Dagur


Dagur - 04.05.1977, Qupperneq 4

Dagur - 04.05.1977, Qupperneq 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgrciðsla 11167 Ritstj. og ábyigðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prcntun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Betri tíð er fram- undan í stjómmálaumræðum frá Alþingi sl. fimmtudag fórust Ólafi Jóhannes- syni m. a. svo orð: „ . . . Það verður æ ljósara hver straumhvörf urðu til batnaðar í efna- hagslífi okkar íslendinga á sl. ári. Viðskiptahalli við útlönd varð stór- um minni en árið áður, gjaldeyris- staða batnaði til muna, svo og fjár- hagsstaða ríkissjóðs. Nokkuð dró úr þeirri verðbólgu,. sem geisað hefur hér á landi um langt skeið, þótt í því efni hafi ekki enn tekist að ná því marki, sem sett var í stjómarsáttmál- anum. Atvinna var góð og fram,- kvæmdir vom miklar, bæði á vegum hins opinbera og hjá einstaklingum. Á margan hátt var búið í haginn fyr- ir framtíðina. Ég þyl hér engar tölur. Þær em tiltækar í opinbemm skýrsl- um. Útlitið í efnahagsmálum þjóðar- innar er því bjartara nú en oft áður. Því er spáð, að þjóðartekjur aukist um 5%, ef skynsamlega verður á mál- um haldið. Framvindan á fjórum fyrstu mánuðum þessa árs er hagstæð. Framleiðsla fer vaxandi, atvinnu- ástand er gott, viðskiptakjör em góð og batnandi enn sem komið er og sæmilega horfir um jöfnuð í viðskipt- um við útlönd. Við ættum því að geta litið til framtíðarinnar með hóflegri bjartsýni, ef ekki slær í baksegl. Ég held líka, að almennt sé ríkj- andi bjartsýni. Framkvæmdaáform, húsbyggingar, gróska í atvinnulífi, óskir um skipakaup og margt fleira bera þessari bjartsýni vitni. Það er óþurftarverk, sem of margir iðka, að telja kjark úr ungu fólki, en því þarf að rétta örvandi hönd. Eins og jafnan em þó ýmsar blik- ur á lofti. Verðlag á ýmsum innflutn- ingsvömm fer ört hækkandi. Kjara- mál eru öll óleyst og þar með sjálf tekjuskiptnigin innan þjóðfélagsins. Ríkifr því enn mikil óvissa á J>ví sviði. Ég tel nokkurt svigrúm hafi skap- ast til þess, eins og nú horfir, að grynna nokkuð á erlendum skuldum og bæta raunvemlega kjör þeirra, sem lakast em settir, láglaunafólks og ellilífeyrisþega. . . Ráiðherra lýsti síðan fullum stuðn- ingi við 100 þús. kr. lágmarkskaup- kröfu ASÍ, miðað við verðlag sl. haust og kvað tregðulögmál atvinnu- rekenda ákaflega óskynsamlegt. Sem kunnuugt er hefur Eyjólf- ur Konráð Jónsson alþingis- maður lagt fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um að afurða- og rekstrarlán til land- búnaðarins verði greidd beint til bænda. Morgunblaðið leitaði fyrir skemmstu álits nokkurra manna, sem afskipti hafa af af- urðalánamálum landbúnaðar- ins, á efni fyrrnefndar tillögu og hafa svör þeirra þegar birst. Svar Erlendar Einarssonar fer hér á eftir: „Vegna þess að umræður um þessi mál undanfarið hafa verið mjög almenns eðlis og stundum yfirborðskenndar, tel ég nauð- synlegt að almennnigur fái rétta mynd af afurða- og rekstrarlán- um landbúnaðarins. Þess vegna verður þetta álit mitt nokkru lengra en ella. Þingsályktunartillagan fjallar raunverulega um tvö mál: a. Annars