Dagur - 10.03.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 10.03.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMiÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, FIMMTUDAGINN 10. MARS 1977 11. TOLUBLAÐ Vondar horfur Félag dí'áttarbrauta og skipasmiðja hafa sent frá sér frétt um það, að 8 stöðvar séu ýmist verk- efnalausar eða hafi verk- efni til skamms tíma, en fjórar stöðvar séu með verkefni næstu 10—12 mán- uði. □ Æðardúnninn er dýrmætur Æðardúnninn er ákaflega verðmæt vara og eftirsótt. Mest af honum er flutt á erlendan markað, einkum til Þýskalands. Fæst þar fyrir handtíndan dún um 39 þúsund krónur fyrir kílóið. Innanlandsverð er 40.800 krónur. Æðarvarp er talið til mestu hlunninda á jörðum og hefur sumum tekist að auka það veru- lega og auka þannig tekjur sínar. Talið er, að dúnfram- leiðsla ársins 1976 muni nema um 70 milljónum króna. Vargfugl og minnkar gera mikinn usla í varp- löndum bænda á vorin. □ H Sextán ár í fangelsi Ásgeir Ingólfsson var ný- lega í Sakadómi Reykja- víkur dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Lovísu Kristjánsdóttur að bana og fyrir innbrot í Vél- smiðjuna Héðinn. Hér á landi hefur ekki tíðkast þyngri refsing fyrir hroða- legustu afbrot. Málinu var skotið til Hæstaréttar. Þá mun þess væntanlega ekki mjög langt að bíða að dóm- ar verði kveðnir upp í Guð- mundar- og Geirfinnsmál- um. □ Aö hefja búskap í sveit Oft er um það rætt, að dýrt sé að hefja búskap í sveit og mun þáð rétt vera. En þó má á það benda, að það kostar mikið fjármagn að setja saman heimili og koma sér upp þaki yfir höf- uðið, hvort sem það er í sveit eða bæ. Út hefur verið reiknað, að kostnaður við að koma sér upp 400 kinda búi kosti 32.500 þús. kr. og er þá íbúðarhús metið á 10 millj- ónir króna. Kúabú, miðað við 30 kýr, kostar aðeins minna, eða 30.500 þús. kr. og er þar íbúðarhúsið jafn hátt met- ið. Lánin, sem unnt er að fá, eru 34—36% af heildar- kostnaðinum. □ .'■■ú Bæjarstjórnarsalurinn á Akureyri var skreyttur í tilefni af 2500. fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn. Forseti, Valur Amþórsson, flutti tillögu þá, er sagt var frá í síðasta blaði, um framlag bæjarsjóðs til ritunar Akureyrarsögu og allir bæjarfulltrúar stóðu að, og var hún samþykkt. Mættir voru margir fyrrverandi bæjarfulltrúar og aðrir gestir. Á myndinni eru f. v. bæjarfulltrúamir: Stefán Reykjalín, Freyr Ófeigsson, Valur Amþórsson, Soffía Guðmundsdóttir, Helgi M. Bergs bæjarstjóri, Sigúrður Sigurðsson. Aftari röð: Gísli Jóns- son, Ingólfur Ámason, Sig. Óli Brynjólfsson, Jón G. Sólnes, Sigurður Hannesson og Bjami Rafnar. (Ljósm.: Ljósmyndastofa Páls). Undirbúa aflahrotu Hóli við Raufarhöfn 9. mars. — Hið eina, sem íslendinga vantar tilfinnanlegast, er að spara, því þá væri verðbólga ekki vanda- mál og við það ynnist, að þjóð- inni liði miklu betur. Nú eru stærri bátamir farnir að róa með net og línu og hafa orðið vel varir, er óhætt að segja. Þá má geta þess, að Rauðinúpur kom með ágætan afla úr síðustu veiðiferð, 160 tonn, og er væntanlegur ein- hvern næsta dag. Vinna hefur því verið næg að undanförnu, og svo hefur það verið í vetur, nema í svartasta skammdeginu, að menn gátu verulega