Dagur - 21.09.1977, Blaðsíða 4

Dagur - 21.09.1977, Blaðsíða 4
Útgcfandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrífstofur Ffafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prcntverk Odds Bjömssonar hf. Mál allra Það vakti athygli, þegar borgar- stjórnarmeirihlutinn í Reykjavík birti skýrslu eina, sem átti að sýna, að Reykjavík hefði orðið afskipt mjög um fjármagn vegna byggða- stefnunnar í landinu, og við svo búið mætti ekki lengur standa. Byggða- málin komu mjög til umræðu á ný- lega höldnu Fjórðungsþingi Norð- lendinga og vék framkvæmdastjóri samtakanna að þeim viðhorfum sunnanmanna. Hann sagði þá í nið- urlagi ræðu sinnar: „Sé litið á málið í víðara samhengi markast byggðastefna síðustu hundr- að ára af tvennu. í fyrsta lagi stefnu Jóns Sigurðssonar að byggja upp Reykjavík sem stjómsýslu- og við- skiptakjarna er væri nægilega öflug- ur til þess að þjóðin væri sjálfstæð út á við á sem flestum sviðum. En í öðru lagi því sjónarmiði, sem hlaut þjóðarstuðning á sjöunda áratugn um, að höfuðborgin væri búin að ná þessu marki í þjóðfélagsþróuninni. Nú þjónaði það hagsmunum þjóðar- innar best að kappkosta að landið væri sem jafnast í byggð og minnst- ur munur á kjömm manna eftir bú- setu. Stærsta verkefnið í byggðamál- um er að skapa varanlegt jafnvægi á milli landshluta um atvinnuskipt- ingu. Ef forráðamenn Reykjavíkur gera kröfu um að haldið verði full- komlega á hlut borgarinnar í úr- vinnslu og framleiðslu, verða þeir um leið að viðurkenna það, að þetta er því aðeins réttlætanlegt, að hlutur landsbyggðarinnar í þjónustustarf- semi og úrvinnslu verði í eðlilegu mótvægi við Reykjavík. Það verður að treysta því að menn skorti ekki kjark til að skilja að byggðastefnan er mál allrar þjóðarinnar, en ekki bitbein á milli landshluta, með nýj- um byggðaríg og þjóðfélagslegu ósætti, sem leiðir til kreppu og ófamaðar fyrir alla.“ í framhaldi af þessu er rétt að gera sér grein fyrir því, að í hlut Reykjavíkur kemur hærra tekjuhlut- fall en íbúahlutfall, og í hlut höfuð- borgarinnar kemur einnig hærra hlutfall í álagningartekjum en í fjöl- mörgum öðrum sveitarfélögum, og hafa verið færð að þessu mörg og óyggjandi rök. Framleiðslustefna sú, sem efldi at- vinnu og framkvæmdir um land allt og stöðvaði að mestu fólksstraum- inn til Faxaflóasvæðisins, er einn þáttur byggðastefnunnar. Þessi stefna hefur hlotið fylgi allra stjóm- málaflokka, þótt misheppnaðir stjómmálamenn og málpípur þeirra reyni að gera hana tortryggilega. — Allir landsmenn vilja veg Reykja- víkur mikinn sem helstu þjónustu- miðstöðvar alls landsins, en þeir sem vilja byggja landið allt og nýta gæði þess til lands og sjávar, verða að kveða niður hinar neikvæðu og hjáróma raddir afturhaldsins í Reykjavík. Gullasafn fyrir þroskahefta Jófríður Traustadóttir fóstra er hér að sýna viðstöddum hin ýmsu Ieikföng og skýra notkun þeirra. (Ljósm. E. D.) Passíukórinn vantar fólk Vetrarstarf Passíukórsins á Akureyri er nú að