Dagur - 05.01.1977, Qupperneq 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11 66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Hvers erunt við
umkomin?
í áramótagrein sinni í Tímanum,
segir Ólafur Jóhannesson ráðherra:
„Við íslendingar erum fámenn
þjóð. Hvert mannslíf og þroski sér-
hvers manns, sem elst upp hér á
landi, er okkur þeim mun meira
virði. f augum umheimsins erum við
liarla smáir og sjálfsagt ekki metnir
á marga fiska. En það gefur okkur
þó gildi, að við erum sérstök þjóð
með gamalgróna þjóðmenningu, og
þannig erum við einn strengur í
hörpu veraldarinnar. Vegna fæðar
okkar og smæðar verðum við að ætl-
ast til meira af hverjum og einum
heldur en gengur og gerist. En fæð
okkar og srnæð má ekki leiða til
neins konar minnimáttarkenndar.
Við verðum því umfram allt að eiga
einhverjar þær hugsjónir, sem auka
reisn okkar og efla dáð okkar. Því
megum við ekki gleyma á kaldrifj-
aðri efnishyggjuöld. Það er engin
hugsjón að berjast þindarlaust fyrir
meiri lífsgæðum handa sér og sín-
um. Það kann að vera mannl'egt, en
flokkast þó undir breyskleika, einna
helzt sérgæzku og ágirnd, þegar þeir,
sem nóg hafa fyrir eða meira en það,
vilja samt keppa eftir enn þá meiru
á skiptavelli þjóðfélagsins. Réttmætt
er aftur á móti að halda sínum hlut
fram, og meira að segja sjálfsagt,
þegar í hlut eiga þeir, sem við þröng-
an kost búa. Það er ekki heldur nein
hugsjónabarátta að streitast við að
konia andlitinu á sjálfum sér í fram-
færi og keppa með öllum ráðum eftir
frægð og frama. Það eru verkin ein,
sem geta helgað orðstír og upphefð
— verk manna sjálfra.
Það er dyggð að vinna hvert verk
svo vel sem hæfileikar leyfa, og það
er hugsjón að skila landinu betra og
byggilegra í hendur niðjanna en við
því var tekið — ylja það og lýsa,
rækta það, byggja og prýða, án þess
að þeir, sem þar leggja hönd að verki
hugsi fyrst og fremst um það, að live
miklu leyti þeir njóta þess sjálfir.
Það er hugsjón að efla þjóðlega
reisn, glæða þjóðarvitund og treysta
þá samhygð, sem ekki þolir, að ein-
um sé misboðið öðrum til hagnaðar.
Ræktun lands og lýðs var kjörorð
ungmennafélaganna og það kjörorð
er enn í fullu gildi og lýsir því í
stuttu máli, sem ætti að vera leiðar-
stjarna okkar. Ungmennafélögin
hafa verið sökuð um orðagjálfur og
vafalaust hefur kveðið talsvert að
því. En eigi að síður var þessi grund-
vallarhugsun runnin mörgum í
merg og blóð. Hún var aflvaki, og
(Framhald á blaðsíðu 7) ■
Flestir íslendingar munu um
það sammála, að stærsti atburð-
ur liðins árs sé lausn landhelgis
deilunnar. Landhelgin er nú
nær 750 þúsund ferkílómetrar
og viðurkennd af öllum þjóð-
um. Hinn 1. desember sl. sigldu
bresku togararnir af miðunum,
en nokkur veiðiskip annarra
þjóða veiða enn hér við land í
skamman tíma, samkvæmt
samningi. Óþarft er að rekja
deilur landhelgismálsins við
breta á árinu, ránsveiðar þeirra
undir hervernd innan íslenskr-
ar lögsögu, en deilumálinu lauk
með fullum sigri íslendinga.
Til viðbótar má svo geta þess,
að forysta íslands í hafréttar-
málum og einarðlegar, einhliða
útfærslur og baráttan fyrir
viðurkenningu umheimsins á
þeim, hefur orðið öðrum leiðar-
ljós. Nú hafa Efnahagsbanda-
lagslöndin fetað rækilega í fót-
spor íslendinga, og bretar biðja
um gagnkvæma veiðisamninga.
