Dagur - 05.10.1977, Síða 4

Dagur - 05.10.1977, Síða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Simar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentvcrk Odds Bjömssonar hf. Skólar hefja störf Akureyri tekur nokkrum stakka- skiptum um það leyti sem skólarnir taka til starfa hver af öðrum á haust- in. í grunnskólum bæjarins eru nú 2600 nemendur, um 1100 í Mennta- skóla, Iðnskóla og öðru verknámi og framhaldsbrautum Gagnfræðaskól- ans. Auk þessa eru um 400 manns í Tónlistarskólanum og hópar manna í Námsflokkum og Myndlistarskóla. Kennarastöður eru um eða yfir 200 og mikill fjöldi stundakennara starfar við skólana í bænum. En af framanskráðu er ljóst, að í 12500 manna bæ eins og Akureyri er hlut- fall nemenda hátt og því setja þeir verulegan svip á þennan norðlenska skólabæ. Umræða um skóla- og menntamál almennt er mikil, bæði vegna þessa árstíma er skólar hefja störf, nýskipunar skólamála og síð- ast vegna sænskrar sjónvarpskvik- myndar, sem snerti almenning og vakti opinberar umræður. Patent- lausnir þjóðfélagsins í uppelid og menntun geta brugðist, stofulær- dómur gufað upp. En sem fyrr veltur gæfa og gengi nýrrar kynslóðar mest á veganesti heimilanna. Á Akureyri er ekki sérstakur fjöl- brautarskóli, en þar eru skólar, sem fylla ramma fjölbrautarskólanna, og það gera hinar almennu bóknáms- brautir Menntaskólr<|ns, ennfremur viðskiptabraut, heilsugæslubraut og uppeldisbraut við Gagnfræðaskól- ann og fjölþætt nám í iðnbrautum við Iðnskólann. Ef þessir fyrrgreindu skólar yrðu steyptir í eina stofnun, telja margir að hún yrði of viðamikil til stjómunar og of flókin að upp- byggingu fyrir nemendur. Á milli þessara stofnana verður að sjálfsögðu að vera nauðsynleg sam- vinna og mun vera það. Ljóst er, að aðstaða til verknáms í framhalds- skólasviði í sérgreinum verður að batna og í mörgum greinum þarf eðlileg þróun að koma til, sam- kvæmt nýjum lögum og nýjum tím- um. Við Iðnskólann er verulegur vísir kominn að aukinni verknámsaðstöðu á framhaldsskólastigi, má þar nefna tréiðnað, málmiðnað og nú rafiðn- að. Verkkennslubrautimar verður að efla samhliða bóknámi, því öll fyrirtæki, smá og stór, þurfa á fjöl- menntuðu starfsliði að halda í fram- tíðinni. Starfsgreinar í okkar þjóð- félagi em næstum óteljandi og aug- ljóst, að hverjum og einum er of- vaxið að læra alla hluti og því er sér- kunnáttan svo nauðsynleg. Vaxandi skilningur er á því á síðustu árum, að sérhver starfsgrein er nauðsynleg og þjóðfélagið hlýtur að telja þær jafngildar, hvaða nafni sem nefnist. þetta em allt hlekkir í sömu keðju í verkskiptu þjóðfélagi. Nýjungar hjá Leikfélaginu Leikfélag Akureyrar og Hótel KEA hafa ákveðið að taka upp samvinnu í sambandi við frum- sýningar n. k. vetur. Verður samvinnan í því fólgin að frum- sýningarkvöldin, sem verða föstudagskvöld, verður hótelið fyrir matargesti kl. 18 og geta gestir haldið borði sínu á dans- leik að jlokinni frumsýningu, þannig að hótelið verður opið frumsýningargestum og starfs- fólki leikhússins. Er þess að Bridgeúrslit Árleg bæjakeppni í hridge milli Siglfirðinga og Akureyringa var háð sl. laugardag og sunnudag. Spilað var eftir Board a match sniði, þ. e. sveita- og tvímenn- ingskeppni í einu. 4 sveitir kepptu fyrir hvort bæjarfélag. Úrslit f keppninni urðu þau, að Akureyringar sigr- uðu með 556 stigum gegn 