Dagur


Dagur - 05.10.1977, Qupperneq 1

Dagur - 05.10.1977, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ÁRG. AKUREYRI, MBÐVDÍUDAGUR 5. OKTÓBER 1977 42. TÖLUBLAÐ Botnsmálið Deilt hefur verið um eigna- rétt á botni Mývatns, utan netalagna. Eigendur jarða við Mývatn hafa stefnt rík- issjóði vegna efnistöku á umræddu svæði til Kísiliðj- unnar, og ríkissjóður gagn- stefnir sömu aðilum og tel- ur sig eiga botn vatnsins utan netalagna og þar með efnistökurétt. Þetta mál hefur verið til meðferðar dómstóla undanfarin ár. Munnlegur málflutningur fór enn fram í síðustu viku. Setudómari er Magnús Thoroddsen. Mál þetta mun talið prófmál um eignarétt að botni allra vatna . Odýrar íbúðir? Sunnanblöð hafa vakið at- hygli á verðmismun ný- byggðra íbúða á Akureyri og í Reykjavík. Segir þar, að fullgerðar íbúðir á Ak- ureyri kosti hið sama og fokheldar íbúðir í Reykja- vík. Til dæmis um þetta er tekið, að Smári hf. á Akur- eyri byggi fyrir leiguíbúða- nefnd Akureyrar 20 íbúðir, sem séu 30—40% undir byggingavísitölu. — Hefur formaður leiguíbúðanefnd-. ar staðfest þetta í blaðavið- tali. Framkvæmdastjóri Smára hf. er Trvggvi Páls- Prófkjör Fátt markvert hefur borið til tíðinda í framboðsmál- um vegna alþingiskosning- anna í vor, en einhver kosningaskjálfti virðist þó kominn í stjórnmálaflokk- ana, eða einstaka menn þeirra. Tíðindi þóttu það hinsvegar, að Gylfi Þ. Gísla- son lýsti því yfir fyrir skömmu, að hann ætlaði sér ekki að keppa um þing- sæti í Reykjavík og draga sig í hlé eftir 32 ára þing- setu og nær helming þess tíma í ráðherrastóli. í Vestfjarðakjördæmi sigraði Sighvatur Björg- vinsson mótframbjóðanda sinn, Jón Hannibalsson, í prófkosningu Alþýðuflokks ins með röskum 500 at- kvæðum Jóns Hannibals- sonar um efsta sæti. Ný umferðaljós Umferðaljós verða nú sett upp á mótum Gierárbraut- ar og Tryggvabrautar, enn- fremur á mótum Þórunnar- strætis og Glerárgötu. — Hefur þetta dregist allt of lengi og hin alvarlegustu slys orðið á báðum stöðun- um. Má vænta þess, að úr verði bætt og að það taki fremur daga en vikur að setja þau upp. Dalborg seldi fyrir hátt verð Dalvík 3. október. Rækjutogar- inn Dalborg á Dalvík seldi afla sinn í Gautaborg í Svíþjóð 68 tonn af rækiu og nær 9 tonn af frosnum fiski. Heildar söluverð- mæti var 27 milli. ísl. kr., þar af 25,5 millj .krónur fyrir rækj- una. Rækjan var unnin um borð í togaranum, gufusoðin og síðan heilfryst í skelinni í fimm kílóa pakkningum. Hluti rækjuafl- ans var ósoðinn, en frystur og seldur til endurvinnslu. Uppistaðan í aflanum var stór rækja af Kolbeinseyiar- miðum, og af henni fóru frá 90— 120 stk. í kílóið. En verðið á þessari góðu rækju er hið hæsta, sem fengist hefur til þessa á yfirstandandi ári, og eru menn að vonum mjög ánægðir með það. Kaupendum líkaði þessi farmur mjög vel, og meðferð aflans betri en bú- ast mátti við að fremur óvön- um mönnum, hvað meðferð afl- ans snerti. Skipstjóri er Snorri Snorra- son en áhöfn tögarans er fimm- tán manns. Togarinn hefur áð- ur landað nokkru rækjumagni til Rækjuvinnslunnar á Dalvík. Þar vinna stöðugt um tuttugu manns, enda leggja tveir bátar upp rækiu í sumar og sá þriðji er að hefja veiðar. V. B. Ullarvörur til Kanada í júní sl. gerði iðnaðardeild SÍS samning um sölu á ullarvörum og ullarvoð við kanadíska fyr- irtækið KINETIC. Salan í ár til Kinetic er áætluð um 140 millj. kr., og er þá eingöngu átt við prjónafatnað en uppistaðan í honum eru hinar svokölluðu peysukápur. Fyrirtækið kaupir einnig um 72 þús. metra af ofnu kápuefni. Að verðmæti er þessi sala u. þ. b. 224 millj. kr., og miðað er við að megnið af þess- ari pöntun verði afgreitt á þessu ári. Framleiðslan fer fram í mörgum prjóna- og saumastof- um víðs vegar um landið, og má því segja að hér sé um að ræða „landsverksmiðju11 eins og segir í fréttatilkynningu frá iðnaðardeildinni. Ný heilsugæslustöð Sauðárkróki 