Og það voru bretar, sem lengst
og harðast börðust gegn ein-
hliða útfærslu hér við land og
annars staðar, og kærðu fyrir
alþjóðadómstóli — kærðu fyrir
þá stefnu í verki, sem þeir fram
kvæma sjálfir nú.
Jarðskjálftar f Mývatnssveit,
ásamt smágosi í Leirhnjúki og
miklir jarðskjálftar allt til Öxar
fjarðar, ásamt tilfinnanlegu
tjóni á mannvirkjum á Kópa-
skeri og víðar, voru þær fréttir,
sem nýliðið ár tók að sumu
leyti í arf frá 1975. En þrátt
fyrir jarðskjálfta og önnur
náttúrufyrirbæri, var unnið við
Kröfluvirkjun af fullum krafti.
Sýnilegt er nú, í byrjun þessa
árs, að borholurnar á Kröflu-
svæðinu gefa orku til að setja
virkjunina í gang með einhverj-
um afköstum, en það er þó ork-
an, sem menn hafa haft mestar
áhyggjur af að undanförnu og
raforkuframleiðslu Kröfluvirkj-
unar seinkar nokkuð.
Byggðalínan að sunnan, sem
raunar er komin allt til Akur-
eyrar, hefur enn ekki verið
tengd Norðurlandi eystra. Á
þeirri raflínu er sá bláþráður
syðra, að hún getur ekki flutt
nema svo sem 5—6 megavatta
orku til Akureyrar, í stað 50
megavatta, sem áætlað var.
Talið er þó, að senn fáum við
raforkuaukningu að sunnan.
|-: ■rw-r’T-j , — |
Um miðjan febrúar hófst
mjög víðtækt verkfall sjómanna
á fiskiskipaflotanum, er stóð í
um það bil hálfan hánuð. Hinn
17. febrúar hófst svo allsherjar-
verkfall aðildarfélaga Alþýðu-
sambands íslands, sem 35-—40
þúsund manns tóku þátt í. Þeg-
ar 12 dagar voru liðnir, voru
samningar undirritaðir, eftir 74
klukkustunda fund. Fól sam-
komulagið í sér 25—30% kaup-
hækkun og láglaunabætui'.
Gildir það til 1. maí á þessu ári.
Annar hluti Mjólkurárvirkj-
unar var tekinn í notkun. Hún
ramleiðir 5,7 megavött. Unnið
var við Sigölduvirkjun og voru
þar lengi allt að 700 starfsmenn.
Á síðasta hausti tók Lands-
virkjun að sér yfirstjórn þeirra
framkvæmda, sem eftir var að
ljúka. Er þess nú skammt að
bíða, að unnt sé að setja fyrstu
aflvélina í gang. Virkjun þessi
verður 140 megavött og kostar
um 13 milljarða króna.
Dr. Kristján Eldjárn forseti
gaf kost á sér til forsetakjörs í
þriðja sinn og var hann sjálf-
kjörinn. Fór embættistakan
fram 1. ágúst í sumar.
Bókmenntaverðlaun og tón-
listarverðlaun Norðurlandaráðs
hlotnuðust tveimur íslending-
um á árinu, þeim Ólafi Jóhanni
Sigurðssyni rithöfundi og Atla
Heimi' Sveinssyni tónskáldi.
Verðlaun til hvors þeirra voru
1350 þúsund krónur.
Herjólfur, nýtt farþega- og
bílferjuskip, .kom um mitt sum-
arið til Vestmannaeyja og bætti
samgöngur eyjarskeggja við
megin’andið. Skipið getur flutt
allt að 50 bíla í ferð og 360 far-
þega. Ferjubryggjur hafa verið
byggðar í Þorlákshöfn og í Eyj-
um. En í Þorlákshöfn lauk mikl-
um hafnarframkvæmdum, sem
staðið hafa yfir nokkur misseri.
Kostuðu þær um 1300 milljónir
króna. Um 70 manns unnu í
sumar við brúargerð, Borgar-
fjarðarbrúna, og verður því
verki fram haldið í ár.
Nýr flugvöllur var tekinn í
notkun við Sauðárkrók og geta
þar lent Boeing 727 þotur. Flug-
brautin er tvö þúsund metra
löng og sú lengsta hér á landi
utan Keflavíkurflugvallar. Flug
völlurinn kostar nú 125 milljón-
ir króna.