340 stigum Siglfirðinga. Stig féllu þannig á sveitir: 1. sveit Arnar Einarssonar Akureyri, 155 stig 2. Sveit Alfreðs Pálssonar, Akureyri, 142 stig. 3. Sveit Ævars Karlessonar, Akureyri, 127 stig. 4. Sveit Ingimundar Árnason- ar, Akureyri, 127 stig. 5. Sveit Boga Sigurbjörnsson- ar, Siglufirði, 112 stig. 6. Sveit Björns Þórðarsonar, Siglufirði, 110 stig. 7. Sveit Páls Pálssonar, Siglufirði, 66 stig. 8. Sveit Björns Ólafssonar, Siglufirði, 52 stig. vænta að leikhúsgestir kunni vel þessari nýbreytni. Áskriftarkort, sem gilda að 4 frumsýningum á vetrinum og kosta kr. 6000 verða seld í að- göngumiðasölu leikhússins sem hér segir: Kl. 17—19 fimmtu- daginn 6. og föstudaginn 7. okt. hafa fastir frumsýningargestir frá fyrra leikári forkaupsrétt að kortum. Mánudaginn 10. til miðvikudagsins 12. okt. kl. 17— 19 verða kortin til solu fyrir hvern Sem hafa vill. Handhafar frurriáýningarkorta geta fengið borð frátekin á Hótel K'EA gegn framvísun þeirra, og eiga þeir kost á að halda sama borði öll frumsýningarkvöldiu. Verkefnin sem kortin gilda að eru eftirtalin: 1. íslenskur söngleikur (Loftur). 2. Erlent verk (Faðirinn) 3. Erlent verk (Hunangs- ilmur). 4. Vorverkefni (í smíðum). Ath. Kortin gilda ekki að bamaleikritinu Snædrottning- unni sem verður 2. verkefni fé- lagsins. Áskriftarkort sem gilda að öðrum sýningum en frumsýning um verða til sölu á sömu tím- um. Þau gilda á 2.—5. sýningu hvers verkefnis eftir vali og verða seld með 25% afslætti frá gildandi verði. Takmark L.A. er að tryggja húsfylli á 5 fyrstu sýningar hvers verkefnis, en til þess þarf áhuga um 10% bæjar- búa. (Fra Leikfél. Akureyrar). Ófremdarástand í dag- vistunarmálum á Akureyri Fimmtudaginn 29. sept. 1977 komu fóstrur á Akureyri sam- an til fundar og ræddu það ófremdarástand, sem ríkir í dagvistunarmálum á Akureyri. Þar kom fram, að um 300 börn eru á biðlistum dagvistar- stofnana Akureyrarbæjar fyrir utan öll þau böm, sem ekki er sótt um vistun fyrir vegna hins langa biðtíma, sem er að jafn- aði 1 til 2 ár. Dagheimilispláss eru 49 í hús- næði sem ætlað er fyrir 26 böm og leikskólapláss eru 135 á tveim leikskólum. Þessar þrjár .stofnanir eru allar í gömlu og ófullkomnu húsnæði. Fóstrur skora á bæjaryfir- völd að hraða byggingu fyrir- hugaðs leikskóla í Lundarhverfi og hefja sem fyrst byggingu dag heimilis í Glerárhverfi. Jpna Frímannsdóttir, Þorbjörg Sigurðardóttir, Sóíveig Ingva- dáttir, Róðhildur Stefánsdóttir, Hulda Harðardóttir, Jófríður Traustadóttir, Hrafnhildur Stef- ánsdóttir, Margrét Albertsdótt- ir, Erla Böðvarsdóttir, Amþrúð- Ur Jónsdóttir, Hrafnhildur Sig- urðardóttir, Sigrún Ketilsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, ÞUríður Sigurðardóttir. Kristbjörg Halldórsdóttir frá Stóru-Tjörnum Þann 4. ágúst sl. var lögð til hinstu hvíldar í ættargrafreit á Stóru-Tjörnum Kristbjörg Halldórsdóttir, en af sjö syst- kinum er hún fimmta, sem hverfur sjónum. Á síðari árum hefur verið skammt stórra högga á milli í ættargarðinn á Stóru-Tjörnum. Hvert högg — hver hlekkur, sem brestur við örlagadóm hinna æðstu raka, skilur eftir eyðu í því umhverfi, sem næst er og ör í þeim hjört- um, sem áttu þar vé og vini. Mannlífsskógurinn grisjast ört. Þegar numið er staðar og horft á eyðurnar, dregur móðu á augu, en hugurinn finnur fyll- ingu í auðlegð minninganna. Þeirra er gott að