Dagur - 11.02.1976, Page 2

Dagur - 11.02.1976, Page 2
2 Krisfileg hljómsveif í M Dagana 13.—15. febrúar gefst unglingum á Akureyri tækifæri til að liynnast fimm manna unglingahljómsveit úr Reykja- vík. Það er hljómsveitin Lind og flytur hún einungis tónlist við kristilega texta og er að því leyti frábrugðin flestum öðrum popphljómsveitum unglinga. Reykvíkingarnir vilja með tón- list sinni koma á framfæri boð- skap Jesú Krists. í fylgd með hljómsveitirini verður ungur Reykvíkingur, Friðrik Schram, og mun hann flytja þennan ■V, sama boðskap í stuttum ræðum á milli laga hljómsveitarinnar. Akureyringum gefst kostur á að hlýða á þá félaga í Dynheim- um á föstudagskvöld kl. 11, laugardag kl. 4 og 11 og á sunnu dag kl. 4. — Væntanlega fjöl- menna Akureyringar og hlýða á hinn gamla alvarlega boðskap fluttan á mái og með aðferðum unglinga nútímans. Nokkrir ein staklingar úr kristilegum félög- um á Akureýri standa að heim- sókn ungmennanna. □ Áplar gjalir til Taugðdeildðrinnar Kiwanisklúbbar eru 28 hér á landi og félagar fast að einu þúsundi. Umdæmisstjóri er Ás- geir Guðlaugsson. Landinu er skipt í svæði, fjögur talsins. Norðurlandssvæðið nær frá Siglufirði til Neskaupstaðar og er nefnt Oðinssvæði. Svæðis- stjóri er Júlíus Snorrason. Hinn 26. október 1974 var K- dagurinn svonefndi, og þá söfn- uðu kiwanismenn fé um land allt, en kiwanisfélagsskapurinn er þjónustuhreyfing og starfar í mörgum löndum og velur sér einkum þau verksvið, sem þjóð- félagið gleymir eða gefur ekki ríiikinn gaum. Á laugardaginn kom hálfur þriðji tugur kiwanismanna af Oðinssvæðinu saman til fundar á Hótel KEA á Akureyri og af- hentu þá Brynjólfi Ingvarssyni geðlækni sjónvarpstæki og MAY FAIR VE68F úrva! lita w Sölustaðir BYGGINGAR- VÖRUDEILD KEA KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA VERSL. HAFLIÐA JÓNSSONAR HF. Höfðav. 2, Kúsavík myndsegulband að gjöf til taugadeildarinnar. Sagði læknir inn við það tækifæri, að þessi gjöf væri ómetanleg, bæði til skemmtunar og einnig vegna rannsókna og lækninga. Tækin afhenti Ásgeir Guðlaugsson umdæmisstjóri. Við sama tæki- færi rakti Eyjólfur Sigurðsson starfsemi kiwanisklúbbanna og kynnti þá. Nefnd gjöf er 600 þúsund AHEIT OG GJAFIR TIL STÆRRA ÁRSKÓGSKIRKJU 1975 Frá cnefndum hjónum 10.000 Sveinbjörn Jóhannsson 1.000 Sigríður Ólafsdóttir 2.000 Baldvina Guðlaugsdóttir 3.C00 Björgvin Kjartansson 2.000 * Þórhildur Frímannsdóttir 2.000 Helga Jensdóttir 1.500 Björn Kjartansson 1.500 Frá ónefndum gefendum 7.000 Minningargjög um Guð- rúnu Einarsdóttur frá vinkonu 5.000 Minningargjöf um Elísa- betu Jóhannsdóttur frá börnum hennar 20.000 Frá Jóhönnu Frey- steinsdóttur 1.000 Einnig gefinn íslenski fáninn af ekkju og börnum Baldvins Jó- hannessonar. Kærar þakkir frá sóknar- nefnd. króna virði, en hinn hluti þess fjár, sem safnaðist 26. október 1974, rennur til Kleppsspítala og er honum varið til að koma upp vinnuaðstöðu fyrir Sjúka. En alls nam söfnunarféð 2,6 millj. kr. Myndin er af geðlækninum Brynjólfi Ingvarssyni og starfs- fólki á taugadeildhmi. □ Fylgjssl með Félagið Junior Chamber á Akur eyri hefur nú um skeið fylgst með störfum bæjarstjórnar