Dagur - 10.03.1977, Blaðsíða 5

Dagur - 10.03.1977, Blaðsíða 5
Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Samvinnu trygg'nsar í þætti útvarpsins um Daginn og veginn sl. mánudag flutti Baldvin 1». Kristjánsson eftirtektarvert erindi og vék þá að tryggingarmálum sam- vinnumanna. Hann sagði meðal annars: Fyrir skömmu hafa sum dagbföð- in látið þess getið, sem í senn er óvenjulegt og ánægjulegt, að með lækkun á opinberri þjónustu er að ræða. Eitt tryggingarfélaganna, Sam- vinnutryggingar, hefur séð sér fært að lækka verulega nokkra iðgjalda- taxta frá síðustu áramótum. Af heim- ilis- og innbústryggingum timbur- húsa 30%, af húseigendatryggingum 20%, sem þó lækkuðu áður um 25%. Þessi iðgjaldalækkun, iðgjaldaspam- aður félagsmanna Samvinnutrygg- inga er talinn nema um 15 milljón- um króna. Þá er annað athyglisvert í þessu sambandi, sem að vísu er ekkert nýtt, en lítt hefur verið á lofti haldið í öll- um þeim hrellingum, sem yfir bif- reiðaeigendur hafa dunið á allmörg- um undanfömum verðbólguámm, í síhækkandi kostnaði og þar með á tryggingariðgjöldum, — en það er sú staðreynd að hundmð bifreiðaeig- enda hafa á ári hverju hjá sama tryggingarfélagi með öllu fríar ábyrgðartryggingar, skyldutrygging- ar á farartækjum sínum. Þetta skeð- ur í sambandi við verðlaun Sam- vinnutrygginga fyrir svokallaðan 10 ára öruggan akstur. Arið 1975 nutu 658 bíleigendur í öllum lögsagnar- umdæmum landsins þessara umtals- verðu fríðinda. Og á síðastliðnu ári 594, og samtals frá árinu 1961, þegar þessi verðlaunaveiting hófst, hvorki fleiri né færri en 638. Það er víst oft minna en þetta, sem þykir saga til næsta bæjar. Fyrir utan almenna bónusafslætti er til nokkuð á vegum sama tryggingarfélags, sem heitir endurgreiðsla tekjuafgangs. Hún er það sem hjá gagnkvæmri tryggingar- stofnun, eins og Samvinnutrygging- um, ofáætluð tryggingariðgjöld, mið- að við tjón hvers árs. Einnig þar áttu og eiga bifreiðaeigendur sína hlutdeild. Samtals hefur félagið nú endurgreitt 97 milljónir misstórra króna, sem að sögn reikningsfróðra manna jafngilda a. m. k. einum mill- jarði króna á núgildandi verðlagi. Hvergi nýtur samvinnustarfið sín betur en á sviði trygginga, þar sem enginn getur sagt fyrirfram með nokkurri nákvæmni, hve tjónin verða mörg né stór. En gagnkvæm tryggingarstofnun skilar ofáætluð- um iðgjöldum til baka. □ Passíukórinn flytur Messías Aundanförnum árum hefur Passíukórinn á Akureyri flutt og kynnt ýmis stór og smá kórverk á vortónleikum sínum. Að þessu sinni mun kórinn ráðast í það stórvirki að flytja óratoríuna Messías eftir Georg Friedrich Hándel. — Stjórnandi kórsins er nú sem fyrr Roar Kvam. Messías er talinn eitt af mestu kórverkum tónbókmenntanna. Verkið mun aðeins hafa verið tvívegis flutt hér á landi, í ann- að sinnið þó mjög stytt. í flutn- ingi Passíukórsins verður það í sinni upphaflegu lengd. Vegna þessa væntanlega tón- listarviðburðar væri ef til vill ekki úr vegi að kynnast ögn höfundi verksins og sögu þess. Georg Friederich Handel. Georg Friederich Handel fædd- ist í Halle £ Þýskalandi árið 1685. Hann þótti snemma hafa mikla tónlistarhæfileika og var settur til tónlistarnáms. Átján ára varð