Dagur - 15.06.1977, Blaðsíða 7
Fréttir frá Sameinuðu þjóðunum
í fréttabréfi frá Sameinuðu
þjóðunum segir meðal annars,
að hinn 4. apríl í vor hafi verið
liðin 30 ár frá stofnun alþjóða-
flugmálastofnunarinnar. Þar
segir:
Þetta er milliríkjastofnun og
er hlutverk hennar fyrst og
fremst að aðstoða flugfélögin og
samræma ,ýmis konar starfs-
reglur er varða flugrekstur al-
mennt, bæði að því er varðar
tæknimál, fjármál og lögfræði-
leg atriði, sem einu félagi eða
einu ríki er ofvaxið að leysa á
eigin spýtur.
Meðal þess sem stofnunin sér
um er að gera áætlanir um flug-
leiðir og segja fyrir um hvaða
öryggistæki skuli vera til stað-
ar á flugvöllum og í flugstjórn-
armiðstöðvum og hvaða þjón-
ustu slíkum stöðvum sé skylt
að veita. Þá setur stofnunin
einnig reglur í því augnamiði
að takmarka hávaða og mengun
frá flugvélahreyflum. Ennfrem-
ur er á vegum ICAO unnið að
margvíslegum verkefnum í þró-
unarlöndunum til að hjálpa op-
inberum aðilum að skipuleggja
flugsamgöngur og flugöryggis-
mál innanlands. Hér fara á eftir
nokkrar staðreyndir um flug-
mál.
Flugránum hefur fækkað
mjög allra síðustu árin. Hið
sama gildir um sprengjuhótanir
og skemmdarverk á flugvélum.
Að mati sérfræðinga er þetta
fyrst og fremst að þakka marg-
háttuðum nýjum öryggisreglum,
sem Alþjóða flugmálastofnun-
in hefur meðal annars beitt sér
fyrir að settar yrðu.
Alþjóða flugmálastofnunin
hefur nýlega hert verulega þær
reglur sem hafa verið í gildi um
hávaða frá þotuhreyflum. Þess-
ar reglur munu gilda um alla
þotuhreyfla, sem smíðaðir
verða hér eftir.
Þau þrjátíu ár sem alþjóða-
flugmálastofnunin hefur starf-
að hefur fjöldi flugfarþega auk-
ist úrú 24 milljjónum árið 1974 í
580 milljónir árið 1976.
Samanlagt hafa flugfélögin í
heiminum flogið 7000 milljarða
farþega kílómetra, með öðrum
orðum, unnt hefði verið að
flytja alla íbúa Svíþjóðar tutt-
ugu og einu sinni umhverfis
jörðina.
Árið 1947 tók það fimmtán
klukkustundir að fljúga yfir At-
lantshafið með flugvél af gerð-
inni DC 4 Skymaster. Þessa
■K Ökumenn og aðrir
vegfarendur!
Sýnið dýrunum og fuglunum
sem á vegi ykkar verða fyllstu
nærgætni. Nú fara lömbin að
sækja að vegköntunmn með
mæðrum sínum, en þau hafa
ekki enn vanist umferðinni.
Dýraverndunarfélag Akureyrar.
sömu leið flýgur hin hljóðfráa
Concorde þota nú á þremur
klukkustundum.
ískyggilegt atvinnuleysi
hjá ungu fólki.
Aldrei hefur verið meira um
atvinnuleysi meðal ungs fólks
á vesturlöndum en einmitt nú.
Samkvæmt tölum sem nýlega
voru birtar, eru nú nálægt sjö
milljónir ungmenna atvinnu-
laus í Ameríku og Vestur- Ev-
rópu. Sérfræðingar telja að
jafnvel þótt það kraftaverk gerð-
ist á einum degi eða svo, að tæk-
ist að leysa þann efnahags-
vanda sem við er að etja, þá
mundi það ekki hafa “veruleg
áhrif á þessa tölu til lækkunar.
Milljónir ungs fólks mundu
áfram verða að þola atvinnu-
leysi og verða að horfa til fram-
tíðarinnar án þess að geta gert
sér vonir um að fljótlega rætist
úr.