rétt úr sér og slappað svolítið af. Útifyrir er garður eins og er, þótt hægviðri sé hér inni. Sjó- lagið segir okkur hvernig veðr- ið er úti á hafinu. Tíðin er ágæt og löngum stillt síðustu- vikurnar. Snjór er ekki mikill, Lögreglan Á Akureyri starfa 22 lögreglu- þjónar, en yfirlögregluþjónn er Gísli Ólafsson. Varðstjórar hafa verið þrír, þeir Kjartan Sig- urðsson, Erlingur Pálmason og Árni Magnússon, en verða nú fjórir, því við bætist Matthías Einarsson. Þá verða nú aðstoð- arvarðstjórar fjórir, Þeir Gunn- ar Randversson, Ólafur Ásgeirs- son, Valgeir Axelsson og Karl J. Kristjánsson. □ en snjófeldurinn, sem yfir ligg- ur, er harður. Hér eru nokkuð mikil svellalög og valda þau áhyggjum ef þau liggja lengi. En hér eftir myndast ekki ný svell til skaða, því nú er sól- bráð þegar til sólar sést og svell meirna þá jafnóðum í sæmilegri tíð. Vegir eru allir galopnir og lítið hefur þurft að berjast við snj ómoksturinn. Mikill undirbúningur fer fram hér um slóðir vegna vænt- anlegrar grásleppuvertíðar og fer mikill tími í það og ekki undarlegt, þar sem margir ætla sér uppgripaveiði í vor og fá hana ,ef allt gengur að óskum, eins og fyrirfarandi ár. Þ. S. Erlendir samvinnumenn f tilefni af 75 ára afmæli Sam- bands íslenskra samvinnufé- laga kaus Alþjóðasamvinnu- sambandið að efna til funda- halda í Reykjavík í þessari viku. Fyrr í vikunni skruppu fulltrúar hingað til Akureyrar til að kynna sér starfsemi KEA og verksmiðjureksturinn á Akureyri. Alþjóðasamvinnusamb. var stofnað 1895 og er samband samvinnusambanda í öllum heiminum og innan þess eru 169 sambönd með 326 milljón- um félagsmanna í 66 löndum. Aðalstöðvar Alþjóðasamvinnu- sambandsins eru í London og fæst það ekki við verslun né viðskipti, en kemur fram sem fulltrúi samvinnumanna, út- breiðir hugsjónir samvinnu- manna og stendur vörð um sam- vinnuhreyfinguna á öllum svið- um. Samband íslenskra samvinnu- félaga er í alþjóða samvinnu- sambandinu og hefir verið um áratugi. Alþjóða samvinnusam- bandið hefur aðstoðað þróunar- löndin verulega, og þar leggja íslenskir samvinnumenn sinn hluta að mörkum. Forráðamenn Kaupfélags Ey- firðinga tóku á móti gestunum, og bæjarstjórn Akureyrar bauð til hádegisverðar. Samband ís- lenskra samvinnufélaga hefur bæði verið veitandi og þiggjandi í alþjóðasamtökunum. Q Hermóður Guömundsson látinn Hermóður Guðmundsson bóndi í Árnesi í S.-Þing. lést að heim- :ili sínu á þriðjudaginn, eftir langvarandi veikindi, rúmlega sextugur áð aldri. Samningunum ýtt úr vör Á þriðjudaginn hófst fyrsti samningafundur Alþýðusam- bands slands og Vinnuveit- endasambandsins. Með þeim fundi var formlegum viðræð- um ýtt úr vör. Var þessi fund- ur fjölmennur og skýrðu full- trúar Alþýðusambandsins nið- urstöður kjaramálaráðstefnu sinnar og vinnuveitendur gerðu grein fyrir stöðu þjóðarbúskap- arins, eins og þeir meta hana í upphafi samninga. Samþykkt var að fela sátta- semjara ríkisins að hafa for- göngu um samninga og stjómar hann nú frekari samningavið- ræðum. Q Þessi mynd af dorgveiði var tekin fyrir nokkrum árum á Mývatni og veiddist þá vel eins og sjá má og áhuginn hélt á mönnum hita. (Ljósm. E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.