Dagur - 19.05.1976, Page 1

Dagur - 19.05.1976, Page 1
Ási í Vatnsdal, 17. maí. Veðrið er skárra síðustu tvo dagana, en það er enginn gróður fyrir neinar aikepnur ennþá. Sauð- burður er yfirleitt byrjaður og gengur sæmilega, en féð er á fullri gjöf og við höfum meira að segja gefið hestum öðru hverju fram undir þetta. í fyrri nótt snjóaði en rigndi í nótt. Veturinn var mönnum heldur leiðinlegur og suma bændur vantaði hey og var flutt hey til vestursýslunnar í nokkru mæli. Einkum var það Gestur bóndi á Kornsá, sem seldi hey. Vegir eru að verða góðir, en á tímabili voru þeir hinir verstu. Klaki var aldrei mikill og mun víðast farinn. Hafin er silungsveiði, enda hefst sú veiði 1. apríl, en um afla veit ég ekki. G. J. Samkvæmt viðtali við Svein- berg Laxdal, er byrjað að setja niður kartöflur á Svalbarðs- sti'önd. Mun kartöfluræktin aukast þar í ár og nú verða þeir fleiri, sem kartöflui- rækta en áður. Mest er sett niður af gullauga og rauðum íslenskum. Sauðburður er langt kominn og frjósemi mikil og mUnu 70— 90% ánna fæða tvö lömb og þrílembur eru heldur ekkert einsdæmi. Grímur á Þórisstöð- fFramhald á blaðsíðu 4) Gefa fii Landhelgisgæslunnar Mývatnssvcit, 18. maí. Á fundi starfsmanna Kisiliðjunnar frá 17. maí, var eftirfarandi sam- þykkt samhljóða: FRÁ LÖGREGLUNNI Á AIÍUREYRI Síðan lögreglufréttir birtust hér síðast, hefur verið fremur rólegt hjá lögreglunni. Það helsta er, að harður bifreiðaárekstur varð í Glæsibæjarhreppi og slösuð- ust tveir menn og ein kona, þó ekki lífshættulega. Hér var um ölvunarslys að ræða. Þá var maður einn tekinn ölvaður við akstur dráttarvélar, telpa hjól- aði á kyrrstæðan bíl og nokkrir menn voru teknir fyrir of hrað- an akstur, en lögreglan hefur góð taeki til að fylgjast með aksturshraðanum. □ Starfsmenn Kísiliðjunnar h.f. við Mývatn lýsa óánægju sinni yfir viðbrögðum íslenskra stjórn valda í landhelgisdeilunni. Því til áherslu samþykkja allir starfsmenn, að leggja ein dag- laun til hliðar og senda fjár- hæðina til eflingar landhelgis- gæslunni. Starfsmennirnir von- ast til þess, að fleiri starfshópar fylgi þessu fordæmi, þannig, að vanbúnaður Landhelgisgæsl- unnar verði ekki átylla til nauð ungarsamninga við breta. Sjald- an hefur þörf íslendinga til slíks verið meiri en nú. Starfsmenn Kísiliðjunnar skora því á alla íslendinga, að leggja sitt af mörkum til þess að fullur sigur náist í landhelgismálinu. Þess má til viðbótar geta, að um 70 manns starfa hjá Kísil- iðjunni og mun dagkaupið vera hátt á þriðja hundrað þúsund krónur. J. I. Akureyrardeild Rauða lcross íslands hefur nú, fest kaup á húsinu Skólastíg , Akureyri, til að hefja rekstur sjúkrahótels með sama sniði og í Reykjavík. Þar munu geta dvalizt sjúkling- ar, sem hvorki þurfa stöðuga læknishjálp né hjúkrun, en eru í rannsóknum eða eftirmeðferð á. F.S.A. Það er fyrir beiðni stjórnar F.S.A., sem við reynum þennan rekstur, en á sjúlcra- húsinu eru mikil plássvandræði og viðbyggingarframkvæmdum