Dagur - 10.03.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 10.03.1977, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, fimmtudaginn 10. mars 1977 BILINN BATINN VINNUVELINA veljið rétt MERKI Á æfingu í sjónleiknum Sölumaður deyr. (Ljósmyndastofa Páls). Sölumaður Arthurs Miller Frumsýning Leikfélags Akur- eyrar á leikverki Arthurs Mill- ers, Sölumaður deyr, var á föstudaginn 4. mars og var sýn- ingunni frábærlega vel tekið Leikstjóri er Herdís Þorvalds- dóttir leikkona og leysti hún hér erfitt verkefni með miklum sóma. — Leikendur eru tólf: Marinó Þorsteinsson, Sigurveig Jónsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Þórir Steingrímsson, Saga Jóns- dóttir, Jóhann Ögmundsson, Bingó- skemmtun Á sunnudaginn 13. mars mun Kiwanisklúbburinn Kaldbakur halda sína árlegu Bingó- skemmtun til ágóða fyrir líknar- mál. Margir glæsilegir vinning- ar verða í boði, svo sem litasjón- varp og vöruúttektir hjá Vöru- húsi KEA. Stjórnandi Bingósins verður Ingimar Eydal og einnig mun Ómar Ragnarsson skemmta gestum. Á eftir mun svo hljóm- sveitin Hjólið sjá um fjörið. Forsala aðgöngumiða verður í Sjálfstæðishúsinu milli kl. 2 og 4 á sunnudaginn, og vænta klúbbfélagar að fólk fjölmenni og styrki með því gott málefni. Plasteinangrun eykur framleiðnina Frá því segir í KEA-fregnum, að KEA hafi verið meðal stofn- enda Plasteinangrunar, sem rekin hefur verið hér á Akur- eyri síðan 1960 og til þess stofn- uð að framleiða einangrunar- efni til bygginga. Þurfti áður að kaupa þær vörur frá Reykja- vík. Plasteinangrun er á Ós- eyri 3 í Glerárhverfi. Þama er á síðari árum einnig framleiðsla hvers konar plastpoka og starf- semin var einnig færð í Óseyri 1. Nú hefur Sambandið gerst eignaraðili að Plasteinangrun hf. og eiga KEA og SÍS 85% fyrirtækisins og hefur verið ákveðið að auka fjölbreytni framleiðslunnar. Við verksmiðj- una starfa sjö manns. Verkstjór- ar eru Páll Garðarsson og Frið- rik Ágústsson. □ Gestur E. Jónasson, Jón Krist- insson, Ása Jóhannesdóttir, Ás- laug Ásgeirsdóttir, Þórður Rist og Jónsteinn Aðalsteinsson. Vera má, að það athyglisverð- asta við þennan sjónleik, sé það hve hann er hér jafn vel leikinn og hvergi bláþráður. En um efni hans er það fyrst að segja, að leikritið er með kunn- ustu leikverkum Arthurs Mill- ers og hefur verið viðfangsefni leikhúsa um allan heim. Sölumaðurinn í leikritinu er leikinn af Marinó Þorsteinssyni, af mikilli íþrótt, hann er aðal persóna leiksins og fjallar leik- urinn um uppgjör hans við líf sitt og umheiminn. Hann er einn af þeim dæmigerðu amerí- könum, sem alla æfina er að keppa eftir þeim verðmætum sem mest eru auglýst og hygg- ur sig geta lagt heiminn að fót- um sér með hressilegu og hlý- legu viðmóti, og einkum og sérí- lagi með því að kaupa rétta vöru og selja hana. Við æfilok virðist harla lítið af þessu nokk- urs virði. Uppeldi sonanna virð- ist hafa misheppnast, og meira sem hann hefur alla æfi litið niður á, hefur með hæglæti sínu náð miklu lengra á öllum svið- um. Hinar stórkostlegu vin- sældir, sem sölumaðurinn þótt- ist eiga