Dagur - 06.12.1977, Side 8

Dagur - 06.12.1977, Side 8
DAGUR Akureyri, miðvikudagur 6. desember 1977 Akureyringar eiga enn sína skautadrottningu Þú byrjaðir snemma á skaut- um? Já, frá bví ég man eftir mér. Þá voru allir á skautum í inn- bænum eða „Fjörunni“, bæði ungir og gamlir, strax og fraus, einkum á Leirunum. Margir urðu góðir skautamenn og urðu íslandsmeistarar. Hvenær kepptir þú fyrst á fslandsmóti? Árið 1951, minnir mig. Það var haldið hér og þá sendu Reykvíkingar fólk til keppninn ar og m. a. stúlku að nafni Guð- ný Steingrímsdóttir. Akureyr- ingum þótti skömm að því að láta hana keppa eina og sendu mig á móti henni. En það slys- aðist nú þannig til, að ég vann, mér til mikillar undrunar og öðrum sjálfsagt líka, Þetta var í 500 og 1500 metrum. En á innanfélagsmótum keppti Hólmfríður Ólafsdóttir, vinkona mín, oftast á móti mér. lEkki voru nú auraráðin svo mikil, að maður ætti hlaupa- skauta þá og ég man það, að á fyrsta íslandsmótinu fékk ég lánaða skauta hjá Jóni Dal- mann Ármannssyni og voru þeir heldur stórir á mig, en þetta var nú notast við. Þú munt eiga íslandsmetin þín frá þessum árum enn, þeg- ar þú varst 15 ára eða um það bil? Líklega er það, að ég eigi ís- landsmetin mín óslegin ennþá. En nú er vonandi að breyting verði á, og að það verði konur á Akureyri, sem taki við. Hér er svo dásamleg aðstaða til skautaiðkana bæði frá náttúr- unnar hendi og svo er núna t. d. verið að búa fólkinu að- Edda Indriðadóttir. að standa á skautum eða að halda kunnáttu ofurlítið við. En hlaupabrautir vantar til æfinga. um. Eflaust hefði það borið góð an árangur, ef við hefðum feng ið þjálfun undir handleiðslu kennara. Hingað kom þó einu sinni norskur skíðakennari, Reider Liaklev, sem var hjá okkur stuttan tíma og höfðum við miög gott af tilsögn hans. Nokkuð sérstakt frá gamalli tíð? Nýlega minntist Skautafélag Akureyrar 40 ára afmælis síns og birti Dagur frétt af því. En í stuttri frétt er margt ósagt og svo verður enn. Þó er sérstök ástæða til að minnast þess, að meðal margra ágætra skautamanna á Akur- eyri, er kona ein, sem varð skautadrottning á íslandsmóti árið 1951 og engin kona önnur hefur náð metum hennar í skautahlaupi á þeim vegalengdum, sem hún keppti í, en það var 500 metra skautahlaup á 60 sek., 1000 metrar á 2.08,3 mín., 1500 metra hlaup á 3.19,1 mín. og 3000 metrar á 7.12,4 mín. Þessi kona er Edda Indriðadótt- ir, húsmóðir og vinnur einnig á skrifstofum bæjarins. Ræddi blaðið litla stund við hana á miðvikudaginn. Hún er borinn og barnfæddur Akureyringur, þar að auki innbæingur úr „Fjörunni", eins og allir bestu skautamenn bæiarins fyrr og síðar hafa verið. En á Pollinum, Leirunum' og á Evjafjarðará er löngum skautasvell á vetrum og á skautum skemmtu menn sér fyrrum betur en við iðkun annarra íþrótta. Foreldrar henn er eru Indriði Jakobsson og Kristveig Hallgrímsdóttir, sem nýlega er látin. stöðu með skautasvellum á íþróttavöllum. Sá galli er á þeim, að þar er oftast svo mik- il þröng á þingi, að þar er frem ur aðstaða til að leika sér og ' ýmist að komast á lagið með Fenguð þið tilsögn í Innbæn- um í gamla daga? Mjög var hún af skomum skammti, en hver lærði af öðr- um og við vorum mikið á skaut- Það voru dásamlegir tímar að vera á skautum, og einnig ánægjulegt að hjálpa til við að handmoka hlaupabrautirnar, þegar með þurfti fyrir mótin, en