Dagur


Dagur - 05.01.1977, Qupperneq 7

Dagur - 05.01.1977, Qupperneq 7
7 m'' Irlstiissii S Með fáeinum orðum vil ég minnast þessa merkismanns, áður en árið 1976 er með öllu horfið í aldasæinn. Jón Kristján Kristjánsson fæddist að Miðsitju í Blöndu- hlíð hinn 16. janúar 1876. Voru foreldrar hans Kristján Þor- steinsson, bóndi þar, og kona hans, Halldóra Þóra Rósa Jónasdóttir, Jónssonar, bónda á Þverá í Blönduhlíð. Var Jónas á Þverá sonur séra Jóns Jóns- sonar, er. hélt Miklabæ á ára- bilinu 1824—1858. Arið- sem Jón fæddist fluttu foreldrar hans búferlum að Þverbrekku í Öxnadal. Hvað valdíð hefir þeirri ráðabreytni skal ekki sagt. En eitthvað hefir það verið annað en jarðar gæðin, því að Þverbrekka var að fornu mati talin miklu lakari jörð en Miðsitja. Jón fór ekki norður með foreldrum sínum err varð eftir og ólst upp hjá maddömu Þóru Rósu Sigurðar- dóttur, ekkju Jóns langafa síns. Var Þóra seinni kona sr. Jóns, en þau barnlaus. Átti maddama Þóra jörðina -Miðsitju og bjó þar ýmist eða var í húsmennsku til dauðadags 1914. Eftir fermingu fékk Jón nokkra tilsögn um tveggja vetra skeið. rjá sr. Birhi Jónssyni, er prestur var á Miklabæ frá 1889 —1921, og prófastur um árabil. Séra Björn var talinn í röð fremstu presta á sinni tíð, víð- lesinn og fjölfróður. Er ekki að efa, að gott veganesti út í lífið hefir Jón fengið hjá þeim víð- sýna og vitra mannvini, séra Birni. Enda minntist Jón þessa hollvinar síns alla tíð með þakk látri virðingu og lét einn spna, sinna bera nafn hans, Árið Í9Ö8 var Jón ráðinn barnakennari í Akrahreppi. Gegndi hann því starfi til ársins 1924. Haustið 1920 hafði hann farið í Kennaraskólann sem óreglulegur nemandi. Lauk hann þar prófi vorið eftir, í uppeldis- og kennslufræðum. Skólastjóri Kennaraskólans var þá séra Magnús Helgason frá Birtingaholti, höfðingi í andans heimi og afburðk uppeldisfröm- uður og skólamaður. Kristin fræði kenndi sr. Magnús alla sína tíð í Kennaraskólanum. „Sú kennsla,” segir Freysteinn Gunnarsson eftirmaður hans, „var honum mjög hugleikin. Trúareinlægni hans, samfara miklu frjálslyndi í skoðunum á kennisetningum og kristnum fræðum, hygg ég að hafi snortið margan nemanda hans eftir- minnilega.” Ometanlegt er það að eiga að lærifeðrum aðra eins öndvegis- menn og bíér hafa verið nefndir. Og munu áhrifin frá þeim hafa borið góðan ávöxt í lífi og starfi Jóbs Kristjánssonar. Áriið 1924 kemur Jón til Eyja fjafðar og er barnakennari í Saurbæjarhreppi í fjögur ár, en síðan um tíu ára skeið kennari í Hrafnagilshreppi. Árið 1938 lætur hann af störfum sem fast- ráðinn kennari, en kenndi þó böfnum lestur og skrift eftir það, og hafði einnig söng- kennslu á hendi í barnaskóla Hrafnagilshrepps. í kennaratíð Jóns Kristjáns- sonar var yfirleitt ekki um annað að ræða en svonefnda farkennslu í sveitum. Var algengt í hinum stærri hrepp- um, að kennslustaðir væru þrír. Var þá námstíminn átta vikur á vetri, hjá hverju barni, en barnaskólanámið í heild fjórir vetur. Lítið