Dagur - 10.03.1977, Blaðsíða 7

Dagur - 10.03.1977, Blaðsíða 7
Frá hátíðafundi í bæjarstjórn Akureyrar 8. marz r \ hátíðafundi í bæjarstjóm 8. mars sl., í tilefni af 2500. ** fundi, flutti forseti bæjarstjómar, Valur Arnþórsson, eftirfarandi ávarp, sem góðfúslega var leyft til birtingar hér í blaðinu. Bæjarstjóri, háttvirtir bæjar- fulltrúar! í tilefni þess, að bæjarstjórn Akureyrar heldur nú bæjar. stjómarfund, sem í töluröð frá upphafi er númer 2500, hafa bæjarstjómarmenn allir, ásamt bæjarstjóra, orðið ásáttir um að flytja eftirfarandi tillögu: „í tilefni af tvö þúsund og fimmhundraðasta fundi bæjar- stjórnar Akureyrar samþykkir bæjarstjórn að leggja fram úr bæjarsjóði 2,5 milljónir króna til ritunar sögu Akureyrar.“ Það er að sjálfsögðu álitamál, hversu minnast skuli tímamóta er þeirra, er bæjarstjóm Akur- eyrar nú heldur fund sinn numer tvöþúsund og fimm- hundruð, og reyndar álitamál, hvort tímamótú sem þessara skuli yfirleitt minnst. Það er hins vegar ekki á hverjum degi, að bæjarstjórn Akureyrar held- ur fund, sem í töluröð frá upp- hafi ber upp á hálft og heilt þúsund, og reikna má með að u. þ. b. tuttugu og fimm ár líði þar til bæjarstjórn heldur fund sinn númer þrjúþúsund. Það þótti því eðlilegt við þessi tíma- mót, að nokkuð yrði staldrað við og þá einkum skyggnst til átta að því er varðar sögu Akur- eyrarbæjar. 1 því sambandi þótti tilhlýðilegt, að fluttur yrði hér á fundinum stuttur annáll um sögu bæjarstjórnar, svo sem bæjarstjóri þegar hefur gert, og vil ég þakka honum flutning annálsins, jafnframt því sem ég þakka Þórhalli Bragasyni, skjalaverði á Amtsbókasafninu, samantekt annálsins. Jafnframt ■þótti tilhlýðilegt við þessi tíma- mót, að tekið yrði af skarið á myndarlegan hátt um, að haf- ist skyldi handa um ritun á sögu Akureyrar, og því er flutt sú tillaga, er ég áðan greindi. í tillögunni er því raunar aðeins slegið föstu að leggja skuli fram ákveðna fjármuni til ritunar sögu Akureyrar, en hins vegar fjallar tillagan ekki um það, hversu staðið skuli að rit- un sögunnar, enda er þar um viðamikið og flókið mál að ræða, sem vandlega þarf að undirbúa, áður en hafist er handa. Ég skal í þessum fáu orðum, er ég hér mæli, ekki fara langt út í þá sálma að ræða til- högun á ritun sögu Akureyrar, en nokkur augljós sannindi blasa við í þessu sambandi, er mið hlýtur að verða tekið af, þegar fyrirkomulag á ritun sög- unnar verður ákveðið. Akur- eyrarbær verður á þessu ári eitt hundrað og fimmtán ára gamall og hefur á þessum árum þróast úr örlitlu þorpi með ein- falda atvinnuhætti í næst stærsta þéttbýliskjarna þjóðar- innar með einhverja þá mestu fjölbreytni, sem hér á landi ger- ist, í atvinnu- og menningarlífi. Akureyri hefur á þessum tíma þróast í að verða höfuðstaður Norðurlands. Hér hefur þróast fjölbreyttari og öflugri iðnaður en víðast annars staðar á land- inu, þannig að Akureyri er hlut- fallslega mesti iðnaðarbær landsins. Hér er hin öflugasta miðstöð verslunar og þjónustu, sem um getur utan höfuðborg- arsvæðisins. Akureyri hefur verið nefndur skólabærinn og er það réttnefni, menntastofn- anir hér