Dagur


Dagur - 27.04.1977, Qupperneq 5

Dagur - 27.04.1977, Qupperneq 5
Útgcfandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgrciðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Þjóðleg umbóta- stefna Framsóknarflokkurinn var stofnaður fyrir sextíu árum. Hann er eini stjómmálaflokkurinn hér á landi, sem algerlega er sprottinn af íslenskri rót. Það voru forystumenn úr bún- aðarsamtökunum, ungmennafélög- unum og samvinnuhreyfingunni, er flokkinn stofnuðu og sameinuðu hugsjónir þessara félagsmálahreyf- inga í þann kjama flokksstefnunnar, er síðan hefur verið unnið eftir. — Flokkurinn átti í upphafi að gegna því hlutverki að vinna að framför- um í landinu, styðja einstaklingana til sjálfsbjargar, efla almenna mennt- un, efnalegt og stjómmálalegt sjálf- stæði innávið og útávið, hagnýta auð- lindir landsins og efla byggðir þess. Þjóðarvakning ungmennafélaganna og brautryðjendastarf samvinnu- manna mótuðu ekki aðeins stefnuna öllu öðm fremur, beint og óbeint, heldur vom ýmis veigamikil atriði þessara merku félagsmálahreyfinga tekin upp í stefnuskrá flokksins. Sennilega verður aldrei að fullu metið, hve djúptæk áhrif ungmenna- félögin höfðu á þjóðlífið á fyrri ára- tugum þessarar aldar og mjög víða gegna þau enn hlutverki sínu með miklum sóma. Auðveldara er að meta störf samvinnuhreyfingarinnar í landinu, og má í því efni segja, að það séu blindir menn sem sjá ekki árangur hennar, þykjast ekki vita, að sú félagsmálahreyfing hefur í verki stuðlað meira að bættum lífskjömm fólks en nokkur önnur fjöldahreyf- ing í landinu. En öfgaflokkar til hægri og vinstri lfkja henni við svart- asta íhald og illa fengið vald til ein- okunar. Sá áróður hefur ætíð þjapp- að samvinnufólkinu þéttar saman til sóknar og nýrra sigra. Ungmennafélagshreyfingin og samvinnuhreyfingin kalla á fólk til að vinna landi sínu og þjóð og fram- tíðinni það gagn er það má. Það hefur orðið hlutskipti Fram- sóknarflokksins að hafa forgöngu um og styrkja þau stöjrf á sextíu ára göngu sinni. Um þetta vitnar sagan og fram hjá þessum veigamiklu stað- reyndum getur enginn sá maður gengið, sem taka vill afstöðu til póli- tískra flokka eða taka virkan þátt í þjóðmálabaráttunni. Pólitísku flokk- amir eiga að starfa fyrir þjóðina, og vegna þjóðlegrar umbótastefnu sinnar hefur Framsóknarflokkurinn reynst henni öðmm betur. Með þá von í huga, að mikill þorri íslend- inga vilji enn vinna þjóð sinni og framtíðinni það gagn er þeir mega, í stað þess að krefjast flestra hluta af þjóðfélaginu, þarf Framsóknar- flokkurinn engu að kvíða. □ Vinnuþrælkun - ráðherralaun - bónus f byrjun þeirra samninga sem nú er verið að undirbúa, birti Morgunblaðið tveggja síðu myndafrétt frá Akureyri um ráðherralaun frystihússtúlkna hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga. Þetta mun eiga að leggja lín- umar gegn samúð fólks með láglaunahópunum sem verka- lýðshreyfingin er búin að heit- strengja að þeirra launakjör skuli nú reyna að leiðrétta, enda sjálfsagt birt í þeim til- gangi. Hver er hlutur bónussins í ráðherralaununum? Engar skýringar fylgja með í þessari ráðherrafrétt, nema auðsætt virðist að þama er um algera vinnuþrælkun að ræða. Unnið hefur verið um 80 tíma á viku. Frá kl. 8.00 til kl. 23.00 virka daga og frá kl. 8.00 til 19.00 á laugardögum. Dæmið gæti litið þannig út: Kaup samkv. 