þætti þetta nú, þeg- ALDARMINNING ar sífellt er verið að lengja námstímann, bæði í árinu og að árum. En of mikið mun nú vera lagt á börn og unglinga í þessum efnum. Og af því kemur námsleiðinn og mótþróinn gegn náminu hjá mörgum, mótþrói, sem birtist í alls konar óæski- legum myndum. Það er og enn ekki sýnt, að kynslóðir hinnar löngu skólasetu muni standa sig betur í lífsbaráttunni en hinar, sem færri árum eyddu á skólabekk. Farkennslan var að sjálf- sögðu erfitt og erilsamt starf, og aðstaðan til kennslunnar misjöfn á bæjum. Sums staðar var kennt í baðstofunni, þar sem heimilisfólkið var við vinnu sína meðan á kennslunni stóð. Er slíkt að sjálfsögðu ekki saman berandi við það, sem nú gerist. En árangurinn af starfi farkennaranna var þó undra- mikill. Jón Kristjánsson var lifandi í starfi sínu. „Áhugi hans var ódrepandi,” eins og starfsbróðir komst að orði um hann. Trú- mennskan brást aldrei. Barna- kennslan lét honum einkar vel, og sérstaklega var honum hug- leikin kennsla móðurmálsins og kristinna fræða. Jón var barna- vinur og börnunum þótti vænt um hann. Er það líka ein megin forsenda þess, að kennslan beri góðan árangur. Fyrir honum mun það ekki hafa skipt öllu máli að fá einhverjum fróðleik komið inn í kollinn á börnun- 'um, sem honum var þó prýðis- vel lagið. Hitt mun ekki síður hafa vakað fyrír honum, að „fræða hina ungu um veginn” og glæða það góða og fagra, sem býr í sérhverri barnssál. Var það siður Jóns að hefja kennsluna dag hvern með því að láta börnin syngja fagurt morgunvers, svo sem: „Þér til dýrðar Drottinn hár, dagsins störf vér hefjum morgun- glaðir. .. .” Þá daga, sem krist- in fræði voru á stundaskránni, var ævinlega byrjað á þeim. Jón Kristjánsson var trú- hneigður maður og mikill kristindóms- og kirkjuvinur, sem „gjarnan vildi þekkja hið sanna og fagra,” eins og Matt- hías forðum. Guði til dýrðar vildi hann vinna störf sín. Og hugleikið starf og ljúft, ekki síður en barnakennslan, var honum það, að láta lofsönginn hljóma í húsi Drottins á helgum Jón Kristjánsson. degi. En Jón var kirkjuorgan- isti um langt árabil. Fyrst í Skagafirði um mörg ár, við kirkjurnar að Miklabæ, Silfra- stöðum og Flugumýri, en síðan í Eyjafirði. Var hann organisti við Grundarkirkju frá 1930 til 1949, mörg ár við Möðruvalla- kirkju og nokkur við Saurbæj- arkirkjp.', Kþrkjukór ! Grundar-- kirkju-, .stofnaðii Jón . 1943 og- . stjórnaði honum fyrstu árin.> Nokkru síðar stofnaði hann einnig söngkóra við hinar áður- nefndu kirkjurnar. Jón Kristjánsson var tví- kvæntur. Var fyrri kona hans Rannveig Sveinsdóttir frá Varmavatnshólum í Oxnadal. Hún fæddist 28. jan. 1881. Þau gengu í hjónaband hinn 14. maí 1898. Varð þeim fimmtán barna auðið, létust fégur í frum- Hvers emm við umkomin? (Framhald af blaðsíðu það mun koma æ betur í Ijós, þegar könnuð eru rök þess, hverju Islendingar fengu áorkað í fátækt sinni framan af þessari öld. Það var sönn og ómenguð hug- sjón, án fyrirvara eða bak- þanka um