vegar afurðalánin, sem veitt eru út á birgðir bú- vara og greiðast upp eftir því sem vörurnar seljast og b. hins vegar svonefnd rekstr arlán út á sauðfjárafurðir, en líta má á þau sem fyrirfram- greiðslu uppí afurðir, sem til falla í sláturtíð, en rekstrarlán- in greiðast upp með afurðalán- unum. Afurðalánin. Reglur Seðlabankans miðast við það að hann endurkaupi afurða- lánavíxla frá viðskiptabönkun- um að mámarki 52% af heild- söluverði búvara og eru birgðir í mánaðarlok lagðar til grund- vallar. Ofaná þessa upphæð lána viðskiptabankarnir 15,6% af heildsöluverði, þannig að af- urðalánin eru samtals um 67,6% af' heildsöluverði. Afurðalánin eru veitt sláturleyfishöfum út á birgðir og bera þeir ábyrgð á því að skila bcnkunum niður- greiðslu á lánunum af söluand- virði. Hvað varðar Sambandskaup- félögin þá hafa þau greitt af- urðalán beint til bænda (og ann- arra innleggjenda og í svo til öllum tilfellum hafa þau sjálf bætt við bankalánin með því að greiða 75—85% af innleggi í lok sláturtíðar og eftirstöðvar þegar afurðir eru seldar. Kaup- félögin hafa greitt þessar upp- hæðir inn á viðskiptareikninga innleggjenda sem er hliðstætt því, að fjárhæðirnar hefðu verið greiddar inn á bankareikninga viðkomandi aðila. Kaupfélögin eru hluti af bankakerfinu, og staðfestir Seðlabankinn þann skilning með því að gera inn- lánsdeildum skylt að greiða í Seðlabankann bindingu af spari- innlánum. Ég tel að ekki sé ástæða til að gera greinarmun á reikningsinnstæðu í Sam- bandskaupfélögum, sem nú annast slátrun og innstæðu í viðskiptabanka. Þingsályktunin er því óþörf hvað varðar afurðalán Sam- bandskaupfélaganna. En það er annað atriði er snertir afurðalánin, sem flutn- ingsmaður þingsályktunartillög- unnar hefði gjarnan mátt taka til greina og fella í tillögu sína og það er að taka undir álykt- anir bændafunddanna, að af- urðalánin verði hækkuð úr 67,6% í 95—100%. Það er þetta atriði sem bændur leggja höfuð- áherslu á. Fyrirkomulag greiðsl- unnar hefur ekki, svo ég viti til, verið ágreiningsatriði á bænda- fundum. Rekstrarlánin. Kaupfélögin hafa lengst af, frá þvf fyrsta félagið var stofnað árið 1882, verið aðal banka- stofnanir bænda. Kaupfélögin Erlendur Einarsson, forstjóri: Samvinnuhreyfingin og bændur landsins hafa haft þá reglu í nær heila öld að gefa bændum kost á að fá lán út á væntanlegt haust- innlegg. Rekstrarlán bænda hefðu vart orðið leyst á annan veg. Kaupfélögin hafa einnig veitt bændum lán til uppbygg- ingar og ég tel, að ekki sé of sagt, að félagsmenn kaupfélag- anna hafi beitt félögunum fyrir- uppbyggingu í sveitunum, eftir því sem kostur var á í hverju félagi. Þessi bankastarfsemi kaupfélaganna var félagsmönn- unum ekki aðeins nauðsynleg, heldur einnig mjög hagstæð, samanborið við aðra valkosti. Á seinni áratugum hafa orðið miklar breytingar í landbúnaði hér á landi. Vélar hafa leyst handafl af hólmi. Rekstrarvör- ur svo sem ábuurður og kjarn- fóður hafa orðið æ þýðingar- meiri þættir í landbúnaðinum, og landbúnaðurinn í dag er rek- inn sem fjármagnsbúskapur. — Það er ekki síst sauðfjárbú- skapurinn sem þarf mikið