6. taxta kr. 435,50 pr. tímann í dagv. Eftirv. 609,70. Nhdv. 783,90. 40 tímar í dagv. á viku kr. 17.420 10 tímar í ev. á viku kr. 6.097 30 tím. í nhdv. á viku kr. 23.517 80 tíma vinnuvika kr. 47.034 Bónus kr. 3.000 á dag eða kr. 18.000 á viku = 38,2%. Rætt er við tvær ungar stúlk- ur sem ef til vill em bónus- drottningar hússins ásamt móð- ur sinni og þær gefa þessar upplýsingar. Þær hafa kr. 3.000 á dag í bónus, kr. 300 í bónus á tímann. Því gefur bónusinn þeim aðeins um 38,2% hækkun á vikukaupið fyrir álagið og þrældóminn í 60 klst. bónus. Bónusinn er ekki leyfður eftir kl. 19.00, en samt eru dæmi um að þær bæti við sig 20 klst. í næturvinnu yfir vikuna. Hvað er orðið af vinnutíma- styttingunni sem bónusin átti að færa verkafólkinu? Algengast mun þó vera eftir myndasíðunni að dæma, að unnið sé frá kl. 8.00 til kl. 23.00 2 daga vikunnar en til kl. 19.00 hina dagana nema sunnudaga, þeir virðast ekki venjulega vera unnir. Það dæmi gæti litið þannig út: 40 tímar í dagv. kr. 17.420 10 tímar í eftirv. kr. 6.097 17 tímar í nhdvinnu kr. 13.843 67 tíma vinnuvika kr. 36.843 Bónus kr. 18.000 eða 48,8% hækkun á vikukaupið fyrir drottningarnar, fyrir þær hæstu. Hvað þá fyrir hinar? Hvað fyrir alla heildina? Nú vill svo til að Útgerðarfé- lag Akureyringa hefur tekið saman greiðslur fyrir bónus- vinnuna hjá sér á árinu 1976. Þar kemur fram að meðalbón- usinn í snvrtingu og pökkun (en það er sú vinna sem stúlkurnar á ráðherralaununum voru að vinna) var ofan á meðaltíma- kaup ársins 31,4%, eða kr. 112,08 pr. tímann, aðeins kr. 112,08 á tímann fyrir að leggja sig und- ir þrælapísk ákvæðisvinnunnar. Vinnuvemd nútímans. Norðurlöndin voru fyrr á ferð- inni en við íslendingar með að taka upp ákvæðis- og bónus- vinnuna í stórum stfl. Við þekkj- um hana frá fyrri og seinni tíð í tímabundinni vinnu, en ekki svo mjög í fastri vinnu fyr en bónusinn og fleira ákvæði var tekið upp nú á seinni ánun. — Enda er þetta miklu hættulegra heilsu og hamingju fólks ef hver Herdís Ólafsdóttir. dagur sem unninn er ber álag ákvæðisvinnunnar. Nú er verið að vinna að því að leggja þetta vinnufyrirkomulag niður á Norðurlöndunum á meðan við mögnum drauginn hjá okkur. Því hefur verið hald- ið fram að sé um samfellda ákvæðisvinnu að ræða geti álag vinnunnar lagt starfsæfina að baki strax um fertugs—fimm- tugsaldur, þó ekki sé um jafn svívirðilega langan vinnutíma og hér um ræðir, eða 60 tíma bónusvinnu á viku, auk lengri tíma í næturvinnu eða uppí 30 tima á viku. Og í þessum hópi eru konurnar fjölmennast- ar sem heimilisstörfin og upp- eldi og mnönnun bama bíður eftir þegar heim er komið. Hvað