Dagur - 07.09.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 07.09.1977, Blaðsíða 8
DAGTJR Akureyri, miðvikudagur 7. september 1977 RAFGEYMAR í BÍLÍNN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VELJIÐ RÉTT MERKI Stærra-Árskógskirkja á Árskógsströnd 50 ára. (Ljósm. E. D.) r S t æ r ra - A r s kógs k i r k j a Fimmtíu ára afmælis hennar minnst Þess var minnst í Stærra-Árskógskirkju sunnudaginn 28. ágúst, að núverandi kirkjubygging er hálfrar aldar gömul. Þama hefur verið kirkja um aldir og prestssetur. Nú er kirkjunni þjónað af séra Kára Valssyni í Hrísey. Séra Bolli Gústavsson predik- aði, en séra Stefán Snævar þjón- aði fyrir altEiri, ásamt sóknar- prestinum, sem einnig skírði bam við þessa guðsþjónustu. Kirkjukórinn söng undir stjóm Guðmundar Þorsteinssonar. Kvenfélagið Hvöt bauð kirkju gestum til kaffidrykkju í Ár- skógsskóla að lokinni guðsþjón- stu. Þar rakti Kristján Vigfús- son sögu kirkjunnar. Guðjón Samúelsson teikn- aði kirkjuna, en yfirsmiður var Vigfús Kristjánsson í Litla-Ár- skógi. Trésmíði annaðist Jón Jónsson og Freymóður Jóhanns- son annaðist málningu og skreytingar. Síðan 1880 hefur enginn prestur setið staðinn, sem fyrr var prestssetur. Þegar nýtt prestakall var stofnað 1928, varð Hrísey fyrir valinu sem prestssetursstaður. Hríseyjar- og Árskógskirkju þjónar nú séra Kári Valsson í Hrísey. Vegagerðinni miðar ágæt- lega á Víkurskarðsleiðinni Öm Ingi Vegagerðin í Víkurskarði hefur gengið vel, að sögn kunnugra manna. Byrjað var að ýta upp veginn hiá fjárrétt ofan við Mið- vík og nú nálgast ýtumar brún- ina að austan, en hlaupið yfir Hrossadal. Verkstjóri er Bryn- jólfur Jónsson. Málverkasýning Arnar Inga Málverkasýning stendur nú yfir í Iðnskólahúsinu á Akureyri. — Þar sýnir Öm Ingi 62 myndir. Um helgina seldust margar þeirra. Öm Ingi málar nú eink- um landslagsmyndir og hefur stíll hans tekið miklum breyt- ingum. Þetta er þriðja einkasýning Amar, en hann hefur auk þess tekið þátt í mörgum samsýn- ingum. Myndir þær, sem á þess- ari sýningu em, em unnar í akríl, olíukrít, pastelkrít og vatnslit. Flestar myndanna em frá þessu ári, en nokkrar auk þess frá síðasta ári. Sýningunni lýkur 11. september. Víkurskarðsvegur er um 300 metra yfir sjó, en Steinsskarð, þar sem gamli Vaðlaheiðarveg- urinn liggur, er um 500 metra yfir sjó. Undanfarin sumur hefur mik- ið verið unnið í veginum um Svalbarðsströnd. Sá vegur verð- ur að mæta mjög aukinni um- ferð með tilkomu Víkurskarðs- vegar, eða mestum hluta þeirr- ar umferðar, sem nú er um Steinsskarð. Ákveðið er að leggja veg yfir Leimmar, austur frá Akureyri, en til þeirrar vegagerðar er ekki ætlað fjármagn á þeirri vega- áætlun sem í gildi er næstu þrjú árin. Framhald þess vegar á að liggja í gegn um Vaðlaskóg. Stefnt að skólabyggingu Fréttaritari blaðsins á Grenivík, Pétur Axelsson, segir eftirfar- andi fyrir helgina: Væntanlega er þess skammt að bíða, að fyrsta skóflustung- an verði hér tekin að byggingu fyrir skóla og félagsheimili, sem standa á sunnan og ofan við kirkjuna. Ofurlítil fjárveit- ing er þegar fyrir hendi og verður reynt að ljúka jarð- vinnslu í haust og steypa undir- stöður. Heyskap er að Ijúka í sveit- inni og víðast lokið fyrir nokkm. Þó má enn á stöku stað sjá hey úti, sem eftir er að koma undir þak. Kartöfluppskera er allgóð og var ofurlítið tekið upp fyrir sumarmarkaðinn. — Frost skemmdi garða lítils háttar á sumum stöðum. En við erum að vona, að hlý veðrátta komi á ný og þá getur uppskeran enn vaxið til mikilla muna á ör- skömmum tíma. Stærri bátamir, sem verið hafa á handfæri f sumar, em nú að skipta yfir á línu. Frosti er kominn úr fyrsta róðrinum, en hinir bátarnir eru: Sjöfn, Sig- rún og Ægií- Jóhannsson. Vinna hefur verið mikil í allt sumar. Berjaspretta er góð og margir hafa getað notfært sér það. Nú í kuldunum hefur féð mjög leitað til byggða, enda snjóaði hér niður í miðjar hlíð- ar og enn er kalt í veðri. f • Kröftug predikun. Naumast hafa þeir dottað sem 28. ágúst hlustuðu á Jónsbókarræðu Kristjáns skálds frá Djúpalæk í útvarp- inu, sem sagði, að við værum að verða hálfgerð viðundur, án rótfestu í þeim jarðvegi sem þjóðin spratt úr og sótti næringu í um langar tíðir. Hinn ungi teinungur, sem kallast nútíma þjóðlíf, ber lítt af sér hörð veður, á sér fá örugg skjól, því rætur hans standa ískyggilega grunnt í mold landsins. Það' hlýtur að setja að manni ugg, hversu teinungur þessi nær að dafna, sagði skáldið. • Sendimenn þeysa. 