þar miðar svo hægt, að veruleg fjölgun sjúkrarúma verður ekki á næstu árum. Því mun sjúkra- hótel bæta úr mestu vandræð- unum. Utanbæjarmönnum mun nýtast mest rekstur sjúkra- hótels, þó að það stytti einnig biðtíma Akureyringa. Fólk sem dvelst á sjúkrahótelinu þarf sjálft ekkert að greiða fyrir dvölina, því að daggjöld sjúkra- Dagur kemur næst út tniðvikudaginn 26. maí. samlaga eiga að standa undir rekstrinum, en þau munu verða um 2.000 meðan daggjöld til F.S.A. eru 12.800. Fjárráð Akureyrardeildar eru mjög lítil og við hefðum eklci þorað að leggja út í þetta verk- efni, nema vegna þess að stjórn R.K.Í. hefur mjög eindregið hvatt til þess, vegna góðrar reynslu af relcstri sjúkrahótels R.K.Í. í Reykjavík og lofað að stvrkja okkur með 3ja milljón króna framlagi á þessu ári. Skólastígur 5 kostar 12 milljónir Gæsluvellirnir Smábarnagæsluvellirnir eru nú allir opnir 5 daga vikunnar frá kl. 9—12 og 14—-17. Þeir eru við Hafnarstræti, Skógarlund, Norð urbyggð, Helgamagrastræti, Löngumýri, Lönguhlíð, Þver- holt og Reynivelli. Vellirnir eru ætlaðir börnum á aldrinum 2—6 ára og eru for- eldrar beðnir að hafa sem mest samband við gæslukonur um dvöl barnanna þar. (Fréttatilkynning) Ilér er auðvelt, með stærsta krana bæjarins, að Iyfta trébitunum á þak nýs útibús KEA, sem taka á til starfa á þessu ári. (Ljósm.: E. D.) TénEisfarskóli sfofnaður á Raufarhöfn Hóli við Raufarhöfn, 17. maí. Ágætis tíð var eftir páslcana og þá fóru að sjást hagi, en kulda- kast eyðilagði þann gróður á þurrlendi en mýrarnar sluppu. Nú er ágætt veður og gróðurinn er kominn á stað á ný. Lömb leika sér hér á túninu, þvi sauð- burður er byrjaður, víðast þó skammt kominn enn. Sjómenn segja mér, að grá- sleppuveiðin sé álíka mikil og á síðasta vori, en sóknin er miklu meiri nú. Sjómenn segja einnig, að hægt væri að ná sama afla með helmingi færri netum, en samtökin vantar. Hér hefur staðið í deilum milli veiðifélaganna, sem eru tvö: Veiðifélags Ormarsár og króna. Auk þess þurfum við að kaupa alla innanstokksmuni, eldhúsáhöld, leirtau, rúmföt og sængurfatnað. Þetta bréf sendum við sveitar stjórnum, bæjarstjórnum og stærri fyrirtækjum á því svæði sem F.S.A. þjónar og biðjum um fjárframlög til þessa verk- efnis. Það er áríðandi að fram- lög berist sem fyrst svo að unnt reynist að hefja rekstur sjúkra- hótels á Akureyri fyrir 8—10 manns strar í haust. Framlög má greiða inn á gíró reikning Akureyrardeildar R.K.Í. nr. 90231 eða sparisjóðs- reikning deildarinnar nr. 112621 í Akureyrarútibúi Landsbanka íslands, til Halldórs Halldórs- sonar læknis eða Guðmundar Blöndal. Fyrir þá sem það varðar slcal á það bent, að fjárframlög til Akureyrardeildar R.K.