rekst- ursfé vegna þess m. a. hve lang- an tíma tekur að fá afurðir af búrekstrinum. Rétt er í þessu sambandi að bregða upp mynd, er skýrir þetta betur. Bóndi, sem kaupir áburð á tún sitt nú í vor, heyjar túnið í sumar og gefur búfénu heyið ásamt kjamfóðri veturinn 1977 —1978. f maí 1978 fæðast lömb- in fyrst, en afurðir þeirra eiga að greiða allan rekstrarkostn- aðinn við sauðfjárbúskapinn og þá koma aftur áburðarkaup og heyöflun til næsta vetrar. í sept./okt. 1978 er dilkunum slátrað og verið er að selja af- urðirnar til hausts 1979. Þannig líða nær tvö ár frá því byrjað er að eyða verulegu fjármagni í rekstrarkostnað, sem er marg- þættur, þar til afurðaverðið skilar sér endanlega. Hér verð- ur líka að vekja athygli á hinum mikla fjármagnskostnaði, en vextir hér í verðbólgunni eru bændum mjög þungir í skauti og auuka á misræmi fram- leiðslukostnaðar hér miðað við samkeppnislöndin. Erlendur Einarsson forstjóri. Það mun hafa verið á árunum 1955—1956, að bankakerfið byrj- aði að veita sérstök rekstrarlán vegna sauðfjárframleiðslu. Má greitt fyrir því, að samvinnu- félögin og aðrir sláturleyfis- hafar gætu ihlaldið áfram að veita bændum lán út á haust- innlegg sitt. Árið 1958 voru rekstrarlánin, sem Seðlabankinn veitti 53,8% af heildarsöluverði sauðfjáraf- urða og voru lánin veitt á tíma- bilinu mars til september. Þessi lán fóru svo lækkandi næstu árin og árið 1976 voru þau 17,1 % af heildsöluverði (miðað við sept. 1976). f þessu sambandi er þó rétt að geta þess að til við- bótar hafa komið lán út á áburð frá Áburðarverksmiðjuunni. Þrátt fyrir það, að afurðalán- in fóru hlutfallslega svo mjög lækkandi, reyndu kaupfélögin að halda hinni áratugagömlu reglu að veita bændum lán út á haustinnlegg sitt. Þetta hefur þó orðið kaupfélögunum ofraun. Sveiflan í fjárhagsstöðunni mars—nóvember hefur verið meiri en félögin gætu ráðið við. Til þess að útskýra þetta nán- ar er rétt að nefna dæmi. Á árinu 1976 kom í ljós, að skuldir viðskiptamanna Sam- bandskaupfélaganna, að frátöld- um innstæðum, hækka frá 1. janúar til 31: ágúst 1976 um 4.1 milljarð króna (4.100 millj), en lækka svo aftur þegár haustaf- urðalánin koma til skila, og staðan er jákvæð um áramót. Til frádráttar á þessari sveiflu koma svo rekstrarlánin til land- búnaðarins, sem veitt voru frá Seðlabankanum, þar með lán til áburðakaupa á tímabilinu frá mars til ágúst, 1,1 milljarða. — Sveiflan frá janúar til ágúst er þannig 3 milljarðar. Þessa upp- hæð þurftu kaupfélögin að fjár- magna. Að sjálfsögðu gátu fé- lögin ekki axlað þessa byrði án þess að fá til þess aðstoð. Sam- bandið hefur á undanförnum áratugum komið inn í myndina og árið 1976 er talið, að af 3 milljörðum hafi lent á Samband- inu 1,3 milljarðar. Mismimur- inn 1,7 milljarðar lenti á félög- unum sjálfum. Það gefur auga leið, að auðvitað þurftu félögin og Sambandið að leita til bank- anna til þess að geta axlað þessa byrði. En þrátt fyrir nokkra fyrirgreiðslu þaðan varð stað- reyndin sú, að það varð félög- unum og Sambandinu ofraun að veita hina miklu lánafyrir- greiðslu til landbúnaðarins á sl. ári eins og reyndar undangeng- in ár og óhagstæð lausafjár- staða hjá flestum félaganna og Sambandinu varð dragbítur á reksturinn. Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir því, að það hef- ur komið í hlut kaupfélaganna að leysa að stærstum hluta rekstrarlán landbúnaðarins vegna sauðfjárbúskaparins. Þingsályktuunartillaga Ejólfs Konráðs Jónssonar gerir ráð fyrir því, að bændur taki sjálfir rekstrarlánin og þá væntanlega gert ráð fyrir því, að þau verði tekin úr bankakerfinu og nægi til þess að brúa bilið frá mars til nóvemberloka. Er þá vænt- anlega gert ráð fyrir því að bændur staðgreiði rekstrar- kostnað búa sinna. Frá sjónarhóli samvinnu- hreyfingarinnar yrði það mjög hagstætt ef bændum yrði með fyrirgreiðslu úr bankakerfinu, gert kleift að staðgreiða kostn- aðinn við búreksturinn. Slíkt myndi leysa stóran fjárhags- vanda samvinnufélaganna og losa þau við þá klemmu sem þau hafa lent í vegna rekstrar- lána til bænda. En þessi mál eru kannske ekki svo einföld f framkvæmd. — Fyrsta spurningin verður sú, hvort bankakerfið sé reiðubúið að taka að sér að leysa rekstrar- lánin, sem myndi þýða marg- földun lánanna frá því sem nú er. Önnur spurning er trygging til viðskiptabankanna. Þriðja spurningin er stóraukinn kostn- aður fyrir bændur vegna breytts fyrirkomulags. Lána- fyrirgreiðsla kaupfélaganna til bænda hefur verið ódýr, að henni hefur verið tímasparnað- ur fyrir bændur. Þeir hafa ver- ið í flestum tilfellum leystir undan því að sitja í biðstofum til lánsútvegunar og þeir hafa ekki þurft að greiða neinn lán- tökukostnað eða provision. — Fjórða spurningin hlýtur þó að vega mest: Vilja bændur sjálfir gera á þessu breytingu, treysta á að bankakerfið leysi rekstrar- lánin en kaupfélögin hætti að lána út á haustinnlegg?" Yfirlýsing vegna „Fátæks fólks" í bókinni „Fátækt fólk“ lýsir hr. Tryggvi Emilsson heimilinu á Draflastöðum í Sölvadal á mjög óhugananlegan hátt. Við undir- rituð, sem þekktum vel þetta heimili á þeim árum sem Tryggvi var þar, furðum okkur á þessari frásögn hans og getum ekki trúað henni. Lýsum við hér með yfir and- styggð okkar á þeim þætti bók- arinnar sem fjallar um heim- ilislífið á fyrrnefndum bæ. Ketill S. Guðjónsson Þorvaldur Guðjónsson Hjalti Guðmundsson Kristín Sigurðardóttir Stefán Benjamínsson Jóhann Sigurðsson GREIN ARGERÐ: Laust fyrir síðustu jól kom út bókin „Fátækt fólk“ eftir Tryggva Emilsson. Fáar bækur munu hafa vakið meira umtal, víða um land, en þessi bók. Þó mun það umtal hafa orðið einna mest hér í eyfirskum sveitum, sem eðlilegt má telja, þar sem þessar frásagnir Tryggva eru mestar úr Eyjafirði og af Akur- eyri. Nokkrar umsagnir um bókina hafa birst í blöðum og er henni þar yfirleitt hælt, einkum fyrir ágæta frásagnarhæfileika höfundar og gðan stíl. Má þaö til sanns vegar færa. Allmargir munu þó vera ofan moldar og muna þá tíma er þess- ar æviminningar Tryggva spanna yfir og átt heima, í fjölda ára, í næsta nágrenni við þá staði, sem bókin getur um og mesta athygli hafa vakið í frá- sögninni. Við, sem vorum í 15 til 20 ár á næstu bæjum við Draflastaði í Sölvadal og átt- um þess