erum við að kalla yfir okkur? Er þetta vinnuvernd nú- tímans? Hvað er heppileg vitneskja fyrir verkafólkið? Hversvegna spurði myndasíðan ekki Gísla Konráðsson í horn- inu til hægri og Gunnar Lórenz- son yfirverkstjóra með hvíta hattinn sinn um hvaða afkasta- aukning lægi á bak við bónus- inn. Hvað hefur aukist það magn af fiski sem fer í gegnum frystihúsið til söluafhendingar eftir að bónusinn var tekinn upp? Við þessari spurningu fæst aldrei viðhlítandi svar. í fyrrnefndri samantekt frá Útgerðarfélagi Akureyringar þar sem skýrt er frá greiðslum í bónusvinnunni í frystihúsinu þar var ekki orð um framleiðslu- aukningu. Þar kom í ljós sem að vísu var áður vitað, að lang lægstu bónusgreiðslurnar voru í borðavinnunni, vinnu kvenn- anna, eða 31,4% á meðaltíma- kaup. í handflökun 80% á meðal tímakaup. í vélflökun 48,35% á meðaltímakaup. Tækjavinna 41,34% á meðaltímakaup. Allir þessir flokkar nema borðavinnan eru að langmestu leyti unnir af körlum. Bónusinn gaf frystihúsinu 90—100%. Verkakonum 31,4%. En hvaða afkastaaukningu gaf bónusinn frystihúsi Útgerðar- félags Akureyringa ofaná með- alafköst í tímavinnu? Þessu hefði fisköskjufjöldi framleiðslunnar getað svarað ef það hefði þótt heppileg vitn- eskja fyrir verkafólkið. Nei, í samantekt frystihúss- ins var ekkert um slíka hluti. En eftir krókaleiðum hefur það verið gefið upp að fram- leiðsluauknigin nema 90—100%, á meðan meðalhlutur verka- konunnar í borðavinnunni nem- ur aðens 31,4% af þeirri aukn- ingu. Að vísu eru til upplýsingar frá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna um þessi atriði frá þeim tíma sem verið var að koma bónusnum á, byrjað var að tímamæla, leggja bónuslínurnar og magna bónusgaldurinn. Þær upplýsingar um afkastaaukn- ingu var mjög á þá leið sem hér hefur verið sagt frá. Er ekki hægt að fá fram hver sé hlutur Útgerðarfélagsins úr framleiðsluaukningu bónus- vinnunnar? Hlutur fólksins hefur verið birtur. Ef ekki er hægt að fá upplýsingar þá er það ein af línunum í arðránsgaldri bónus- kerfisins. Með bestu kveðjum til Akur- eyrar. Herdís Ólafsdóttir „Keðjan" hafnar öli og áli Fundur Slysavamadeildarinnar „Keðjan“, haldinn í Freyvangi 26. apríl, lýsir yfir andúð á frumvarpi því, sem flutt hefur verið á Alþingi um bruggun áfengs öls og einungis yrði til að auka drykkjuskap í landinu, ef samþykkt yrði. Vill fundur- inn því hér með skora á þing- menn að fella frumvarp þetta. Þá mælir fundurinn á móti þeirri hugmynd, að komið verði upp álverksmiðju við Eyjafjörð. En hugmynd sú er af vísinda- mönnum, og mörgum öðrum, tahn mjög varhugaverð. Vernd- um gróður hins fagra fjarðar. Myndin er tekin fyrsta námskeiðsdaginn. Þama er Þórir Þorvarð- arson deildarstjóri að leiðbeina Freysteini Sigurðssyni frá Akur- og Pétri Þorgrímssyni frá Axarfirði um vöruuppröðun. Nýjung Samvinnuskólans Á vegum Samvinnuskólans að Bifröst og Kaupfélags Borgfirð- inga hófst í vetur námskeið fyr- ir nemendur skólans í verslun- arstörfum. Þetta