hann fiðluleikari í óperuhljómsveitinni í Hamborg en fór nokkru síðar til ítalíu og starfaði þar um hríð. Árið 1710 kom Handel í fyrsta sinn til Englands en þar átti hann síðar eftir að vinna mörg sín mestu verk og enskur þegn varð hann árið 1721. Á Englandi samdi Handel fjölmargar óper- ur með ítölsku sniði, en þær áttu lengi miklu fylgi að fagna þar. Þegar kom fram um 1740 var óperuáhugi englendinga hins vegar nær enginn orðinn og Hándel varð að segja skilið við þær og snúa sér að öðru. Hann hafði fyrstur manna sam- ið óratoríur við enskan textb, sumpart biblíutexta og sumpart ensk trúarljóð. Fyrsta órator- ían var Esther, sem samin var árið 1732, og í kjölfarið fylgdu Saul og Israel a Egyptalandi. í óratoríum Hándels þótti gæta mjög áhrifa frá hinni ítalskætt- uðu óperu, meðal annars hélt hann fast í skiptingu verksins í þrjá þætti, en það form á upp- runa sinn að rekja til hinna grísku harmleikja. Óratoríur munu hins vegar upp runnar í Róm um 1600. Þær voru upp- haflega kristilegar tónsmíðar fyrir einsöngvara, kór og hljóm- sveit, fluttar á sviði með leik- tjöldum, búningum og leik- rænni tjáningu. Sá mikli um- búnaður lagðist þó fljótlega af. Messías. Árið 1741 samdi Georg Fried- erich Hándel óratoríuna Mess- ías, en hún er frægasta verk hans og talin meðal mestu stór- merkja tónbókmenntanna. Það er undarlega algengt að stór- brotin listaverk verði til á skömmum tíma og svo er með Messías. Hándel mun hafa haf- ið verkið hinn 22. ágúst og lok- ið því að fullu hinn 14. septem- ber. Þannig hefur hann samið þetta umfangsmikla verk á að- eins 24 dögum. Tildrög þess að Messías var saminn munu ekki síst vera þau að Hándel hafði verið boð- ið að koma í tónleikaferð til Dyflinnar á írlandi til þess að flytja þar ýmis verk. Hann hélt til írlands í nóvember 1741, en það var þó ekki fyrr en f apríl 1742, undir lok ferðarinnar, að óratorían Messías var frumflutt í nýju tónlistarhöýllinni í Fish- amblestræti. Aðsókn var svo gífurleg og fyrirsjáanleg mann- þröng að í blaðinu Faulkner’s Journal birtist auglýsing þar sem konur voru vinsamlega beðnar að koma ekki í krínól- ínum og karlar voru beðnir að skilja sverð sín eftir heima. Þegar verkið var frumflutt lék hljómsveit skipuð 30—40 hljóðfæraleikurum. Kórinn var skipaður söngfélögum tveggja kirkjukóra og voru það alls 16 karlar og 16 drengir. Einsöngv- arar voru senjora Avolio, frú Cibber, herra Baily og herra Mason. írar tóku verkinu geysi- lega vel. Tónlistardómarar blaða notuðu hástemmdustu lýsingarorð um glæsileika og fullkomnun verksins og kváð- ust ekki geta lýst því orðum svo vel væri. Þessi frumflutn- ingur var því í einu og öllu stór- sigur fyrir Hándel. í London hlaut Messías ekki jafn stórfenglegar móttökur. — Það var aðallega vegna stífni ensku kirkjunnar, en samkvæmt ritúali hennár var verkið ekki nægilega kristilegt til þess að vera flutt í kirkju og of kristi- legt til þess að vera flutt í ver- Sigurbjörg Pétursdóttir 75 ára 14. febrúar 1977 Með hækkandi sólu og sumar í vændum, við sendum þér kveðju í dag, frá börnunum þínum og fjölda af frændum og framtíðin blessi þinn hag. Þú sjötíu og fimm árin löng hefur lifað og lífið