eiginn hagnað, sem knúði fólk til margvís- legra samtaka í þágu sam- félags síns. Og það var ósvikin fómarlund, sem upp af þessu hugarfari spratt, þegar bláfátækar vinnukon- ur, rauðeygðar af eldhúsreyk og með vinnulúnar hendur af ævilönduni þrældómi, tóku aurana, sem þær höfðu dregið saman á áratugum, til þess að kaupa fyrir þá hluta- bréf í Eimskipafélaginu, ekki af því að þær væntu sér hagnaðar af því, heldur af því að þær vildu leggja sitt til þess, að þjóðin eignaðist sjálf skip og gæti hrundið af sér oki útlendra skipafélaga. I>að var voldug hugsjón, sem bernsku en eitt um tvítugsald- ur. Af þessum stóra barnahóp eru nú átta á lífi, sex systur og tveir bræður. Konu sína missti Jón hinn 26. nóv. 1928, trúfastan og elsku- legan lífsförunaut sinn um þrjátíu ára skeið. Um Rann- veigu farast Hannesi J. Magnús syni svo orð: „Hún var svo lífs- glöð kona, að ég hefi fáar þekkt, er jöfnuðust á við hana.” Miklir voru erfiðleikarnir á vegi þeirra um dagana og ekki söfn- uðu þau veraldarauði. Og Hannes segir ennfremur á þessa leið: „Mér er það alveg óskiljanlegt, hvernig þau fóru að því að komast af- með sinn stóra barnahóp. Ég held, að þau hafi blátt áfram lifað á lífsgleð- inni og bjartsýninni.” í annað sinn kvæntist Jón, hinn 24. des. 1932, og gekk að eiga Sigrúnu Jóhannesdóttur frá Miðhúsum, góða konu, er bjó manni sínum vistlegt heimili hin efri árin. Sigrún var fædd 4. apríl 1888. Hún lézt 25. febrúar 1958. Jón Kristjánsson andaðist 20. nóvember 1961, áttatíu og fimm ára að aldri. Síðustu árin dvaldi hann hjá Lilju dóttur sinni í Kristnes- hverfinu. Á árum Jóns fyrir vestan dvaldi hann og átti heimili á ýmsum stöðum. Var bóndi í Vaglagerði árið 1910—1911. Þaðan fóru þau hjón að Hellu í sömu sveit og voru þar ein- hver ár í húsmennsku. Á Fossi búa þau frá 1917—1921, en fara þá í Vaglagerði í húsmennsku. Þar munu þau hafa verið lengst. Enn víðar voru þau í Akrahreppnum. Um heimili þeirra Jóns og Rannveigar, fyrstu árin eftir að þau komu hingað í Eyjafjörð, veit ég ekki vel. Hann átti um skeið býlið Lyngholt í Glæsi- bæjarhreppi og er talinn eiga þar heimili 1928. Þau Jón og Sigrún fara að búa í Holti f Hrafnagilshreppi árið 1935. Fara þaðan 1940 í Espigrund og búa þar til ársins 1958. Það er einkennilegt, að flestir þeir staðir eru nú í eyði, þar sem Jón bjó eða átti heimili sitt. „Allt er í heiminum hverf- ult,” segir skáldið. „En orðstírr deyr aldreigi, hveims sér góðan getur.” Það sakar ekki þó að húsin séu fallin, og plógur hafi jafnvel farið yfir rústir þeirra býla, þar sem Jón Kristjánsson átti sína ævidaga. Því að orð- Stírinn lifir um góðan dreng, dyggan og trúan þjón, sem vel ávaxtaði sitt pund. í tilefni aldarafmælisins gáfu börn Jóns Grundarkirkju fork- unnar fagra skírnarskál, til minningar um forelda sína. Á fermingardegi þar, hinn 7. júní, var þessi góði kirkjugripur vígður og tekinn í notkun. Vil ég enn, fyrir hönd kirkju og safnaðar, þakka gjöfina, og bið Guð að blessa gefendurna