Skeiðarárhlaup varð í septem
ber, hið fyrsta eftir að hin
miklu mannvirki við vegagerð
höfðu þar verið gerð. Hlaupið
olli litlum skemmdum. Vatns-
magnið var tíu sinnum meira
en meðalrennsli Þjórsár, þegar
það var mest, eða 4500 tenings-
metrar á sekúndu.
Þorskafli var lítill á síðustu
vetrarvertíð. Hins vegar var nú
í fyrsta sinn veidd loðna mest-
an hluta ársins, og með góðum
árangri. Þá var síldveiði' góð,
þegar miðað er við fyrirfarandi
ár. Ný tæki, nethristarar, :v.oru
um borð í síldarbátunum og
auðvelduðu vinnu sjómanna á
reknetabátum. Þorskaflinn á
árinu fór verulega yfir þau
möik, sem fiskifræðingar töldu
skynsamlegt, þótt hann væri
minni en árið áður.
Á árinu létust 73 af slysför-
um eða tug færri en árið 1975.
Sjóslys og drukknanir voru 37
Unnið að stækkun Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. (Ljósm.: E. D.)
og í umferð lést 21. Snginn lést
í flugslysi á árinu, en af ýmsum
orsökum, sem talin eru trl -slysa,
létust 15 manns.
Atvinna var víðast næg á
landinu og þeir staðir fáir, þar
sem atvinnuleysi gerði vart við
sig einhvern tíma ársins. Verð-
bólgan varð minni á árinu en
næstu ár á undan, en þó of
mikil. Dregið hefur mjög úr
viðskiptahallanum. Má því
segja, að verulega miði í jafn-
vægisátt í þjóðarbúskapnum og
eiga batnandi viðskiptakjör
mestan þátt í því. Enn er þó við
verulegan viðskiptahalla og
verðbólguvanda að glíma.
Margir horfa með nokkrum
ugg til næstu kjarasamninga og
mjög hefur verið rætt um
minnkandi kaupmátt launa. Um
þetta atriði fórust viðskiptaráð-
herra svo orð í áramótagrein,
m. a.: Skal ekki í efa dregið, að
mörgum veitist erfitt að ná
endum saman. Og það er óút-
reiknanlegt dæmi, hvernig
menn lifa af lægstu umsömdum
daglaunum eða fastakaupi....
En hvað segir Þjóðhagsstofnun-
in um þetta: Við lojc ársins 1976
verða kauptaxtar launþega
13—14% hærri en meðaltal árs-
ins og er hækkunin svipuð hjá
flestum starfsstéttum. Verðlag
vei'ður um sama leyti rúmlega
12% hærra en ársmeðaltalið, og
kaupmáttur kauptaxta verður
því heldur meiri en að meðal-
tali á árinu.
Mikil afbrotaalda gekk yfir á
árinu. Þrjú morð voru framin
og voru öll upplýst strax. Tvö
eldri morðmál voru í rannsókn
og ér annað upplýst, svonefnt
Guðmundarmál, og Geirfinns-
málið talið upplýst að mestu
leyti. Þá hafa fíkniefnamálin
verið á dagskrá. Meðal þeirra
og hið stærsta, er smygl á 25
kílóum af hassi og nokkrum
öðrum fíkniefnum, þar sem
fjöldi manns kom við sögu. Það
mál er upplýst í öllum aðal-
atriðum.
Af norðlenskum tíðindum má
fyrst nefna fádæma veðurblíðu
og þui'rka,'á-,síðasta sumri, gagn
stætt .. súnplenskri véðráttu.
Varð sumarið því landbúnaði
mjög hagstæft í þessum lands-
hluta.
.. Um miðjan janúar á sl. ári
urðú _ harðir jarðskjálftar á
Kópaskéri og þar í grennd.
Urðu þar mikíáf skemmdir á
mannvirkjum, land seig, gjár
mynduðust,.heitt .vatn kom upp,
þar sem áður voru kaldar upp-
sprettur og stöðuvatn myndað-
ist.
Heitt vatn fannst á Syðra-
Laugalandi í -Eyjafirði-j. janúar-
mánuði. Síðan hefur. hitaveita
fyrir Akureyri og væntanlega
einnig fyrir svéitir, sém að
liggja, verið undirbúin. Hita-
veita Akureyrar mun Stærsta
framkvæmdin, sem einstákt
sveitarfélag á Norðurlandi hef-
ur að unnið.