námskeið fer fram á þann hátt að tveir nemendur i senn dvelja í Borgarnesi í viku- tíma og stunda þar verklegt nám í verslunarstörfum og • Þakkir til Hlífar. í tilefni af 70 ára afmæU Kven- félagsins Hlífar hinn 4. febrúar sl., vil ég, fyrir hönd Barna- deildar F.S.A., færa því hug- heilar þakkarkveðjur. Kvenfélagið. hefur ávaUt starfað að mannúðar- og líkn- armálum. Það rak Bamaheim- ilið Pálmholt frá 1950—1952, en þá tók bærinn við því. Frá 1973 hefur Kvenfélagið stutt Barnadeild F.S.A. með veglegum, árlegum gjöfum, bæði tækjabúnaði og leikföng- um. Fyrst gaf það hitakassa með súrefnismæli, og ljóslampa til meðferðar á gulu hjá unga- bömum. Síðan hefur það gefið barnavöggur, sem hægt er að hafa upphitaðar fyrir nýfædd börn, blóðþrýstingsmæU, sem er sérlega næmur og nota má á ungabörn, sem áður var mjög erfitt að mæla blóðþrýsting hjá, vökvadælu, sem stjómar því að vökvi í æð fari á réttum hraða. Einnig rafmagnssog til að sjúga slím eða annað úr vitum barna, svo og tækjabúnað til að geta gefið súrefni við þrýstingi niður í lungu barna með erfiða öndun, og rafmagnsvog, sem er mjög .nákvæm. Á þessu ári höfum við fengið upplífgunarborð, sem búið mun verða fuUkomnum tækjum. Þá má bæta því við, að félagið hefur gefið Rannsóknarstofunni smásjá af vönduðustu gerð. Að endingu óska ég félaginu allra heilla og þakka því í nafni Fjórðungssjúkrahússins og barnanna, er notið hafa góðs af stórhug félagskvenna. Akureyri, 13. apríl 1977. Baldur Jónsson, yfirlæknir. Hvorki drengskapur né góður siður Herra ritstjóri. í sextánda tölublaði heiðraðs blaðs yðar birtist frásögn af við- tali við nokkra nemendur Garðaskóla, sem hér voru á ferð nýlega og var þá m. a. boðið á dansleik í Gagnfræðaskólanum í vináttuskyni. Þar sem í grein- inni er vegið mjög að heiðri Gagnfræðaskólans og starfs- heiðri nokkurra kennara hans, get ég ekki látið hjá líða að biðja um rúm fyrir stutta at,- hugasemd. í frásögn blaðsins af viðtalinu við Garðaskólamenn er fullyrt, að nokkrir nemendur G. A. hafi verið ölvaðir á samkomunni og það hafi verið látið óátalið. Nú ætla ég mér ekki að halda því fram, að allir nemendur skól- ans séu vínbindindismenn, ég veit ofur vel, að nokkrir þeirra hafa neytt víns, því miður. Hins vegar gerir skólinn það, sem í hans valdi stendur, til þess að spoma við því, að þeir geri það, m. a. með því að halda uppi strangri gæslu á samkomum nemenda, sem venjulega eru haldnar í skólanum á þriggja vikna fresti. Þetta eftirlit ann- ast minnst tveir kennarar hverju sinni, stundum fleiri, einkum þeir, sem tekið hafa að sér að leiðbeina nemendum í félagslífi og tómstundastörfum. Þetta eftirlitsstarf þeirra, þar sem þeir hafa notið fulltingis fjölda ábyrgra nemenda, hefir borið þann árangur, að til undantekninga telst, ef ölvað- ur nemandi sést á samkomun- um. í þeim fáu tilvikum hefir þegar í stað verið haft síma- samband við viðkomandi for- eldra og þeir beðnir að sækja barn sitt ellegar, ef ekki hefir náðst til foreldranna, að