Akureyrar. Hefur tilgangurinn verið sá að kynnast störfum og háttum bæjarstjórnarinnar, og ræða mál sem þar eru til umræðu á fundum okkar. Hefur tiltæki þetta mælst vel fyrir í okkar félagi, og ekki erum við grun- lausir um að bæjarstjórnarfull- trúum finnist einnig gott til þess að vita að störfum þeirra sé veitt athygli, því oft hefur viljað brenna við að menn gagn rýni störf bæjarstjórnar og þá oft af vanþekkingu. Við félagar í JCA viljum hvetja sem flesta bæjarbúa til að sækja bæjarstjórnarfundi og kynnast af eigin raun þeim fjöl- mörgu þáttum bæjarmála sem þar eru til umræðu, jafnvel þótt ekki séu bæjarstjórnarkosning- ar í nánd. Við viljum einnig benda við- komandi á að ekki eru aðstæð- ur sem bestar fyrir þá sem fylgjast vilja með fundum bæj- arstjórnar, og yrði gott að úr yrði bætt ekki síst þar sem við JCA félagar höfum í hyggju að halda áfram að sækja þessa fundi, og er vonandi að fleiri fylgi í kjölfarið. Junior Chamber, Akureyri. únaðarins Rjóminn fluttur suður. Um síðastliðin mánaðamót voru til í landinu 496 tonn af smjöri. Birgðir höfðu aukist um 100 tonn frá því í júlí. Smjörneysl- an er um 110—120 tonn á mán- uði. Vetrarmánuði er lítil smjör . framleiðsla, varla meiri en 50 tonn á mánuði. Þar sem gert er ráð fyrir að flytja verulegt magn af rjóma frá Norðurlandi, þá mun smjör- framleiðsla dragast saman þar. Til að fyrirbyggja skort á smjöri verður dregið úr fram- leiðslu feitra osta nú í vetur. Nokkuð hefur verið flutt út af östum á undanförnum mánuð- um, en sá útflutningur mun verða í algjöru Iágmarki í vet- ur. Aðallega er það óðalsostur, en nokkur eftirspurn er á hon- um í' Bandaríkjunum og Sví- þjóð. í vetur mun verða skipulögð osta-kynning á vegum Osta- og smjörsölunnar, þar mun verða MINNINGARGJÖF Þór Vilhjálmsson fyrrv. bóndi og safnaðarfulltrúi á Bakka í Svarfaðardal andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. des. sl. og var jarðsettur að Tjörn 13. sama mánaðar og fylgdi honum mikill fjöldi sveit- unga og vina til grafar. Að lokinni jarðsetningu hans komu til mín nokkur systkina- börn hans og afhentu mér gjöf að upphæð kr. 25.000 til minn- ingar um Þór, og skyldi gjöf þessi ganga til Tjarnarkirkju. Gefendur eru 25 systkinaböm . Þórs. Það er ósk gefanda að giöfinni sé varið til kaupa á ein- hverjum hlut, sem kirkjan þarfnast. Gjöf þessa hefi ég afhent sóknarnefndinni. . Um leið og ég þakka gefend- um þessarar minningargjafar fyrir hina rausnarlegu gjöf og þann vináttuhug í garð kirkj- unnar sem hún ber vott um, hefur sóknarnefndin beðið mig að geta annarra gjafa, sem kirkjunni hafa borist á árinu, en þær eru þessar: Krónur 1. Gestur Vilhjálmsson og frú, Bakkagerðum 6.000 2. Karl Jónsson frá Syðri-Grund 10.000 3. Stefán Björnsson og frú, fyrrum á Grund 1.000 4. Anna Jóhannsdóttir, Syðra-Garðshorni 2.000 5. Svava Goúskesen 1.500 Um síðustu gjöfina er það að segja að gefandinn er systur- dóttir Þórs á Bakka og var einnig með í áðurnefndri minn- ingargjöf. Allar þessar gjafir vil ég þakka af alhug f. h. mína, sóknarnefndar og safnaðar. Bestu þakkir. Stefán Snævárr. farið í stærri verslanir og höfð sýniskennsla, ennfremur í versl