það gerðum við stúlkurnar með piltunum. Jú, og svo man ég að þegar ég hafði sigrað í keppni kvenna á íslandsmót- inu, sællar minningar, að skóla stjórinn, Þorsteinn M. Jónson, kallaði mig upp að kennarapúlt inu í fyrsta tímanum næsta skóladag, óskaði mér til ham- ingju og sagði nokkur vel valin orð um árangur minn, en ég ætlaði að hníga niður af feimni og kjánaskap.. En skólastjórinn var líka svo elskulegur, að gefa mér stundum frí úr tímum, svo sem leikfimistímum, til að fara á skauta, því honum var annt um að ég stæði mig vel í þeirri íþrótt og var ég honum einkar þakklát fyrir það. Ég get að síðustu, með góðri samvisku, ráðlagt bæði piltum og ekki síður telpum, að æfa sig á skautum því að sú íþrótta- grein gefur manni ótrúlega mik ið. Hér ætti skautaíþróttin að vera í hávegum höfð, því til þess er öll aðstaða. Blaðið þakkar svörin. Akureyringar hafa átt mjög góða skautamenn og íslands- meistara í hópi karla, þótt ekki verði rakið hér að sinni. E. D. Meðalbúin best Mjög er um það rætt, hver sé arðsamasta bústærð hér á landi Gunnar Guðbjartsson hefur svarað því svo, að samkvæmt tekjum bænda með mismun- andi bústærð, hafi komið í ljós, að bú með 300—450 eða jafnvel 500 ærgilid, gefi mestan arð. En félagsbúin eru þó undan skilin, en þau virðast hagkvæm- ust í rekstri, þar pem tveijr eða þrír vel samhentir menn vinna saman að búi og nýta þá vélar betur en aðrir og enn- fremur húsakost. En þegar bú- stærð hjá einyrkja fer veru- lega fram úr 500 ærgildum, kemur fram minnkun afurða og einnig meiri tilkostnaður og um leið minni nettoarður. Til stórra búa þarf aðkeypt vinnuafl og það er ekki eins hagkvæmt að jafnaði. Afurða- magnið vill minnka og meiri hætta er á sjúkdómum, svo sem júgurbólgu í kúm, sem stafar af því, að vinnan er ekki eins góð og þegar hún er unnin af eigendum búsins Gunnar Guðbjartsson sagði ennfremur um bústærðina: Ár- ið 1976 voru á landinu um 3700 bú stærri en 125 ærgildi, þar með talin garðyrkjubú og önn- ur, sem gefa sömu arðsemi. Auk þess eru um 1400 bú með minna en 125 ærgildi og eru það eink- um gamlir menn og öryrkjar, sem þau bú hafa, en einnig menn, sem stunda aðra atvinnu og hafa búskapinn í hjáverk- um, svo sem nokkuð algengt er um þá, sem hafa jarðnæði ná- lægt þéttbýli. Þegar markaður fyrir búvörur er þröngur, er þessi þróun ekki æskileg. Samkv.-búreikningum virðast sauðfjárbúin koma öllu betur út og sérstaklega sérhæfð sauð- fjárbú. En aðstaða er víða bannig, að blönduð bú eru hag. kvæmari og kemur margt til, evo sem landið, sem viðkomandi bóndi hefur yfir að ráða. En einhæfur búskapur verður hart úti þar sem sjúkdómar í búfé kemur upp. • Takmarkað hundahald. Nokkrir tugir leyfilegra skrá- settra og skattskyldra hunda eru í eigu hundavina á Ak- ureyri. Kohiið hefur verið í veg fyrir hundaplágu af því tagi, sem takmarkalítil og eftirlitslaus hundaeign getur orðið í einu bæjarfélagi með reglugerð um hundahald og verulegt aðhald í því efni. En þrátt fyrir þessar tak- markanir er oft verið að kvarta um hunda. Kvarlanir berast um ónæði af hundum nágrannans og stundum af óþrifnaði hans. Þá kemur það því miður of oft fyrir, að hundar gangi lausir og geta þá verið börnum hættulegir, svo sem dænún sanna. Ill meðferð á hundum er einnig til, en mun vera sjaldgæf. 