njóta. Kristbjörg Halldórsdóttir var fædd 10. sept. 1897 að Stóru- Tjömum í Ljósavatnsskarði, dóttir þeirra mætu hjóna Krist- jönu Kristjánsdóttur og Hall- dórs Bjarnasonar. Hún ólst upp í hópi systkina við holla heim- ilishætti og menningarbrag, og varð snemma vel að sér gjör. Hún var gerðarleg í útliti og framgöngu, þróttmikil og ein- örð og allajafna glöð í viðmóti. Hinn góða ættararf, mikinn hagleik á verklegu sviði, sem svo mjög hefur einkennt Stóru- Tjarnarfólk og gjört heimilið víða kunnugt — hlaut hún í ríkum mæli. Varð hún prýði- lega fær í saumaskap og hann- yrðum. Naut hún þar að lút- andi nokkurrar menntunar, en eðlisgáfan mun hér sem víðar hafa orðið þyngst á metum. Þá unni Kristbjörg mjög gróðri jarðar og var henni eiginlegt og til einlægrar gleði að sinna ræktunarstörfum. Hún hlúði að blómunum — jafnt úti sem inni. t Minning Hún hafði næmt fegurðarskyn og glöggt auga fyrir því, sem vel mátti fara á ýmsum sviðum. Tryggð við vini, frændlið og granna er því Stóru-Tjama- fólki í blóð borin, svo og trú- föst ræktarsemi við óðal og átt- haga. Hlaut Kristbjörg sinn skerf af þeim eigindum. Stóru- Tjarnir áttu hana. Þótt hún færi að heiman um stundarsak- ir, var hún óslítanleg sú taug, sem tengdi hana við upphaf sitt — vögguvé og. vandamenn. Um nokkurra ára skeið var Kristjörg búsett á Akureyri, þar sem hún veitti forstöðu heimili bróður síns, Úristjáns Halldórs- sonar úrsmiðs. En við andlát systur sinnar, Sigurveigar, 1947 fluttist hún heim í Stóru-Tjam- ir og veik þaðan aldrei síðan. Ug nú hefur hún horfið til hinstu náða í skauti þeirra. Á áttatíu ára æfiferli ber margt fyrir, margar ánægju- stundir hafa gefist, margar von- ir ræst og sigrar unnist. Hve mildur hefur ekki verið margur morguninn og heiður og hlýr dagurinn, sem á eftir fylgdi og oft fagurt að kvöldi? En forsæla fylgir kvöldinu og verður þá tíðum vart við kulið. Þá er það mild gjöf að hverfa þangað sem árdegið ríkir og veitt eru ný fyrirheit og vaxtar. skilyrði. Enn hefur fækkað um í stof- um á Stóru-Tjörnum. Við lít- um hið auða rúm, kennum tóm- ið, hugsum um hverfulleik lífs- ins og vald dauðans, sem þó er ekki nema stundlegt. — Því að hvenær hefur ekki vorið sigrað veturinn? Kristbjörg á Stóru-Tjömum átti bjarta lífstrú. Við dyr eilífð- arheima fær hún að reyna hana. Við þáttaskilin eru henni þakk- ir fluttar fyrir það, sem hún var og vann, um leið og hugheil kveðja er borin þeim sem byggja bæinn hennar — bæinn inn milli hólanna, þar sem tær tjörnin minnist við græna tún- grundina og garðurinn angar. 10. sept. 1977. Jóruim Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. Svar ungra framsóknarmanna Samband ungra framsóknarmanna hélt nýlega nokkra fundi í Norðurlandskjördæmi eystra. Meðal ræðumanna á fundi SUF á Akureyri flutti Eiríkur Tómasson, aðstoðar- maður dómsmálaráðherra erindi og fer hér á eftir fyrri hluti þess. Ungir Sjálfstæðismenn hafa barið sér á brjóst og heimtað „báknið burt“ — með öðrum orðum: Ríkið hætti öllum af- skiptum af atvinnurekstri og ríkisútgjöld verði jafnframt skorin niður. Við Framsóknarmenn erum að jafnaði andvígir ríkisrekstri. Við teljum, að ríkið eigi því að- eins að taka að sér rekstur at- vinnufyrirtækja, að brýn þörf krefji. Það sem fyrst og fremst rétt- lætir það, að ríkið taki að sér atvinnurekstur er, að viðkom- andi fyrirtæki