fært gleði og sorg. © En sjaldnast þú hefur á kvöl þinni klifað * né kveinstafi borið á torg. « En erfið oft reyndist þín ævinnar ganga, í því einatt varð dagsverkið langt. T Það var ekki margbreytt né mikið til fanga T og mannlífið dapurt og strangt. ^ En sú tíð er liðin og kemur ei aftur, jjf og áfram skal haldið á braut. ^ Já, Drottins er mátturinn, kyngi og kraftur, |=- hann kvölina sefar og þraut. <•) f Hópurinn stóri, er Guð veitti og vakti, S hann vermir þinn minninga fans. X Með áræðni, dugnaði, kærleik og krafti T þú komst honum öllum til manns. T Það verður ei skráð, hvaða tíma það tekur, íf en tilheyrir liðinni stund. Það undrar víst marga og athygli vekur, þá aðrir, þeir fengu sér blund. © f Gakk þú í framtíð á gæfunnar vegi. q Guð blessi minninga fjöld. X Hópurinn niðjanna margfaldast megi, £ þó mannlífið heimti sín gjöld. ? Við þökkum þér góðvild og hjarta þíns hlýju, % þú hefur svo mikið af því. ^ f Amstri og lasleika á árinu nýju T af öllu því reynist þú frí. ® 1 (a- ó-> ! *'><^*->-<^*^©**'>-©-»-*'>©->'*'J-<sW'**©->'*'>-©-*'*-)-©-í-*'>'©-S'** ©->•*•>•© aldlegu leikhúsi. Þó leið ekki á löngu uns englendingar tóku að virða verkið og meta, og eftir 1750 varð flutningUr þess árviss viðburður í tónlistar- heimi Lundúna. Messías er fyrsta óratorían sem samin er við óbreyttan texta biblíunnar. — Einnig er Messías fyrsta óratorían sem fjallar um allt líf frelsarans, en áður höfðu verið samin verk þar sem tekin voru fyrir ákveð- in skeið í ævi hans: fæðingin, píslarsagan, upprisan o. s. frv. Sá sem tók saman texta órator- íunnar var Charles Jennens, en hann hafði áður verið Hándel innan handar við útvegun og samantekt söngtexta, t. d. fyrir órotoríuna Saul. Texti Messías- ar er tekinn jöfnum höndum úr Gamla og Nýja testamentinu. í fyrsta hluta er fjallað um komu Messíasar, jólasöguna og verk frelsarans samkvæmt frásögn- um guðspjalla Lúkasar og Matt- heusar og spámannanna Jesaja og Sakaría. Annar þáttur er um frelsun og píslir Messíasar, þar sem aðallega er stuðst við frá- sögn Jesaja spámanns og Dav- íðssálma. í þriðja þætti er svo þakkargjörð til Messíasar fyrir að sigrast á dauðanum og þar stuðst við Korintubréfið og op- inberun Jóhannesar. Messías er saminn við enskan texta biblíunnar og um nokk- urt skeið var verkið eingöngu flutt á ensku, meðal annars þegar það var frumflutt í Þýskalandi árið 1772. Árið 1775 var verkið fyrst flutt á þýsku eftir að Klopstock og Ebeling höfðu snarað textanum og síð- an er orðin árleg hefð í Þýska- landi að flytja óratoríuna- Mess- ías. Algengast mun þó að verk- ið sé flutt með hinum uppruna- lega texta. Sagt er að síðasta tónverk sem Hándel hlýddi á hafi ver- ið Messías er verkið var flutt í fimmtugasta og sjötta sinn í London, fáeinum dögum fyrir andlát tónskáldsins. Georg Friederich Hándel lést í London í apríl árið 1759. Sv. Páll Frá vinstri. Systir María: Unnur Garðarsdóttir. Systir Jósefína: Guðrún Glúmsdóttir. Hin æruverðuga móðir, forstöðukona klaust- ursins: Guðrún Friðriksdóttir. Ungmennafélagið Efling Systir María, eftir Charlotte Hastings. Leikstjóri: Ingunn Jensdóttir. Listin býr í fólkinu og er hluti af því og kemur fram með