Dagur - 04.05.1977, Blaðsíða 7
Foreldrafélag
Á varðborg sl. laugardag var
stofnað Félag einstæðra for-
eldra á Akureyri og í nágrenni.
Voru þar saman komnir 62 ein-
einstæðir foreldrar, sem félagið
stofnuðu. Framhalds aðalfund-
ur verður haldinn um næstu
mánaðamót.
Bráðabirgðastjórn var kosin.
Hana skipa: Jónína Pálsdóttir,
formaður, og aðrir í stjórn:
Helga Tryggvadóttir, Dómhild-
ur Sigurðardóttir, Kolbrún Sæ-
mundsdóttir, Klristbjörg Ás-
bjarnardóttir og Sigrún Árna-
dóttir.
Tilgangur hins nýstofnaða fé-
lags er að veita félögum sínum
og öðrum upplýsingar er ein-
stæða foreldra varða.
Sími formanns, Jónínu Páls-
dóttur, er 22974, og sími Dóm-
hildár Sigurðardóttur er 19614.
Tónlistarskóli
Sauðárkróki 2. maí. Tónlistar-
skóla Skagafjarðarsýslu sem
stofnaður var á sl. hausti, var
slitið í Miðgarði með nemenda-
tónleikum 30. apríl. Skólastjóri
er Ingimar Pálsson. Dagskráin
reyndist bæði fjölbreytt og
skemmtileg. Auk nemendatón-
leikanna sem voru ánægjulegir
og sýndu mikinn árangur skóla-
starfsins, söng karlakórinn
Heimir, undir stjórn Ingimars
Pálssonar, Jóhann Jónsson,
bóndi í Keflavík söng einsöng
við undirleik Árna Ingimundar-
sonar og fram komu auk þess
norsku listahjónin, sem kennt
hafa við skólann frá áramótum,
þau Kristín og Ernest Ole Sol-
em. Formaður skólanefndar,
Jón Guðmundsson, Óslandi,
rakti aðdraganda að stofnun
skólans. Kom þar fram, að ell-
efu hreppsfélög standa að tón-
listarskólanum og 150 nemend-
ur voru í öllum deildum skólans
í vetur. Kennt var á píanó,
orgel, gítar og blokkflautu og
fór kennslan fram á sex stöð-
um. Fastur kennari, auk skóla-
stjórahnjónanna, var Anna Jóns-
dóttir, Mýrarkoti. G. Ó.
ALLTAF EITTHVAÐ
NÝTT
Mussur með MAÓ kraga
LEVIS buxur, ný sending
KLEÓPATRA
Strandgötu 23,
sími 21409.
Frá Heilsuverndarslöð Akureyrar
Ungbarnaeftirlilið
Bólusetning barna fædd 1976 gegn A og C-stofn-
um af heilahimnubólgu (meningococcar) fer
fram í Heilsuverndarstöðinni á Akureyri, Hafn-
arstræti 104 II. hæð, mánudaginn 9. maí frá kl.
9—12 og 13—15.
ATH.: Bólusetning þessi veitir ekki vörn gegn B-
stofni veikinnar. Til þess að viðhalda ónæmi svo
ungra barna sem hér um ræðir verður að endur-
taka bólusetnigu eftir minnst 3 mánuði.
Bólusetningin kostar 1.500,00.
Vinnuskóli Akureyrar
Vinnuskóli Akureyrar verður starfræktur í sumar
frá júníbyrjun fyrir unglinga sem fæddir eru 1962,
1963 og 1964. Umsóknum veitt móttaka í Vinnu-
miðlunarskrifstofu Akureyrar til 13. maí, sími
11169.
GARÐYRKJUDEILD.
Skólagarðar Akureyrar
Skólagarðar Akureyrar verða starfræktir í sumar
við Gróðrarstöðina og í Glerárhverfi fyrir börn
sem fædd eru 1965, 1966 og 1967.
Umsóknum veitt móttaka í Vinnumiðlunarskrif-
stofu Akureyrartil 13. maí, sími 11169.
GARÐYRKJUDEILD.
Læknisbústaður
Heildartilboð óskast í að byggja læknisbústað á
Húsavík. Innifalið í verkinu er bygging húss, inn-
réttingar og lóðarfrágangur að fullu.
Húsið skal vera fokhelt og lóð grófjöfnuð 1. des.
1977. Lóð fullfrágengin vorið 1978.
Húsið afhent fullfrágengið 1. apríl 1979.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borg-
artúni 7, Reykjavík gegn 15.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða oþnuð á sama stað þriðjudaginn
17. maí, 1977 kl. 11,30 f. h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Ávalt mikið úrval íbúða á söluskrá
m r* I EIGNAMIÐSTOÐIN
GEISLAGATA 5 . SÍMAR 19606, 19745
Opið til kl. 19 mánudaga til föstudaga.
Lögmaður: ÓLAFUR BIRGIR ÁRNASON.
Glerárgata 28 ■ Pósthólf 606 Sími (96)21900
Verslunarhúsnæði
Höfum til sölu verslunar- og íbúðarhúsnæði við
Hafnarstræti. Opið virka daga kl. 17—19.
m I EIGNAMIÐSTÖÐIN
GEISLAGATA 5 . SÍMAR 19606. 19745
Símar 19606 og 19745.
SÖLUSTJÓRI: Friðrik Steingrímsson.
LÖGMAÐUR: Ólafur B. Árnason.
FRÁ HÚSSTJÓRNARSKÓLA AKUREYRAR:
Innritun
á námskeið næsta vetrar fer fram í skólanum
næstu daga milli kl. 2 og 4.
Ath. eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.
Allar upplýsingar eru veittar í síma 11199 kl. 9—
12 f. h. og 2—4 e. h.
SKÓLASTJÓRI.
Verslunar- og
iðnaðarhúsnæði
Til leigu ca. 70 ferm. verslunarhúsnæði f mið-
bænum. Ennfremur ca. 185 ferm. á II. hæð.
Hentugt fyrir skrifstofur, verslanir eða léttan
iðnað.
Upplýsingar gefur JÓN M. JÓNSSON,
sími 96-23599 og 96-11453, Akureyri.
Atvinna
Maður óskast til starfa við hjólbarðaviðgerðir.
Upplýsingar gefur Sigurður Baldvinsson.
GÚMMÍVIÐGERÐ KEA.
Aðaltundur
Hestamannafélagsins Léttis verður haldinn I
Hvammi 5. þ. m. kl. 8,30 sd.
Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN.
DAGUR•7