Dagur


Dagur - 27.04.1977, Qupperneq 8

Dagur - 27.04.1977, Qupperneq 8
DAGUR Akureyri, miðvikudaginn 27. apríl 1977 SÓLAÐIR HJÓLBARDAR r,Afbragð annarra kvenna" Fjórða sýning Leikfélags Akur- eyrar á ítalska gamanleiknum Afbragð annarra kvenna var í Samkomuhúsinu á sunnudag- inn fyrir fullu húsi áhorfenda, sem tóku sýningunni afburða vel. Þrjár sýningar eru áætlaðar síðar í þessari viku, sjá auglýs- ingu í blaðinu í dag. Þessi sjónleikur, sem jafn- framt er síðasta verkefni LA á þessu leikári, hefur hlotið ágæta dóma, enda til hans vand- að og má í því sambandi nefna hinn kunna leik- og leikhús- stjóra frá Wasaleikhúsinu í Mikil atvinna er í Hrísey Hrísey 25. apríl. Feiknamikil vinna hefur verið hér í Hrísey að undanförnu. Héðan hefur farið freðfiskur og mjöl, og nú er verið að pakka saltfisk og fer mikið af honuum bráðlega. Bátar okkar voru að koma vestan af Rifi og lögðu þeir net í gær og eru að vitja um. Tvö grásleppuúthöld eru í Flat- ey og hafa fengið nokkum afla. Snæfellið landaði 68 tonnum í síðustu viku og kemur aftur um næstu helgi. Snjór er verulegur á eynni, þó verulega hafi tekið síðustu daga. Væntanlega verðum við þá ekki vatnslausir í sumar, eins og í fyrra, en þá var lítill snjór. Ég held að sumarið sé að koma. S. F. Finnlandi, Kristinu Olsoni, en aðarstoðarleikstjóri er Eyvind- ur Erlendsson og leikarar eru ellefu talsins. Það má með sanni segja, að leikhúsgestir skemmti sér vel að þessu sinni, enda leikritið víðfrægt, svo og höfundur þess, Goldoni, sem skrifaði á sínum tíma um 200 gamanleiki og vakti ítlaska gamanleikinn til nýs lífs. □ Áslaug Ásgeirsdóttir og Ása Jóhannesdóttir í hlutverkum sinum. (Ljósmyndastofa Páls). Norðurlandaf. Framsóknar Norðurlandaferð Kjördæmis- sambands framsóknarmanna hér í kjördæminu hefst 13. júní. Flogið verður frá Keflavík til Kaupmannahafnar. Sunnubíll flytur fólkið á hótel Absalon/ Selandia, skammt frá Ráðhús- inu og Strikinu. Fararstjóri fer í gönguferð með þeim er þess óska. Á öðrum degi ferðarinnar verður ekið til Helsingör og farið með ferju til Helsingja- borgar í Svíþjóð. Ekið verður inn í Noreg yfir Svinesundbrú, en gist í Sarpsborg. Á þriðja degi verður haldið til Oslóar, farin hringferð um borgina. Þar sjá menn konungshöllina, Vige- landsgarðinn, Holmenkollen o. fl. Haldið verður síðdegis til Raumaríkis, sem er helgur stað- ur í augum norðmanna, þá að Hamri við Mjörsvatn. Til Lillehammer er farið á fjórða degi, við Mjörsvatn, þar sem Guðbrandsdalur hefst. Um Guðbrandsdal verður ekið, en sú leið er mjög fögur. Á fimmta degi verður ekið til 20 íbúðir Með bréfi dagsettu 21. mars sl. tilkynnir Húsnæðismálastofnun ríkisins, að á fundi húsnæðis- málastjórnar hinn 1. mars sl. hafi verið samþykkt að gefa Ak- ureyrarbæ kost á láni úr Bygg- ingarsjóði ríkisins til byggingar samtals 20 íbúða, samkvæmt lögum um leiguíbúðir sveitarfé- laga. □ Þrándheims um Norður-Guð- brandsdal, síðan yfir Dofrafjöll til Oppdal, sem er vinsæll ferða- mannastaður í Trollheimen. — Gist í Þrándheimi. Á sjötta degi verður haldið kyrru fyrir í Þrándheimi og er þar margt að skoða og á sjöunda degi verður ekið um Gaulardal og gisting tekin við hið fagra Siljanvatn. Til Uppsala er farið á áttunda degi ferðarinnar og síðdegis komið til Stokkholms. Kvöld- verður og gisting á hótel Jesúm. Þannig hefur hver dagur mik- ið að bjóða og yrði of langt upp að telja, en tilhögun er frjáls í Kaupmannahöfn, þegar þang- að er komið á ný, áður en hald- ið er heim á leið. í síðasta blaði (brottfarartími rangur þar) var getið þeirra manna, sem upplýs- ingar veita um för þessa, og vísast til þeirra fyrir þá, sem eru að hugsa um þetta álitlega ferðalag í júnímánuði. □ IM ra \h o • Sjö milljón ungmenni atvinnulaus. I Ameríku og Vestur-Evrópu eru nú sjö milljón ungmenni atvinnulaus, og eiga sér ekki glæsilegar framtíðarvonir. Oraakir eru taldar þessar: Námi í fjölmörgum löndum er ekki beint nægilega að þörfum atvinnulifsins. Skort- ur er á tækifærum til að afla sér iðn- og verkmenntunar. Margir atvinnurekendur eru tregir til að gefa ungu fólki tækifæri til að spreyta sig. Pólitískan vilja vantar hjá mörgum aðilum til að skapa ungu fólki fleiri atvinnu- tækifæri. • Frá Áfengis- vamaráði. t skýrslu Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins kemur fram, að áfengissalan til marsloka á þessu ári varð samtals 1.47 milljarður