vísar, bæði fyrir sig að segja Chraley vinur hans, og syni sína, svo og viðskipta- traustið, virðist að lokum tak- markast við þennan eina vin og son hans. Leikritið er stórkostlegt og vissir þættir mannlífsins eru þar krufðir til mergjar og af þeirri hörku og einlægni, sem þessum höfundi einum er lagin. Sölumaður deyr hefur verið tal- inn segja frá harmleik aldar- innar, enda þótt leikurinn sjálf- ur sé fullur af skopi og hnyttn- um tilsvörum. Byggingar á Akureyri 1976 Tölur í sviga eru sambærilegar tölur frá árinu 1975. íbúðarhús. Hafin var bygging 183 (178) íbúða á árinu. Lokið var smíði 166 (146) íbúða, en fokheldar í árslok voru 290 (248) íbúðir. Skemmra á veg komnar voru 34 (59) íbúðir. Alls voru því í byggingu 490 (453) íbúðir í árslok 1976. Meðalstærð þeirra íbúða sem fullgerðar voru á sl. ári er 486 rúmmetrar og er þá fylgirými meðtalið svo sem bílgeymslur þar sem þær eru innbyggðar í húsin. Herbergjafjöldi í þessum íbúðum er að meðaltali 3,58 herbergi. Aðrar byggingar. Af öðrum byggingum sem fullgerðar voru á árinu má nefna 1. áfanga stækkunar Fjórðungssjúkrahússins á Akur eyri, flugskýli og verkstæði Flugfélags Norðurlands, versl- unarhús Kaupfélags Eyfirðinga að Hrísalundi 5, stækkun Niður suðuverksmiðju K. Jónssonar & Co. við Laufásgötu, verslun- arhúsið Kaupang við Mýrarveg, hús Prentverk Odds Bjömsson- ar h.f. við Tryggvabraut 18—20 og stækkun á verksmiðjum SÍS á Gleráreyrum. Þá voru einnig byggðar marg ar bifreiðageymslur og viðbygg- ingar við eldri hús. Heildarstærð allra húsa sem í smíðum voru í árslok 1976 var 471.408,0 rúmmetrar. Akureyri, 1. febrúar 1977. Jón Geir Ágústsson byggingafulltrúi. m HM • Miklar skuldir. Nettóskuldir íslendinga juk- ust á síðasta ári um 10,7 milljarða króna og viðskipta- hallinn varð 5 milljarðar, en var um 20 milljarðar árið áður. Heildarskuldir íslend- inga við útlönd eru 96 millj- arðar króna eða 436 þúsund krónur á hvert mannsbam á landinu. Oft er talað úm efnahags- mál breta, og á síðustu tím- um með samúð, enda hafa þeir orðið að taka stór er- lend lán. En erlendar skuld- ir þeirra eru þó ekki nema 55 þúsund á móti 436 þúsund krónum hér. • Sálræn þægindi. Allt kapp hefur verið lagt á góða nýtingu véla og mann- afla í verksmiðjum og fyrir- tækjum, og svo er enn — ekki aðeins hér á landi, held- ur um heim allan. Þegar árangur þessa mikla kapphlaups gefur tilefni til, fara menn að hugsa um ýmis atriði á vinnustöðum, sem gerir vinnuna aðlaðandi eða bærilega. Hið mesta keppi- kefli er á hverjum vinnu- stað, stórum og smáum, að allir hafi áhuga á vinnu sinni og ánægju af henni, og lifi í sátt og samlyndi við vinnufélaga sína, yfirmenn og eigendur. Hér koma sál- ræn þægindi á dagskrá, sem m. a. er verkefni sálfræðinga að auka og bæta. Sem betur fer, eru þessi sálrænu þæg- indi á mörgum vinnustöð- um, en þurfa að vera á þeim öllum. • Bretar við sama heygarðshomið. Bretar hafa gert þá kröfu, að framkvæmdastjóm Efna- hagsþandalagsins taki upp að nýju viðræður við íslend- inga um fiskveiðiheimildir á íslandsmiðum. Olav Gunde- lach, sem