ýms- um hætti. Ungmennafélagið Efling í Reykjadal hefur að undanförnu verið að sýna sjón- leikinn „Systur Maríu“, eftir Charlotte Hastings, með mikl- um ágætum. Félagið sýnir fyrst og fremst í félagsheimili sveit- arinnar, að Breiðumýri, en hafði að þessu sinni þrjár sýningar á leikritinu í Samkomuhúsinu á Húsavík. Sýningarnar á Húsa- vík voru ekki eins vel sóttar ðg þær áttu skilið, því það er með ólíkindum hve hið fámenna ungmennafélag hefur mörgum ágætum leikurum á að skipa. „Systir María“ er sakamála- leikrit og gerist í klaustri. Hetj- an í leiknum, sá sem leiðir allan sannleikann í ljós, er ung og lagleg nunna og barátta hennar beinist að því að koma í veg fyrir, að saklaus verði dæmdur sekur. Að sjálfsögðu ber barátta hennar ávöxt og réttlætið sigrar fyrir hennar tilstilli. í sýning- unni er hógvær spenna í takt við ró og einbeitni systur Maríu. Leikhúsgestir eru stöðugt fullir eftirvæntingai’, þar til að gátan er ráðin og sýningunni lýkur. Hvergi er bláþráður í sýning- unni, en einstaka leikarar gera þó hlutverkum sínum betri skil en aðrir. Sérstaka athygli mína Kjaramálaráðstefna 12. marz Dagana 12. og 13. mars n. k. verður kjaramálaráðstefna Iðn- nemasambands fslands haldin að Hótel Varðborg á Akureyri. Ráðstefnuna munu sækja iðn- nemar allsstaðar að af landinu, um 45—50 talsins. — Tilgangur ráðstefnunnar er sá að; sam- ræma og móta kröfur iðnnema í samningum þeim, sem f) hönd fara á komandi sumri svo og að ræða kjaramál iðnnema yfir- leitt. Kjör iðnnema eru með því lakasta sem gerist á launamark- aðinum, og veitir svo sannar- lega ekki af að taka þar eitt- hvað til hendinni ef iðnnemar eiga að ná því markmiði sem talin eru lífvænleg laun. (Frá Fél. iðnnema á Akureyri). Förum 1 leti ir með ull ina Nú er að hefjast vetrarrúning- ur á sauðfé um allt land, og því tel ég nauðsynlegt, að bændur og aðrir ullarframleiðendur séu áminntir um að ganga vel frá ullinni, sem þeir senda frá sér til ullarþvottastöðvanna í land- inu. Ég er búinn að vera við ullarmat í 10 eða 12 ár, og tel að enn skorti mikið á, að bænd- ur almennt geri sér grein fyrir því, að ullin þarf að vera þurr og vel með farin. Að vísu eru allmargir bændur, sem sýna þessu máli fullan skilning, og ganga vel frá sinni ull. Að mínu áliti er það fyrst og fremst vetrarrúna ullin, sem þarf að vanda til, þannig að hún klessist ekki saman í harða kekki, sem illmögulegt er að greiða í sundur. jEftir þeirri reynslu, sem ég hef af þessu, þarf að vefja reifið saman þannig, að togið snúi inn en ekki út, eins og margir gera. Á þann hátt klessist ullin minna saman og ekki má troða reif- unum volgum í pokana. Þá eru skítakleprarnir í ull- inni hjá þeim bændum, sem . ekki hafa grindur í sínum fjár- húsum, með öllu óþolandi og verður sennilega sífellt vanda- mál. En þetta verður pkki leyst nema með því að setja grindur í fjárhúsin. Það hefur aftur á móti mikinn kostnað í för með sér, og tel ég að þar verði Stofn- lánadeild landbúnaðarins að koma til að lána fjármagn til þeirra bænda, sem ekki geta leyst þetta verkefni af eigin rammleik. Þó að ullin sé ekki stór þátt- ur í framleiðslu bóndáns, ber að taka meira tillit til hennar en gert