hefjast. Verk- efni hafa verið valin og stefnt er að tvennum tónleikum, jóla- tónleikum og vortónleikum. — Stjórnandi verður sem fyrr Roar Kvam. Á jólatónleikum verður flutt Jólaóratoría eftir Heinrich Schútz, þýskt tónskáld, sem uppi var á árunum 1585—1672. Jólaóratorían er fyrir kór, ein- söngvara, smærri sönghópa og hljómsveit. Verkið verður flutt með íslenskum texta og er stefnt að því að hljómsveit Tón- listarskólans á Akureyri annist undirleik, en hún verður sem fyrr undir stjórn Michaels Clarce. Á vortónleikum verða tvö verk, Requiem eftir Wolfgang Amadeus Morart og ein af 190 kantötum Johans Sebastians Bach, sú tuttugasta og fyrsta sem nefnist „Ich hatte viel Be- kúmmernis“. Þetta eru mjög ólík verk en spennandi og skemmtileg viðfangsefni sem gera talsverðar kröfur til kórs og hljómsveitar. Trúlegt er að leita verði til Reykjavíkur til þess að fá nægilega stóra hljóm- sveit með fjölbreyttari hljóð- færaskipan. Það er þó óráðið enn. Eins og oft áður stendur svo á á haustdögum að kórinn vant- ar söngfólk til starfa. Þó að ekki sé ætlunin að stækka kórinn svo neinu nemi er nauðsynlegt að fjölga nokkuð, ekki sist karlaröddum, auk þess sem fylla verður í skörð þeirra sem brott hafa farið. Því ættu þeir sem hug hafa á að syngja með kórnum og gefa sig fram hið allra fyrsta. Heyrst hefur á skotspónum og jafnvel verið skrifað í blöð að skilyrði til þátttöku í Passíu- kórnum sé að vera fluglæs á nótur. Þetta er auðvitað alls ekki rétt. Hitt er rétt, að með söngstarfinu þjálfast kórfélagar nokkuð í því að lesa og styðjast við nótur og fyrirhugað er að á vegum kórsins verði í vetur námskeið í nótnalestri og fleiru. Söngfólk er því allt jafn Vel- komið til starfa. Æfingar Passíukórsins verða fyrst um sinn í sal Tónlistar- skólans á miðvikudögum kl. 20.00 og á laugardögum kl. 13.00. Kórinn væntir þess að nýir félagar komi til viðtals á næstu æfingum og geti þannig verið með frá upphafi. (Fréttatilkynning). Ályktun um framleiðslu- mál landbúnaðarins Á fimmtudaginn í síðustu viku var fréttamönnum boðið að sjá svonefnt Gullasafn í Brekku- götu 8 á Akureyri. Við það tækifæri afhenti Barnaverndar- félag Akureyrar Akureyrar- kaupstað safn þetta til eignar og afnota. Afhenti Kristín Aðal- steinsdóttir það með ávarpi, en við tók Jón Björnsson félags- málafulltrúi. Jófríður Trausta- dóttir, fóstra, skýrði notkun Gullasafnsins, sem eru leiktæki af mörgum gerðum, norsk, og sérstaklega ætluð þroskaheft- um bömum. Með þeim á að vera unnt að þjálfa börnin til hugar og handa. Gullasafnið á að vera til kennslu og leiðbein- ingar í þágu barna með frávik frá eðlilegum þroska, eins og stendur í fréttatilkynningu um fyrirtækið. Leikföngin verða lánuð á heimili. Sérþjálfaður starfsmað- ur verður til leiðbeiningar um val og nýtingu, og á foreldrum að vera það mikils virði. Félags- málaráð fer með málefni safns- ins fyrir hönd Akureyrarbaejar- Starfað verður á eftirfarandi hátt: í Gullasafninu, Brekkugötu 8, er foreldrum