nem- andinn hefir verið fluttur heim. Með þessu móti hefir tekist að halda dansleikjum í skólanum áfengislausum, eftir því sem best er vitað. Þó kann vel að vera, að einhverjir nemendur hafi neytt áfengis, áður en þeir komu inn á dansleik, en í svo litlu magni og farið svo leynt með, að þess hafi ekki orðið vart, þrátt fyrir strangt eftirlit. Slíkt getur enginn fortekið. En hinu vil ég hiklaust andmæla sem hreinum þvættingi, að ölv- un á samkomum í skólanum, verði hennar vart, sé nokkum tíma látið óátalin. Þeir kenn- arar skólans, sem annast leið- sögn með félagslífi nemenda og efirlit á samkomum, hafa rækt það starf af fullkominni trú- mennsku og fórnfýsi og hafa lagt í það heiður sinn og metn- að, að það takist vel. Þeir eiga því allt annað skilið en aðdrótt- anir um sviksemi, birtar í opin- beru blaði. Ég vil nota þetta tækifæri til að votta þeim fyllsta traust og þakklæti. Á sama hátt vil ég þakka forystu- mönnum nemenda sjálfra fyrir jákvæða afstöðu til heilnæmra félagshátta, uppbyggjandi félags starf og hollustu við skóla sinn. Um þá framkomu Garðaskóla. manna að hlaupa með ósannar og ærumeiðandi ófrægingarsög- ur um gestgjafa sína í opinber blöð, verður það eitt sagt, að slíkt þykir ekki fagur siður eða drengskapur. Þó skal þeim fyr- irgefið heils hugar fyrir æsku sakir. Með þökk fyrir birtinguna. Sverrir Pálsson skólastjóri G. A. Lýkur prófi og leikur einleik Kristinn Örn Kristinsson lýkur á þessu vori burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskólan- um á Akureyri. Kristinn leikur opinberlega tónleikaefniskrá af fullri lengd, og er það liður i prófinu. Einnig mun hann flytja píanókonsert eftir Hayden með hljómsveit skólans í lok þessa mánaðar. Kristinn hóf nám átta ára gamall hjá Kristni Gests- syni við Tónlistarskólann á Akureyri, síðan hefur hamr notið leiðsagnar Dýrleifar Bjarnadótt)ur, Phílip Jenkins, Helen Longworth, Önnu Áslaug ar Ragnarsdóttur og núverandi kennara hans, Thomas Jack- man. Kristinn leikur á tvenn- um einleikstónleikum næstu daga. Þeir fyrstu verða í Frey- vangi, fimmtuudaginn 28. apríl, kl. 21, og eru sveitungar Krist- ins hvattir til að sækja þá tón- leika. Laugardaginn 30. apríl kl. 3 e. h., leikur Kristinn á tón- leikum skólans í Borgarbíói. — (Frá Tónlistarsk á Akureyri) verslunarrekstri í sölubúðum kaupfélagsins. Er námskeiðið skipulagt sam- eiginlega af kennurum skólans og verslunarstjórum Kaupfélags Borgfirðinga. Þetta námskeið er nýjung í starfi Samvinnuskólans sem miðar í fyrsta lagi að því að gera nemendur hæfari til starfa í verslunum að námi loknu og í öðru lagi að auka tengsl hins bóklega náms við dagleg störf í atvinnulífinu. (Fréttatilk.) Iðnaðurinn Davíð Scheving Thorsteinsson flytur erindi um stöðu íslensks iðrtaðar á hádegisverðarfundi Junior Chamber að Hótel KEA laugardaginn 30. apríl kl. 12.15. Forsvarsmönnum iðnfyrirtækja í bænum er boðið á fundinn. — Ræðumaður mun svara fyrir- spurnum. Þátttaka tilkynnist fyrir föstudagskvöld