Í. eru frá dráttai'bær til skatts. Áætlað starfslið sjúkrahótels- ins gæti verið barnlaus hjón eða konur. Þeir, sem áhuga hafa geta snúið til til Halldórs Hall- dórssonar eða Guðmundar Blöndal. (Fréttatilkynning) Veiðifélags Deillarár á Sléttu, við leigutaka ánna, Svavar nokkurn Kris.tjánsson. Þeim deilum er nú lokið með því að Svavar hefur tapað báðum samningunum. Hann var áður búinn að missa Ormarsána. Búið er að semja við akureyr- inga um Ormarsá og hefur verið hið ágætasta samstarf við þá. Nýr samningur hefur verið gerð ur um Deildará við Guðjón Styrkársson, Reykjavík, og í þeim samningi eru meðal ann- ars ákvæði um vegagerð við ána. En gert er ráð fyrir 90 stangveiðidögum yfir sumarið og fyrir það er greidd hálf milljón, en sú leiga getur hækk- að ef leyft verður eða talið skyn samlegt að fjölga veiðidögum, en sú fjölgun er á valdi veiði- málanefndar. Samningurinn er vísitölubundinn. En þá^snúum við okkur frá efnishyggjunni til andlegu hlið- arinnar. Við höfum hér ágæt prestshjón, séra Kristján Val og konu hans, Margréti Bóasdótt- ur, en það er hún sem hefur haldið uppi fjörugu tónlistarlífi á Raufarhöfn og í nágrenni í vetur, Troðið var upp í félags- heimilinu Hnitbjörgum 2. maí og spreyttu sig á að flytja það sem æft hafði verið hjá kór Rafarhafnarkirkju. Sungin voru 15 lög og ór úr'barnaskólanum Sauðárkrólci, 18. maí. Vorið hef ur verið heldur kalt og gróður er lítill sem enginn ennþá. En um helgina hlýnaði. Sauðburður er á sumum bæjum langt kom- inn, en annars staðar skemmra og hefur gengið allvel. Mjög mikið er um tvílembinga og eru 70—80% ánna nú tvílemb- ur. Þá eru þrílembdar ær ekkert sjaldgæfar, allt upp í níu ær á einum bæ. En á mörgum bæj- um færri, þriár og upp í sex. Aflinn hefur verið fremur lítill hjá togskipunum að undan söng 5 lög og fjórir léku á blokkflautu. Aðsókn var góð, svo og undirtektir. Nú er afráðið, að stofna tón- listarskóla á Raufarhöfn næsta vetur og hafa þegar borist um 40 umsóknir, en ennþá eru þessi mál öll í undirbúningi. Nú, þann 22. maí, ætlar ungt fólk að efna til tónleika á Rauf- arhöfn. Karl og kona, nýútskrif- uð úr Tónlistarskóla Reykja- víkur, Hrefna Unnur Eggerts- dóttir píanóleikari og Kjartan Óskarsson klarinettleikari, og svo syngur Margrét Bóasdóttir. Þ. S. SNÆFELL LANDAÐI 100 TONNUM Hrísey, 17. maí. Með lítils háttar ágiskun munu hríseyingar vera búnir að salta í 250 tunnur af grásleppuhrognum. Þorskafli er enginn utan það sem Snæfell færir okkur af fiski. Á föstu- daginn landaði það og á mánu- daginn einnig, samtals rúm 100 tonn í vikunni. Mikið er af rjúpunni í vor og hefur hún haldið sig meira í þorpinu en hennar vandi er. Kvenfuglinn er að skipta um lit og er flekkóttur en karlfuglinn hvítur ennþá. Varp hennar verð ur eflaust mikið í sumar. S. F. förnu og því ekki alveg stöðug vinna í hraðírystihúsunum. Drangey landaði í síðustu viku 130 tonnum, Tveir þriðju aflans var vann karfi. Fimm jarðir hafa verið seldar í héraðinu og fjórar þeirra hafa ungir bændur keypt. í Lýtings- staðahreppi voru þessar seldar: Stekkjarholt, nýbýli frá Sveins- stöðum, Hof í Vesturdal og Héraðsdalur. Ennfremur Fell í Sléttuhlíð og Hvalnes á Skaga. G. Ó. FIMM JARÐIR SELDAR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.