veitt móttaka á umsömdum tíma, aðeins ein fjölskylda í einu. Valin eru leikföng er hæfa þroska barns- ins og gefnar uppeldislegar leið- beiningar um notkun. Gulla- safnið er í sama húsnæði og skóladagheimilið Brekkukot og er með sama síma. Jófríður II. Myndlistarskólinn verður til húsa á efstu hæð í stórhýsi Byggingarvöruverslunar Tóm- asar Björnssonar. Þar fer vel á því, þar eð önnur myndlistar- stofnun, ný af nálinni, er þar í næstu herbergjum. Er sýnt þótti, að ekki yrði bætt úr sýn- ingaraðstöðu á Akureyri, brá ungur mynlistarmaður, Óli G. Jóhannsson, á það ráð að stofna sýningarsal, er hann nefnir Galleri Háhól. Það er nú ljóst að framtak Óla hefur mælst vel fyrir og glætt áhuga kunnra myndlistarmanna fyrir því að senda verk sín til Akureyrar. Hefur Háhóll orðið mikilsverður farvegur fyrir fjölbrejrtta mynd- list og í fleiri tilvikum góða list. Áhrifin segja fljótt til sín; sjón- deildarhringur fólks víkkar og það fer að gera meiri kröfur til myndgæða. Sýningar eru orðnar fastur þáttur í menn- ingarlífi hins norðlenska höfuð- staðar og hér eftir yrði því ekki Traustadóttir veitir því for- stöðu. Mikilvægt er, að leik- föngin séu varðveitt vel á heim- ilunum og um þau skipt eftir þörfum. Leikföngin eru lánuð unað, að þær féllu niður. Hlut- ur Óla G. Jóhannssonar verður mikils metinn er fram líða stundir. Þá má heldur ekki gleyma föstum vorsýningum Menntaskólans á verkum þjóð- kunnra listamanna og er áhugi og framtak skólameistara til fyrirmyndar. ni. Um þessar mundir er málverka- sýningu Arnar Inga nýlokið. — Stóð hún í Iðnskólanum 3. til 11. september sl. Om hefur tek- ið það áhættumikla skref að segja skilið við fyrri störf og helgar hann sig nú myndlist einvörðungu. Þeim mun meiri dirfska er það, þar sem hann hefur ekki notið skólamenntun- ar á þessu sviði, heldur orðið að feta erfiða stigu sjálfsmenntun- ar í umhverfi, sem verið hefur snautt af myndlist. Það gegnir vissulega nokkuð öðru máli fyr- ir þá áhugamenn, er búa í borg- um Evrópu, þar sem listasöfn eru á hverju strái, heldur en þá, sem köllun hafa hlotið hér norð- ur við heimskautsbaug! Þannig verður sjálfsagt mörgum á að hugsa. En á því verður heldur foreldrum að kostnaðarlausu. — Gullasafnið á bókasafn, sem ætlað er til útlána. Sími Gulla- safnsins er 19779. Símatími er kl. 13.00—13,30. lítil breyting, ef enginn þorir að taka það skref, sem þessi ungi, áræðni listamaður hefur stigið. Sýning Arnar Inga var þekk og bar vott um vandvirkni og eljusemi. Mig skortir að sjálf- sögðu fagþekkingu til þess að dæma um hana eins og hinir fræðinnar, en hlýt að hafa skoð- lærðu og réttlátu dómarar list- un, sem í ljós má láta. Heildar- svipur sýningarinnar var sterk- ur og heill og naut þar snjallr- ar og persónulegrar litameð- ferðar, sem er sterkasta hlið Arnar; hlýir litir, ævinlega í góðu samræmi, bæta í mörgum tilfellum upp stirða eða fremur stífa teikningu. í nýjustu mynd- Á aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands sem haldinn var á Akureyri 9. sept. sl. voru fram- leiðslumál landbúnaðarins og búseta í sveitum til umræðu og var eftirfarandi tillaga um það efni samþykkt samhljóða: „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands, haldinn á Akur- unum, unnum með akríllitum, nr. 21—25, allar óhlutstæðar, var sveiflan meiri eins og höml- ur væru að losna. Þær benda til ótvíræðna framfara og vekja vonir, ef listamaðurinn slakar ekki á kröfunum til sjálfs sín, hikar ekki við að færa sér í nyt áhrif lærðra og þroskaðra mynd- listarmanna og gætir þess að láta ekki peningasjónarmið trufla sig. Samfélag er lista- mönnum nauðsyn, þeir mega ekki einangrast og enginn skóli er betri en opinská og einlæg umræða um verkin. Ég óska Emi Inga til hamingju með þessa sýningu og vona, að hin þymum stráða braut listarinnar verði honum ekki of sár undir iljum. eyri 9. sept. 1977, ályktar eftir- farandi um framleiðslumál landbúnaðarins og búsetu í sveitum. 1. Viðhalda skal búsetu í sveitum landsins. Skal það vera höfuðmarkmið. 2. Framleiðsla landbúnaðar- afurða skal við það miðuð fyrst og fremst, að nægi til innan- landsþarfa og til útflutnings, ef hagstætt þykir. Eðlilegt verður að teljast, að bændastéttin semji beint við ríkisvaldið og ríkis- stjórn sé ábyrg fyrir landbún- aðarstefnunni hverju sinni. — Bændum verði tryggt fullt verð fyrir hluta af umframleiðslu hvers árs, og sá hluti ekki skertur af samdrætti í innan- landsneyslu milli ára. Ofangreina stefnu má rök- styðja á eftirfarandi hátt: a. Með dreifðri byggð má nýta sem best landið allt til framleiðslu á landbúnaðaraf- urðum, en ein sterkustu rökin fyrir tilvist landbúnaðar á ís- landi eru, að hægt er með bú- fé bænda að breyta grasi í kjöt, mjólk, ull og skinn. b. Byggð í sveitum landsins tryggir nýtingu annarra auð- linda um og við land allt og skapar atvinnu í bæjum og þorpum. c. Bændabýli móta landið ekki svo lítið. Gefa því að nokkru þann svip er það hefur og við viljum sjá þegar um landið er farið. • Skiptinema þjóðkirkjunnar Undanfarið hefur skiptinema- nefnd Þjóðkirkjunnar leitað eftir fjölskyldum á Akureyri, sem vildu taka að sér unglinga til dvalar a. m. k. 2 mánuði í vetur. Ekki hefur þessi leit borið ár- angur sem skyldi, og er það miður, því nemendaskiptin eru norræn samvinna og alþjóða- samvinna í verki. Mörg íslensk ungmenni hafa þannig fengið ómetanleg tækifæri til náms og kynningar erlendis, þeim til þroska og ánægju alla ævi. d. Þáttur íslenskrar sveita- menningar í uppeldi þjóðarinn- ar verður minni og minni, ef því dreifbýli, sem enn er, verð- ur ekki viðhaldið. Umræddri landbúnaðarstefnu má m. a. framfylgja með eftir- töldum aðgerðum. a. Reynt verði að auka og örva sölu á landbúnaðarvörum innanlands og utan, svo sem kostur er. b. Framleiðsla búvara hjá öðr- um en bændum verði takmörk- uð. Má benda á í því sambandi búfjárhald bæjarbúa og óeðli- legan búfjárfjölda á ríklsbúum. c. Takmarka skal framleiðslu- aukningu á stórbýlum