Dagur - 21.12.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 21.12.1977, Blaðsíða 1
DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, MH)VIKUDAGUR 21. DES. 1977 59- TÖLUBLAÐ Dómar uppkveðnir Fyrir fáum dögum var uppkveðinn 16 ára fang- elisdómur fyrir morð að yfirlögðu ráði. 1 fyrradag var í Sakadómi Reykjavík- ur kveðinn upp dómur í svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli, en lögum samkvæmt verður dómin- um áfrýjað til Hæstaréttar. Kristján Viðar ViðarsSon og Sævar Marinó Siecelski voru dæmdir í ævilangt fangelsi, Tryggvi Rúnar Leifsson f 16 ára fangelsi, Guðjón Skarphéðinsson í 12 ára fangelsi, Albert Klan Skaftason í 15 mánaða fang elsi og Erla Bolladóttir í þriggja ára fangelsi. Undir. rétturinn dæmdi ákærðu til að greiða saksóknarlaun, réttargæslu- og málsvarnar laun skipaðra verjenda sinna, 5,5 milljón króna. — Auk þess var nokkrum hinna gert að greiða nokkr- ar skaðabætur. Mál þessa ógæfufólks hafa verið rak- in í smáatriðum á meðan á málsrannsókn stóð. Þorskurinn fær jólafrí Frá og með 20. desember til og með 31. desember verða allar þorskveiðar bannaðar í íslenskri fisk- veiðilögsögu. — Hlutdeild þorsks í heildarafla skipa má ekki nema meira en 10% af aflanum. Það sem framyfir kann að reynast, verður gert upptækt, eins og hver annar óleyfilegur sjávarafli. Þetta er liður í verndun þorsksstofnsins, einn af mörgum, nú á þessu ári og sennilegt, að valinn sé þessi árstími vegna jólahátíðar, og munu sjómenn fagna því að geta haldið jólin heima hjá sér að þessu sinni fremur en oftast áður, því talið er, að ýmsum skipum verði lagt þennan tíma. Mikil ös Tveir þeirra, sem fyrir fá- um dögum litu inn á skrif- stofur Dags höfðu orð á miklum þrengslum í versl- unum bæjarins og létu báð- ir þau orð falla, að þar yrði vart komist inn úr dyrum vegna mannfjölda. Þeir voru þó báðir með pakka í höndum, nýkeyptar vörur. Kaupgeta er almennt mikil og kannske engin furða þegar saman fer 60%; kau]> hækkun á þessu ári og næg atvinna, þótt hækkanir vöruverðs séu einnig miklar. Reynir Árskógsströnd 50 ára Ungmennafélagið Reynir á Ár- skógsströnd minntist fimmtíu ára afmælis síns 4. desember sl. með veglegu hófi í samkomu- húsi sveitarinnar. En samkomu hús þetta er bæði félagsheimili og skóli. Hófst samkoman klukkan 3 með borðhaldi, þar sem fjórar ungar konur í þjóðbúningi gengu um beina. Gylfi Baldvinsson, formaður félagsins, setti samkomuna en Sveinn Jónsson var veislustjóri. Ása Marinósdóttir rakti sögu félagsins og Samkór Árskógs- strandar söng fimm lög undir stjóm Guðmundar Þorsteins- sonar við undirleik Kára Gests- sonar. Jóhannes Óli Sæmunds- son rakti þætti úr sögu ung- mennafélagsins og gjafir voru afhentar. Ungmennasamband Eyjafjarðar gaf Reyni áritaðan skjöld og Kvenfélagið Hvöt gaf áritaðan fundarhamar. Þá gaf Lionsklúbburinn Hrærekur 50 þús. krónur og Fjóla Jóhanns- dóttir færði félaginu að gjöf stækkaða mynd af fyrsta for- manni félagsins, Guðbrandi Sig- urðssyni bónda í Litla-Árskógi, Ný bók séra Jóns Bjarman Eins og lesendum Dags er kunn. ugt ritar Kristján frá Diúpalæk um bækur í blaðið, en vegna þrengsla komast færri bókadóm- ar en æskilegt hefði verið. Með- al annars hefur hann ritað um bók séra Jóns Bjarman, og er ekki ætlunin að bæta þar um. Séra Jón Bjarman. En blaðinu barst í gær mynd af höfundi og það átti við hann viðtal í nokkrar mínútur. Var það tækifæri notað til að spyrja hann um þessa fyrstu bók. í því samtali sagði hann meðal