Dagur - 26.05.1977, Síða 8
DAGUR
Akureyri, fimmtudagur 26. maí 1977. ,,
BÍLAVIR - RAFGEYMAKAPLAR
LEIÐSLUSKÓR - KAPALSKÓR
Vistheimilið Sólborg.
(Ljósm. E. D.).
Sýning var á Sólborg
Asunnudaginn var handavinnusýning í Sólborg og seld-
ust flestir munir bamanna. Vakti sýningin verðskuldaða
athygli og þar var um leið kaffisala. Fjöldi manns lagði leið
sína á Sólborg þennan dag.
Fyrir augum gesta blasti ný og
mikil bygging, sem komin er
undir þak og einangruð, og er
það sjúkradeild stofnunarinnar
og rúmar allmarga sjúklinga,
sem þurfa að hafa sérstaka með-
„Fátækt fólk" og
„Mánasigð"
Bækur með þessum nöfnum
eftir þá Tryggva Emilsson og
Thor Vilhjálmsson hafa verið
valdar af íslands hálfu til sam-
keppni um bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs í ár.
Tilboðin
Tilboð í fyrsta áfanga dreifi-
kerfis hitaveitunnar á Akureyri
voru opnuð á þriðjudaginn. En
í því felst gröftur, lagning rör-
anna og frágangur inn úr hús-
vegg á hverjum stað, heimtaug-
amar.
Gretar og Rúnar hf., Reykja-
vík, 47 millj. 667 þús. kr. Miðfell
hf., Reykjavík, 72 millj. 037 þús.
kr. Norðurverk hf., Akureyri,
38 millj. 919 þús. kr. Aðalbraut
hf., Reykjavík, 79 millj. 475 þús.
kr. Loftorka, Reykjavík, 63 millj.
671 þús. kr. Kostnaðaráætlun
var 39 milljónir 439 þús. kr.
Um rithöfundinn Thor Vil-
hjálmsson þarf ekki að fjölyrða,
því hann er kunnur af sínum
verkum. En Tryggvi Emilsson
skrifaði nýlega fyrstu bók sína,
Fátækt fólk, sem er ævisaga
hans og um leið fyrsta innlenda
ævisagan, sem valin er til þess-
arar samkeppni.
Hér í blaðinu hafa birst tvær
greinar, þar sem kunnugt fólk
staðháttum hér nyrðra, sem
Tryggvi lýsir, gagnrýnir sum
atriði og telur ekki rétt frá sagt.
Sjálfur hefur hann ekki svarað
þessari gagnrýni. Þótt mönnum
beri hér ekki saman og það
kunni að rýra sannleiksgildi
bókar þessarar ef missagt er og
ekki leiðrétt, hafa gagnrýnend-
ur ritað lofsamlega um hana og
taHð hana mjög vel ritaða.
Hjörtur Pálsson og Njörður
P. Njarðvík sitja í dómnefnd
fyrir íslands hönd.
ferð af heilsufarsástæðum. Með
tilkomu þessarar deildar verður
unnt að sinna fleiri umsóknum
en verið hefur, en þar eru vist-
menn um 60 og starfsfólk 45. —
Forstöðumaður er Þormóður
Svavarsson uppeldisfræðingur.
Nú verða innréttingar boðnar
út og fyrir hendi er 58 milljón
króna fjárveiting, sem skilar
byggingunni vel áleiðis.
Síðar verða byggðar kennslu-
stofur, skrifstofur og þjálfunar-
aðstaða. Heimihð var vígt 1971
og hefur rekstur þess gengið
vel. Stjórn Sólborgar skipa: Jó-
hannes Óh Sæmundsson, form.,
Jón Ingimarsson, Niels Hansen
og Jónína Steinþórsdóttir.
Horfur eru á, að til Sólborgar
komi til starfa nýir og sér-
hæfðir menn nú í haust.
UulOJU
Bændur á ferð
Þann 12. júní fara 126 bænd-
ur víðsvegar að af landinu í
kynnisferö til Norður-Nor-
egs, og tekur ferðin átta daga.
