Dagur - 07.09.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 07.09.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPT. 1977 38. TÖLUBLAÐ Þrjátíu tilboð í Hjalteyri Landsbankanum bárust 30 tilboð í fyrrverandi eignir Kveldúlfs á Hjalteyri við Eyjafjörð, en þeim átti að skila fyrir síðustu mánaða. mót. Það, sem um er að ræða eru íbúðarhús, önn- ur hús, lóðir og lendur. — Boðið var í einstök hús og stóra hluta Hjalteyrar. Næsta skrefið í þessu máli er það, að bankinn mun kanna tilboðin, en bankaráð síðan taka sínar ákvarðanir. Arnarneshrepp- ur mun hafa boðið í alla eignina. Kaupfélag Eyfirðinga hef- ur lýst þeim vilja sínum að styðja heimamenn við að koma upp atvinnurekstri, ef sveitarfélagið eignast staðinn á ný. Verklegt iðnnám Nú er verið að undirbúa kennslu f verklegri rafiðn við Iðnskólann á Akureyri. Bæjarstjóm hafði heímilað tækjakaup í þessu skyni og ráðuneytið samþykkt þenn- an þátt iðnfræðslunnar. Er þetta samkvæmt þeirri iðn. fræðslu sem nú er viður- kennd, að færa hið verk- lega iðnnám inn í iðnskóla landsins, eftir því sem unnt er. BMW |B| Wm BR 'l' Framboð Alþýðubanda- lagsins Tilkynnt hefur verið fram-1 boð Alþýðubandalagsins við | næstu alþingiskosningar í ■ Norðurlandskjörd. eystra, i og var það ákveðið á kjör- | dæmisþingi flokksins sem \ haldið var á Akureyri um i næstsíðustu helgi. Efstu sætin skipa: Stéfán Jónsson, alþingismaður, frú Soffía Guðmundsdóttir, tónlistarkennari og Helgi Guðmundsson, húsasmiður, þau síðartöldu bæði búsett á Akureyri. Að öðru leyti hefur ekki verið gengið frá framboðslistanum. Kaupa skips- skrokk? Slippstöðin hf. á Akureyri mun hafa áhuga á að kaupa erlendis nýsmíðaðan skrokk skuttogara og fullsmíða hann heima. Ráðamenn Slippsins fóru utan fyrir nokkrum dögum, til að kynna sér þessi mál, m. a. í Danmörku. Tímamótafundur bændanna Yið höfum en fjarlægst þann möguleika að geta flutt út búvörur okkar, sagði Stefán Vatgeirsson alþingismaður blaðinu, er það spurði hann um fund Stéttarsambandsins og horfur í landbúnaði. Þótt bændur landsins séu all vel undir vetur búnir, svo sem í sambandi við fóðuröflunina í sumar og mikinn heyjaforða eft ir giöfult sumar, býr bændastétt in við ýmsa örðugleika. Verðbólg an hjá okkur vex miklu örar en í viðskiptalöndum okkar og ger. ir samkeppnisaðstöðu okkar sí- fellt verri hvað snertir útflutn- ing búvaranna. Fyrir nokkrum árum fengum við erlendis um 80% af framleiðslukostnaði sauðfjárafurða, eða jafnvel meira, fáum ekki nema 50% nú, og enn vex dýrtíðin hjá okkur meira en í viðskiptalöndunum, og þar eigum við að keppa við mjög niðurgreiddar búvörur. En Stéttarsambandsfundurinn á Eiðum var að sumu leyti tíma- mótafundur. Þar sátum við Jón Hjálmarsson í Villingadal sem fulltrúar Eyfirðinga, sagði Stef- án. Sumir stéttarsambandsfull- trúar hafa á mörgum undan- förnum fundum samtakanna lagt fram tillögur um það, að Stéttarsambandið legði fram verulega fjármuni til markaðs- leitar og nú var það samþykkt í fyrsta sinn að leggja fram til þessa verkefnis 5 milljón krón- ur á þessu ári og aðrar 5 millj- ónir á því næsta, gegn fram- lögum frá samvinnufélögum og ríkinu. Ennfremur þarf að vinna að fjölhæfari framleiðslu úr okkar búvörum. í því sambandi má nefna óðalsostinn, sem nú fæst helmingi meira fyrir en skorpuostinn, sem mest er flutt Aðalhitaveituæð Hitaveitunnar frá Laugalandi til Akureyrar er rúmir 12 kílómetrar. í henni eru 50 sm stálrör og eru þau á lofti mestan hluta leiðarinnar, lögð á steypta steinstöpla. Lagningu aðalæðar virðist miða vel og lagning dreifikerfis um bæinn fer ekki fram hjá bæjarbúum, því aldrei fyrr hafa götur verið grafnar upp til jarðvegsskipta af slíku kappi og nú, enda á að sameina hitaveitu og malbikun, að því leyti sem saman getur farið. Dælustöðvarhús á Laugalandi verður fokhelt í næsta mánuði og fleiri mannvirki eru þar í byggingu. Gert er ráð fyrir, að 500 hús verði tengd Hitaveit- unni fyrir áramót. Gjaldskrá Hitaveitunnar kveð ur svo á, að fast