Dagur - 05.01.1977, Page 2
2
íímarif fyrir far
Flugleiðir hafa nýverið gert
samning við Harald J. Hamar,
ritstjóra og útgefanda ICE-
LAND REVIEW, um sérstaka
„flugútgáfu” sem verður á boð-
stólum fyrir farþega Flugfélags
íslands og Loftleiða á öllum
flugleiðum félaganna. Verður
upplag þessarar sérútgáfu allt
að 120 þúsund í senn og' tvær
útgáfur ráðgerðar árlega. Flug-
útgáfan er á ensku eins og tíma
ritið sjálft, fyrsta heftið fer í
dreifingu fyrir áramót.
ICELAND REVIEW IN-
FLIGHT SPECIAL, eins og
flugútgáfan nefnist, verður í
sætisvösum fyrir alla farþega,
bæði til lestrar meðan á flug-
inu stendur — og einnig er far-
rátviiwa^m
Óska eftir vinnu á
kvöldin og um helgar,
get byrjað kl. 5,30 á dag-
inn, er m. a. iðnlærður.
Margt kemur til greina.
Uppl. í síma 1-12-77
milli kl. 7—8 á kvöldin.
Óska eftir barngóðri
konu til að gæta 2ja ára
stúlku frá kl. 9—6 fimm
daga vikunnar, sem
næst Gránufélagsgötu.
Uppl. milli kl. 7—8 á
kvöldin í síma 1-12-77.
Óskum að ráða laghent-
an karlmann til starfa
strax, ekki yngri en 20
. ára.
,Uppl. ekki gefnar í
síma.
Plastiðjan Bjarg,
Hvannavöllum 10.
Tek að mér framtals-
aðstoð og bókhald og
reikningsskil fyrir
smæni atvinnurekstur.
Rúnar H. Sigmundsson,
viðskiptafræðingur,
Espilundi 20, Akureyri.
Sími 2-34-41.
Tökum að okkur að þvo
og bóna bíla.
Uppl. í síma 2-32-38
eftir kl. 7 á kvöldin.
VÖNDUÐ VINNA.
þegum frjálst að hafa eintak
með sér til minja um ferðina.
Þá mun ritið liggja frammi á
skrifstofum félagsins, svo og
hótelum. Miðað við alþjóðlega
reynslu af útgáfu tímarita fyrir
flugfélög má ætla að lesenda-
hópur hvers heftis í fyrrgreindu
upplagi verði 4—500 þúsund
manns.
Það hefur verið skoðun for-
ráðamanna Flugleiða að blað í
tímaritsformi, sem dreift yrði
meðal farþega félaganna, ætti
fyrst og fremst að kynna ísland.
ICELAND REVIEW hefur hasl-
að sér völl á þessu sviði með
stöðugri útgáfu í meira en ára-
tug. Hluti af ritstjórnarefni
verður sameiginlegur fyrir flug
útgáfuna og tímaritið sjálft,
sem áfram kemur út ársfjórð-
ungslega, en líka verður í ICE-
LAND REVIEW IN-FLIGHT
SPECIAL efni, sem sérstaklega
er skrifað fyrir flugfarþega:
Upplýsingar og leiðbeiningar
svo og greinar um ýmsa við-
komustaði félaganna og annað,
sem ástæða þykir að fræða far-
þega um eða benda þeim á.
Fyrsta eintak þessarar sér-
útgáfu ICELAND REVIEW fyr-
ir farþega Loftleiða og Flug-
félags íslands er fjölbreytt að
efni, allt litprentað og 32 síður
í sama broti og tímaritið sjálft.
(Frá Kynningardeild Flug-
leiða h.f.)
GJAFIR TIL
SÓLBORGAR
Vistheimilinu Sólborg, Akur-
eyri, hafa borist góðar gjafir að
undanförnu.
Kvennadeild Styrktarfélags >
vangefinnEi á Nórðotlahdi færði '
heimilinu tauþurrkara og ryk-
sugu fyrir fjölskylduhéímilið að
Oddeyrargötu 32, að verðmæti
kr. 133.600.
Júlíus Jónasson færði heimil-
inu að gjöf kr. 85.375 sem var
ágóði af hljómleikum sem hann
stóð fyrir, með eingöngu norð-
lenskum hljómsveitum, Ingimar
Eydal og hljómsveit, hljómsveit
in Fló, Gustavus og Hjólið.
P.O.B. gaf miðaprentun, Borgar
bíó gaf húsnæði, skemmtana-
skattur var felldur niður og
’ fleiri komu þarna og gáfu sína
vinnu.
Fyrir hönd vistmanna heimil-
isins þökkum við hjartanlega
fyrir þennan hlýhug og velvilja
til þessa málefnis.
F. h. Vistheimilisins
Sólborgar,
Margrét Alfreðsdóttir,
gjaldkeri.
wHúsnæði^m
Ungt par óskar eftir lítilli íbúð til leigu. Uppl. á Hótel Akureyri, sími 2-25-25.
Hjón með tvö börn óska eftir íbúð nú þegar, eða sem fyrst. Uppl. í síma 91-85931.
Ung og áreiðanleg stúlka óskar eftir her- bergi til leigu strax. Uppl. í síma 2-21-80 milli kl. 19-20.
Óska eftir íbúð á leigu. Eyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 2-15-76 eftir kl. 16.