í síma 21501 eða 21986. Hort tefldi á Akureyri Á sumardaginn fyrsta kom tékkneski stórmeistarinn Vlastimil Hort til Akureyrar og tefldi við heimamenn. Var teflt á 51 borði og komust færri að en vildu. Úrslit urðu þau að Hort vann 40 skákir, gerði 6 jafntefli og tapaði 5 skákum. — Þeir sem sigruðu kappann voru: Guðmundur Búason, Guð- mundur Heiðreksson, Haukur Jónsson, Jón Björgvinsson og og Jón Jóhannsson, sem er 15 ára. Jafntefli gerðu: Guðmund- ur Svavarsson, Gylfi Þórhalls- son, Hreinn Hrafnsson, Smári Ólafsson, sem er aðeins 15 ára og Guðrún Árnadóttir, eina konan, sem tók þátt í fjölteflinu. Áhorfendur voru fjölmargir og skemmtu sér vel. 20. apríl var haldið 15 mín. skákmót í Félagsborg. Kepp- endur voru 20 og tefldu þeir 7 umferðir eftir Monrad kerfi. — Röð efstu manna: 1. Guðm. Svavarsson 6% vinn. 2. Jón Björgvinsson 6 vinn. 3. —4. Jóhann Snorrason 5 vinn. 3.—4. Guðjón Jónsson 5 vinn. Skákstjóri var Albert Sig- urðsson. Frá Gallery Háhóli Laugardaginn 23. apríl opnaði Ingvar Þorvaldsson listmálari málverkasýningu í Gallery Há- hól. Ingvar sýnir 42 olíumál- verk. Sýningin stendur til 1. maí og er opin um helgar frá 15.00 til 22.00 og á virkum dög- um frá 18.00 til 22.00. (Fréttatilkynning) Brunmótið í Hlíðarfjalli FH marði KA Sl. laugardag var haldið brun- mót í Hlíðarfjalli. Veður var gott svo og skíðafæri. Brautar- lengd í karlaflokki var 2,5 km og fallhæð 600 metrar. Kepp- endur voru 42 frá Akureyri, Húsavík, Reykjavík og Dalvík. Úrslit í mótinu urðu þessi. Karlaflokkur: Haukur Jóhannsso Tómas Leifsson A Bjarni Sigurðsson H Björn Víkingsson A Kvennaflokkur: Aðeins tvær konur tóku þátt í keppninni, og auk Sigríðar var það Margrét Vilhelmsdcttir. Tímavörðum var það hins veg- ar á að tapa tíma Margrétar en hún treysti sér ekki í aðra ferð, og féll því úr keppninni. Drengir 13—14 ára: Ólafur Harðarson A 110.16 Stefán Ingvason A 111.56 A 96.16 98.11 Helgi Eðvarsson A 112.86 98.86 Stúlkur 13—15 ára: 100.51 Jónína Jóhannesd. A 76.80 Auður Aðalsteinsd. A 78.42 A 114.00 Nanna Leifsdóttir A 81.94 í síðustu viku léku í Hafnar- firði FH og KA í bikarkeppni KHSÍ. Leikurinn var mjög góður hjá norðanmönnum, en þeir höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og voru einu marki yfir þegar nokkrar sek- úntur voru til leiksloka, en þá tókst FH-ingum að jafna og varð því að framlengja leik- inn. FH-ingar mörðu sigur í leiknuum, en þeir sigruðu með 26 mörkum gegn 25. Akureyrarmót í tvíþraut Laugardaginn 9. apríl sl. var haldið Akureyrarmót í tví- þraut í íþróttavallarhúsinu á Akureyri, þar sem lyftinga- menn hafa æfingaraðstöðu. — Keppendur voru 11 talsins. Ágætur árangur náðist á mót- inu. Jakob Bjarnason KA setti íslandsmet unglinga í snörun í 100 kg flokknum, en hann snaraði 120 kg og bætti um leið íslandsmet unglinga í samanlagðri snörun og jafn- hendingu. Þá setti Haraldur Ólafsson, Þór, Akureyrarmet í jafnhendingu og einnig í samanlögðu, en hann keppir í dvergvigt, og Viðar Eðvarðs- son