Framkvæmdum við Kröflu
hefur miðað vel, eða Tengst >af
samkvæmt áætlun. Jarðhrær-
ingar hafa verið þar tíðar og
erfiðara reyndist að ná þar guftl'
orkunni úr jörðu en áætlað var.
Reiknað var með, að. Kröflu-
virkjun kæmi í gagnið á árinu.
Svo varð ekki, en alít virðist.
benda til þess, að nú sé varma-
orkan orðin svo mikil, að uttnt
sé að framleiða raforku í veru-
legu magni innan tíðar. . u
Umræður um álver við Eyja-
fjörð voru á dagskrá og virtust
strax verða nokkurt hitamál. í
þeim umræðum virtist það"eiga
sér fáa formælendur hér við
fjörðinn og á Norðurlandi. -
Atvinna var mikil á Norður-;
landi og víðast mjög mikil.
Kaupgeta almennings var -því:
mikil á árinu, og ennfiémur
margvíslegar framkvæmdir. Þá
urðu þáttaskil í loðnuveiSum,
með því að loðna var í fyrsta ■
skiptið veidd allt árið að heita
mátti, í sumar ög fram undir
jól fyrir vestan land og norðan.
Norðlensku síldarbræðslurnar
fengu þar óvænt verkefni að
vinna á síðasta sumri.
Fyrsti skuttogarinn, sem smíð
aður var í Slippstöðinni á Akur
eyri var sjósettur um mánaða-
mótin febrúar—mars og afhentr
ur eigendum sínum, Rafni h.f. í
Sandgerði, síðar á árinu, Togari
þessi er 470 tonn og talið best
búna fiskiskip á íslandi.
Liðið ár var mikið starfsár og
athafnaár þegar á heildina er
litið. Það hefur eflaust fært
mörgum hamingju í starfi og
einkalífi, en öðrum sorgir og
mótlæti, eins og öll önnur ár.
Megi nýbyrjað ár veita lands-
mönnum gæfu og gengi. □
Hðppdrætfi
Nátfúmlækn-
ingafélags ísl.
1. desember sl. var dregið í
happdrætti Náttúrulækninga-
félags íslands. — Þessi númer
hlutu vinning:
1. Bifreið, Fíat 128
árgerð 1976. Nr. 2072
2. Snjósleði. Nr. 25075
3. Litsjónvarp. Nr. 41475
4. Mokkakápa. Nr. 36737
5. Ferð til sólar-
landa fyrir einn. Nr. 30920
6. Dvöl á heilsu-
hælinu í 3 vikur
fyrir einn. Nr. 41501
7. Dvöl á heilsu-
hælinu í 3 vikur
fyrir einn Nr. 41841
Nánari upplýsingar um vinn-
imtrfuiym
inga eru veittar á skrifstofu
N.L.F.Í. að Laugavegi 20 b,
Réykjavík, sími 16371, og á
Akureyri í símum 22832, 11334
og 11330.
(Birt án ábyrgðar)
HVERJU ÞJÓNA
SVONA SKRIF?
Undanfarið hafa átt sér stað,
all illvíg blaðaskrif í sambandi
við verksmiðjuna Loðskinn h/f
á Sauðárkróki, vegna skiptingu
hráefnis á milli verksmiðjunnar
aniars vegar og Sútunarverk-
smiðju Sambandsins á Akur-
eyri hins vegar, og sölu á sölt-
uðum gærum, til erlendra aðila.
Að verulegu leyti má rekja
málsatvik til þess, að minna
magn af gærum kom nú fram
en áætlað var og gaf því ekki
ástæðu til pólitískra árásaskrifa
á Samband íslenskra samvinnu-
félaga eins og raun varð á.
Að hinu leytinu vill stjórn
Iðju, félags verksmiðjufólks á-
Akureyri, að það komi skýrt
fram, að hún telur það með öllu
eðlilegt að Sútunarverksmiðj-
unni á Akureyri séu tryggð hrá
efni, til fullvinnslu á skinna-
vöru, sem veitir ca. 130 manns
vinnu í verksmiðjusal og um
120 manns á saumastofum.