gjald sé 165 þús. krónur á hvert hús og svo 180 krónur fyrir hvern rúm- metra til viðbótar. Fyrir 500 rúmmetra fjölbýlishús yrði kostnaður 255 þúsund krónur. út af. Nýja , mjólkurstöðin á Akureyri á einmitt að hafa það verkefni sérstaklega að fram- leiða þennan verðmæta ost. Þá er það hart að flytja út dilks- skrokkana, eins og þeir koma fyrir og láta erlenda kaupend- ur annast vinnslu kjötsins fyrir hina stóru markaði. Þetta eru Stefán Valgeirsson alþ.m. Líklegt er talið, að Landsbank- inn láni húseigendum hluta aðeins dæmi til skýringar á stóru verkefni, sem ekki er unnt að ganga framhjá. Leita verður allra úrræða til að afla vörum okkar góðra markaða og haga framleiðslu og vinnslu samkvæmt því. Mikið var rætt um það, hvernig á því stæði, að bændur ná ekki þeim tekjum, sem þeim eru ætlaðar samkvæmt lögum. Til þess liggja margar ástæður, og er nauðsyn úr að bæta, þótt hér verði ekki gert að umtals- efni. Við stöndum frammi fyrir því, að miklir möguleikar eru nú á því að auka bústofninn, en hins vegar liggur það ekki ljóst fyrir, hve bændur fá mikið fyr- ir framleiðsluna á síðasta ári. Stéttarsamb.fundurinn gerði það að tillögu sinni til stjórn- valda, að Framleiðsluráð fengi heimild til að leggja á 8% fóð- urbætisskatt af innfluttu kjarn- fóðri, ennfremur að koma á kvótafyrirkomulagi, sem vel er þekkt í öðrum löndum, þ. e. að bændur fái fullt verð fyrir ákveðið framleiðslumagn, en aðeins útflutningsverð fyrir það sem framyfir er. Þetta er sjálf- sagt eina leiðin til að hafa áhrif á offramleiðsluna, en á þessu þessa kostnaðar, allt að tveim þriðju til tveggja ára. Heita vatnið er selt sam- kvæmt hemlum og gjaldið verð- ur 3300 krónur fyrir hvem mín- útulítra á mánuði. Miðað við olíukostnað ætti þetta gjald að vera 60—70%. eru þó margir agnúar, sem taka þarf með í reikninginn. En ljóst er, að ekki er skynsamlegt að framleiða vörur, sem ekki er nema lélegur markaður fyrir. Þá kom fram á Stéttarsam- bandsþinginu enn aukinn vilji á því, að bændasamtökin semji um verðlag búvara beint við viðkomandi ríkisstjórnir. Enn finnst mér vert að benda á, að mjög mikið af álitlegasta iðnaði |landsr4anna nú, er bundinn við búvörurnar, og verður því að líta á öll þessi mál í samhengi, sagði Stefán Val- geirsson að lokum. Fékk höfrung á línuna Á laugardaginn, þegar Ólafur Baldvinsson var að draga línu sína, einn á trillubátnum Sindra var höfrungur þar fastur meðal fiska. Hafði hann snúið línuna utan um sig, og þar sem þetta var allstór skepna, vel lifandi og fjörmikil, sótti Ólafur aðstoð í land. Var þá farið að línunni á ný, á Frosta og höfrungurinn skotinn og síðan innbyrtur. Kjötið reyndist ágætt. Tónlistar- skólinn Á síðastliðnu ári voru 390 nem- endur innritaðir í Tónlistarskól ann á Akureyri. Starfsemi skól ans hefur farið vaxandi ár frá ári, einnig hefur námsgreinum farið fjölgandi. Skólinn mun á þessu hausti eiga erfitt með að anna eftirspum því, kennslu- rými er þegar orðið of lítið. Inn- ritun í skólann stendur yfir dagana 5.—9. sept. kl. 13—17 í Hafnarstr. 81 eða í síma 21429 og 21460. Rörin, sem notuð eru í aðveituæð hitaveitunnar, eru 50 sm víð. (Ljósm. E. D.) Sinfoníuhljómsveitin á Ak Sinfóníuhljómsveit tslands er áð leggja upp í tónlistarferð um landið. Hingað til Akureyrar kemur hún og leikur fyrir skóla- fólk klukkan þrjú á laugardag og síðan fyrir almenning kl. 21 Efnisskráin er létt og fjölbreytt. í niðurlagsverki tónleikanna syngja félagar úr karlakórum bæjarins með. Einleikari verður Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari, og einsöngvarar þeir Kristinn Ilallsson og Sieglinde Kahman, en stjómandi er Páll P. Pálsson. Forsala aðgöngumiða er í Huld. Hitaveita bæjarins Hitaveita Akureyrar er stöðugt á dagskrá, þessi stærsta framkvæmd bæjarins frá upphafi. Nokkur efnisleg at- riði Hitaveitunnar fara hér á eftir, en ennþá er borað eftir heitu vatni og getur þar verið tíðinda að vænta hvaða dag sem er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.