Dagur - 21.09.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 21.09.1977, Blaðsíða 8
DAGUR Qi: :l« ® MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖ66ÐEYFAR í FLESTA BÍLA 100 ár liðin frá fyrstu blaða- útgáfu Vestur-íslendinga Þann 10. september var liðin öld frá því að fyrsta vikublaðið á íslensku var prentað vestan- hafs. Það var Framfari, sem hóf göngu sína 10. sept. 1877, gefinn út af Prentfélagi Nýja ís- lands í Kanada, sem stofnað var af ýmsum áhugamönnum í ný- lendunni í janúar það sama ár. Forgöngumenn og fyrstu rit- stjórar blaðsins voru eyfirskir og þingeyskir hugsjónamenn, Sigtryggur Jónasson frá Möðru- völlum í Hörgárdal, Jóhann Briem, mágur Sigtryggs, frá Grund í Eyjafirði, Halldór Briem, einnig frá Grund, og Friðjón Friðriksson frá Harð- bak á Sléttu. Prentari fyrsta árið var Jónas Jónasson, bróðir Sigtryggs. Af Framfara komu út tveir árgangar, alls 77 tölublöð, en Sigtryggur gaf sjálfur út eitt tölublað með sama nafni, án árgangstölu og númers. Upp- lagið af Framfara var 600 ein- tök og kaupendur að langmestu leyti í Kanada, en aðeins 50 hér á landi. í tilefni aldarafmælis þessa fyrsta íslenska blaðs í Vestur- heimi hafa öll blöðin verið ljós- prentuð og bundin í eina bók, sem er mjög vönduð og eigu- leg. Á saurblöðum er teikning af leiðinni, sem landnemarnir íslensku fóru. Þá eru vönduð titilblöð í tveim litum, prentuð á íslensku og ensku, og þar greint frá öllum, sem unnu að gerð þessarar bókar og ítarleg- ur formáli er þar eftir Árna Bjarnarson. bókaútgefanda á Akureyri. En útgefendur eru þeir Árni Bjamarson og Heim- ir Br. Jóhannsson, Reykjavík. Ámi Bjaraarson með hina sérstœðu bók, Framfara (Ljósm. E. D.). Ný hús rísa á lllugastöðum Að Illugastöðum í Suður-Þing- eyjarsýslu hefir um árabil ver- ið rekið orlofsheimili á vegum verkalýðsfélaga. — Alþýðusam- band Norðurlands á jörðina 111- ugastaði, en orlofshúsin, sem nú eru 19 að tölu, eru í eigu ýmissa verkalýðsfélaga. Húsin hafa jafnan verið full- nýtt yfir sumartímann og notk- un þeirra haust og vor hefur farið vaxandi. Alþýðusamband Norðurlands hefur nú ákveðið að gangast fyrir byggingu fleiri húsa, sem reist verða í nám- unda við hin sem fyrir eru. Út- boð varðandi byggingu þeirra hefir þegar farið fram og munu framkvæmdir hefjast nú í haust og stefnt er að því að nokkur húsanna verði tilbúin til af- hendingar sem fyrst á næsta sumri. Nýju húsin eru smíðuð eftir sömu teikningu og þau sem fyrir eru, en reynslan af þeim er mjög góð. Að Illugastöðum er hlýlegt umhverfi, kyrrð og mikil veð- ursæld og hefur dvölin þar jafn- an verið rómuð mjög af þeim sem þar hafa eytt orlofi sínu, og segir það sína sögu, að sama fólkið sækist eftir að komast þangað aftur og aftur. í kjall- ara eins hússins er starfrækt verslun Málverkasýning Tryggva Hansen Ungur Akureyringur, Tryggvi Hansen, heldur sýningu á vatns- litamyndum í Súlnabergi og hefst hún á morgun, fimmtudag. Þetta er sölusýning og verðið fremur lágt. Myndirnar eru sextán talsins og af þeim tvær svarthvítar eða blekmyndir, en hinar, eins og áður segir, vatns- litamyndir. Ekki er ákveðið hvenær sýningunni lýkur. (Ljósm. B. I.) Göngur og réttir í Grýtubakkahreppi, Akureyri, sagði maður nokk- ur og rökstuddi fullyrðing- una með fræknisögum. Má vera að rétt sé. En öðru hverju koma á skrifstofuna menn og konur, sem hafa aðrar sögur að segja úr um- ferðinni, en hetjusögur góðra bílstjóra, og þetta fólk rök- styður fullyrðingar sínar um svo mörg og furðuleg afglöp ökumanna (og kvenna þar með) í umferð, einnig gang- andi fólks og hjólandi, að furðulegt er. Má vera að rétt sé frá