ann- ars, aðspurður, hvort hér væri um fyrstu bók að ræða, og hvort efnið væri bundið Akureyri: Já, þetta er fyrsta bókin mín og ég hef unnið hana í hjáverk- um nokkur síðustu árin, en aldrei lengur en hálfan mánuð í senn, ennfremur í Færeyjum, en síðast á Akureyri. Bókin er tengd Akureyri, þótt ekki sé á hana minnst. Bókin er ekki skáldsaga, heldur skáld- verk í nokkrum þáttum, sem sömu persónurnar tengja sam- an. Líka mætti nefna þetta smá- sögur í samhengi, eða þætti. Um annan söguþráð er ekki að ræða, en hver og einn finnur, að tíminn líður. Hver á þessi börn Dagur hefur fengið skemmti- legt bréf frá Þjóðverja sem hann sendir þessa fallegu mynd af tvíburum. Þjóðverjinn, sem heitir Frans Kiderle, segir í bréfinu m. a.: „Það var í júlí 1975. Móðir tví- burana hjálpaði mér á mjög vin samlegan hátt. Á eftir fór hún inn i verslun þarna við aðalgöt- una og skildi kerruna með börn unum eftir úti á gangstéttinni. Á meðan tók ég þessa fallegu mynd af börnunum, en síðan gleymdi ég að fá heimilisfang móðurinnar á íslandi, þannig að ég gat ekki sent myndina til fjölskyldunnar." Foreldrar barnanna, sem munu eiga heima hér á Akur- eyri, geta sótt myndina af tví- burunum á skrifstofu Dags. — GM Ungmennafélagið Reynir lagði snemma mikla stund á bindindismál og var mörgum öðrum félögum ákveðnari and- stæðingur áfengisnotkunar. Þá var, einkum framan af árum, komið upp mörgum leiksýning- um, en miklu miklu síðar í sam vinnu við kvenfélagið með góð- um árangri. Orðsins list var ætíð í heiðri höfð og félagsblaðið, Helgi magri, kom út og kemur enn, og er það í rauninni merkur þáttur í félagsstarfinu. Um eitt hundrað manns eru um þessar mundir í Reyni. Stjórn Ungmennafélagsins Reynis skipa: Gylfi Baldursson formaður, Hildur Marinósdóttir ritari og Magnús Jóhannsson. Meðstjómendur Felix Jósafats- son, varaformaður, og Svavar Guðmundsson. sem var afi hennar. Þá las Birg- ir Sveinbjörnsson upp úr Helga magra, sem er félagsblað Reyn- is og orðið gamalt í hettunni en ennþá vel lifandi og að síðustu las Sveinn Jónsson upp ljóð Kristjáns Vigfússonar, nýort. Hófið stóð til klukkan hálf sjö og fór hið besta fram og sátu það á annað hundrað manns. Sjálft afmælið var 3. mars og dróst af ýmsum ástæðum að minnast þess. Ungmennafélagið Reynir starfaði lengi með mikl- um krafti og gerir enn. Lengi var starfsvettvangurinn breiður en á síðari árum hafa önnur fé- lög tekið að sér ýmis þau verk- efni_ sem ungmennafélagið ann aðist og það sneri sér þá meira að íþróttamálunum, og má í því sambandi minnast á íþróttavöll inn skammt frá samkomuhús- inu og svo knattspyrnuna, sem mjög hefur komið við sögu þar í sveit og víðar. Og þegar sam- komur eru haldnar í samkomu- húsinu, má minnast bess, hvern þátt ungmennafélagið átti í þeirri myndarlegu framkvæmd. Loonuaflinn yfir 250 þ. tonn Sumar. og haustloðnuaflinn er nú kominn yfir 250 þúsund lest- ir, en veiðarnar hófust 15. júlí sl. Á síðasta ári var heildar sum- ar- og haustloðnuaflinn 110 þús. lestir, þannig að nú er aflinn 133 þús. lestum meiri. Mestri loðnu hefur verið landað á Siglufirði, eða 107 þús. lestum, í Reykjavík hefur verið landað 21.850 lestum, á Bolungavík tæpum 19. þús. lestum og á Raufarhöfn 14 þús. lestum. Fyrir fáum dögum var afli hæstu skipanna þannig, að Sig- urður RE var með 17.700 lestir, þá kemur Gísli Árni RE með 12.700 lestir, Gullberg RE hefur fengið 10.900 lestir. Víkingur AK er með 10.300 lestir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.