1 heild má segja, að hið tak markaða hundahald á Akur- eyri sé hinn gullni meðal- vegur í máli þessu, sem viða hefur orðið hitamál og jafn- vel vandræði af spunnist. og losa bæinn við þann smán- arblett, sem drykkjusvallið í miðbænum óneitanlega er. Hvers vegna er ekki gripið í taumana, spyr fólk. Og þess- ari spurningu er beint 61 nefndra aðila 61 úrlausnar. • Töluðu ekki við bónda. Víðar er það en á íslandi, að meðalgreindir langskóla- gengnir menn þykjast ekki eiga erindi sem erfiði í við- tölum við bændur. Til er saga frá Jótíandi, sem sýnir þetta og gerðist fyrir síðari heimsstyrjöldina. Þá eins og oftar hafa jarðfræðingar og stjórnmálamenn vakandi áhuga fyrir hugsanlegum olíulindum. Og nú vildi 61 hjá bóndabæ nokkrum, að jarðfræðingur sá olíubrák í skurði og þótti rannsóknar- vert. Taldi hann rökstuddar líkur á, að þar undir væri olía í jörð. Enginn talaði við bónda þennan um olíufund. • Hvers vegna er ekki gripið í taumana? Öðru hverju berast kvartan. ir yfir því, og er ekki ný saga að miðbær Akureyrar sé um helgar með slíkum ómenn- ingarblæ, að ekki megi við una. Á laugardags og sunnudagsmorgna má sjá þess merki í hverju ómenn- ingin er fólgin. Flöskubrotin og rúðubrotin í Hafnarstræti og víðar bera því vitni að fast er drukkið og í góðu veðri er gamli miðbærinn vettvangur drykk'uláta. Er þetta öllum bæjarbúum kunnugt. Flesttr eru sam- mála um, að hlutur lögregl- unnar sé slakur í þessu máli, hvemig sem á því stendur. Lögreglustjórinn, ásamt Iög reglunni, og e. t v. bæjar- stjórn, verður að taka mál þetta upp og ráða bót á því • Borað og borað. Nú komu ýmsir aðilar inn í málið, bæði 61 rannsókna og síðar 61 undirbúnings bor- unar og það var borað niður á 900 metra dýpi með aðstoð vísindamanna, tæknimanna og jarðfræðinga. En árangur varð enginn. Að lokum töl- uðu þeir við bóndann á bæn- um og sögðu sínar farir ekki sléttar. Bóndinn sagði: Þetta allt hefði ég nú getað sagt ykkur, ef þið hefðuð Iá6ð svo lí6ð að tala við mig, og þó ekki hefði verið annað en að þið hefðu beðið um Ieyfi, eða að minnsta kosti boðið góðan dag. Vísindamennimir sögðu, að það væri vandalítið að vera vitur eförá. Bóndinn sagði: Það vildi nú 61 það slys hjá mér, að það helltist nið- ur úr olíutunnu héma við skurðinn. Sýning á ferðabúnaði í skátaheimilinu Hvammi Sunnudaginn 11. þ. m. kl. 14 opna Ferðafélag Akureyrar og skátafélögin sýningu á skíða- göngu-, viðlegu- og gönguferða- búnaði í skátaheimilinu Hvammi. Verða þar sýndar vör ur frá ýmsum fyrirtækjum á Akureyri, í Reykiavík og á ísa- firði. Skátar og félagar í Ferða- félaginu verða þar til staðar alla sýningardagana, leiðbeina gestum og gefa upplýsingar um búnaðinn. Einnig verður þar tekið við pöntunum til fyrir- tækja utan Akureyrar. Auk þess verður kynnt starfsemi Ferðafélagsins og skátafélag- anna. Þriðjudaginn 13. des. kl. 20,30—21,30 leiðbeinir Stefán Jónasson um smurningu og notkun gönguskíða. Sunnudag- inn 18. des. kl. 16 ræðir Ingólf- ur Á.rmannsson um notkun áttavita og öryggi í gönguferð- um. Á sýningunni er kjörið tæki- færi fyrir áhugamenn um göngu ferðir og skíðagöngu að kynna sér þann búnað, sem á boðstól- um er, en hentugur útbúnaður er eitt af skilvrðunum fyrir vel- heppnaðri ferð. Sýningin er opin vikuna 11.— 18. desember, kl. 18—22 virka daga, en 14—22 um helgar. (F réttatilky nning). DAGUR ★ Aukablað á föstudaginn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.