hefur verið hingað til, meðal annars vegna þess' hvað ull, og þó sérstaklega ulláriðn- aður, er að verða snar þáttur í útflutningi og gjaldeyrisöflun þjóðarinnar, svo ekki sé minnst á þá miklu atvinnu, sem mllin skapar í landinu. En þar á ég við þann mikla iðnað, sem fram- leiðir úr íslenskri ull, og reynd- ar gærum líka. En til þess að svo megi verði og þessi upp- bygging ullariðfiaðarins þaldi áfram í landinu, þarf að stór- auka og bæta ullina, og eins er hitt, sem ekki er síður áríðandi, að öll ull skili sér af fénu á réttum tíma, en sé ekki látin vera á því allt sumarið og fram á vetur. Þessum málum öllum hefði þurft að gera miklu betri skil, en það verður vonandi gert af öðrum, sem fjalla um þessi mál. K. S. vakti leikur Unnar Garðsdótt- ur í hlutverki systur María. — Frumraun sína á leiksviði mun Unnur hafa háð er Ungmenna- félagið Efling sýndi leikritið Kertalog eftir Jökul Jakobsson í fyrra vetur. Þá hlaut hún al- mennt lof leikhúsgesta fyrir túlkun sína á geðsjúku stúlk- unni, Láru, í því leikriti. 1 sýn- ingunni á „Systur Maríu“ þótti mér mjög góður leikur Hrannar Benónýsdóttur, sem lék sak- felldu konuna, Arnórs Benónýs- sonar, sem lék þroskaheftan ungan pilt, skjólstæðing systur Maríu, Guðrúnar Glúmsdóttur og Guðrúnar Friðriksdóttur, sem báðar léku nunnur. Leik- stjóranum, Ingunni Jensdóttur, hefur tekizt vel að ná góðum heildarsvip á sýningunni. Húsavík 2. mars 1977. Þorm. J. Ársþing ÍBÖ var tímamótaþing Laugardaginn 19. febrúar sl. var Ársþing ÍBÓ haldið í Ólafs- firði. Að ýmsu leyti var þetta tíma- mótaþing hjá ÍBÓ þar sem veigamiklar skipulags- og laga- breytingar voru gerðar í þeim tilgangi að hleypa nýju lífi í starfsemina og beina henni inn á nýjar brautir til að auka þátt- töku og fjölbreytni í starfi. Má þar fyrst nefna að þingið samþykkti samhljóða tillögu sem borin var fram af formönn- um allra aðildarfélaga ÍBÓ þar sem stjórninni var falið að óska eftir inngöngu í Ungmenna- félag íslands. í framhaldi af þessari tillögu voru gerðar nokkrar breytingar á gildandi lögum og nefnast samtökin nú Ungmenna- og íþróttasamband Ólafsfjarðar — skammstafað UÍÓ. Vaxandi áhugi er á Ólafsfirði fyrir íþrótta- og félagsstarfi og ríkti bjartsýni á þinginu varð- andi framtíðina. Gestur þingsins var Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ, og flutti hann erindi um skipulagsmál og starfshætti ung mennafélagshreyfingarinnar í landinu og svaraði fyrirspurn- um þingfulltrúa. Þá var fjallað um fjármál sambandsins, uppbyggingu íþróttamannvirkja og ýmis framtíðarverkefni og að lokum fóru fram kosningar í hinar ýmsu trúnaðarstöður. í stjórn UÍÓ voru eftirtaldir kosnir: Formaður Stefán B. Ólafsson, Golfklúbbi Ólafsfjarð- ar, meðstjómendur Ármann Þórðarson, Umf. Vísi og Magn- ús Stefánsson, Leiftri. — Vara- stjórn: Sveinbjöm Árnason, Umf. Vísi, Björn Þ. Ólafsson, Leiftri og Stefán B. Einarsson, Golfklúbbi Ólafsfjarðar. Fréttatilkynning frá UÍÓ. Æfingar hafnar af krafti hjá knattspyrnumönnum Knattspyrnumenn á Akureyri og nágrenni hafa nú þegar hafið æfingar af fullum krafti, og mun ekki veita af, þar eð mikið mun vera um að vera á því sviði næsta sumar. Flest félög hafa nú