Dagur - 21.04.1976, Blaðsíða 1

Dagur - 21.04.1976, Blaðsíða 1
’GURSV"=-=»' aU3° Uönguhl>5_____-gWsS31 LIX. árg. Akureyri, miðvikudaginn 21. apríl 1976 — 17. tölublað FILMUhúsið akureyri Iðnskólinn á Sauðár- króki þrjátíu ára Sauðárkróki, 21. apríl. Á annan dag páska brá til hlýrrar sunn- anáttar og er nú blítt veður. Sauðburður hefst almennt úr mánaðamótum og verður alls staðar byrjaður um 10. maí. Iðnskóli Sauðárki'óks er þrjá- Árni S. Jóhannsson kaupfélags- stjóri á Blönduósi sagði blaðinu svo frá á þriðjudaginn, að fyrir páskana hefði jarðborinn, sem leitar að heitu vatni á Reykjum við Reykjabraut fyrir Blöndu- óshrepp og að nokkru fyrir Torfalækjarhrepp, verið kominn í 1160 metra dýpt. Af 70 gráðu heitu vatni voru þá komnir um 20 sekúndulítrar, og er það tæp- lega nægilegt fyrir hitaveitu á Blönduósi og borun verður fram haldið. Áður hafði verið gert ráð fyrir því á þessum stað, að heita vatnið lægi neðar. Húnavakan stendur yfir og er mjög vel sótt að vanda. □ FRA LÖGREGLUNNI tíu ára um þessar mundir. Hinn 30. apríl verður honum slitið í 30. sinn. Aðal hvatamaður að stofnun skólans var séra Helgi Konráðsson þáverandi sóknar- prestur Sauðárkróks og var hann skólastjóri fyrstu 4 árin. Friðgeir Margeirsson stjórnaði skólanum næstu 13 árin og nú- verandi skólastjóri er Jóhann Guðjónsson og hefur hann stjórnað skólanum frá 1964. Vitað er, að allmargir eldri nem endur ætla að heimsækja og heiðra sinn gamla skóla á af- mælinu og rifja upp endur- minningar frá skólaárunum. Þeir eru allir velkomnir. Aflinn hefur verið heldur tregai'i um tíma, en atvinna er mikil og góð. Grásleppuveiðin stendur yfir. Útgerðarfélagið er að flytja inn í sitt 400 fermetra stál- grindahús, sem er hið myndar- legasta. Þar verða skrifstofur, netageymsla og varahluta- geymsla. Um páskana var mikið um útreiðartúra, enda veður til þess. G. Ó. Výr eikarbátur frá Yör á Ak. Nýr eikrabátur, allt að 30 tonn á stærð, fór í reynsluför á innan verðum Eyjafirði á miðvikudag inn. Ganghraði hans er 10,5—11 mílur. Báturinn er smíðaður í Skipasmíðastöðinni Vör h.f., Os- eyri 16 á Akureyri, heitir Hrönn ÞH 275, eign Þorgeirs Hjalta- sonar á Raufarhöfn, og farinn á grásleppuveiðar. Hrönn er sjöundi bátur stöðv- arinnar og eru þeir allir af svip aðri stærð og reynast vel. Átt- undi báturinn er í smíðum, verður tilbúinn í haust og er þegar seldur. í Vör vinna ellefu manns. Framkvæmdastjóri er Hallgrím ui' Skaftason. Ljósmyndina tók E. D. □ Stérframkvæmdir eru á Dalvík A AKUREYRI Samkvæmt umsögn yfirlögreglu þjónsins á Akureyri, bar fátt til tíðinda yfir þessa löngu helgi. Mjög mikil umferð var í Hlíðar- fjall vegna skíðalandsmótsins, en án óhappa. En hins vegar voru tíu menn teknir fyrir meinta ölvun við akstur, bæði á Akureyri og annars staðar í umdæminu í síðustu viku og fram yfir þessa helgi, og er það óvenjulega mikið. □ Stelkurinn sást á Leirunum við Akureyri á skírdag og lóuhópur ofan við Lögmannshlíð á þriðju daginn og anUan páskadag í Fnjóskadal. Áður vovu gæsir kpmnar og svanir og svo tjald- urinn. □ Haraldlir jónsson Haraldur Jónsson frá