Þetta atvinnuleysi á sér ýms-
ar orsakir, en þeir sem gerst til
þekkja telja þessar helstar: 1.
Námi í fjölmörgum löndum er
ekki beint nægilega að þörfum
atvinnulífsins. 2. Skortur er
verulegur á tækifærum til að
afla sér iðn- og verkmenntunar.
3. Margir atvinnurekendur eru
tregir til að gefa ungu fólki
tækifæri til að spreyta sig. 4.
Pólitískan vilja virðist skorta
hjá mörgum aðilum til þess að
skapa ungu fólki fleiri atvinnu-
tækifæri.
Það er nokkuð algengur mis-
skilningur að ekki hafi verulega
farið að bera á atvinnuleysi hjá
ungu fólki fyrr en í olíukrepp-
unni árið 1973. Vandamálið er
miklu eldra. Sem dæmi má taka
Bretland. Þar voru árið 1968
tuttugu þúsund einstaklingar
Undir tvítugsaldri skiráðir at-
Gagnfræðaskólanum á Akureyri
var slitið 27. maí. Þá voru braut-
skráðir 112 gagnfræðingar, hin-
ir síðustu í sögu skólans. Frá
upphafi hafa 2803 nemendur
lokið fullgildu gagnfræðaprófi
og staðist það. Fyrstu 3 árin
(1932—1934) luku 34 prófi eftir
tveggja ára nám, 1935—1939
urðu gagnfræðingar 480 að
loknu þriggja ára námi, en frá
1950 hafa þeir orðið 2289 að
loknu fjögurra ára námi. Fá-
mennastir urðu gagnfræðingar
frá skólanum árið 1936, aðeins
2, en fjölmennastir árið 1973,
en þá urðu þeir 133.
Á þessu vori var grunnskóla-
Próf þreytt í fyrsta sinn, og
luku því 209 nemendur.
í skólanum voru í vetur 676
nemendur í 28 bekkjardeildum,
þar af tveim framhaldsdeildum.
Fastakennarar voru 38 og
stundakennarar 9.
vinnulausir. Þremur árum síð-
ar var fjöldi atvinnulausra und-
ir tvítugu kominn upp í 58 þús-
und og árið 1975 í 175 þúsund. í
fyrra var tala atvinnulausra í
Bretlandi undir tvítugu komin
talsvert yfir tvö hundruð þús-
und.
Svipaðar tölur væri hægt að
nefna frá ýmsum öðrum lönd-
um þar sem atvinnuleysi meðal
ungs fólks var þegar orðið mjög
áberandi þáttur fyrir 1970. Sér-
staklega á þetta við um Banda-
ríkin, Kanada, Frakkland og
ítalíu.
Það eru þeir sem eru undir
tvítugsaldri sem harðast verða
úti, og verst eru þeir settir
sem eru að leita sér að atvinnu
í fyrsta skipti. í löndum þar sem
atvinnuleysi telst lítið eins og
til dæmis í Noregi og Svíþjóð,
eru tvisvar til þrisvar sinnum
fleiri atvinnulausir í þessum
um aldursflokki en nokkrum
öðrum.
Vandinn vex.
Sá efnahagsvandi sem gætt
hefur svo mjög hvarvetna í ver-
öldinni nú um nokkur undan-
farin ár hefur auðvitað haft
það í för með sér að þetta vanda-
mál hefur enn magnast og orð-
ið erfiðara viðfangs. Nú er það
til dæmis þannig að um 40 prós-
ent allra sem skráðir eru at-
vinnulausir í auðugu iðnaðar-
löndunum eru undir 25 ára
aldri, enda þótt þessi aldurs-
hópur sé aðeins um 22 prósent
af heildarmannfjöldanum. — í
efnahagsbandalagslöndunum er
ástandið þannig, að þar hefur
fjöldi atvinnulausra undir 25
ára aldri tvöfaldast síðan 1973.