Sama dag leggja norskir
bændur upp í ferðalag hing-
til lands og konia fyrst til Ak-
ureyrar og gista hjá bænd-
um við Eyjafjörð, en halda
síðan til Þingeyjarþings,
Skagafjarðar og Borgarfjarð-
ar. Ætlun bændahópanna er
að kynna sér búskaparhætti
í þessum löndum og munu
íslensku bændurnir hafa sér-
stakan áhuga á að kynna sér
votheysverkun og þá bylt-
ingu í búskap, sem orðið hef-
ur í Tromsöfylki og eflaust
víðar.
• Finnskur
ráðherra segir.
Ef lagðar eru saman f járhæð-
ir sem finnska ríkið verður
að greiða vegna áfengisins,
og þær upphæðir, sem ríkið
tapar vegna minni fram-
leiðslu og vinnuafkasta, verð
ur summan hærri en saman-
lagðar tekjur finnska ríkis-
ins af sköttum, tollum og af-
gjöldum, að viðbættum gróða
af áfengiseinkasölunni.
I fyrirlestri, sem þessi sami
ráðherra, Jóhannes Virolain-
en hélt á liðnu sumri, vitn-
aði hann í sérfræðinga, sem
héldu því fram, að þjóðar-
tekjur hverrar þjóðar, sem
neytti áfengis, lækkaði að
öllum Iíkindum um 4—8%,
vegna minnkandi afkasta á
vinnustöðum.
• Kol og rósir.
Bærinn Donetsk í suðurhlutá
Úkraínu er kolanámubær
með 150 verksmiðjum og 30
kolanámum. Ibúar eru ein
milljón. Til( að fegra Um-
hverfið var kapp lagt á rósa-
ræktina og það sett að mark-
miði að rækta einn rósa-
runna fyrir hvem íbúa borg-
arinnar og ennfremur, að
hver íbúi hefði til jafnaðar
270 fermetra af grænum
gróðri. Rósirnar döfnuðu og
úrgangshaugamir voru
klæddir grænu grasi. Nú er
borgin fræg fyrir bæði kol
og rósir. Sagt var, að fyrst i
stað hefðu strákar hnuplað
nokkuð miklu af rósum til
að gefa elskunum sínum, en
eftir því sem rósarunnunum
fjölgaði og samkeppni milli
gatna og borgarhverfa varð
meiri, minnkaði hnuplið.
• Áfengisþættir
í sjónvarpi.
Sjónvarpið hefur byrjað að
sýna þætti um áfengismál,
og er efnið tekið í höfuðborg
inni. Var fyrsti þátturinn
sýndur 17. mai, og voru í
honum svipmyndir úr starfi
lögreglunnar, þar sem of-
notkun áfengis og eiturlyfja
koma við sögu, bæði á al-
mennum stöðum og heimil-
um. Gat þar hver drykkju-
maður sjálfan sig séð, sem
sjá vildi. Er þess áð vænta,
að þættir þessir verði svo úr
garði gerðir, að þeir veki til
verulegrar umhugsunar á
mesta vandamál þjóðarinnar.
Frá Flugfélagi Norðurlands
Aðalfundur Flugfélags Norður-
lands hf. var haldinn á Akureyri
12. maí sl. Kom þar meðal ann-
ars fram, að reksturinn árið
1976 hafði gengið vel. Á því ári
keypti félagið eina 19 farþega
Twin Otter flugvél, sem reynst
hefur í alla staði hin besta. —
Einnig lauk smíði verkstæðis-
flugskýlis félagsins og hefur það
stórbætt alla viðhaldsaðstöðu.
Veruleg aukning varð á öllum
þáttum starfseminnar. Farþegar
í áætlunarflugi voru 10.553, vör-
ur og póstur samtals 318 tonn.
Frá Nemendasambandi Menntaskólans
Aðalfundur Nemendasambands
Menntaskólans á Akureyri var
haldinn að Hótel Esju, fimmtu-
daginn 10. mars sl. Þetta var
þriðji aðalfundur sambandsins,
en það var stofnað 6. júní 1974.
