Dagur


Dagur - 22.10.1976, Qupperneq 7

Dagur - 22.10.1976, Qupperneq 7
7 Dráttarvélar I. H. B 614 65 hesíafla með ámoksturstækjum og húsi og I. H. D. 217 með sláttuvél. Þröstur Jónasson, Sílalæk, Aðaldal, sími um Húsavík. Fallegar naglamyndir til sölu. Tilvaldar til jólagjafa. Uppl. í Grundargerði 6 j, sími 2-26-63. 10 KÝR til sölu. Jón Snæhjörnsson, Grund. Húsnæði Fullorðin kona óskar eftir íbiið til leigu. Get- ur tekið að sér barna- gæslu og heimilisstörf. Uppl. í síma 2-24-03 efíir kl. 14.. Einstæð móðir með 4ra ára dreng óskar eftir 2ja —3ja lierbergja íbúð. Reglusemi og góðri um- gengni lieiíið. Til greina kæmi að liugsa um eldri mann eða "köriu 'gegn'. hústjaeði, , , Uppl. í síriia 2-22-72 v og (91)2-56-53. Vil kaupa notað kven- reiðhjól og karlmanns- reiðhjól. Uppl. í síma 2-11-76. iSalai Fyrstu verðlauna 3ja vetra hrútur til sölu. Rósa Helgadóttir, Völlum, Svarfaðardal. Hinn 17. febrúar 1929, snemma morguns, er bankað á gluggann hjá okkur í Merki. Fóstri minn, Jón Gíslason, leit út. Þetta var formaður okkar, Magnús í Móa- koti, sem býður góðan dag og segir, að hann sé hægur. Við fórum að klæða okkur, fengum okkur kaffi og bita og héldum svo niður eftir þar sem bátur- inn var. Báturinn Von GK 31 var nú ekkert stærðar skip, heldur opinn 3y2 tonna bátur með 5—6 ha. FM vél, mjög gangtregur en fínn sjóbátur. í þessum róðri voru: Formaður inn, Magnús í Móakoti, eins og fyrr segir, og auk hans feðg- arnir frá Löndum, Vilmundur og Árni, fóstri minn, Jón í Merki og ég, sem þetta rita. Veður var mjög gott, norðan andvari og sjór svo kyrr sem best getur orðið. Við röðuðum okkur kringum bátinn. Formað- urinn setur negluna í, stekkur síðan ofan, signir sig og segir: Nú leggjum við hendur á í Jesú nafni. Síðan er bátnum hrynt á flot, bjóðin látin upp í, sem voru 4, ca. 2000 krókar. Vélin var nú sett í gang og keyrt rétt út fyrir. Þá tóku allir ofan og lásu sjóferðarbæn. Þetta var áður en allt traust var sett á tæknina. Nú höldum við út sem leið liggur og ekki sér fyrir neina boða því sjór er svo lágdauður. Þegar út á mið- in kom var línan lögð sem ekki tók nú langan tíma, en fljótlega fór að draga í öldu sem ágerðist Gjafir fil E.H.A. Elliheimili Akureyrar hafa ný- lega borizt éftirtaldar gjafir: Frá hjónunum Svanfríði StefánsdóttUr og Sigurði Stef- ánssyni, Aðalstræti 17, kr. 100.000 til minningar um látna ættingja þeirra. Frá Sjálfstæðiskvennafélag- inu „Vörn“ á Akureyri kr. 10.000 í handavinnusjóð E.H.A. Frá Ingibjörgu Ólafsdóttur, Steindyrum, Hrísey, kr. 80.000. Loks gáfu börnin Þórlaug Einarsdóttir og Jón Einarsson, en þau eru systkini, kr. 1.750, sem var ágóði af hlutaveltu, er þau héldu. Öllum þessum gefendum fær- ir stjórn E.H.A. innilegustu þakkir fyrir hlýhug síðan heim- ilinu og starfinu þar. (Fréttatilkynning) Jón Sigurðsson F. 25. marz 1960 D. 21. september 1976 Hinsta kveðja frá ömrnu og afa Óræð mun ævi gátan, örlög manns lokuð bók, líf vort í Herrans hentli, hans,er enn gaf og tók. Hann einn er hæii og styrkur, hjálpar í sorg og þraut, mest þó, er mannlífs raunir mæta á