Um það bil þriðjungur þeirra
fimm milljóna manna sem eru
atvinnulausir í þessum löndum
Við skólaslit voru afhent
verðlaun þeim nemendum, sem
fram úr höfðu skarað í námi
eða haft á hendi forystu í fé-
lagslífi nemenda, en það var
mjög fjölbreytt og blómlegt á
vetrinum. Einnig var hjónun-
um Hrafnhildi Baldvinsdóttur
og Þorsteini Leifssyni færður
blómvöndur, en 5 börn þeirra
voru nemendur í skólanum í
vetur.
Skólanum barst fögur blóma-
karfa með heillaóskum frá 40
ára gagnfræðingum. Fyrir
hönd 30 ára gagnfræðinga tal-
aði Sigurður Óli Brynjólfsson
kennari og afhenti að gjöf frá
þeim 193 þús. kr. í hljóðfæra-
er ungt fólk.
Sérfræðingar . ILO, Alþjóða
vinnumálastofnunarinnar hafa
hinsvegar bent á, að þótt töl-
fræðin sé góð þá gefa tölur ein-
ar ekki tæmandi upplýsingar
um það við hvern vanda hér er
að fást. Minnast má á í þessu
sambandi að margt ungt fólk
hreinlega missir móðinn, gefst
upp og hættir öllum tilraunum
til þess að leita sér að atvinnu.
Þegar tilraunum til að fá vinnu
er hætt, þá er fólkið ekki leng-
ur skráð meðal atvinnulausra.
Annað er einnig rétt að hafa í
huga í þessu sambandi, að þegar
ungt fólk missir atvinnuna, á
það oftast nær mun erfiðara
með að fá vinnu en fólk úr öðr-
um aldurshópum. Nýjar upp-
lýsingar frá Bandaríkjunum
gefa til kynna að þar hafi dregið
úr atvinnuleysi undanfarin 3
ár sem nemur rúmlega fimm-
tán af hundraði. Hjá þeim sem
eru undir tvítugu minnkaði at-
vinnuleysið þó ekki svo mikið,
heldur aðeins um rúmlega fimm
af hundraði.
Gallar menntakerfisins.
En hvers vegna kemur atvinnu-
leysi svona hart niður á unga
fólkinu? Og hvers vegna er
svona erfitt að uppræta atvinnu-
leysið meðal þessa aldurshóps
jafnvel |þegar vel árar? Sér-
fræðingar ILO telja að hér eigi
menntakerfið mikla sök. Mennt-
un barna sem hafa góða bók-
námshæfileika byrjar snemma
og strax í barnaskólanum er
lögð áherzla á samkeppni, og
það verður ásamt með öðru til
þess að þau börn sem ekki eiga
allskostar við námið jafnvel
dragast aftur úr og er í reynd
mun minni gaumur gefinn. —
Þetta fylgir börnunum svo alla
sjóð. Af hálfu 20 ára gagnfræð-
inga talaði Anna María Jó-
hannsdóttir, en þeir gáfu vand-
að borðtennisborð með öllum
búnaði. 10 ára gagnfræðingar
gáfu 100 þús. í hljóðfærasjóð,
en fyrir þeirra hönd talaði
Gunnar Jónsson kennari. Loks
talaði Þorsteinn G. Gunnarsson,
formaður nemendaráðs G. A.
76/77, og afhendi að gjöf frá
nýgagnfræðingum áletraðan
silfurskjöld og 15 samstæða
íþróttabúninga.
Skólastjóri ávarpaði nemend-
ur að lokum og þakkaði gjafir
og góðan hug.
(Fréttatilkynning)
lífsleiðina. Þegar þeir sem
heppnin hefur ekki verið með,
hætta í skólanum, þá tekur
vinnumarkaðurinn við og þar
eru alla jafna gerðar allt aðrar
kröfur en gerðar voru í skólan-
um.
í efnahagsbandalagslöndun-
um er það svo, að um þriðjung-
ur allra sem eru atvinnulausir
undir tvítugsaldri hafa aðeins
notið skólaskyldunnar og engr-
ar fræðslu eða þjálfunar þar
fyrir utan. Afleiðing þessa er
svo sú að þetta unga fólk á við
margvísleg sálræn vandamál að
etja, en það leiðir síðan af sér
allskyns félagsleg vandamál,
sem unnt væri að forðast aðeins
ef öðru vísi væri á málum hald-
ið í upphafi.