eða beina að hluta inn á aðrar brautir. d. Halla vegna útflutnings ber að jafna milli vinnslustöðva landbúnaðarins með verðjöfn- unargjaldi. e. Skattur verði lagður á inn- flutt kjarnfóður og hann not- aður til þess að byggja upp inn- lenda kjarnfóðurframleiðslu. Þá vill fundurinn benda á að forysta samtaka bænda má hvergi hvika frá þeim rétti að móta sjálf landbúnaðarstefnu á hverjum tíma og framkvæmd hennar í samráði við stjórnvöld. Einnig vill fundurinn undir- strika það, að öruggasta og fljót- virkasta leiðin sem bændasam- tökin hafa til þess að koma ákveðinni stefnu í framkvæmd, er að nota til þess rannsókna- og leiðbeiningaþjónustu land- búnaðarins til hins ítrasta. (Fréttatilky nning ). En við verðum líka að leggja eitthvað af mörkum, og það gætum við sem höfum húsrúm með því að hafa skiptinema Þeir unglingar sem um er að ræða eru 17—18 ára frá Svíþjóð, Bandaríkjunum, Sviss, Þýska- landi og Finnlandi en tala orðið íslensku. Þau munu stunda vinnu á vistheimilinu Sólborgu í 2 mán- uði hvert, eða aðra vinnu sem býðst. Það sem þau vantar er húsnæði og ein máltíð á dag auk heimilishlýju. Nánari upplýsinga má leita í síma 23817. HOMANTIK striosAhanna Ungir hugsjónamenn Unglingamót UMSE 1977 var haldið sunnudaginn 14. ágúst sl. á Árskógsvelli í ágæt- isveðri með mjög góðri þátt- töku. Mótsstjóri var Halldór Sigurðsson. Urslit í einstökum greinum: Stúlkur 14—15 ára: Kúluvarp: 1. Katrín Einars- dóttir, Umf. Möðrvsk. 6,74. Spjótkast: 1. E!fa Jóhanns- dóttir, Umf. Narfa, 26,90. Hástökk: 1. Katrín Einars- dóttir, Umf. Möðruvsk., 1,35. Langstökk: 1. Katrín Einais- dóttir, Umf. Möðr., 4,19. 100 m hlaup: 1. Rósa Þor- valdsdóttir, Umf. Dagsb., 14,5. 400 m hlaup: 1. Rósa Þor- valdsd. Umf. Dagsb., 1:16,6. 800 m hlaup: 1. Eygló Stein- dórsdóttir, Umf. Reynir, 3:10,9. Drengir 14—15 ára: Kúluvarp: 1. Kristján Sig- urðsson, Umf. Svarfd.. 10,82. Spjótkaat: 1. Kristján Sig- urðsson, Umf. Svarfd., 38,36. Hástökk: 1. Kristján Sig- urðsson, Umf. Svarfd., 1,50. Langstökk: 1. Stefán Árna- son, Umf. Skrið., 5,02. 100 m. hlaup: 1. Guðmundur Jónsson, Umf. Svarfd., 13,0. 400 m hlaup: 1. Stefán Árna- son, Umf. Skriðh., 1:01,3. 800 m hlaup: 1. Stefán Árna- son, Umf. Skriðuhr., 2:29,5. Stúlkur 13 ára og yngri: 100 m hlaup: 1. Þuríður Árnadóttir, Umf. Skr.hr., 14,9. 400 m hlaup: Þuríður Árna- dóttir, Umf. Skriðhr., 1:15,8. Langstökk: 1. Þuríður Árna- dóttir, Umf. Skriðhr., 3,93. Hástökk: 1. Anna Snorra- dóttir, Umf. Reynir, 1,00. Spjótkast: 1. Hega St. Hauks dóttir, Umf. Skriðhr., 16,80. Kúluvarp: 1. Helga St. Hauksd.. Umf. Skriðhr. 6.00. Drengir 13 ára og yngri: 100 m hlaup: 1. Óskar Áma. son, Umf. Svarfd., 14,2. 