þegar ráðið þjálfara sem annað hvort eru væntanlegir innan skamms eða þá þegar byrjaðir að þjálfa. Þór hefur endurráðið þjálfara sinn Þórsarar hafa endurráðið þjálfara sinn frá í fyrra og mun hann vera væntanlegur til landsins innan fárra daga. Þórsarar háfa hafið æfingar fyrir nokkru og hefur æfingar- sókn verið góð. Ekki mun þeim veita af þeim tíma sem til stefnu er, því að þeir eiga að leika marga leiki strax í maí og þá gegn flestum bestu liðum landsins. Þeir munu ef- laust leika fyrstu heimaleiki sína á malarvelli sínum, og ætti það að vera þeim til góða. Ekki er vitað um neinar stór- ar breytingar á liði þeirra frá undanförnum árum, nema að fyrirliði þeirra, Magnús Jónat- ansson, mun ekki leika með þeim næsta sumar, því hann hefur tekið að sér að þjálfa Reyni á Árskógsströnd. — Er vonandi, að Þórsurum gangi róðurinn í fyrstu deild vel og að þeir verði bæ og byggð til sóma á knattspyrnuvellinum. Formaður knattspymudeildar Þórs er Þóroddur Hjaltalín. Jóhannes Atlason verður þjálfari KA KA hefur ráðið Jóhannes Atla- son til þjálfunar á meistara- flokki félagsins næsta keppnis- tímabil, en hann dvelur nú við nám í Þýskalandi og hefur ekki störf hjá KA fyrr en 15. apríl. Fram að þeim tíma mun Matthías Ásgeirsson þjálfa liðið, og verða síðan Jóhannesi til aðstoðar. Jóhannes er þekkt ur þjálfari og þykir einn sá besti sem íslendingar eiga. — Ekki verða miklar breytingar á KA-liðinu frá í fyrra, nema fyrirliðinn, Hörður Hilmars- son, hefur aftur gengið í lið með sínum gömlu félögum í Val og mun leika með þeim næsta sumar. — í ráði er að senda nokkra úr liðinu í æf- ingabúðir til Danmerkur, til Jack Jonson sem þjálfaði ÍBA fyrir nokkrum árum. Þá hafa yngri flokkar félagsins einnig hafið æfingar. Fyrsti leikur KA í annarri deild er gegn Völsungum á Húsavík 25. maí, og nokkrum dögum seinna leika þeir á Neskaup- stað gegn Þrótti. Formaður knattspyrnudeildar KLA er Ör- lygur ívarsson. Magnús þjálfar 2. deildarlið Reynis Magnús Jónatansson hefur nú tekið að sér að þjálfa annarr- ar deildar lið Reynis, Árskógs- strönd, næsta keppnistímabil. Magnús er reyndur knatt- spyrnumaður sem hefur leik- ið í meistaraflokki ÍBA og Þórs um 15 ára skeið. Þá hef- ur hann einnig verið valinn í íslenska ’ landsliðið. Æfingar eru nú að hefjast hjá Reynis- mönnum, en þeir hafa engan malarvöll að æfa á og er það mjög bagalegt fyrir voræfing- arnar, því grasvellimir kom- ast sjaldnast í gagn fyrr en snemma á sumrin. Ekki er ósennilegt, að Reynismenn leiti til Akureyrar eftir æf- ingaraðstöðu. Lið þeirra mun lítið breytast frá síðasta keppnistímabili, og er ekki að efa, að þeir munu standa fyrir sínu næsta sumar eins og endranær. Formaður Knatt- spyrnudeildar Reynis er Gylfi Baldvinsson, Engihlíð. Völsungar með enskan þjálfara Völsungar munu nú hafa endurráðið enska þjálfarann sem þeir höfðu í fyrra, og lík- aði mjög vel við. Einn leik- manna Völsunga, Helgi Helga- son, sem jafnframt hefur leik- ið með íslenska unglingalands- liðinu, hefur undanfarið dval- ið í Bandaríkjunum og æft og leikið með bandaríska liðinu Kosmos, en það er sama lið og hinn frægi Pele leikur með. Völsungar hafa þegar hafið æfingar og verður