Ung reglusöm stúlka óskar eftir herbergi sem fyrst. Uppl. í síma 1-97-51 milli kl. 18-20.
Óskum eftir 50 til 80 fermetra iðnaðarhús- næði (til dæmis bílskúr). Uppl. í síma 1-96-86 á kvöldin.
Til leigu stór ný 2ja herb. íbúð frá áramót- um til 1. maí. Tilboð er greini frá fjölskyldustærð sendist á afgreiðslu blaðsins sem fyrst merkt „Reglusemi"
> ' ' , . ' * Tveggja til þríggja líer- bergja íbúð óskast sem fyrst. Sími 2-30-52.
Tvær stúlkur óska eftir lierbergi nú þegar. Uppl. í síma 2-22-67.
Ibúð óskast strax fyrir 2 starfsstúlkur okkar. Félagsmálasiofnun Akureyrar, sími 2-10-00.
Reglusaman iðnskóla- nema vantar lierbergi í bænum. Uppl. í síma 2-17-43 á kvöldin.
Sl) r rer luninni
TILBOÐ VIKUNNAR
KELLOGGS KORNFLAKES PK.
KARTÖFLUFLÖGUR PK.
KRUÐUR PK.
Matvörudeild
Fré KrabbameinsféSagi Ákureyrar
Leitarstöð Krabbameinsfélags
Akureyrar hefur nú starfað að
leit að- krabbameini í leghálsi
og brjóstum kvenna í 7 ár. Skoð
anir á stöðinni eru orðnar um
6000 alls. Aðsókn hefur þó orð-
ið önnur og minni, en vonast
var til og ástæða virtist til að
ætla. Aðeins um tæplega 80%
kvenna á starfssvæði stöðvar-
innar á aldrinum 25—70 ára
hafa leitað hennar og fjölmarg-
ar þeirra aðeins einu sinni.
Sem stendur eru á Akureyri og
í Eyjafirði um 600 konur á þess-
um aldri, sem aldrei hafa komið
á stöðina, og um 700, sem svo
er ástatt með að óhóflega langt
er síðan þær hafa komið í skoð-
un, þó að þær hafi einhvern
tíma gert það. En æskilegt er
að konur komi í slíka skoðun á
2-—3 ára fresti.
Félagið hefur reynt að ná
sambandi við þær konur, sem
aldrei hafa komið, m. a. með
því að vpkja athygli á leitar-
stöðinni í bréfum til þeirra, en
þau hafa lítinn árangur borið.
Þetta skeytingarleysi kvenn-
anna er mikið áhyggjuefni, þar
sem gera má ráð fyrir að tíunda
hver kona hér á landi fái ein-
hvern af þeim illkynja sjúk-
dómum, sem leit félagsins bein-
ist að. Ennfremur ber konum
að hafa í huga að venjuleg
læknisskoðun kemur ekki í
staðinn fyrir skoðun á leitar-
stöð. Við venjulega læknisskoð
un, hvort sem er hjá heimilis-
lækni eða sérfræðingi, eru ekki
tekin frumusýni, sem geta við
rannsókn sýnt krabbamein í
leghálsi á byrjunarstigi. Slík
sýni eru aðeins tekin við rann-
sókn á krabbameinsleitarstöð.
Og reynsla síðustu ára hér á
landi sýnir að batahorfur
kvenna með leghálskrabbamein
á byrjunarstigi, sem getur fund
ist við skoðun frumusýna, eru
miklu betri, en kvenna með leg
hálskrabbamein, sem finnst eft-
ir öðrum leiðum, enda sjúkdóm
urinn þá yfirleitt kominn á
hærra stig.
Krabbameinsfélag Akureyrar
vill enn á ný hvetja konur til
að koma og koma reglulega í
krabbameinsskoðun. Þær kon-
ur, sem ekki hafa komið áður,
verða látnar hafa forgang um
tíma í janúar' og febrúar. Skoð-
unartíma má panta í síma 21592
á miðvikudögum kl. 17—18.
Skoounin kostar kr. 1.000,00.
Krabbameinsfélag
Akureyrar.
BÍLAKLÚBBUR AKUREYRAR:
Skemmtikvöld
miðvikudaginn 5. janúar í Dynheimum kl. 8,30.
Félagar fjölmennið og takið með ylkkur gesti.
Fædd 26. júní 1899.
Dáin 14. nóvember 1976.
Kveðja £rá
ástvinum
Á reynslustundunum rökkvar skjótt,
þá raunatár blika á hvörmum.
Þín heimanför varð um vetrarnótt, —
en vorið þig lykur örmum.
Þitt samúðarþel var sumri líkt, —
við sátum að hlýjum arni.
Þitt móðurbrjóst var af mildi ríkt,
það minnisstætt verður barni.
Þú baðst fyrir þínum barnalióp
og blessaðir hann af hjarta.
Þín elska, tryggð og traust æ skóp
og tendraði ljósið bjarta.
Og ylurinn býr í ungri sól
og auður frá blessun þinni
og þessara vina þakkarmól
ei þrýtur í eilífðinni.
Nú lognið er komið, lokið þraut
og liðinn dagur að kveldi.
En lögð er að nýju leið um braut,
sem logar af sólareldi.
í þökk við bindum blómavönd
og biðjum af huga hlýjum,
að englaböm haldi þér í hönd
er lieilsar þú morgni nýjum.