setti Akureyrarmet í snör- un í sama flokki. Freyr Aðal- steinsson náði mjög góðum ár- angri í snörun í millivigtar- flokknum, en hann snaraði 100 kg og er það aðeins 3,5 kg frá gildandi íslandsmeti. Móts- stjóri var Hjörtur Gíslason og yfirdómari Guðmundur Svan- laugsson. Úrslit mótsins urðu þessi. Fluguvigt: 1. Garðar Gíslason, KA (50 kg — 62,5 kg) 112,5 kg 2. Gylfi Gíslason, Þór (40 kg — 57,5 kg) 97,5 kg Garðar og Gylfi eru tvíburar og keppa fyrir sitt hvort félag- ið. Dvergvigt: 1. Haraldur Ólafsson, Þór (62,5 kg — 80 kg) 142,5 kg 2. Viðar Edvardsson, KA (63 kg — ógilt) 63,0 kg Fjaðurvigt: 1. Kristján Gunnarsson, KA (45,0 kg — 65,0 kg) 110,0 kg Léttvigt: 1. Gísli Ólaísson, Þór (62,5 kg — 80,0 kg) 142,5 kg Millivigt: 1. Ármann Benjamínsson, KA (65,0 kg — 87,5 kg) 152,5 kg 2. Freyr Aðalsteinsson, Þór (100,0 kg — ógilt) 100,0 kg Léttþungavigt: 1. Kristján M. Falsson, KA (110,0 kg, 130,0 kg) 240,0 kg 2. Sigmar Knútsson, Þór (77,5 kg — 115,0 kg) 192,5 100 kg flokkur: 1. Jakob Bjarnason, KA (85,0 kg, 120,0 kg) 205,0 kg Borðtennisdeild Ungir menn stofnuðu Borð- tennisdeild innan KA á sunnu daginn. Stjórn hennar skipa: Guðmunddur B. Halldórsson, form., Pétur Ringsted, ritari og Zophonias Árnason gjald- keri. Fyrirhugað er að senda tvo menn til keppni á Islands- mótið um næstu mánaðamót. Æfingatímar auglýstir síðar. Blakmót UMSE Blakmóti UMSE er nýlega lokið. Fimm lið tóku þátt í keppninni. Umf. Framtíðin sigraði, vann alla sína leiki, en það lið hefur sigrað í öll- um blakmótum sem UMSE hefur haldið. Annars urðu úr- slit þessi: 1. Umf. Framtíðin 8stig 2. Umf. Æskan 6 stig 3. Umf. Skriðuhr. 2 stig 4. Umf. Svarfd. 2 stig 5. Skíðafél. Dalvíkur 2 stig íslandsmótið í blaki Nýlokið er íslandsmóti í blaki 1. deildar. Þróttur frá Reykja- vík sigraði, en lið UMSE hafn- aði í neðsta sæti. Þessvegna þurftu eyfirðingar að leika aukaleik um tilveru sína í 1. deild við það lið sem var núm- er tvö í annarri deild, en það var Breiðablik úr Kópavogi. Þeim leik er nú lokið og sigr- uðu eyfirðingar með yfirburð- um: 15—0, 15—5 og 15—4. — Leikur því lið UMSE áfram í 1. deild næsta keppnistímabil, en annað norðlenskt lið leikur þar einnig, því Völsungar frá Húsavík vann aðra deildina nú í vetur. Albertsmótið Þremur leikjum er nú lokið í Albertsmótinu svokallaða. Á Húsavík gerðu Völsungar og KA jafntefli í marklausum leik, en sama dag sigraði Þór Reyni á Árskógsströnd með einu marki gegn engu, og var það Jón Lárusson sem skoraði markið. Á laugardag áttu Völs ungar og Þór að leika hér á Akureyri, en Völsungar mættu ekki til leiks, en á sunnudag léku KA og Reynir og sigraði KA með fjórum mörkum gegn engu. Mörk KA skoruðu Gunnar Blöndal og Sigurbjörn Gunnarsson. — Næsti leikur í mótinu verður á miðvikudagskvöldið og þá leika KA og Þór, og eru þá áhorfendur kvattir til að mæta á Sanavöllinn og hvetja sína leikmenn. Lið U.M.S.E. í 1. deild í blaki. 4 * DAGUR DAGUR•5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.