kost að koma þar við og við og hafa ýmis konar sam- skipti við heimilisfólkið á bæn- um, eins og gerist á nágranna- bæjúm í sveit, viljum lýsa megnri andúð okkar á þeim ógnvekjandi frásögnum Tryggva af fólkinu þar og fram- komu þess við hann og fullyrð- um að þetta á sér engan stað. Hjónaleysunum á Draflastöð- um, Sigfúsi og Guðrúnu, er lýst sem fullkomnum óþokkum, og er þá ekki of sterkt til orða tek- ið. Sannleikurinn er hins vegar sá að þetta fólk fékk almenn- ingsorð fyrir að vera sómafólk, glaðlynt í viðræðum og á eng- an hátt til baka haldið, né hafði tilburði til að einangra sig. Eitt af því sem vekur okkur einna mestrar andstyggðar í sambandi við frásögn Tryggva af Draflastaðaheimilinu, er það tillitsleysi ,sem fram kemur gagnvart nánum afkomendum þessa fólks, sem enn er á besta aldri. Til glöggvuunar á þessu, skal fram tekið að þau Sigfús og Guðrún giftust nokkru eftir að Tryggvi var alfarinn frá Draflastöðum. Áttu þau eina dóttur barna. Þekkti hún föður sinn ekki neitt, þvf hún er að- eins 4 ára, þegar hann deyr. Nú er hún húsfreyja á ágætu heimili hér í firðinum og á upp- komin börn. Þess er vert að geta að hún er rómuð fyrir góðvild og myndarskap. Menn geta giskað á hvert á- fall það hefir verið fyrir þessa konu að fá allt í einu þessa viðs- bjóðslegu lýsingu af foreldrum sínum, í bók, sem seld er um allt land. Manni býður í grun, að þarna sé verið að reyna að kitla eyru lesenda bókarinnar, með skáldlegum tilþrifum og æsandi sögum. Eitt er enn, sem vekur athygli í sambandi við vist Tryggva á Draflastöðum og það er, að Emil faðir hans hikar ekki við að láta son sinn vera 3 sumur og einn vetur í þessum kvala- stað. Hann sýnist ekki hafa neina tilburði til að taka dreng- inn þaðan, fyrr en seint og síð- ar, og koma honum í aðra vist. Þó hefði hann eflaust átt að vita, eftir sögusögn Tryggva, hvernig að honum var búið á þessu heimili. Sögusviðið í Öxnadal er okk- ur óviðkomandi, en við höfum þó góðar heimildir fyrir þvi, að þar sé farið rangt með ýmis at- riði og vekur það grun um óvandaða heimildasöfnun eða oftrú höfundarins á eigið minni. Tryggvi segir að Draflastaðir séu nú í eyði, en ekki er þetta rétt hjá honum. Jörðin er byggð og hefði hann því getað sparað sér vangaveltur um það atriði á bls. 110. Fleiri villur mætti nefna, en þær skipta litlu máli. Okkur er það vel ljóst, að þó við sendum þessar athugasemd- ir við skrif Tryggva um vist hans á Draflastöðum, í fjöllesn- ustu blöð landsins í dag, þá mun fljótt fyrnast yfir þær og fólk gleyma því að þær hafi nokk- urntíma birst. Hinsvegar mun bókin „Fátækt fólk“ áfram vera til og verða lesin í framtíðinni, sem einhver sannfræðilegasta lýsing þeirra sagna á þeim tíma, sem hún fjallar um. f Bjarni í Syðritungu látinn Bjarni Þorsteinsson bóndi í Syðritungu á Tjörnesi lézt á sjúkrahúsinu í Húsavík, 81 árs, þann 19. f. m„ fæddur 16. des. 1895. Á sjúkrahúsinu hafði hann dvalið nokkur undanfarin miss- eri, heilsulítill, en banameinið var lungnabólga. Hann var mað- ur, sem ekki gerði víðreist um dagana, skilaði þó merku og sérstæðu hlutverki. Bjarni flutt- ist á