400 m hlaup: 1. Arnþór Her. mannsson, Umf. Reynir, 1:11,2. Langstökk: 1. Óskar Árna- son, Umf. Svarfd., 4,29. Hástökk: 1. Arnþór Her- mannsson, Umf. Reynir, 1,45. Spjótkast: 1. Rúnar Berg, Umf. Reynir, 35,27. Kúluvarp: 1. Rúnar Berg, Umf. Reynir, 8,95. Umf. Reynir varð stigahæst með samtals 83 stig. Umf. Skriðuhr. með 64,5 stig og Umf. Dagsbrún með 47,5 stig. Stigahæst einstaklinga í eldra flokki urðu þau Katrín Einarsdóttir, Umf. Möðruvalla- sókn, með 18 stig, og Þeir Stefán Árnason, Umf. Skriðu- hreppi og Kristján Sigurðsson, Umf. Svarfdæla með 18 stig hvor um sig. í yngri flokki urðu þau stigahæst Þuríður Árnadóttir, Umf. Skriðuhr., með 15 stig, og Arnþór Her- mannsson, Umf. Reynir, með 16 stig. Fengu málverk að gjöf 1 hófi sem forráðamenn knatt- spyrnudeildar KA efndu til á Hótel Heklu eftir leikinn, var þjálfari liðsins og fyrirliði leystir út með gjöfum. Láru Rafnsdóttur og Jóhannesi Atlasyni var fært málverk eftir Einar Helgason, og sömu- leiðis fengu Elínborg Árna- dóttir og Þormóður Einarsson málverk eftir Einar. Voru það leikmenn og velunnarar liðs- ins sem að gjöfinni stóðu. Jó- hannes og Þormóður þökkuðu fyrir sig og þá fluttu einnig Vetrarstarfið hafið Nú er að hefjast vetrarstarf skíðamanna. Nk. fimmtudag boðar skíðaráð og foreldraráð alla skíðamenn til fundar í Lundaskólanum kl. 20.00. Þar verðuf rætt um vetrarstarf og sýndar skíðakvikmyndir. — Þrekæfingar skíðamanna byrja svo J næstu viku undir stjórn Þrastar Guðjónssonar. stuttar ræður Haraldur Sig urðsson, formaður KA. og Ör- lygur ívarsson, formaður knattspyrnudeildar. — Stefán Gunnlaugsson stjórnaði hóf- inu. Hlíðarskokkið Fyrirhugað er að endurvekj Hlíðarskokkið, eftir tveggj ára hlé, laugardaginn 1. ok kl. 2 e. h. Vegalengdin er ur 7 kílómetrar. Lagt verður af stað vi Lónsbrú og haldið upp me Lónsánni, til suðurs að Löf mannshlíð og komið niður Glerárhverfi hjá stíflu göml rafstöðvarinnar, en endað hj Glerárskóla. Fólk á ýmsum aldri mæti til leiks fyrir tveim árum, annað hundrað manns, til a taka þátt í Hlíðarskokkim gekk og skokkaði hringinr eftir ástæðum, sér til hres: ingar. Þetta verður auglýs betur síðar. KA tapaoi úrslitaleiknum Á laugardaginn síðasta léku í Reykjavík í síðustu umferð ís- landsmótsins í knattspyrnu, annari deild, Þróttur, Reykja- vík og KA. Fyrir þennan leik voru bæðin liðin jöfn að stig- um, en höfðu bæði áunnið sér rétt til að leika í fyrstu deild næsta sumar. Var þetta því hreinn úrslitaleikur um það, hvort liðið yrði efst í deild- inni. Leikurinn var nokkuð skemmtilegur, sérsatklega fyrri hálfleikur, en Þróttarar unnu leikinn með þremur mörkum gegn einu. KA byrjaði leikinn af full- um krafti og til að byrja með voru yfirburðir þeirra á vell- inum miklir. Þegar á leikinn leið, tóku Þróttarar hann í sínar hendur, og voru mun betri aðili í síðari hálfleik. Þegar leikurinn var buinn, flutti Helgi Daníelsson vara- formaður KSÍ stutta ræðu og óskaði Þrótturum til hamingju með sigurinn og afhenti þeim bikar fyrir sigur í deildinni, svo og fengu leikmenn verð- launapenniga. KA menn fengu einnig verðlaunapeninga fyr- ir annað sætið og óskuðu þeir Þrótturum til hamingju með sigurinn. v Helgi Daníelsson ávarpar leikmenn í leikslok. 4 : DAGUR DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.