sagt, og er rnargt sem styður það. En það er ekki þvf að kenna, að bílstjórar kunni ekki að aka, heldur vegna þess að eftirlit í lun- ferð er lítið. Of tíð slys minna á þetta málefni. • Umferðavika nauðsynleg. Akurnesingar hafa umferða- viku að þessu sinni. Þar fær lögreglan ýmsa aðila sér til aðstoðar við að koma á þeirri umferðamenningu, sem að ber að keppa, þ. e. greiðri og þó fyrst og fremst slysalausri og tillitstiamri umferð. Lofað er vægum eða engum refsingum fyrir lítil brot, en hörðum fyrir meiri- háttar afglöp við akstur. — Leiðbeiningum 6 staðnum, námskeið í umferðareglum, jafnvel skyldunámskeið, og háar sektir við grófum um- ferðabrotum eru eftirtektar- verð atriði til umhugsunar. En eigum við ekki að taka okkur Akranes til fyrir- myndar í því að halda um- ferðaviku, þar sem vitað er, að bæði einstaklingar og sam tök myndu fúslega og af miklum áhuga koma til að- stoðar, ef óskað væri. Þess- ari tillögu er hér með kom- ið á framfæri. • Hinir alsælu. Svo vitnað sé til orða Krist- jáns skálds frá Djúpalæk, er skömmu, þar sem hann minntist á þjóðfélag sérfræð- inganna á okkar tímum, sagði hann: Ekki er nú útlit fyrir al- sælu allra. Hinir alsælu myndu ekki þurfa að drekka brennivín fyrir milljónir um hverja helgi. Hinir alsælu myndu ekki þurfa að kaupa eiturlyf fyrir enn fleiri milljónir og sálarheill, ef þjóðfélagið gengi í takt við vilja þeirra. Öld geðdeild- anna og sálfræðiþjónustunn ar ber sjálfri sér heldur lé legt vitni. Sjálft orðið sál- fræði verkar raimar á mann eins og mismæli þá áratug- ina, sem sál er yfirleitt ckki viðurkennd staðreynd, eins og t. d. botnlanginn. • Hugsjónir. Einhver snertur af óþreyju mun herja á þann ung- mennaskara, sem ekur á hundraði milli skemmtistaða í leit að keyptri afj)reyingu í líki hávaða, ellegar hinn hópurinn, sem þreytir enda- laust flug suður að Miðjarð- arhafi. Nei, það virðist ekki vera óblandin gleði í hug þjóðarinnar, þótt hún megi skrifa nafn sitt með stórum staf, eigi milljón, hafi fjöl- brautarskóla og bráðum gler- þak yfir Aðalstræti — þjóð- in, sem ekki er lengur sam- an sett af konum og körlum, heldur kynlausum starfs- kröftum. En hvað ætli sé þá að? Sverrir Kristjánsson sagði eitt sinn í grein: Ef ég væri beðinn að nefna þá kyn- slóð, sem ég teldi sælasta allra kynslóða í fslandssögu, er það fólkið, sem sem komst til þroska á ára- bilinu frá 1840—1850, tíma- bil Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar. Og ég held að svarið við spurningunni, hvers vegna Sverri fannst þetta, sé auðfundið: Þjóðin hafði eignast hugsjón, sam- eiginlegt takmark að keppa að. íslenskur heimsmeistari í skák Jón L. Ámason varð sigurvegari í heimsmeistarakeppni unglinga í skák, sem haldin var í Frakklandi. Þátttakendur voru innan 17 ára aldurs. — Með sigri sinum hlaut Jón titil- inn: Heimsmeistari unglinga í skák. Er hann fyrsti íslend- ingurinn, sem þá nafnbót hlýtur, eftir keppni á erlendri grund í skákíþróttinni. Bjóða óflokkaðar kartöflur Kiwanisklúbburinn Kaldbakur, Akureyri, ætlar á laugardag- inn að bjóða kartöflur, óflokk- aðar í 25 kg pokum, samkvæmt óskum væntanlegra kaupenda. En kartöflur þessar hafa félag- arnir sjálfir ræktað í sumar og ágóðanum verður varið til líkn- armála, eins og bæjarbúar kannast við. Kiwanisfélagar verða í Hafn- arstræti 19 (áður heildverslun Valgarðs Stefánssonar). Þar verður tekið á móti pöntunum. En einnig má panta í síma 21544, 21818 og 21513. Eins og verðið ber mér sér, er líklegt að margir bæjarbúar óski að eiga viðskipti við Kiwanismenn á laugardaginn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.