jarðar braut. Bros hinna björtu daga ber oss að þakka hér, bernsku og æsku árin, ást hans, sem kvaddur er. Ungur hann var að árum, átti þó styrk og ró, sígiaður, sár þó bæri, sigur hið innra bjó. Lítum vér liðnar stundir, laufgaða ættargrein, vongleði jafnan vakti, vermdist, er sólin skein. Bar með sér angan blóma, bernskunnar hreinu trú. Bæði við, ainma og afi, ástar hans söknum nú. Fjarlægur heimahögum hugprúður sjúkur lá, lieimkoniinn heitu tárin lirundu á kalda brá. Fölvi hausts færðist yfir, feildi lauf svarfdælsk jörð, brosti við barni sínu byggðin við Eyjafjörð. J. S. ÞÖKK OG KVEÐJA FRÁ DÍDÐU Þig nú kveð ég hér í hinsta sinn hrygg og tregaslegin, frændi minn. Ljúf fyrir kynni þúsundfalda þökk á þagnarmáli tjáir lund mín klökk. Hinst og fyrst þú hjartakær mér varst, heita gleði og yndi til mín barst. Hugumþekku, björtu brosin þín birtu og varma færðu æ til mín. Mcð ást og virðing mun ég minnast þín. — Mild og fögur er sú hugarsýn: að eiga hvar um ævi sem ég geng endurminninguna um góðan dreng. H. Z. fljótt. Við fórum að draga eftir tæpan klukkutíma og gekk það vel. Fiskur er tregur, mig minn- ir tæplega í rúm, þá var miðað við rúmin í bátunum. Nú var aldan orðin það há að hún var farin að taka úr hæstu fjöll og sjáanlega foráttu brim komið við land, Samt er dólað í átt til lands og þegar við vor- um komnir inn á heiði, þ. e. þegar Skálafellið jaðrar við Staðarbergið, töldum við helst ekki farandi grynnra. Aldan var af suðaustri og því mestar líkur til lendingar í Járngerðar- staðarhverfi. Við héldum í átt þangað en sáum von bráðar fimm báta á leið vestur, sem reyndust vera frá Þórkötlustöð um á leið í Hafnir og slógust við í fylgd með þeim. Það hélst alltaf sama blíðan og þegar fyr- ir Reykjanes kom var sjórinn sem heiðartjörn, því við röstina skipti alveg um. Nú víkur sögunni heim í byggðarlagið. Fólk hafði grun um að þessir bátar hefðu farið vestur fyrir, var því hringt í Hafnir og beðið um að farið yrði á móti þeim ef einhverjir yrðu bensínlausir á leiðinni. Það stóð heldur ekki á þeim nöfnunum, Magnúsi Ketilssyni og Magnúsi í Traðhúsum, að fara til móts við okkur. Við drógumst fljótlega aftur úr, þar sem ver gekk hjá okkur en hinum, en þeim virtist liggja svo mikið á, að við urðum auka atriði, sem ekkert gerði til því tími var nægur. Þeir nafnar mættu okkur svo út af Hafnar- bergi .sunnarlega og láta pkkur háfa sinri. spottan hvor. og fór arum þá að skerpast gangurinn. Fylgdu þeir okkur inn að Kal- manstjöm þar sem við lentum. Hinir bátarnir fóru inn í Ósa. Nú var það alltaf svo ef maður kom í Hafnirnar að fólkið vildi allt fyrir okkur gera og eins varð í þetta sinn. Þeir settu með okkur bátinn og tóku afl- ann til hirðingar og gerðu úr honum vöru á sínum tíma. Auð vitað vorum við þar svo um nóttina og leið vel. Daginn eftir fórum við gang- andi heim, þar sem þá leit út fyrir frátök, sem urðu víst í heila viku. Svo kom að því að farið var til að ná í bátinn sem reyndist illa til hafður eftir ill- veður sem búin voru að vera og gekk því seint að komast af stað, farið að halla