enda margar og merki- legar. Togaraútgerð, fiskvinnsla og annar matvælaiðnaður er hér stærri í sniðum en víðast ann- ars staðar á landinu og stendur með miklum blóma. Félagslíf er hér með miklum blóma og hér hafa þróast ein öflugustu samvinnusamtök landsins, öflug verkalýðsfélög, og margháttuð frjáls samtök fólksins í bænum hafa lagt drjúgan skerf af mörkum til þróunar bæjarins. Listir og vísindi hafa þróast og dafnað í bænum og Akureyr- ingar eiga atvinnuleikhús, hið eina utan Reykjavíkur. Á Akur- eyri hefur þróast öflug og góð heilbrigðisþjónusta og við höf- um hér í bænum stærsta spítala utan höfuðborgarsvæðisins, en hann er nú í mikilli uppbygg- ingu. Mörg höfuðskáld og rit- höfundar hafp fundið hér sælureit og gert garðinn fræg- an. Á Akureyri er hið myndar- legasta 'bókasafn, Amtsbóka- safnið, auk þess sem í bænum eru ýmis önnur merkileg söfn. íþróttamál hafa staðið hér með blóma og hér hefur verið byggð upp hin besta skíðaaðstaða á þessu landi, sem enda er viður- kennd opinberlega sem miðstöð vetraríþrótta á íslandi. Þannig mætti lengi telja, en hér skal látið staðar numið til þess að mál mitt verði ekki alltof langt. Þess skal þó að lokuð getið, að Akureyrarbær sem slíkur hef- ur á þessum árúm verið byggð- ur upp sem öflug stofnun, sem stýrir bæjarmálum í allri fjöl- breytni þeirra, og á vegum Ak- ureyrarbæjar starfa tíg hafa starfað margar hinar merki- legustu stofnanir. Öll þessi upp- talning, þó hvergi nærri tæm- andi sé, lýsir því vel, hversu geysivíðfemt verkefni það er að rita sögu Akureyrar. Það hefur því á undanfömum árum talsvert verið rætt bæjarfull- trúa meðal, að trauðla sé ger- legt að rita aðeins eina sögu Akureyrar, heldur verði heppi- legra að nálgast viðfangsefnið á þann hátt, að ritaðar verði sög- ur hinna ýmsu þátta í bæjar- lífinu, sem síðan myndi safn að sögu Akureyrar. Ymislegt hef- ur þegar verið ritað, en nauð- synlegt er að taka mál þannig tökum hið fyrsta, að sem bestur heildarsvipur fáist á útgáfu hinna ýmsu verka. Verið er að rita leiklistarsögu bæjarins, — verið er að rita sögu Mennta- skólans og rætt er um að rita sögu iðnaðarins í bænum. — Klemenz Jónsson ritaði sögu Akureyrar endur fyrir löngu, samvinnufélögin í bænum hafa Óskar Halldórsson: Uppruni og Þema Hrafnkels- sögu. Útg.: Hið íslenska bókmennta- félag 1976. íslendingasögurnar eru viður- kenndar bókmenntir víða um lönd. Þær hafa á liðnum öldum einnig verið eitthvert vinsæl- asta lesefni þjóðarinnar. Þær hafa hjálpað þjóðinni að halda við tungunni og glætt þjóðernistilfinningunfi. sem er undirstaða þess að við erum sjálfstæð þjóð. Við rannsóknir sagnanna á þessari öld, hefur komið í ljós að víða gætti mótsagna í sög- unum og ályktuðu fræðimenn af því, ásamt fleiru, að hinir ónafngreindu snillingar sem skráðu sögurnar hafi haft meiri áhrif á þær en álitið hefur verið. Kom þá ný skoðun fram sem mikið hefur verið á lofti haldið síðustu áratugi, mótuð af okk- ar tmerkustu bókmenntafræð- ingum. Sú skoðun að sögurnar séu að meiri eða minna leyti skáldsögur. Höfundarnir hafi hagrætt efninu að eigin vild. En þessi skoðun hefur