Verksmiðjan hafði til vinnslu á
sl. ári um 360 þúsund gærur en
Loðskinn h/f 272 þúsund, en
hefur aðeins 20 manns í vinnu,
enda gærur seldar úr landi
næstum sem hrávara.
Stjórn Iðju harmar það, að
Samband íslenskra samvinnu-
félaga, skuli hafa orðið fyrir
þessum pólitísku árásum í opin
berum blöðum, og lýsir yfir
fyllsta stuðningi við Samband-
ið, í gjörðum þess, í þessu máli.
Virðingarfyllst,
f. h. Iðju, félags
verksmiðjufóiks,
Jón Ingimarsson,
formaður.
Brunmót
31.-12. 1976
Úrslit:
Karlar.
Björn Víkingsson, Þór
Árni Óðinsson, KA
Ottó Leifsson, KA
sek.
50.5
51.6
52,3
Konur. sek.
Margrét Baldvinsd., KA 54,7
Sigurlapg VUhelmsd., KA 56,1
Drengir 15—16 ára. sek.
Þórður Svanbergsson, KA 52,6
Qlafur Grétarsson, Þór 53,2
Finnbogi Baldvinsson, KA 53,5
Stúlkur 13—15 ára. sek.
Guðrún B. Leifsd., KA 51,1
Guðrún Víkingsd., Þór 60,0
Sigrún Sigmundsd., KA 60,4
Drengir 13—14 ára. sek.
Ólafur Harðarson, KA 54,0
Jjón R. Pétursson, Þór 55,2
Stefán Ingvason, Þór 55,4
Stúlkur 11—12 ára. sek.
Hrefna Magnúsd., KA 58,9
Lena Hallgrímsd., KA 60,2
Ingiþjörg Harðard., KA 60,7
Drengir 11—12 ára. sek.
Erling Ingvason, Þór 56,7
Ðavíð Björnsson, Þór 56,7
Jón V. Ólafsson, KA 57,3
Stúlkur 10 ára og yngri. sek.
Guðrún Magnúsd., Þór 59,9
Signe Viðarsdóttir, KA 66,0
Drengir 10 ára og yngri. sek.
Þorvaldur Örlygsson, KA 58,5
Smári Kristinsson, KA 60,9
Hjörtur Hreiðarsson, KA 61,8
Þór og K.A.
Samningar standa nú yfir milli
forráðamanna Þórs og enska
knattspyrnuþjálfarans Reinolds
um þjálfun liðsins næsta keppn
istímabil, en hann þjálfaði Þór
í fyrra eins og kunnugt er með
mjög góðum árangri. Þegar
þetta er skrifað eru miklar lík-
ur á að hann komi fljótlega á
næsta ári og hefjist þá strax
handa við æfingar.
Forráðamenn KA eru hins
vegar að semja við Jóhannes
Atlason um þjálfun liðsins
næsta sumar. Jóhannes mun
væntanlega koma um miðjan
apríl en hann er á þjálfunar-
skóla f Þýskalandi í vetur. Jó-
hannes er Akureyringum að
góðu kunnur, en hann þjálfaði
og lék með meistaraflokki ÍBA
fyrir nokkrum árum. Þá má
geta þess að Jóhannes hefur
undanfarin þrjú ár þjálfað
meistaraflokk Fram í knatt-
spyrnu og hafa þeir tvívegis
orðið númer tvö í íslands-
meistaramótinu undir hans
stjórn.
Beggja þjálfaranna bíður
mikið starf, Reynolds að halda
Þórsurum í fyrstu deild, og
Jóhannesar að leiða KA liðið til
sigurs í annarri deild. Ekki er
álitið að miklar mannabreyting
ar verði í liðunum, heldur verði
kjarni þess sömu menn og leik-
ið hafa þar undanfai'in ár.
Þá eru Reynismenn á Ár-
skógsströnd á höttum eftir
þjálfara fyrir næsta leiktíma-
K.A. VANN FYLKI
K. A. og Fylkir frá Reykjavík
léku í 16 liða úrslitum í Bikar-
keppni HSÍ miðvikudaginn 28.
des. sl. Fyrirfram var K. A. lið-
ið talið mun sterkara og var
greinilegt að leikmenn K. A.
vanmátu andstæðinga sína
stundum. Sigur K. A. í þessum
leik var hins vegar aldrei í
hættu í leiknum, þeir höfðu
algera yfirburði og sigruðu með
19 mörkum gegn 14. í hálfleik
Þann 1. des. sl. var haldið Akur-
eyrarmeistaramót í kraftlyfting
um. í móti þessu reiknast sam-
anlagður árangur í hnébeygju,
bekkpressu og réttstöðulyftu.