öðru ári með foreldrum sínum að Syðritungu frá Jó- dísarstöðum í Eyjafirði. Faðir lians var sonur Bjarna „borg- ara“ á Raufarhöfn Þorsteins- sonar ríka á Bakka á Langanes- strönd, en kona Bjarna „borg- ara“ og móðir Þorsteins var Anna Sigríður dóttir Hans Frið- riks Hjaltalín verzlunarstjóra þar. Föðursystir Þorsteins í Tungu var Þorbjörg kona Met- husalems Þorsteinssonar á Arn- arvatni. Móðir Bjarna var Elísa- bet Jóhannesdóttir, systir Bald- vins á Veigastöðum og Dálks- stöðum á Svalbarðsströnd. For- eldrar þeirra voru Jóhannes Torfason frá Miðhvammi í Aðal- dal og síðari kona hans Anna Erlendsdóttir Eyjólfssonar frá Höskuldsstöðum í Reykjadal. — Þau Syðritunguhjón áttu annan son en Bjarna, nokkrum árum eldri, Jóhannes að nafni. Hann lézt af slysförum 1914, nýlega kvæntur. Þorsteinn missti foreldra sína ungur, en hlaut nokkurn arf eftir þau, sem gekk honum til uppeldis og þó nokkru betur, þar í var hálf Syðritunga. Bjarni bjó með foreldrum sínum með- an þau lifðu, en þau létust á fimmta tugi aldarinnar með stuttu millibili. Árið 1920 keypti Bjarni þann helming Syðri- tungu, sem foreldrar hans áttu ekki. Hefur ættin búið á allri jörðinni síðan. Bjarni kvæntist eftirlifandi konu sinni, Emilíu Sigtryggsdóttur frá Flatey, 22. des. 1931. Syðritunga er þar í sveit sett, sem þjóðleiðin liggur um Tunguheiði, þvert yfir Tjörnes- fjallgarð. Það var erfið og hættuleg leið, en fjölfarin áður fyrr. Miklu varðaði hvernig það fólk var innrætt og í stakk búið, sem bjó á bæjunum við rætur fjallgarðsins báðum megin, en þeir voru Syðritunga að vestan en Fjöll í Kelduhverfi að aust- an. Oft þurftu vegfarendur að leita hjálpar og leiðbeininga á þessum bæjum. Á því tímabili, sem hér um ræðir, var sú þjón- usta veitt af fúsleik og rausn án þess að krefja um greiðslu. Þeir feðgar Þorsteinn og Bjarni voru jafnan reiðubúnir hvernig sem á stóð til fylgdar eða hjálp- ar á Tunguheiði. Frá því landssíminn var lagð- ur yfir heiðina 1916 og eftirlits- stöðvar komu á bæjunum báð- um megin, tilkynntu þessar stöðvar hvor annarri, hvenær fólk lagði á heiðina, einkum að vetrarlagi eða hvenær sem tor- fært var yfir hana einhverra hluta vegna. Kæmu vegfarend- ur ekki til byggða á eðlilegum tíma, var farið á móti þeim og aðstoð veitt, ef með þurfti. Á þessum tíma voru vegfarendur jafnan gangandi og oft með flutning, sem þeir báru eða óku á sjálfum sér. í nokkrum tilfell- um var mannslífum bjargað. — Ekki var í kot vísað, þegar heim kom. Húsfreyjur voru mönnum sínum samhentar. Bjarni í Syðritungu sá um viðgerðir á simalínunni á Tungu heiði að vestan frá því hún var lögð (1916), þar til hún var tek- in úr notkun 1961. Það var hættulegt og erfitt verk og mik- ið trúnaðarstarf. Samstarfsmenn hans að austan voru feðgar á Fjöllum hver fram af öðrum, Olafur Jónsson og Héðinn son- ur hans. — Segja má, að ár- vekni og harðfengi við þetta starf hafi á vetrum langtímum saman verið forsenda þeirrar þjónustu, sem síminn veitti. Bjarni var ræktunar- og bygg- ingamaður. Hann átti afurða- gott bú og vel hirt. En starfs- orka hans náði lengra. Hann var hneigður fyrir