átt Út er komin hjá Almenna bóka- félaginu bókin Dauðasyndir mannkyns eftir austurríska nó- belsverðlaunahafann í læknis- fræði, ptrófessor Konrad Lor- enz. Lorenz er, eins og kunnugt látið rita sögu sína við ýmis tímamót í sögu samvinnufélags- skaparins og Búnaðarsamband Eyjafjarðar hefur látið rita um búskap í Eyjafirði. Sögufélag Eyfirðinga hefur gefið út verk, er lúta að ýmsum þáttum í lífi fólksins í Eyjafjarðarbyggðum og eðlilegt er að samstarf sé haft við Sögufélag Eyfirðinga, þannig að sem bestur heildar- svipur fáist á alla útgáfustarf- semi um sögu fólksins í þessum byggðum, en bæjarsjóður hefur einmitt í þá veru stutt Sögufé- lag Eyfirðinga fjárhagslega. Um mjög marga og mjög þýðingar- mikla þætti í lífi fólksins á Akureyri og í Eyjafjarðar- byggðum hefur enn ekkert ver- ið ritað. litlu fylgi að fagna meðal al- mennings. Fólkinu þótti fræði- menn ganga of langt í að rengja sannleiksgildi sagnanna. Margir hafa mótmælt niðurstöðum vís- indamannanna. En þeir hafa þegar þagað þunnu hljóði og ekki hætt sér út í að ræða mál- ið við leikmenn. Á þrettándu öld þegar flestar sögurnar voru skráðar þekkt- usjt ekki skáldsögur. Þá var skrifað um atburði og söguleg- ar persónur. En sennilegast er að sögulegir atburðir og arf- leifð séu uppistaða sagnanna, en ívafið tengsl atburðanna og frá- sögn höfundarins og hafa þeir margir verið snillingar að segja sögu. Lengst gekk kenningin um skáldskap íslendingasagna í rit- gerð um Hrafnkelssögu eftir Sigurð Nordal, prófessor. Hann dæmdi söguna hreina skáld- sögu. Þar segir hann: „Aðal- viðburðirnir, sem Hrafnkatla segir frá, hafa aldrei gerzt: hrakningar Hrafnkels frá Aðal- bóli, uppgangur hans á Hrafn- kelsstöðum, endurheimt hins forna ríkis hans. Tvær af aðal- persónum sögunnar, þeir Þjóst- er, einn af skeleggustu tals- mönnum umhverfis- og mann- verndar sem nú er uppi, og hefur með sínum vel rökstuddu athugunum og kenningum sannarlega neytt vísindamenn um allan heim til að horfast í augu við þær hættur, sem ógna undirstöðum mannlegrar til- veru. Bókin heitir á frummálinu „Die acht Todensúnden der zivi- lisierten Menshheit“ — hinar átta dauðasyndir siðmenntaðs mannkyns, og skilgreinir höf- undurinn rækilega í hverju þessar syndir eru fólgnar og hverjar hljóta að verða afleið- ingar þeirra. Kaflaheiti bókar- innar gefa efnið til kynna, en þau eru þessi: Offjölgun, Um- hverfiseyðing, Kapphlaupið við sjálfan siig, Útkulnun tilfinn- inga, Hrömun erfða, Hefðarof, Innræting, Kjamorkuvopn. — Auk þess ritar höfundurinn for- mála, sem hann nefnir Bjart- sýnisforspjall og dregur efnið saman í yfirlitskafla í lok bók- arinnar. Dauðasyndir mannkyns er kilja, 124 bls. að stærð, unnin í Prentverki Akraness. Kápu- teikningu hefur gert Auglýs- ingastofa Lárusar Blöndals. í ljósi þess, hversu geysivíð- femt þetta viðfangsefni er, eins og þegar hefur verið lýst með dæmum, býst ég við að segja megi, að bæjarfulltrúar hafi verið á réttri leið, er þeir að undanförnu hafa rætt um þá leið, að fremur verði ritað safn til sögu Akureyrar, en að gef- in verði út ein heildarsaga, sem geri tilraun til