Dagur - 21.12.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 21.12.1977, Blaðsíða 8
RAFGEYHAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VELJIÐ RÉTT MERKI Saga hestalækninga konar kvilla og jafnvel alvar- lega sjúkdóma. Saga slíkra til- rauna er forsaga dýralækninga nútímans. Brautryðjendur þess- aara fræða voru dýralæknar, sem höfðu mikinn áhuga, ekki aðeins á sögu sérgreinar sinnar, heldur einnig á þjóðtrú og þjóðháttum. Þó að íslenskir bændur hafi því nær eingöngu stundað búfjárrækt um 1100 ára skeið, eru engu að síður eyður í sögu íslenskra húsdýra. Til að fvlla í þær eyður að ein- hverju leyti, hefur höfundur þessarar fróðlegu bókar rann- sakað þær lækningaaðgerðir, sem íslendingar beittu gegn sjúkdómum á hrossum. — Saga hestalækninga á jafnmikið við menn og lækningaaðgerðir. Til að gefa nokkra hugmynd um viðfangsefni höfundar, er fjallað um blóðtöku, hönkun_ beinbrot, vönun, að spretta í nös, hrossasótt, ormaveiki, þvagteppu, meiðsli undan reið- tygjum, gjarð- og haftsæri, hestalús, tannbrodda, skæl, hára far, klums, heymæði, hófsperru og meðferð hófa, strok, fang- vörn, að meta gæðingsefni o. s. frv. Má af þessu sjá, að bókar- efnið er víðfemt og eflaust þyk- ir hestamönnum það eftirsótt lesefni. Út er komin hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri stór og vönduð bók um hesta- lækningar hér á landi og ber nafnið Saga hestalækninga á ís- landi, hálft fjórða hundrað blað- síður, og er hún eftir George J. Hauser. Mun bók þessi eiga er- indi við hestamenn vegna ótæm- andi fróðleiks. Á bókarkápu segir: Allt frá því er menn fyrst tömdu dýr til brúkunar, hafa þeir reynt eftir megni að verja þau veikindum, lækna margs DAGUR kemur næst út 23. des. Loðnan er mikilvæg í samtali við Boga Sigurbjörns- son, skattaendurskoðanda 14. des., sagði hann meðal annars eftirfarandi fréttir frá Siglu- firði: Fyrst er að geta þess, að jarð- borinn Glaumur, sem hér hefur verið að störfum, í Skútudal, hefur lokið borun og varð kostn aður samkvæmt áætlun, eða 37 milljónir króna. Boraði hann holu 10 og varð árangur eftir atvikum sæmilegur. Búið er að dæluprófa holuna og komu þá upp 8,5—13,5 lítrar vatns á sek., 67 stiga heitt. En þar sem hola þessi er á sama vatnakerfi og hola númer 7, er ekki um hreina viðbót að ræða. Vatnsmagnið samtals, sem við höfum n, er rétt um 36 sekúndulítrar, því viðbótin varð 20% aukning. Má þá segja, að þetta heita vatn sé nægilegt fyrir Siglufjörð, eða fast að því. Þá er unnið við kyndistöð og er áætlað, að hún verði tilbúin í janúarlok. Verður hún notuð þegar álagið er mest. Um 70% af íbúum bæjarins njóta nú heita vatnsins. Siglósíld var að ljúka starf- rækslu þessa árs í gær. Þá var starfsfólkinu haldin góð skemmt un, svo sem var vel við hæfi eftir mikil og vel unnin störf. Búið er að framleiða 36000 kassa af gaffalbitum fyrir Sovét markað og verðmætið er talið um 300 milljónir króna. Svo gerum við ráð fyrir, að starf í verksmiðjunni hefjist á ný um miðjan janúar, ef nýir samning ar liggja þá fyrir, en frá þeim er ekki búið að ganga enn sem komið er. Togararnir, Dagný,. Stálvík og Sigluvík, eru gerðir ut heð- an frá Siglufirði og hafa þeir allir farið í söluferð, tveir til Hollands og einn til Þýskalands og seldu þeir allir mjög vel og eru nú á ný komnir á veiðar. Þá er hingað nýkominn 400 tonna, þriggja ára, franskur togari. Þormóður rammi er að byggja stórt frystihús, sem verður búið öllum nýtísku vélum og tækj- um. En bygging þessi er að verða fokheld og verkinu er hraðað svo sem kostur er. Gólf- flötur er 2100 fermetrar og hús- ið á einni hæð. Smábátaeigendur hafa aflað sæmilega á þessu ári og er af- koma þeirra sæmilega góð. Trillubátar eru mjög margir hér og stutt á fiskimiðin. Atvinnan hefur verið mjög góð á Siglufirði allt þetta ár og afkoman því sæmileg. Hér er nú allt fullt af loðnu. Um loðnuaflann má það annars segja, að á sumarvertíð bárust hingað 110 þúsund tonn og vetrarloðnan er 35 þúsund tonn. Reiknað hefur verið út, að verð mæti loðnunnar, sem hér hefur verið unnin, sé um 2.5 milljónir á hvern íbúa staðarins og má það teljast nokkuð gott. Snjór er mjög lítill en víða er hálka, svo sem á veginum inn í Fljót, sagði Bogi Sigurbjöms- son að lokum og þakkar blaðið upplýsingarnar. GEYMIÐ EKKITIL MORGUNS ÞAD SEM ÞÉR GETIÐ GERTIDAG Á morgun gæti það orðið of seint PANTIÐ TÍMANLEGA Á NÝJÁRSFAGNAÐINN MATSEÐILL Rækjutoppur Kjötseyði Albion Fylltur Kalkún með Madeiradýfu Logandi pönnukökur Hver hlýtur stóra vinninginn í ár? Hringið strax í síma 22200 og pantið borð Samkvæmisklæðnaður HÓTEL K.E.A. Belgveitlingar, fingravettlingar, lúffur og sokkar. - Stórkosflegt úrval.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.