Hlutur vinnuveitenda.
Annað sem gerir þetta vanda-
mál sérstaklega erfitt viðfangs
er að vinnuveitendur virðast
ekki sérstaklega fúsir til þess að
ráða ungt fólk í vinnu, það er
að segja ungt fólk, sem ekki
hefur notið neinnar sérmennt-
unar. Þetta er meðal annars
vegna þess að öll verkþjálfun er
í eðli sínu dýr, og óvanir starfs-
menn eru ekki framleiðniauk-
andi.
Þótt ótrúlegt sé, þá er það
engu að síður staðreynd að
ýmsar gamlar reglur um vinnu-
vernd, sem upphaflega voru
ætlaðar ungmennum til hags-
bóta hafa nú öfug áhrif við það
sem til var ætlast, — sem sé
gera það erfiðara fyrir unga
fólkið að fá vinnu við sitt hæfi.
Þessu verður því að breyta
þannig, að ungt fólk hafi ekki
verri aðstöðu en aðrir þegar um
er að ræða að fá vinnu.
Hvað skal gera?
En hvað er verið að gera til þess
að vinna bug á þessum vanda,
sem allir eru sammála um að
sé fyrir hendi? í flestum iðnað-
arlöndum hafa á síðustu árum
verið gerðar ráðstafanir til að
freista þess að sníða helstu van-
kantana af menntakerfinu, en
nokkur ár munu líða áður en
árangur þeirra aðgerða kemur
í ljós, — og það verður of seint
fyrir það unga fólk, sem nú er
atvinnulaust.
Ef .beita á menntakerfinu
markvisst til að bæta atvinnu-
ástand meðal ungs fólks verða
einnig að koma til beinar að-
gerðir aðrar af hálfu hins opin-
bera, eins og til dæmis sérstakar
atvinnuaukandi framkvæmdir.
Eitt af því sem sérfræðingar
Alþjóða vinnumálastofnunar-
innar hafa lagt til að gert verði,
er að þeim fyrirtækjum, sem
ráða ungt fólk í vinnu verði
veitt sérstök fjárhagsleg fyrir-
greiðsla af hálfu ríkisvalds eða
annarra opinberra aðila.
FULLUNNIÐ GLUGGAEFNI
unnið úr fyrsta flokks þurrkaðri furu
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ.
Kr. 754,00 pr. Im með söluskatt.i.
Einnig gluggalistar úr sama efni
á kr. 80,00 pr.-lm með söluskatti.
TÖKUM AÐ I OKKUR GLUGGASMÍÐI
FURUVELLIR 5
H akureyri iceland
P P. 0. BOX 209
SÍMAR (96)21332
BYGGINGAVERKTAKAR 0G 22333
ASALGEIR&VISAR!
cjjaStefanía Vilhjálmsdóttir, húsfreyja, li Urriðavatni, Fellum ORX UNDIR Nafni manns hennar.
Fyrst deyr í haga rauðust rós. — J. H.
Þú ert horfin, hjartans vina mín. Hvernig get ég lifað hér án þín? Harmi lostinn hugsa ég og bið: Hæstur drottinn, veit mér styrk og frið. Götu þína gekkstu prúð og stillt, glöð í bragði, skapið rótt og milt. Er veikindi og vandi að höndum barst, vongóð, traust og örugg jafnan varst.
„Morgunstund oss gefur gull í niund“, glöð þú komst á lífs þíns morgunstund. Hugrökk tókst á hendur vanda þann, heimili að annast, böm og mann. Heimilið þinn heimur jafnan var, hlúðir vel að öllu, er lifði þar. Eitt er víst, þér allir gátu treyst, öll þín störf með prýði af hendi leyst
Umhyggja þín bömunum ei brást, blíð og göfug var þín móðurást. Fóstru minni hlýtt þú hlúðir að, henni varstu kær, í dóttur stað. Hrygg í sinni hér við kveðjum þig. liorfum döpur fram á lífsins stig. Þú varst blíð og björt sem stjama skær. Blessuð sé þín minning, ljúf og kær. Vinkona.
Gagnfræðaskóla Ak. slitið
DAGUR•7