þess að gera öll- um hinum ólíkum þáttum bæj- arlífsins skil. Ég fer ekki lengra út í þessa sálma, en tel eðlilegt, að bæjar- ráð, í samstarfi við stjóm Amtsbókasafnsins og stjórn Menningarsjóðs Akureyrarbæj- ar hafi forgöngu um að marka þær leiðir, er farnar verða í þessu efni, en hitt hljóta allir að verða sammála um, að hið allra fyrsta þarf að hefjast handa á skipulegan hátt. Því er þessi tillaga flutt, er ég gerði grein fyrir í upphafi. arssynir, hafa ekki verið til.“ Ég hygg að þetta sé einhver hæpnasta ritgerð þessa kunna fræðimanns, enda hafa margir orðið til að mótmæla henni. Nýlega kom út bók eftir Ósk- ar Halldórsson, lektor, um upp- runa Hrafnkelssögu. Er skemms frá að segja að Óskar mótmælir eindregið þeim skilningi að Hrafnkelssaga sé skáldsaga. Fer hann bil beggja milli áður ríkj- andi skoðana og upprunakenn- ingarinnar og ætlar að sagan sé rituð eftir gömlum munn- mælum og arfleifð og engin á- stæða sé að ætla að hún hafi ekki gerst. Ber hann m. a. fyrir sig heimildir úr Landnámu um Hrafnkel og þó að sögunum beri ekki saman nema að nokkru leyti. í Sturlubók Land- námu telur Sturla Þórðarson Hrafnkel einn af fjórum mestu höfðingjum á Austurlandi og hefði hann varla hafa gert það, ef Hrafnkell hefði aldrei verið til. Ég hygg að þessi bók Óskars valdi tímamótum í skilningi á islendingasögum. Og hún vek- ur fræðimenn til umhugsunar um það, „að rannsóknir á eðli munnmæla hafa lítt verið hag- nýttir við rannsóknir íslendinga- sagna og naumast stundaðar á íslandi.“ En það er einmitt eftir þessari leið sem Óskar skýrir Hrafnkelssögu. Sennilega get- um við margt lært af norskum vísindamönnum í þessu efni, en þeir hafa verið í fararbroddi um langt skeið. Má vænta þess, að íslenskir bókmenntafræðingar skýri fleiri íslendingasögur út frá þessu sjónarmiði á næstu áratugum. Eitt er það þó sem þér þykir vanta í bók Óskars. Það er meiri rannsókn á sögustaðnum, Hrafnkelsdal. Þar er of lítið um öll þau örnefni sem sagan grein- ir frá og þær fornleifarannsókn- ir sem þar hafa verið gerðar. Ég vil ekki hlýta dómi Sig. Nordals um þær. Og úr ömefn- um má lesa merkilegan fróð- leik. Þarna hygg ég að ýmislegt sé ókannað sem rennir stoðum undir sannleiksgildi sögunnar. Ég vona að Óskar eigi eftir að skrifa stærri bók um þetta efni, þar sem ömefni og staðhættir í Hrafnkelsdal er rækilega rann- sakað. Þessi bók Óskars er að því leyti merkileg að hún gefur okkur Hrafnkelssögu aftur sem íslendingasögu og leysir hana úr ánauð skáldsögunnar, þar sem hún hefur verið í hlekkj- um um skeið. Eiríkur Sigurðsson ■ m SDtthreinsandi ■ inníheldur klór alfaheta lágfreyóandi hvnttaefni fyrir mja takerfi, matvælaiðnaö o.fl. Innihald: Syntetisk þvottaefni, Polyfosföt, Slliköt, Vlrkt klór 3% Notkunarmagn: 50 g (tæpt mál) í 15 lltra 1 mál tekur 60 g (0,8 dl) Geymist f lokuöu íláti á þurrum sta5. Þetta er nauösynlegt til þoss aö sótt- hreinsunareiglnleikar efnisins haldlst. EFNAVERKSMIÐJAN SJOFN • AKUREYRI ÚTSÖLUSTAÐUR VÉLADEILD Ný skoðun á uppruna Hrafnkelssögu Dauðasyndir mannkyns DAGUR•7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.