hafi sérstöðu á einhvern hátt. Skýrustu dæmin um slík fyrirtæki eru þau, sem halda uppi almannaþjónustu á borð við póst- og símaþjónustu, hita-, rafmagns- og vatnsveitu, vegagerð o. s. frv. Sama máli gegnir að nokkru leyti um fyr- irtæki, eins og Áburðarverk- smiðjuna og Sementsverksmiðj- una. Engar aðrar verksmiðjur eru starfandi hér á landi á þess- um sviðum, enda er hæpið, að slíkt verði arðvænlegt. Varhuga vert gæti þar af leiðandi ver- ið, að einkaaðilar tækju við rekstri slíkra verskmiðja, nema tryggt væri, að þeim yrði veitt aðhald, annað hvort með auk- inni samkeppni eða hertu verð- lagseftirliti. Þá eru þess nokkur dæmi, að einliafyrirtæki, sem mikilvæg hljóta að teljast, ýmist frá at- vinnulegu eða þjóðhagslegu sjónarmiði, hafi lent í rekstrar- örðugleikum og neyðst til að hætta rekstri. Hið opinbera, ríki og/eða sveitarfélög, hafa þá oft og einatt skorizt í leikinn og tekið við rekstrinum. Gott dæmi um þetta er Slippstöðin hf. á Akureyri. Að okkar dómi á ríkið að hætta afskiptum af slíkum fyrirtækjum jafnskjótt og þau eru komin á réttan kjöl og hafa skilað ríkissjóði því, sem lagt hefur verið af mörk- um til þess að rétta fyrirtækið við. Ýmsir Alþýðubandalagsmenn eru aftur á móti boðberar þess, að sem flest atvinnufyrirtæki verði þjóðnýtt. Ekki er ólíklegt að þessi stefna geti orðið ofan á, nái Alþýðubandalagið lykil- aðstöðu í íslenzkum stjórnmál- um. Við Framsóknarmenn lýs- um okkur andvíga þessum þjóð- nýtingaráformum, enda hefur það hvarvetna komið í ljós, að ríkisrekstur stenzt ekki sam- keppni við félags- eða einka- rekstur, sé um eðlilega sam- keppni að ræða. Þótt við Framsóknarmenn get um að nokkru leyti tekið undir þá skoðun ungra Sjálfstæðis- manna, að ríkið hætti öllum afskiptum af atvinnurekstri, þá erum við algerlega ó móti þeirri stefnu að skera niður ríkisút- gjöld. Teljum við þá istefnu hreinasta afturhald og rök- styðjum það á eftirfarandi hátt. (Áður en lengra er haldið, er þó rétt ,að menn geri sér það ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur hefur ekki sýnt neina tilburði í þá átt, hvorki í ríkisstjórn, Alþingi eða sveit- arstjórnum, að draga úr „bákni“ því, sem þeir bölva nú, en hafa Eiríkur Tómasson, lögfræðingur. þó átt hvað rikastan þátt i að „þenja út“.) Fyrst er rétt að virða það fyrir sér hver eru útgjöld ís- lenzka ríkisins skv. fjárlögum fyrir árið 1977 og hvernig þau skiptast milli málaflokka: Æðsta stjórn 3.540 millj. kr. 4,0%. (Þar af yfirstjórn fjár- méla, toll- og skattheimta 1.242 millj, kr. 1,4% Menntamál 13.461 millj. kr. 15,1%. Utanríkismál 1.020 millj. kr. 1,1%. Landbúnaðarmál 4.846 millj. kr. 5,4%. (Þar af útflutningsbæt ur 1.800 millj. kr. 2,0%). Sjávarútvegsmál 2.162 millj. kr. 2,4%. Dóms- og kirkjumál 5.307 millj. kr. 6,0%. Félagsmál 3.948 millj. kr. 4,4%. (Þar af húsnæðismál 3.273 millj. kr. 3,7%). Heilbrigðis- og tryggingamál 29.562 millj. kr. 33,2%. (Þar af heilbrigðismál 6.693 millj. kr. 7,5%, tryggingamál 22.708 millj. kr. 25,%). Samgöngumál 9.324 milij. kr. 10,5%. (Þar af vegamál 5.650 millj. kr. 6,3%). Iðnaðarmál 2.846 millj. kr. 3,2%. (Þar af orkumál 2.281 millj. kr. 2,6%). Viðskiptamál 5.897 millj. kr. 6,6%. (Þar af niðurgreiðslur 5.102 millj. kr. 5,7%). Annað (fjármagnskostnaður o. fl.) 7.240 millj. kr. 8,1%. Samtals 89.153 millj. kr. 100% Af þessu yfirliti