Markmið þess er m. a. að skapa
tengsl milli fyrrverandi nem-
enda MA og stuðla að sambandi
þeirra við nemendur og kenn-
ara skólans.
Á fundinum var ákveðið að
senda fréttabréf til allra ár-
ganga, er brautskráðst hafa frá
skólanum, því að margir munu
þeir vera, sem vita ekki um
stofnun sambandsins. Félagar
eru allir sem hafa lokið gagn-
fræða- eða stúdentsprófi frá
MA.
Sambandið hefur látið gera
veggskjöld með mynd af skól-
anum. Skjöldurinn hefur verið
seldur í Reykjavík og á Akur-
eyri og hefur salan aflað sam-
bandinu nokkurra tekna, sem
síðar munu renna til skólans.
Hann er tilvalin stúdentsgjöf og
verður á þessu vori seldur í
Bókabúð Jónasar Jóhannsson-
ar.
Þann 3. júní n. k. verður
haldinn fagnaður að Hótel Sögu.
Þar gerir fólk sér glaðan dag og
rifjar upp minningar frá skóla-
árunum.
Vilhjálmur Skúlason, for-
maður, gaf ekki kost á sér til
endurkjörs.
Stjórnina skipa nú:
Formaður Ragna Jónsdóttir,
ritari Gylfi Pálsson, fulltrúi 25
ára stúdenta, gjaldkeri Þor-
steinn Marinósson, fulltrúi 10
ára stúdenta, Jón Gunnlaugsson,
fulltrúi 40 ára stúdenta og Stef-
án Karlsson.
(Úr fréttatilkynningu).
Talsvert var um leiguflug til
Grænlands og Evrópu og hefur
slíkt flug farið árvaxandi. —
Stjórn félagsins var endurkjör-
in og er Einar Helgason for-
maður hennar. Framkvæmda-
stjóri er Sigurður Aðalsteinsson.
Ákveðið er að halda endur-
nýju flugvéla áfram. Nýlega var
önnur Beechcraft-flugvél fé-
lagsins seld og mun hin verða
seld í haust. í staðinn verður
keypt Piper Chieftain, 10 sæta
flugvél af nýjustu gerð, og er
hún væntanleg í júní.
Hjá F. N. starfa fjórir flug-
menn og þrír flugvirkjar. Flug-
leiðir hf. annast alla afgreiðslu
farþega og varnings fyrir áætl-
unarflugið.
Flugfélag Norðurlands hefur,
eins og flest flugfélög, átt við
ýmsa erfiðleika að stríða. Mætti
nefna síaukinn reksturskostnað
og þá sérstaklega eldsneyti, en
hlutur þess hefur vaxið gífur-
lega miðað við aðra liði. Til
þess að mæta þessu, er reynt að
haga öllu flugi á sem hagkvæm-
astan hátt. T. d. er oftast flogið
til tveggja staða í sama áætlun-
arfluginu. Einnig hefur verið
ákveðið að hætta áætlunarflugi
milli Akureyrar og Siglufjarð-
ar frá 15. júní n. k. þar sem
flutningar á þeirri leið megna
alls ekki að greiða kostnaðinn
af fluginu. Þó mun verða kann-
að, hvort hægt verði að hefja
flugið að nýju í haust.
(Fréttatilkynning).
Hagnaður
446 miljónir
Hagnaður varð af rekstri Flug-
leiða síðastliðið ár og nam hann
466 milljónum króna. Skilaði
fyrirtækið einnig hagnaði árið
1975.
Þessi hagstæða útkoma fyrir
árið 1976, er að vísu ekki stór
hundraðshluti af rekstrinum,
eða um 3% af heildartekjunum.
Virðist þetta benda ótvírætt til
þess, að hagkvæmt hefur verið
að sameina íslensku flugfélögin
tvö, Loftleiðir og Flugfélag ís-
lands.
í árslok 1976 störfuðu 1607
manns hjá Flugleiðum, þar af
467 erlendis. Flugvélaeignin er:
Þrjár DC-8-63 CF þotur, tvær
Boeing 727-100C þotur, og fimm
Fokker Friendship skrúfuþotur.