lið þeirra einnig skipað að mestu sömu leikmönnum og í fyrra, en þó hefur Magnús Torfason aftur gengið í lið með sínum gömlu félögum í Keflavík. Þeir leika sinn fyrsta leik gegn KA á heimavel'li. Formaður knatt- spyrnudeildar Völsungs Freyr Bjarnason. er Dagsbrún sendir lið í 3. deild Ungmennafélagið Dagsbrún í Glæsibæjarhreppi sendir einnig lið í þriðju deild ís- landsmótsins, norðurlandsrið- il, og er þetta í fyrsta skipti, sem þeir keppa í íslandsmóti. Þjálfari hefur verið ráðinn Sigmar Gunnþórsson, en hann hefur undanfarin ár leikið með Reyni, Árskógsströnd. — Flestir leikmenn liðsins munu vera Akureyringar, sem geng- ið hafa í ungmennafélagið. — Þeir hafa þegar hafið æfingar, og heimavöllur þeirra er gras- völlurinn hjá Dvergasteini. Steingrímur ráðinn þjálfari Ungmennafélagið Árroðinn í Öngulsstaðahreppi sendir lið í þriðju deild, norðurlandsrið- il, og þjálfari þeirra er Stein- grímur Bjömsson. Þeir' hafa þegar hafið æfingar af fullum krafti. Nokkrir nýir leikmenn leika með þeim næsta sumar, m. a. Guðmundur Heiðreksson sem áður lék með KA, Hákon Henrysson sem lék með Reyni, Árskógsströnd, og Valur Stein grímsson sem lék með Aftur- eldingu í Mosfellssveit. Heima- völlur Árroðans er á Lauga- landi og er það góður gras- völlur. Formaður félagsins er Haraldur Sigurgeirsson, Öng- ulsstöðum. Piltar í 4. flokki til Noregs í sumar Piltar úr fjórða flokki í knatt- spyrnu munu á næsta sumri keppa í Álasundi í Noregi á norrænu vinabæjarmóti. — Munu þeir leika undir merki ÍBA, og hafa þegar verið vald- ir piltar til æfinga, frá KA og Þór. Þröstur Guðjónsson mun annast þjálfun drengjanna. Læra snemma Hlíðarfjall hefur verið mikið sótt af ungum og .gömlum, einkum um helgar. Skíðasnjór- inn hefur verið með ágæt- um, nægur og mjúkur. Þang- að hafa lagt leið sína heilar fjölskyldur og unað sér vel. Þá bar það við fyrir skömmu að á Pollinum varð betra skautasvell en orðið hefur um fjölda ára og brugðu margir sér á skauta á meðan ísinn hélst. Vetrarhátíð barnanna í samvinnu við útgáfufyrir- tækið Gutenbergshus-Bladene í Danmörku var á sl. ári hald- ið skíðamót fyrir börn á aldr- inum 7—12 ára, Andrésar- Andar-leikarnir. Næsta mót er ákveðið 19. og 20. mars. Auk þess að vera skíðamót, verður þetta kynn- ingarmót fyrir börn víðs veg- ar af landinu og mótsaðilar sjá um ókeypis gistingu fyrir aðkomukeppendur í Skíðahó- telinu í Hlíðarfjalli við Akur- eyri. En þátttökugjald er 500 krónur. Upplýsingar eru gefn- ar í Skíðahótelinu. Keppt verð ur í svigi og stórsvigi drengja og stúlkna í öllum aldursár- göngum frá 7—12 ára. Allir keppendur fá þátttöku viðurkenningu, auk þess sem sérverðlaun eru veitt fyrstu 6 keppendum í hverri grein í hverjum árgangi. Einnig er keppni milli héraða um fagr- an grip sem Slippstöðin hf. á Akureyri gaf á sl. ári. Öllum börnum hér á landi á þessum aldri er heimil þátt- taka í skíðamótinu og skal senda þátttökutilkynningu fyrir 12. mars n. k. til Andrés- ar Andarleikanna, pósthólf 168, Akureyri. í mótsnefnd eru: Leifur Tómasson, Kristinn Steinsson, Kristinn Lórenzson, Hermann Sigtryggsson og ívar Sig- mundsson. 4•DAGUR DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.