3. október. Jökul- fellið hefur tekið hér 120 tonn af kindakiöti sem fer til Noregs og er fyrsta kjötið_ sem héðan fer á þessu hausti. Féð reynist vænt nú í haust og er meðalvigtin nær einu kílói meiri en í fyrra. Fyrstu skóflustunguna að nýrri heilsugæslustöð tók Matt- Tvö umferðarslys Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar, hafa tvö alvarleg umferðaslys orðið. Á fimmtu- daginn varð harður árekstur á mótum Tryggvabrautar og Gler. árgötu. Okumenn, sem voru einir í bílum sínum, voru báðir fluttir í sjúkrahús, annar all- mikið slasaður. — Bílarnir skemmdust mjög mikið. Á laugardagskvöldið voru tveir ökumenn teknir, grunaðir um ölvun, og litlu eftir mið- næti var ekið á tvo kyrrstæða bíla á Þingvallastræti, rétt neð- an við Mýrarveginn. Eru allir bílamir mjög mikið skemmdir, og auk þess ók sami maður á girðingu á þessum stað. Öku- maður slapp við teljandi meiðsli og er hann grunaður um ölvun. Nokkuð hefur borið á því, að farið hefur verið inn í ólæsta bíla og úr þeim stolið, jafnvel sjálfir bílamir hafa verið tekn- ir traustataki. Eru sum þeirra mála upplýst en önnur ekki. Það eru vinsamleg tilmæli lög- reglunnar, að ökumenn gangi frá bílum sínum læstum, svo sem vera ber. hías Bjarnason heilbrigðismála- ráðherra miðvikudaginn 28. september. Hjúkrunaraðstaða hefur verið á Sauðárkróki allt frá árinu 1895 en sjúkrahús frá 1907. Núverandi sjúkrahús tók til starfa 1961. Yfirlæknir er Ólafur Sveinsson, en héraðs- læknir Friðrik J. Friðriksson. Margt manna var viðstatt er ^ráðherra tók fyrstu skóflustung- una að nýju heilsugæslustöð- inni. Fyrsti áfangi verksins var boðinn út og í honum felst að steypa húsið upp, gera það fok- helt og múrhúða að utan. — Lægsta tilboð af fjómm sendi Hlynur hf. og var samið við hann um verkið, samkvæmt 114,5 milljón króna tilboði. Hús þetta verður 600 fermetrar á fjórum hæðum. Jóhann Salberg Guðmundsson bæjarfógeti er formaður sjúkrahússtjórnar. G.Ó. Menntaskólinn á Ak. settur Tryggvi Gíslason skólameistari rakti merka sögu skólans Engar breytingar eru í kennslu eða skipulagi skólans. Tveir ný- ir kennarar hefja starf við skól- ann á þessu hausti og eru það þau Ragnheiður Gestsdóttir og Þórir Sigurðsson. Skólameistari rakti í glöggu máli sögu skólans. Hann minnti meðal annars á, að 50 eru nú liðin síðan Menntaskólinn á Akureyri fékk heimild til að brautskrá stúdenta. í október- mánuði 1927 kom þáverandi kennslumálaráðherra, Jónas Jónsson frá Hriflu, sem sjálfur var gamall nemandi skólans, hingað norður og færði skólan- um bréf frá ráðuneyti sínu um leyfi til að reka menntadeild við skólann og brautskrá stúd- enta. Auk þess minntist skóla- meistari þess, að 100 ár eru lið- in síðan lög um gagnfræðaskóla á Möðruvöllum í Hörgárdal voru samþykkt, en það var gert á sumarþingi 1877, en skólinn tók til starfa haustið 1880, hinn 1: október. í ræðu Tryggva Gíslasonar kom ennfremur fram, að Menntaskólinn á Akureyri teldi til ættar við Hólaskóla og væri talinn arftaki hans. En Hóla- skóli var elsti reglulegi skóli á íslandi, því að elstu heimildir um skólahald á Hólum eru frá M' 'enntaskólinn á Akureyri var settur á Sal klukkan tvö eftir hádegi á sunnudaginn 2. október í 98. sinn og flutti Tryggvi Gíslason skólameistari ræðu við það tækifæri. Nemendur em 600 talsins, þar af 80 í öldungadeild. Nem- endafjöldi er mjög svipaður og undanfarin fjögur ár. upphafi tólftu aldar. Þann skóla stofnaði Jón helgi Ögmundar- son á Hólum 1106. í ræðunni kom einnig fram, að 2. október 1801 var Hólaskóli lagður niður með konungsbréfi og var þá skólalaust á Norður- landi til 1880, þegar Möðruvalla- skóli var stofnaður og hann starfaði til ársins 1902, en var þá fluttur til Akureyrar og fyrstu tvo veturna kennt í barnaskólahúsinu, en 1902 hófst kennsla í nýbyggðu húsi skól- ans, sem enn stendur. Framhald á blaðsíðu 5.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.