og minningu þeirra góðu foreldra. Jón var að því spurður, eftir að hann hafði látið af störfum sem barnakennari, hvers hann helzt vildi óska eftirmönnum sínum í starfinu og nemendum þeirra. Og hann látum við hafa síðasta orðið: „Megi ljós kristin dómsins ætíð lýsa þeim og veita hið innra, sanna frelsi.” í desember 1976. Bjartmar Kristjánsson. bar uppi góðtemplararegl- una í kringum síðustu alda- mót, sem varð meiri félags- málaskóli en flest annað á Jjeim tíma. Og kannski renn ir okkur ekki einu sinni grun í, hvaða þrek og áræði fátækir og skuldugir bænd- ur Jjurftu að hafa til að bera til Jjess að brjóta af sér ein- okun og skuldaklafa sel- stöðu verzlunarmanna með stofnun samvinnufélaganna. Á sama hátt eigum við nú bágt með að gera okkur rétta grein fyrir Jjví, hvaða manndómi þeir verkamenn, sem fyrstir efndu til verka- lýðssamtaka við fullan fjand skap ráðandi manna í land- inu, urðu að vera gæddir. Hvað segir þetta okkur, sem í rauninni höfum flest allt til alls, að minnsta kosti miðað við fyrri tíð? Hvers ættum við ekki að vera um- komin, ef við vildum eitt- hvað viðlíka á okkur leggja fyrir framtíðina?" □ Ágóði af hlutaveltu barna, Indiana, Gunnhildur, Bryndís, kr. 1.300. Gjöf frá Petru og Dóra kr. 5.000. Ágóði af hlutaveltu barna í Heiðarlundi 3g, Jóna Birna, Hólmfríður, Sigurður Rúnar, Jón Kristinn og Kristín, kr. 2.000. Áheit frá þakklátum sjúkl- ingi, Y—4, kr. 5.000. Til minningar um Gunnar Baldvinsson frá Indíönu Davíðs dóttur kr. 1.000. Til barnadeildar, ágóði af hlutaveltu barna, Bára M., Hrafnhildur H., Kolbrún Lilja, Sigríður H., kr. 4.310. Áheit á barnadeild frá V. S. kr. 2.000. Til barnadeildar, ágóði af hlutaveltu barna, Ágúst, Berg- þór, Jónas, Eigurlaug og Rún- ar, kr. 6.500. Ágóði af hlutaveltu barna í Grundargerði 2, Árni, Einar og Jón, kr. 3.050. Til minningar um Daníel Sveinbjörnsson, Saurbæ frá Kjartani Júlíussyni, Skálds- stöðum kr. 5.000. Gjöf frá Guðbjörgu kr. 10.000. Gjöf frá öldruðum hjónum kr. 500.000. Minningargjöf um Sigurlínu Guðmundsdóttur, Arnarstöð- um frá Kvenfélaginu Hildi, Bárðardal kr. 5.000. Til minningar um Ólaf Guð- mund Sölvason, Aðalstræti 76 frá Dómhildi M. Sveinsdóttur og Soffíu Sveinsdóttur kr. 2.000. Til minningar um Unu Zoph- oníasdóttur frá Páli Friðfinns- syni kr. 25.000. Til minningar um Benedikt Sigurbjörnsson frá Jarlsstöðum frá sonum hans, en Benedikt hefði orðið 100 ára á þessu ári, kr. 60.000. Minningargjöf til barnadeild- ar um Hauk Þór Guðmundsson og óskírðan bróður hans frá foreldrum kr. 100.000. Allar þessar gjafir þakka ég af heilum huga. 28. des. 1976. Torfi Guðlaugsson. af bruna- innbús- heimilis- húseigenda- húsa og glertryggingum, féllu í gjalddaga 1. jan. 1977. Það eru vinsamleg tilmæli til oikkar rnörgu og góðu viðskiptamanna, að þeir komi og greiði, eða sendi iðgjöldin, á skrifstofuna. VÁTRYGGINGADEILD K.E.A. Umboð Sanivinnutrygginga g/t. Símar 1-11-42 og 2-14-00.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.