veiðimennsku og þótti aflamaður. Hann stundaði sjó við annan mann á árabát, langa hríð. Fiskinn lögðu þeir inn á Húsavík um 12 km frá uppsátri, en veiðisvæði þeirra náði vestur að fjöllum, norður um Mánáreyjar og austur fyrir Tjörnes. Þegar Tungunámur voru nýttar á stríðsárunum fyrri, kom Bjarni þar við sögu. Þar unnu tveir og tveir saman við losun kolanna. Fór orð af vinnubrögðum Bjarna og félaga hans, Jakobs Jónssonar, síðar skipstjóra. Náðu engir þeim í afköstum, að sögn. Bjarni fylgdist vel með hér- aðs og þjóðmálum, enda kallað- ur til samstarfs á þeim vett- vangi. í hreppsnefnd sat hann 34 ár og litlu skemur í skatta- nefnd. Fleiri störf af sama toga voru honum fengin. Hann var fæddur félagshyggju. og sam- vinnumaður. Ósérhlífni og hjálpsemi voru eðliskostir hans, enda standa margir í þakkar- skuld við hann og heimilið í Tungu að leiðarlokum, ekki sízt Norður-Þingeyingar liðna tím- ans. Hann var á öllum sviðum slíkur liðsmaður heima og heim- an, að lífið mun ekki hafa á hann bakreikninga. Kona Bjarna, Emilía, stóð vei í stöðu sinni. Manni sínum var hún samhent mjög og samhuga. Honum og börnunum bjó hún ánægjulegt heimili. Fimm börn þeirra Bjarna og Emilíu, sem upp komust (tvö dóu ung), fædd á árunum 1932 til 1944, stunda öll sveitabú- skap, þau eru: Þorsteinn bóndi í Syðritungu, ókvæntur. Býr með móður sinni. Sigtryggur bóndi í Steindal, nýbýli frá Syðritungu, kvæntur Guðnýju Stefánsdóttur, Elísabet Anna húsfreyja á Mánárbakka, gift Aðalgeir Egilssyni, bónda þar. Jóhanna Björg húsfreyja að Vatnskoti í Þykkvabæ í Rang- árvallasýslu gift Óla Á. Ólafs- syni, bónda þar. Árný húsfreyja að Hjalla í Reykjadal, gift Er- lendi Stefánssyni, bónda þar. — Öllum kippir þeim í kynið. 26. marz 1977. Björn Haraldsson. Lyftingar í Laugardalshöll Á NM í lyftingum, sem haldið var í Laugardagshöll um dag- inn, setti Haraldur Ólafsson, Akureyri, íslandsmet í léttasta flokknum er hann jafnhattaði 82,5 kg. Hann hafði erfiða keppendur að glíma við og hafnaði í fjórða sæti í sínum flokki. Viðar Eðvarðsson náði sér hins' vegar ekki á strik og féll fljótt úr keppninni. í flokki 82,5 kg setti Hjörtur Gíslason íslendsmet unglinga bæði í snörun og jafnhendingu og þá einnig í samanlögðu. Hann snaraði 125 kg og jafnhattaði 152,5 kg eða samtals 277,5 kg. Hann hafnaði f sjöunda sæti í sínum flokki. Bæði Guð- mundur Sigurðsson og Gústaf Agnarsson urðu Norðurlanda- meistarar í sínum flokkum, og fór stigakeppni milli norður- landaþjóðanna þannig, að Finnar hlutu 101 stig, Svíar 90, Danir 70, íslendingar 66 og Norðmenn ráku lestina með 33 stig. Þórsarar í keppnisferð Sl. laugardag fór meistara- flokkur Þórs í knattspyrnu í keppnisferð til Vestmannaeyja og léku þar einn leik við lið ÍBV sem í fyrra urðu sigur- vegarar í annarri deild og leika því nú í fyrstu deild eins og Þórsarar. Leik þessum lauk með jafn- tefli, eitt mark gegn einu, og að sögn forráðamanna Þórs var leikurinn mjög góður og ágætlega leikinn af beggja hálfu. Mark Þórs skoraði Sig- þór Ómarsson, en hann lék áður með Akurnesingum, en hefur nú fluttst til Akureyrar. Mark ÍBV skoraði