un Osta- og smjörsölunnar við Snorrabraut. Hanna Guttorms- dóttir, húsmæðrakennari, ann- ast þessa kynningu. Aukin afköst og bætt meðferð. Hjá Sláturfélagi Suðurland á Selfossi var tekin upp bónus- greiðsla til allra er starfa að sauðfjárslátrun. Þetta hefur gefist mjög vel, afköst hafa aukist og meðferð á kjöti og gærum batnað. Metnir eru gallar sem fram koma við fláningu, bæði á kjöti og gærum. Fyrsta sláturdaginn voru um 30% af gærunum gall- aðar og um 20% af skrokkun- um, samanlagt var tíðni galla um 50%. Á öðrum degi slátr- unar hafði gallatíðni lækkað niður í 29%. Stöðugt hafa þeir bætt sig, sem vinna að fláningu, þann 10. okt. var gallatíðnin að- eins 3,9%. Ef samanlagðir gall- ar á gærum og kjöti eru yfir 20%, þá fellur bónusgreiðslan niður til þeirra sem starfa á fláningskeðjunni, en það skeði aðeins fyrstu tvo daga eftir að slátrun hófst. Útflutningur á dilkakjöti. Gert er ráð fyrir að af fram- leiðslu þessa árs af dilkakjöti mun verða flutt út um 4000 tonn. Þegar hafa verið flutt út til Noregs 1000 tonn og til Fær- eyja 200 tonn um miðjan okt. Norðmenn munu sennilega kaupa af okkur 2000—2500 tonn, þar fæst einnig besta verðið íjrriír kjötið. Mun hærra verð er greitt fyrir íslenska dilkakjötið en kjöt sem þeir hafa keypt frá Nýja-Sjálandi, á smásöluverði munar um 75 kr. ísl. á kg. Ekki er vitað um endanlegt verð fyrir ísl. kjötið í Noregi, en það er reiknað með nokkurri hækkun fró í fyrra, en þá feng- ust um kr. 270 fyrir kg en síðan fékkst uppbót á þetta verð. Talið er nú, að niðurgreiðslur á dilkakjöti í Noregi munu lækka um 60 kr. á kg þannig, að íslenskir framleiðendur koma til með að njóta góðs af þeirri lækkun. í dag fá norskir bændur um 500 kr. ísl. fyrir 1 kg af dilkakjöti. Svíar hafa ákveðið að kaupa 650 tonn af dilkakjöti héðan, það verður flutt út í íebrúar. Danir og Færeyingar munu kaupa afganginn að mestu. Á undanförnum árum hefur útflutningur sjaldan verið meiri en 3000 tonn, mestur varð útflutningur fyrir 6 árum, þá 5800 tonn, stærsti hlutinn fór þá á breska markaðinn. (Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins). Ör Nafo? (Framhald af blaðsíðu 1) breta og v.-þjóðverja skipta þessar veiðar ekki nema sem svarar málsverði. Þó er sendur liluti af þessum her, sem átti að vernda okkur, tis að ræna okk- ur lífsbjörginni. Herinn í lier- stöðinni á Miðnesheiði situr aðgerðarlaus eins og honum komi þetta ekki við. Bandalags- þjóðir okkar hafast lítið að, a. m. k. sjást þess ekki merki. Breskum togurum fjölgar stöð- ugt á miðunum og gerast jafn- vel svo lítilfjörlegir að veiða ó alfriðuðum svæðum. Bresk her- skip og hjálparskip gera ítrek- aðar tilraunir til að sigla varð- skip okkar í kaf. Nú á að kúga okkur. Hvcrs konar bandalag er þetta, sem við erum í? Er okkur sæmandi að vera í því lengur, er lætur það afskiptalaust að ein stærsta bandalagsþjóðin leiki okkur þannig? Hvers get- um við vænst af öðrum þegar bandamenn okkar reynast þannig? Krafa okkar hlýtur að vera: Bresk herskip burtu af miðun- um eða við segjum okkur nú þegar úr NATO. Frjálsri þjóð er ekki annað sæmandi. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.