sést glöggt, að meiri hluti þeirra skatta, sem rennur til ríkisins, fer ann- að hvort til þess að kosta fél- agslega þjónustu eða verkleg- ar framkvæmdir. Það að halda uppi sjálfstæðu ríki kœtar að sjálfsögðu nokkuð og afigangin- um er varið til að styrkja ein- staka atvinnugreinar aða til þess að halda niðri vöruverði í landinu. Niðurgreiðslur á landbúnað- arafurðum nema 5.102 millj. kr. eða 5,7% af heildarútgjöldum ríkisins. Niðurgreiðslurnar væri að sjálfsögðu hægt að afnema, en það hefði aftur í för með sér, að ýmsar nauðsynjavörur myndu hækka stórkostlega í verði. Þar með væri verið að þrengja til muna kjör þeirra, sem lægst hafa launin eða þurfa að sjá fyrir stærstu heim- ilunum. Við Framsóknarmenn getum ekki sætt okkur við það. Þá væri hægt að draga úr þeinum eða óbeinum styrkjum til atvinnuveganna, en þeir nema á að gizka 7 millj. kr. eða 8,0% af ríkisútgjöldunum. Þessi upphæð er ekki há og mun lægri en gerist í ýmsum ná- grannalöndum okkar. Inni í þessum tölum eru t. d. framlög til rannsóknarstofnana á sviði atvinnulífsins, en starfsemi þeirra er algjör forsenda fyrir því, að atvinnuvegirnir skili meiru til þjóðarbúsins en þeir gera i dag. Niðurskurður á þessu sviði þýddi í raun og veru stöðnun í framþróun ís- lenzkra atvinnuvega. Við Fram- sóknarmenn getum ekki sætt okkur við það. Til æðstu stjórnar ríkisins, utanríkisþjónustunnar, dóm- og löggæzlu og skyldra mólaflokka er varið á að gizka 9.867 millj. kr. eða 11,1% ríkisútgialda. Þessi útgjöld eru flest óhjá- kvæmileg, nema við viljum fcrna sjálfstæði okkar, og það hvarflar ekki að okkur Fram- sóknarmönnum (og vonandi ekki heldur að neinum af póli- tískum andstæðingum okkar). Fjármagnskostnaður, þ. e. vext- ir og vísitölubætur af lánum og skyld útgjöld nema alls 7.240 millj. kr. eða 8,1% af út- gjöldum ríkisins. Ekki er auð- velt að draga úr þessum út- gjöldum a. m. k. ekki ó næst- unni. Eftir standa þá 2/3 híutar ríkisútgjaldanna (59.794 millj. kr. eða 67,1%), sem renna ann- að hvort til félagslegrar þjón- ustu eða verklegra fram- kvæmda. Það eru þessi útgjöld, sem fyr.st og fremst er hægt að skera niður, ef ætlunin er að draga svo að nokkru nemi úr útgjöldum ríkisins og lækka þar með skattana. Þetta er boð- skapur ungra Sjálfstæðismanna til þjóðarinnar, ef taka á þá al- varlega. En hvernig ætla ungir Sjálfstæðismenn að draga úr félagslegri þjónustu og/eða verklegum framkvæmdum? Menntaskólinn Framhald af blaðsíðu 1. Skólameistari gerði breyting- ar framhaldsskóla að umræðu- efni. Taldi, að eðlilegra væri að efla sérskóla í nánum tengslum við líf og starf í þjóðfélaginu, en að steypa allri kennslu á framhaldsskólastigi saman í eina stofnun undir eina stjórn, þ. e. að efla risavaxna fjölbraut- arskóla. En að lokum sagði hann efnislega: Það er von mín, að unnt verði að efla Menntaskólann á Akureyri, þar sem bókamennt er í hávegum höfð og persónu- leg kynni haldast og ábyrgð ein- staklingsins verður aðalsmerkið. Hjörtur Gíslason er tvímælalaust mesti afreksmaður Akureyringa í íþróttum. Hann er marg- faldur Akureyrar- og Islandsmeistari í sínum flokki í lyftingum. Hann hefur æft mjög vel í ssumar og stefnir nú að því að verða Norðurlandameistari nú í haust Stórhuga lyftingamenn Sl. þriðjudag boðaði lyftingar- ráð Akureyrar til blaðamanna- fundar í Lundaskóla, og kynnti þá um leið hina