króna, og er söluaukning frá fyrra ári nær 37%. Selt var á og frá Akureyri áfengi fyr- ir röskar 150 milljónir króna þessa þrjá mánuði, en fyrir 116 milljónir á sama tíma í fyrra. Nokkrar verðhækk- anir hafa orðið. • Þáttaskil? Áfengisvandamálin á fslandi voru hin mestu feimnismál og eru það enn. En þau þáttaskil hafa þó orðið, að talað er um sjúkdóm, sem lækna þurfi og um þann sjúkdóm rætt opinskátt. — Bæði karlar og konur hafa komið fram í dagsljósið og sagt hiklaust frá reynslu sinni af áfengisvandanum og hvemig hægt er að yfirvinna hann. Hin opinbera umræða er góðs viti og ný skilgrein- ing á drykkjufýsn og nýjar leiðir tíl úrbóta eru það einnig. Þótt drykkjumenn hiki ekki við að kaupa áfengi dýru verði, eru möguleikar til þess stundum takmarkaðir, og margir telja, að áfengið mættí vera miklum mun dýrara, þar sem hátt verð yrði hemill á drykkjuskapn- um. Má vera að svo sé. — Áfengisvamaráð hefur reikn að út, að ef brennivín hefði hækkað jafn mikið í verði frá 1967 og ýsan og kaffið ættí flaskan nú að kosta 4.410 krónur, miðað við ýsuna, en 5.550 krónur miðað við kaff- ið. • F'eitar °s d/rar konur. fslendingar börðust um ald- ir við hungrið og margir biðu fullan ósigur. Nú er offitan eitt af mestu áhyggjuefnun- um. Félög, áhugafólk og læknar berjast við þetta vandamál. Þykist sá mestur, sem flestum kílóum nær af líkama sínum og annarra. Þannig hafa tímamir breyst hér á landi. í sumum löndum þar sem gjafvaxta konur eru mjög mikils metnar tíl verðs, em þær eftirsóttastar sem feitastar eru. Sinn er siður í landi hverju. • Til minnis. Þrátt fyrir endurteknar áminningar um það hér í blaðinu, að auglýsingar þurfa að berast ekki síðar en á mánudögum (skrifstofan op- in til kl. 7 e. h.) bíða margir til þriðjudags og eru þá orðn- ir of seinir. Er því á þetta minnt einu sinni enn, ef það gætí komið einhverjum að gagni. Margar auglýsingar em tímabundnar og þar sem ný vinnubrögð era upp tekin í prentsmiðju var nauðsyn- legt að setja þessar reglur um auglýsingamóttökuuna. Heildarvelta K. Þ. varð hálfur þriðji milljarður á síðasta ári Dagana 19. og 20. apríl sl. var 96. aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga haldinn í félagsheimilinu á Húsavík. Rétt til fundarsetu höfðu 120 fulltrúar og af þeim voru mættir 114. Auk þeirra sátu fundinn kaupfélagsstjóri, stjóm fé- lagsins og ýmsir trúnaðarmenn, og nokkrir aðrir félagsmenn. Formaður kaupfélagsstjómar, Teitur Bjömsson, og kaupfé- lagsstjórinn, Finnur Kristjáns- son, fluttu skýrslur um starf- semi félagsins á árinu 1976 og kaupfélagsstjóri las reikninga þess og skýrði þá. Sú nýbreytni hafði verið tek- in upp á árinu, að fulltrúi starfs- manna K. Þ. tók sæti á stjórnar- fundum með málfrelsi og til- lögurétti. Vefnaðarvörudeild flutti í nýtt húsnæði á annarri hæð í verslunar- og skrifstofubyggingu félagsins, og gjörbreyttist að- staða hennar til batnaðar við það. Þá flutti einnig efnalaug félagsins í nýtt húsnæði. Unnið var að ýmsum fleiri lagfæring- um á aðstöðu félagsins á Húsa- vík. Heildarvelta Kaupfélags Þing eyinga varð á árinu 1976 tveir og hálfur milljarður króna. — Þegar tekið hafði verið tillit til löglegra afskrifta á eingum fé- lagsins var tekjuafgangur á rekstrarreikningi þess tvær og hálf milljón króna. Rekstrarkostnaður hafði vax- ið mjög frá fyrra ári, vaxta- kostnaður t. d. um helming. í vinnulaun hafði félagið greitt á árinu um tvöhundruð tuttugu og átta milljónir króna. Inn- stæður félagsmanna í viðskipta- reikningum og innlánsdeild höfðu vaxið. Skuldir í viðskipta- reikningum voru með meira móti um áramót, en n. 1. helm- ingur af aukningu þeirra hefir nú verið greiddur. Á fundinum voru gerðar ályktanir um verðlagsgrund- völl landbúnaðarins, um fræðslu- og félagsmál, og fleiri mál vom þar til umræðu og af- greiðslu. Endurkosnir voru aðalmenn í stjórn félagsins, Jóhann Her- mannsson, Sigurjón Jóhannes- son og Teitur Björnsson. Vara- menn í stjórn voru endurkosnir, Óskar Sigtryggsson og Þráinn Þórisson. Einnig voru endurkosnir, að- alendurskoðandi, Hjörtur Tryggvason og varaendurskoð- andi, Jón Jónasson. Á fundinum var þess minnst, að hinn 20. febrúar sl. voru níutíu og fimm ár frá stofnun Kaupfélags Þingeyinga og sjö- tíu og fimm ár frá stofnun Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga. (Fréttatilkynning).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.