degi og kom- ið kul af austri. Þegar við kom- umst á flot voru hinir að fara (fyrir) suður um. Við settum upp segl til að auka ganginn því kominn var vaxandi vindur. Þetta gekk suður að Skarfa- setri, þá sjáum við þá síðustu sem á undan eru, komið rok og dimma og óveður framundan, svo við snérum aftur inn að Kalmanstjörn og urðum þar næstu nótt, og fórum svo gang- andi heim. Leið langur tími þar til loks að við fengum veður til að ná í bátinn og höfðum ekk- ert misst miðað við hina sem með hæpnari fyrirhyggju þvældust heim um kvöldið með suma bátana ekki sjófæra eftir áreynsluna og kostuðu mikið til viðgerða á þeim. Lýkur hér frásögn af þessum sögufræga róðri. ;.; . —1------ S. J. Ályktanir Fjórðungsþings Breyttar reglur Jöfnunarsjóðs. Fjórðungsþing Norðlendinga leggur áherslu á, að hraðað verði endurskoðun á úthlutnar- reglum Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga. Minnir þingið á að leggja beri aukna áherslu á að nota fjárframlög Jöfnunarsjóðs til að jafna aðstöðu sveitarfélaga. Innheimtu sjúkratrygginga- gjalda mótmælt. Fj órðungsþing Norðlendinga mótmælir ákvörðun Alþingis um að skylda sveitarfélög til að innheimta sjúkrasjóðsgjald. Tel ur þingið, að ríkinu beri að nota sínar eigin innheimtustofnanir til að innheimta gjöld til sjúkra- trygginga. Álagning gatnagerðargjalda. F j órðungsþing Norðlendinga skorar á alþingismenn úr Norð- urlandi að beita sér fyrir breyt- ingu á lögum um gatnagerðar- gjöld, sem hiemili að leggja gatnagerðargjöld á fasteignir, við götur er lagðar voru bundnu slitlagi, áður en lögin um gatna- gerðargjöld tóku gildi. Verndun fiskimiða og fiskistofna. Fjórðungsþingið lýsir fylgi sínu við nauðsynlegar ráðstaf- anir til verndunar fiskimiðum og fiskistofnum, í því augnamiði að treysta afkomu sjávarstað- anna á Norðurlandi og til að koma í veg fyrir rányrkju. Hins vegar varar fjórðungs- þingið við þeirri fiskfiðunar- stefnu, sem undir vísindalegu yfirskini mismunar byggðarlög- um á þann veg, að sum byggðar lög frekar en önnur, verði fyrir óeðlilegri aflaskerðingu. Fjórðungsþingið metur starf Hafrannsóknarstofnunarinnar, að verndun fiskimiða fyrir Norðurlandi, en bendir á, að ekki sé nóg að vernla uppeldis- stöðvarnar fyrir Norðurlandi, og telur slíka fiskvernd ekki koma að gagni nema fiskistofn- unum sé tryggð vernd til að hryngna á aðalhrygningarstöðv- Atvinnuuppbygging í sjávarútvegi. Fjórðungsþing Norðlendinga 1976, leggur áherslu á, að þrátt fyrir fyrirsjáanlegan samdrátt í fiskveiðum og tilhneigingu lána stofnana til að draga úr skipa- kaupum, megi sá samdráttur ekki bitna á atvinnuuppbygg- ingu í fiskveiðum á þeim sjávar stöðum, sem byggja afkomu sína að mestu á sjávarútvegi og fullvinnslu sjávarafurða. Þá tel- ur þingið, að slíkur samdráttur megi ekki koma í veg fyrir nýt- ingu nýrra framleiðslumögu- leika í sjávarútvegi t. d. á þeim fisktegundum, þar sem ekki er um ofveiði að ræða. □ Atuinna Ung stúlka óskar eftir atvinnu liálfan daginn fyrir hádegi. Uppl. í síma 2-20-90 eftir kl. 19.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.