Alls voru sett 17 Akureyrar-
met á móti þessu svo segja má
að lyftingamenn séu í stans-
lausri framför.
Úrslit mótsins urðu þessi:
Fluguvigt.
Haraldur Ó. Ólafsson, Þór
80,0 — 55,0 — 120,0 = 245,5
Dvergvigt.
Dagur Bragason, Þór
75,0 — 57,5 — 125,0 = 257,5
Fjaðurvigt.
Hjörtur Guðmundsson, Þór
80.5 — 65,0 — 135,0 = 270,5
Léttvigt.
Sigmar Knútsson, Þór
137.5 — 80,0 — 175,0 = 392,5
Millivigt.
Freyr Aðalsteinsson, Þór
150,0 — 90,0 — 185,0 = 425,0
var staðan 9 gegn 8 fyrir K. A.
Bestu menn liðanna voru mark-
mennirnir, sérstaklega Gauti í
marki K. A., en hann varði oft
á tíðum stórvel og hefur a. m. k.
aldrei í vetur sýnt jafn góða
markvörslu. Flest mörk K. A.
gerðu Ármann og Þorleifur 4
hvor, og Sigurður 3.
Með sigri í þessum leik er
K. A. nú komið í 8 liða úrslit.
bil, en æfingar þessara liða
hefjast að fullum krafti upp úr
áramótum.
Skautamenn byggja
íshokkyvöll
Félagar í Skautafélagi Akur-
eyrar eru nú að byggja nýjan
íshokkyvöll á uppfyllingunni
skammt innan við Höfner.
Að sögn forráðamanna félags
ins hafa framkvæmdir gengið
hægt sökum fjárskorts, en ef
allt gengur að óskum ætti ef til
vill að vera hægt að leika á
vellinum íshokky síðar í vetur.
Þór stofnar judíódeild
Nýlega var haldinn stofnfundur
júdódeildar Þórs. Júdó, sem er
göfug japönsk íþrótt, hefur lítið
sem ekkert verið stunduð hér í
bæ, þannig að tími var kominn
til að hefjast handa. Júdó er
fyrst og fremst sjálfsvarnai'-
íþrótt, og eins og þjóðfélag okk-
ar virðist vera orðið, er það
hverjum manni nauðsynlegt að
kunna eitthvað fyrir sér í slíku.
Æfingar deildarinnar verða
fyrst á laugardögum kl. 15.00 í
íþróttahúsinu við Laugargötu.
Á fyrstu æfingunni mættu um
30 manns, bæði karlar og kon-
ur. Þjálfari verður vartbeltis-
maður, eins og það heitir á
júdó-máli, úr Reykjavík.
Léttþungavigt.
Guðmundur Svanlaugss., Þór
115,0 - 77,5 — 187,5 = 380,0
Milliþungavigt.
Kristján Falson, K. A.
172,5 — 137,5 — 220,0 = 530,0
Yfirþungavigt.
Magnús Guðmundsson, Þór
150,0 — 125,0 — 60,0 = 335,0
Jólamót í tvíþraut og
kraftlyftingum
Á annan í jólum héldu lyftinga-
menn árlegt jólamót í tvíþraut
og karftlyftingum. Á mótinu
náðist ágætur árangur í ýmsum
greinum og voru sett alls 5
Akureyrarmet.
Úrslit urðu þessi:
TVÍÞRAUT.
Fluguvigt. kg
Garðar Gíslason, K. A. 95,0
Dvergvigt. kg
Viðar Örn Edvardsson, Þór 92,5
Millivigt. kg
Sigmar Knútsson, Þór 160,0
Léttþungavigt. kg
Ármann Sigurðsson, K. A. 155,0
KRAFTLYFTINGAR.
Fjaðurvigt. kg
Hjörtur Guðm.son, Þór 280,0
Léttvigt. kg
Þorsteinn Kruger, K. A. 302,5
Léttþungavigt. kg
Kristján Falsson, K. A. 535,5
ó. A.