Karl Sveins- son. Tækifæri Þórsara í leikn- um voru öllu fleiri til að skora, og áttu þeir meðal ann- ars skot í stöng. Keppnin í 1. deild hefst um næstu helgi og þá leika Þórsarar við Keflvík- inga syðra, en þann 11. leika þeir heimaleik við Víking og síðan aftur þann 14. við Fram og þá í Reykjavík. Verður því næsta vika erfið fyrir Þórsara, því þrír leikir á einni viku f byr-jun keppnistímabils jafnvel atvinnumönnum greininni ofviða. er Innanhússmót U.M.S.E. Keppt var í tveimur aldurs- flokkum karla og kvenna. — Þáttaka var góð, sérstaklega í yngri flokkunum. Keppnin var jöfn og skemmtileg í mörgum greinum, og einnig um efsta sætið í stigakeppni milli félaga. UMF Framtíðin sem aðeins sendi tvo keppend- ur til mótsins fór með sigur af hólmi í stigakeppninni, eftir harða keppni við UMF Þor- stein Svörfuð og UMF Svarf- dælinga. Frammistaða kepp- enda frá UMF Þorsteini Svörf- uði vakti mikla athygli á mót- inu, en keppendur frá því fé- lagi hafa ekki látið mikið að sér kveða á mótum UMSE undanfarin ár. Úrslit í ein- stökum greinum urðu þessi: Langstökk án atrennu: m Aðalst. Bernharðsson F 3,14 Birgir Jónasson F 3,06 Orn Jónsson Sv. 3,04 Þrístökk án atrennu: m Aðalst. Bernharðsson F. 9,22 Birgir Jónasson F 9,11 Orn Jónsson Sv. 8,79 Hástökk án atrennu: m Birgir Jónasson F 1,47 Orn Jónsson Sv. 1,40 Kristján Júlíusson Sv. 1,36 HK í 2. deild Um síðustu helgi léku á Akur- eyri, Dalvíkingar og HK, eða Handknattleikfélag Kópavogs, en þessir aðilar urðu sigurveg- arar í riðilskeppni þriðju deildar HSÍ. Kópavogsbúar unnu leikinn naumlega og unnu því réttinn til að leika í annari deild á næsta ári. — Gaman hefði verið ef Dalvík- ingum hefði tekist að vinna sig upp í aðra deild í hand- knattleik, en það hefði a.m.k. sparað Akureyrarfélögunum Þór og KA dýran ferða- og uppihaldskostnað vegna þess- ara leikja. Hástökk með atrennu: m Aðalst. Bernharðsson F 1,60 Birgir Jónasson F 1,60 Gísli Pálsson Sk. 1,55 Marinó Þorsteinsson R. 1,55 Sveinaflokkur. Langstökk án atrennu: m Birgir Henningss. Þ.Sv. 2,75 Árni Snorrason Þ. Sv. 2,75 Birkir Freysson Sk. 2,49 Þrístökk án atrennu: m Árni Snorrason Þ. Sv. 7,96 Birkir Freysson Sk. 7,53 Þorsteinn Stefánsson Sv. 7,45 Hástökk án atrennu: m Birkir Henningss. Þ. Sv. 1,15 Svanl. Þorsteinss. R. 1,15 Árni Snorrason Þ. Sv. 1,10 Hástökk með atrennu: m Árni Snorrason Þ. Sv. 1,45 Guðmundur Jónsson Sv. 1,45 Svanl. Þorsteinsson R 1,40 Kvennaflokkur. Langstökk án atrennu: m Guðrún Höskuldsd. R 2,58 Hólmfr. Erlingsd. Sk. 2,50 Vilborg Björgvinsd. Dbr. 2,33 Hástökk með atrennu: m Guðrún Höskuldsd. R 1,30 Jónína Júlíusdóttir Sv. 1,30 Hólmfr. Erlingsd. Sk. 1,25 Telpnaflokkur, 14 ára og yngri Langstökk án atrennu: m Þuríður Árnadóttir Sk. 2,22 Rósa Þorvaldsdóttir Dbr. 2,19 Valgerður Gylfadóttir R. 2,13 Hástökk með atrennu: n Ester Ottósdóttir Sv. 1,3( Arna Hafsteinsd. Sv. 1,2( Valg. Gylfadóttir R. 1,11 Sigr. Víkingsdóttir Dbr. 1,11 Stig milli félaga: 1. UMFFramtíðin 29 stig 2. UMF Svarfdæla 28 stig 3. UMG Þorsteinn Sv. 27 stig 4. UMF Reynir 21 stig 4•DAGUR DAGUR•5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.