nýju æfingaraðstöðu lyftingar- manna þar í skólanum. For- maður ráðsins, Bernharð Har- aldsson, bauð gesti velkomna með stuttri ræðu. Hann sagði m. a. að nú loksins væru lyft- ingamenn á Akureyri komnir með sómasamlegt húsnæði til æfinga. Hann kvað ganginn, sem þeir hafa haft í íþrótta- vallarhúsinu allt of lítinn, og það taldi hann hafa verið eitt versta æfingahúsnæði sem lyftingamönnum hefði verið boðið uppá, a. m. hérlendis. Hið nýja húsnæði er í kjallara Lundaskóla, rúmgott og bjart. Þar eru einnig böð og önnur hreinlætisaðstaða. Er sérstak- lega ánægjulegt til þess að vita, að skólinn hafi getað veitt lyftingamÖnnum þetta húsnæði, og má því segja með sanni að skólinn sé nýtt- ur langt fram á kvöld í þágu æsku þessa bæjar. Undirrit- aður er þess fullviss að ár- angur nemenda skólans í hin- um hefðbundnu skólafögum stóreykst, ef þeir geta eitt tómstundum sínum einnig í skólanum við það, sem þeir hafa áhuga á, og þá sjá ungl- ingarnir að forráðamenn skól- ans eru þeim velviljaðir og r Armenningar Fyrstudeildarlið Ármanns í handknattleik kom til Akur- eyrar um helgina og lék æf- irigarleiki við KA og Þór. Á laugardag léku þeir við KA og lauk leiknum með sigri Ár- manns, 20 mörkum gegn 17. Og á sunnudag unnu Ármenn ingar einnig Þór með 23 mörk- um gegn 18. Þetta eru fyrstu leikirnir sem Akureyrarliðin leika í vetur hér á Akureyri, en nokkrar breytingar hafa jákvæðir. Bernharð kom einnig inná það í spjalli sínu að lyfjanotkun íþróttamanna, og þá sérstaklega lyftinga- manna, hefði verið mikið til umræðu í fjölmiðlum undan- farið, og sagði í því sambandi að í lögum lyftingaráðs Akur- eyrar væru allir sem á þeirra vegum æfðu og keppti, skyld- ugir að gangast undir læknis- skoðun a. m. k. einu sinni á ári. — Þá sýndu lyftingamenn hinar ýmsu lyftur, svo sem snörun, jafnhöttun, tog, bekk- í heimsókn orðið á báðum liðum frá því fyrra, en búast má við að bæði liðin verði í toppbaráttu deild- arinnar í vetur. Þjálfari Þórs er Árni Sverrisson, en KA Matthías Ásgeirsson. Sl. laugardag gekk frjáls- íþróttaráð Akureyrar fyrir svokölluðu Hlíðarskokki. — Hlaupinn var hringur í Krækl- ingahlíð, tæpir sjö kílómetrar að lengd. Keppendur voru 25, á aldrinum 8 ára til 40. Þá hlupu einnig óþjálfaðir kyrr- setumenn og velþjálfaðir pressu, hnébeygju o. fl. í þess- um lyftum bættu margir sinn persónulega árangur, og einnig sáust lyftur sem voru nokkru betri en gildandi íslandsmet, en til þess að met verði gilt þarf löglegt mót með lögleg- um dómurum o. fl. Þá skal þess getið, að fleiri íþróttamenn en lyftingamenn njóta hinnar nýju aðstöðu, en þar æfa einnig skiðamenn, handknattleiksmenn og knatt- spyrnumenn. Þá hafa starfs- hópar, svo sem smiðir og lög- reglumenn æft í hinu nýja húsnæði. í fundarlok var gest- um boðið að spreyta sig á hin- um ýmsu lóðum og jámum sem þarna voru. hlauparar. Fyrstir komu í mark okkar bestu hlauparar, þeir Jónas Clausen og Stein- dór Helgason. Allir sem hlupu fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Veður var mjög óhagstætt til keppni á laugardaginn og hefur það ef- laust dregið úr þátttöku. Lyftingaráð Akureyrar 1977. Frá vinstri Sigmar Knútsson, Jakob Bjarnason, Hjörtur Gíslason, Guðmundur Svanlaugsson, Bemharð Haraldsson og Kristján Falsson. 25 keppendur í skokkinu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.