Einars- stöðum í Reykjadal, bóndi á Jaðri í sömu sveit, var til mold- ar borinn 21. apríl. Ilann varð' bráðkvaddur að lieimili sínu 11. aprí!, 64 ára. HaraWur var með vöskustu mönnum og fjölfaæfur íþrótta- niaður, og hann var drengur góður. Efíírlifandi kona lians er Mál fríður Sigurðaidóttir og eru börn þeirra sjö. □ Dalvík, 20. apríl. Búið er að bjóða út hluta af þeirri bygg- ingu, sém verður dvalarheimili aldraðra dvalvíkinga og svarf- dælinga. Á þessi fyrsti áfangi byggingar að vei'ða fok'heldur fyrir 15. desember. Annar áfangi verður svo boðinn út á næsta ári og á hann að verða fokheld- ur á sama tíma árs 1977. Verður eftir það unnið að innréttingum og öði'u. Dvalarheimili þettta á Laugardaginn 17. apríl kvikn- aði í ruslatunnu og síðan timbur skúr, áföstum húsinu Hafnar- stræti 94, Akureyri (Hamborg). Aðalstehm Jósefsson bóksali varð eldsins fyrstur var og að rúma 40 vistmenn og verða um að ræða einstaklingsher- bei'gi og íbúðir. Fólk á að geta fengið þá þjónustu, sem það þarf, en á einnig að geta séð um sig sjálft, ef það hentar betur. Framkvæmd þessi er á vegum Dalvíkurkaupstaðar og Svarf- aðardalshrepps, því ríkið kippti frá síðustu áramótum að sér hendinni með framlög til slíkra bygginga. Byggingin á að rísa gerði slökkviliðinu aðvart og var þá klukkan 16,33. Eldurinn komst inn í vegg hússins en slökkviliðinu tókst að komast fyrir hann í tæka tíð og urðu ekki stórfelldar skemmdir. Hús skammt frá heilsugæslustöðinni, sem byrjað er á, eða á svoköll- uðu Kaupfélagstúni, ekki langt frá kirkjunni, og er þetta á góð- um stað, við miðbæinn. Sem fyrr segir, var byrjað á heilsugæslustöð fyrir læknis- héraðið. Það nær yfir Dalvík, Svarfaðardal, Árskógsströnd og Hrísey. Og þá er þess að geta, að stjórnsýslumiðstöð er í bygg- ingu og var komin ofurlítið þetta er múrhúðað timburhús. Svo virðist, sem hér hafi ver- ið um íkveikju að ræða og atburðir af þessu tagi hafa verið ískyggilega margir í miðbænum og þar eru mörg timburhús. □ áleiðis á síðasta sumri. Áfram verður haldið við hana. Aðrar byggingaframkvæmdir á Dalvík í sumar sýnast munu verða verulegar, samkvæmt úthlutun lóða. V. B. Akureyrartogarar Kaldbakur landaði 12. apríl 133 tonnum. Skiptaverð 6.7 millj. kr. Svalbakur landaði 19. apríl 166 tonnum. Skiptaverð 6.8 millj. kr. Harðbakur landaði 5. apríl 143 tonnum. Skiptaverð 8.1 millj. kr. Sléttbakur landaði 8. api'íl 156 tonnum. Skiptaverð 8.3 millj. kr. Sólbakur landaði 14. apríl 138 tonnum. Skiptaverð 5.3 millj. kr. Á laugardagnin og svo aftur á þriðjudaginn var 18.000 köss- um af freðíiski lestað í skip til útflutnings, bæði á Bandaríkja- markað og Sovétmarkað. □ Tvær málverkasýningar voru um síðustu páskahátíð, önnur í Iðnskólanum á Akureyri en hin í Hlíðarbæ. Að sýningunni í Hlíðarbæ stóðu ellefu málarar og var hún vel sótt og þótti takast vel. Henni lauk á þriðju- dpgskvöld. Á hinni sýningunni sýndi Gísli Guðmann sín verk, og lýkur henni að kveldi fyrsta sumardags. Hún hefur verið vel sótt og sextán verkanna höfðu selst að kveldi annars páska- dags. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.