1 framhaldi segir hann m. a.: Atvinnubyltingin var svo al- ger, að finnist enn í afskekt- tun sveitum menn, sem stóðu af sér tæknibyltinguna og héldu siðum feðranna, þá þeysa sendimenn fjölmiðl- anna þangað og kvikmynda þá i bak og fyrir og verkfæri þeirra, eins og fundist hefði hópur villimanna í Amason- skógum. Guði sé lof, að ein- hverjir stóðust seið þeirra norna, er tækni kallast og tryllti að fullu landslýðinn. Þeim sé vel, er verjast. • Ný vandamál. Skáldið frá Djúpalæk sagði, áð flest þeirra vandamála, sem æska landsins ætti nú við að stríða, hefðu veriði óþekkt í hans æsku. Hann sagði, að unglingar væru í hættu staddir vegna of mik- illa fjárráða, of margra frí- stunda, og hcfði það ein- hverntíma þótt frétt tií næsta bæjar. Þá sá ungling- ur aldrei eyri og hafði naum- ast nokkra stund frjálsa frá vinnu. Þá var sál og líkama fremur hætt vegna skorts á upplýsing og upplyfting. — Orðið námsleiði hafði ekki auðgað tunguna, en mennta- þráin brann heitt í mörgu brjósti. Ég held að menning gömlu íslensku baðstofunn- ar hafi verið langt um betri skjöldur og skjól veðrasöm- um heimi, en þær flautir fjöl- miðlanna, sem við verðum að kingja. • Við átum og drukkum. I framhaldi af atvinnubylt- ingunni, sagði Kristján: Leið- ir manna lágu að gullkistu sjávarins. Þar var ausið upp lifandi gulli og silfri með hjálp hinnar fláráðu tækni. Hafið var bókstaflega þurrk- að af lífi. Síldin dó öll, þorsk- urinn svo að segja. Við drukk um af gulli sjávarins og átum eins og hugsunarlaus himg- urlýður, matarskammt vik- unnar. Við byggðum hallir úr steypu og stáli, glerhallir og grjóthallir. Við græddiun allra þjóða mest á styrjöld, sem skók mannlífshugsjónir á grunni sínum. Og við sögð- um við hinar vígreifu þjóðir: Gjörið svo vel, hér eru nóg hreiðurstæði fyrir fuglana ykkar. • Skólaæðið. Og öldin færi okkur mennt- unina. Skólaæði fór um land- ið. Fyrst framan af var þetta þrá hinna fróðleiksfúsu, sem ekki höfðu haft neina að- stöðu til mennta. Þá var held ur engin skömm að sinna verklegum fögum. Síðan varð skólagangan tískukvöð og hvimleið skylda, og verk- legt nám aðeins talið fyrir ídjóta, en háskólabrautir þær einu leiðir, sem hæfðu svo ríku og fínu fólki, sem gat torgað allri síld hafsins og þorskinum með. Flótti yfir- manna menntamála frá hefð- bundnum skólum, inn á svo- kallaða fjölbrautarskóla, virðist stafa af þeirri kvöð, að enginn nemi þurfi að fara inn um óæðri dyr, en þær, sem liggja til háskóla. — Kannski væri svo óhætt að setja þar upp deild til að kenna að verka fisk ellegar smiða skó. • Hringnótin herpist að okkur. Út úr þessum hátimbruðu skólum streyma svo sérfræð- ingamir sem skapað hafa og lögbundið það kerfi, þar sem þeir geta haft fingur í hvers manns vasa, eyðublað fyrir hverja vora athöfn og lögfest sjálfum sér rétt til að móta hugsun vora, orð og æði. — Segja má, að sérfræðingafarg anið sé nú eins og hringnót, sem herpist um okkur eins og sfldarlásinn okkar uin hinn feiga fisk. Þjóð, sem tekur á móti bráðabirgðalög- um frá menningarfrömuðum sínum, að henni beri að skrifa nafn sitt með stórum staf, hlýtur að vera á ein* hverri þeirri braut innan fjöl- brautanna, sem hún hefur aldrei gengið áður. Látum svo þessum þætti lokið að sinni, og vonum að mega nota fleiri atriði úr ræðu Kristjáns frá Djúpa- læk. • Gerðibrekkan. Vegir eru ökumönnum hættulegri á einum stað en öðrum. Á sumum stöðum eru slysin tíð og ér þá oftast reynt úr að bæta. I Gerði- brekku á Tjömesi hafa i sumar orðið þrjú umferða- slys. Þar við er kröpp bcygja og illmögulegt að mætast. Á þessum stað þarf að sprengja klöpp við veginn til að breikka hann. Margir leggjast nú á eitt mn, að úr þessu verði bætt fyrir vetur- inn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.