íslendingar þekkja af fyrri viðskiptum hans af fiskveiðimálum, sagði að ís- lendingar hefðu ekki gert ljóst, hvort þeir vildu semja við bandalagið. Sagðist hann hafa reynt á „háum stöðum“ að koma viðræðum af stað, en án árangurs. Ekki er lík- legt, að íslenskum stjórn- völdum þyki ástæða til sanminga um fiskveiðar handa bretum, samkvæmt fyrri reynslu af þeim. • Gott að aka. Bflstjóri einn, sem ekur stór- vöruflutningabfl á milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur, sagði blaðinu nýlega, að al- drei hefðu ferðir tafist í vet- ur vegna snjóa. Og vegurinn hefði löngum verið svo góð- ur, að olíueyðslan hefði ver- ið minni en að sumarlagi. Miðað við venju sparast stórar fjárfúlgur vegna þess hve lítið hefur þurft að moka og samgöngur á landi hafa gengið svo vel, að fátítt er eða einsdæmi. • Bifreiðadeild KEA. t framhaldi af þessum hug- leiðingum, herma KEA fregnir, að Kaupfélag Eyfirð- inga eigi nú og reki 12 vöru- flutningabifreiðar, þar af eru 7 í stöðugum flutningum á milli Reykjavíkur og Akur- eyrar. Fluttu þær á síðasta ári nær 3 þúsund tonn af framleiðsluvörum KEA til Reykjavíkur og 2.373 tonn af vörum frá Reykjavík, — bæði hráefni til verksmiðj- anna og verslunarvörur. Alls starfa 22 menn við Bifreiða- deild KEA á Akureyri. • Vilja saltfiskinn Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda hefur gengið frá sölu á 3500 lestum af salt- fiski til Spánar og á fiskur þessi að afgreiðast í vor. Fyrr á árinu var samið um sölu á 1300 lestum af salt- fiski, einnig til Spánar. Stjórnarformaður SfF hef- ur látið hafa það eftir sér, að enginn hörgull sé á salt- fiskkaupcndum, en liins vegar væri spumingin sú, hvort allir gætu greitt það verð fyrir fiskinn, sem selj- endur vildu við una. Fleiri samningar um sölu á saltfiski eru nú á umræðu- stigi. Saltfiskurinn hefur Icngi verið meðal helstu út- flutningsvara íslendinga. Er hyggnari en ætlað var Kópaskeri 9. mars. Rækjuveiðin gekk vel fyrri hluta vetrar, en á þessu ári hafa veiðar gengið skrykkjótt. Strax eftir áramót- in, þegar rækjuveiðar hófust á ný, var allt fullt af síldar- og þorskseiðum og var þá bannað að veiða, opnað á ný og bannað aftur og svona hefur það verið til þessa. f gær fengum við hingað fiskifræðing og mann með hon- um til að prófa rækjuveiðar með fiskifælu í von um, að með lienni yrði seiðunum bægt frá vörpunni, en rækjan á að vera svo heimsk að hún skynji ekki „fæluna" og veiðist. Sú raun varð á í gær að rækjan var ekki eins heimsk og menn álitu, því hún forðaði sér líka. í dag verð- ur reynt á ný með breyttum veiðarfærum. Veiðisvæðið var opnað hjá okkur nokkra daga nú nýlega og þá var góð veiði, og náðust 16 tonn og var þá nægilegt að gera alla síðustu viku og lauk ekki vinnslu fyrr en á föstu- dagskvöldið. Hér verða 6—8 bátar á grá- sleppuveiðum í vor og eru menn að útbúa þá og veiðarfærin. Unnið er af fullum krafti við endurbætur á frystihúsinu hér á Kópaskeri og gengur sú vinna vel. Fyrir þrem dögum varð snjórinn rauðbrúnn. Ó. F.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.