Dagur - 15.06.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 15.06.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. AKUREYRl, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNI 1977 26. TÖLUBLAÐ Á vegamótum Á mánudaginn voru aðal- j samninganefndir vinnu- j markaðarins boðaðar til i fundar hjá sáttasemjara. j Fyrir helgina gerði Alþýðu- i samband íslands atvinnu- j rekendum tilboð, sem at- i vinnurekendur höfnuðu | þegar í stað. í tilboðinu j var kveðið á um 105 þús- i und króna lágmarkslaun, | jafna krónutöluhækkun j annara starfshópa, samn- j ingurinn stæði eitt ár og til- j boðið var ýmsum skilyrð- | um bundið. Fyrsta starfsgreinaverk- fallið hófst svo á miðnætti aðfararnótt mánudags i og voru það félagsmenn nær allra félaga í Málm- og skipasmíðasambandi ís- lands, sem -lögðu niður vinnu og stendur vinnu- stöðvunin í einn sólarhring. Með fylgja þeir verkamenn sem hjá járniðnaðarfyrir- tækjum vinna, samtals eru um 4000 járniðnaðai-menn. Bók meÖ starfs mannanöfnum Á aðalfundi KEA fyrir helg ina færði formaður Starfs- mannafélags KEA, Páll Leósson, félaginu fagur- búna bók með nöfnum allra fastráðinna starfs- manna fyrirtækisins, á átt- unda hundrað að tölu. Var það gert í tilefni 90 ára af- mælis í fyrra. Er þetta skemmtileg gjöf, sem verð- ur varðveitt um langa framtíð. Grátlegt ástand Margir hafa komið að máli við blaðið og lýst götulífi miðbæjarins um helgar, svo sem ófögur merki sjást um að morgni. Einn þess- ara manna var Ámi Bjarn- arson bókaútgefandi. Hann sagði á þessa leið: Á annað hundrað manns, einkum á aldrinum frá 13 til 20 ára aldurs og þó nokk- uð af eldra fólki, og að meiri hluta undir áhrifum áfengis, — sannkallaður rumpulýður í því ástandi, — grenjaði, ældi, braut rúður og flöskur og dreifði bréfarusli og gerði sínar þarfir í miðbænum. Yfir sextíu bílar óku flautandi hring eftir hring, með ölv- aða og hávaðasama far- þega. Aukin lögregluvakt dugði ekki. Svona var þetta á laugardagsnóttina, og svona hefur þetta verið um hverja helgi að undan- fömu. Ástandið fer versn- andi og nú orðið svo hættu- legt að grípa verður í taum- ana. Ég skora á yfirvöld bæj- arins að taka þennan smán- arblett af bænum. Heildarvelta KEA jókst, varð Frá aðalfundi KEA. 11,8 milljarðar 1976 eða skemmri tíma. Félgasmenn í KEA í 25 félagsdeildum eru á sjöunda þúsund. Rekstrarafgangur varð 25 milljónir króna, sem aðalfundur ráðstafaði á eftirfarandi hátt: Til Menningarsjóðs var lögð 1 milljón króna, samþykkt var að greiða 4,5% af ágóðaskyldri úttekt í arð til félagsmanna. Þar af er þriðjungur lagður beint í reikninga viðkomandi félags- manna en afgangurinn í stofn- sjóð. Þessi niðurstaða á rekstri KEA er hagstæðari en undan- farin ár. Fjáríestingar KEA á árinu voru meiri en nokkru sinni fyrr í sögu félagsins eða rúmlega 520 milljónir króna, þar af 220 Framhald á blaðsíðu 5. 17. júní (Ljósm.st Páls). íþróttafélagið Þór annast há- tíðahöldin 17. júní að þessu sinni. Blómabíllinn fer um að morgni, lúðrasveit leikur á Ráð- hústorgi klukkan hálf tvö og klukkan tvö verður skrúðganga á íþróttavöll. Launagreiðslur 1.248 milljónir. Fastráðnir starfsmenn 737. Fjárfesting á árinu varð 520 milljónir. Reksturinn var hagstæður. í Kaupfélagi Eyfirðinga eru á sjöunda þúsund manns í 25 félagsdeildum. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga 91. var haldinn í Samkomu- húsinu á Akureyri dagana 9. og 10. maí. Fundarstjórar voru Sigurður Jósefsson og Ingólfur Sverrisson, en fundarritarar Valgerður Sverrisdóttir og Sig- mundur Björnsson. Af 214 full- trúum, sem rétt áttu á fundar- setu, mættu 206. Nú sóttu full- trúar frá Siglufirði aðalfund KEA í fyrsta sinn. Formaður kaupfélagsstjórn- arinnar, Hjörtur E. Þórarinsson, flutti skýrslu stjórnarinnar, en framkvæmdastjóri félagsins, Valur Arnþórsson, flutti skýrslu um rekstur og reikninga félags- ins á liðnu ári. Heildarvelta félagsins varð 11,8 milljarðar króna og hafði Valur Amþórsson, kaupfélagsstjóri. aukist um 48,8% frá fyrra ári. Heildarlaunagreiðslur félagsins og fyrirtækja þess urðu 1248 milljónir og höfðu aukist um tæp 39%. Fastráðnir starfsmenn voru 737 en nokkuð á annað þúsund manns komust á launa- skrá hjá félaginu um lfcngri Séra Birgir Snæbjömsson annast hátíðastund. Hildur Gísladóttír fer með hlutverk Fjallkonunnar. Jón Bjömsson flytur hátíðarræðuna. Stokkið verður í fallhlífum. Margs konar skemmtiatriði verða flutt. Að kveldi verður skemmtun á Ráðhústorgi. Fundir þingmanna Fram- sóknarfl. í Norðurl. eystra Alþingismennimir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Ingi Tryggvason halda almenna landsmálafundi sem hér segir: Mánudaginn 20. júní kl. 21 í Víkurröst, Dalvík. Þriðjudaginn 21. júní kl. 21 í ArskógL Miðvikudaginn 22. júní kl. 21 á Breiðumýri. Fimmtudaginn 23. júní kl. 21 í Ljósvetningabúð. Laugardaginn 25. júní kl. 21 á Hafralæk (skóla), Sunnudaginn 26. júní kl. 14 í Bárðardal. Þriðjudaginn 28. júní kl. 21 á Grenivík. Miðvikudaginn 29. júní kl. 21 á Svalbarðsströnd. Aðrir fundir verða auglýstir síðar. (Ljósm. E. D.). Fulltrúar á leið til aðalfundar KEA 9. jún sl. í glampandi sól, og getur þar hver sjálfan sig séð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.