eru viðsjárverð