Dagur - 21.12.1977, Blaðsíða 4

Dagur - 21.12.1977, Blaðsíða 4
Útgcfandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur llafnarstræti 90, Akureyri Simar: Ritstjórn 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðartn.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentvcrk Odds Bjömssonar hf. Hið ráðandi afl Þingeyingurinn Einar í Nesi keypti Oddeyri fyrir hönd Gránufélagsins af Þorsteini á Skipalóni fyrir einni öld, en mjög í óþökk kaupmanna, sem óttuðust um sinn hag, ef þau samtök manna, sem að Gránufélag- inu stóðu, næðu fótfestu við Pollinn. Þá var Oddeyri 30 vallardagsláttur að stærð, óbyggt svæði, og Einar gerði skipulagsuppdrátt að 30 þús- und manna byggð þar. Félagshyggjan hafði skotið rótum á Akureyri og upp af henni spratt hið vel þekkta samvinnustarf, bæði í viðiskiptum og verksmiðjurekstri og síðan á ýmsum öðrum sviðum framkvæmda-, atvinnu- og menning- armála, svo fullyrða má, að félags- hyggjan einkenni þennan norð- lenska bæ öllu öðru fremur. Hvers- konar samvinna og félagsrekstur, ásamt einkaframtakinu, hefur dafn- að hlið við hlið, og fyrir svo sem hálfum öðrum áratug hefur bæjar- félagið í vaxandi mæli tekið upp þá stefnu að örva framkvæmdir og þar með atvinnulíf og framfarir með beinum og óbeinum stuðningi. Þá, og þá fvrst var atvinnuleysið að fullu þurrkað út og bærinn tók að vaxa hröðum skrefum. Þetta er að vísu kunnari saga en frá þurfi að segja, en þó brestur marga skilning á því, að félagshyggjan hefur lagt grunn- inn að velferð fólksins, stækkun bæj- arins, örum framkvæmdum og menn ingarlífi og velmegun. Það er öllu öðru fremur henni að þakka að efna- hagur fólks er jafnari hér en í nokkrum öðrum kaupstað landsins, engir „utangarðsmenn", lítið um æv- intýramenn og braskara, traustari viðskiptahættir en almennt gerist og enginn rígur á milli byggða og þétt- býlis. Samvinna er mikil á milli full- trúa hinna ýmsu stjórnmálaflokka í stjóm bæjarmála, vegna þess að fé- lagshyggjan og þar með ábyrgðartil- finningin á sterkan hljómgrunn í huga sérhvers manns. Undir merki félagshyggjunnar hefur bærinn notið mikils trausts og álits. Aðstreymi fólks og fjármuna hefur orðið veru- legt á síðari árum og hinn mikli vöxt- ur bæjarins er talandi tákn um hag- fellda og trausta þróun, þar sem fé- lagshyggjan er ráðandi afl í mikilli framfarasókn. Þjálfaranámskeiði lokið Nýlega lauk námskeiði fyrir þjálfara í alpagreinum skíða- íþróttarinnar. Námskeiðið var haldið í Vetraríþróttamiðstöð- inni í Hlíðarfjalli. Kennari á námskeiðinu var norðmaður inn Björn Edvaldsen, en hann er kunnur Þjálfari í heima- landi sínu. Námskeiðið sóttu 18 manns, allsstaðar að af landinu, en flestir voru þó frá Akureyri, 12 talsins. Námskeið ið var haldið á vegum Skíða- sambands íslands, og útskrif- uðust af því þjálfarar svokall- aðs B-stigs. Að sögn ívars Sig- mundssonar, framkvæmda- stióra skíðamiðstöðvarinnar, tókst námskeiðið í alla staði mjög vel og var Norðmaður- inn mjög hrifinn að þeirri að- stöðu sem er hér í Hlíðarfjalli. Að námskeiðinu loknu sagði ívar að ráðgert hafði verið að landslið íslendinga í alpa- greinum héldi æfingu í nokkra daga, undir stjórn B5örns Ed- valdsens, en því miður voru mætingar landsliðsmanna mjög tregar. í karlagreinum mætti aðeins Haukur Jóhanns son frá Akureyri, og eini kven maðurinn í landsliðshópnum, Steinunn Sæmundsdóttir, mætti t. d. ekki. Ur unglngia- landsliðinu mætu Akureyr- ingarnir Guðrún Leif.sdóttir, og Finnbogi Baldursson, og Húsvíkingurinn Björn Olgeirs- son. ívar hvað Norðmanninn hafa verið mjög svektan yfir þessu, þar sem þetta hefði ver- ið ver skipulagt og undirbúið og búið að kosta til þess ærnu fé. Fréttamaður blaðsins hringdi í Hákon Ólafsson, for- mann skíðasambandsins og spurði hann hverju það sætti, að svo léleg mæting hefði ver- ið hjá landsliðsfólki okkar, sérstaklega þeim frá höfuð- borgarsvæðinu og einnig frá Vestfjörðum. Hákon k\>iað þetta mjög bagalegt, en sagði að beir sem hefðu ekki komist hefðu haft löglegar fjarvistir og verið búnir að greina frá þvi vel í tíma. Sumir höfðu verið erlendis, og aðrir að lesa Hákon upplýsti einnig, að aðal undirbúningur landsliðsins byrjaði strax eftir áramót, en þá færu landsliðin til æfinga í Mið-Evrópu. Þess skal að lok um getið, að landslið fullorð- inna á skíðum er skipað þeim Hauki Jóhannessvni frá Ak- ureyri, Sigurði Jónssyni og Hafþóri Júlíussyni frá ísafirði og Steinunni Sæmundsdóttur frá Reykjavík. Engir vara- menn eru í liðinu, en þess skal getið, að Árni Óðinsson, Tóm- as Leifsson, Björn Víkingsson o. fl. hafa æft mjög vel undan- farið, og sóttu m. a. æfingar hjá Norðmanninum Birni Ed- valdsen. Skíðamenn erlendis Nú um helgina fóru nokkrir skíðamenn og konur til æfinga til ítalíu. Þau sem fóru voru systkinin Tómas, Guðrún og Nanna Leifsbörn, Jón Rafn Pétursson og Svana Birgis- dóttir. Fara þau með skíða- mönnum úr Ármanni í Reykja- vík sem hafa skipulagt ferð- ina. Fólkið fer þetta að mestu leyti á eigin kostnað, en þó hafa einhverjir styrkt þá, m.a. KA sína menn . ÍS vann einnig í karlafl. Strax að loknum leik kvenn- anna léku karlalið sömu aðPa og einnig í 1. deild. Bæði liðin hafa á að skipa Bandaríkia- mönnum og bvggist leikurinn nokkuð á einvígi milli beirra, b. e. a. s. hvor skori fleiri stig. Þó verður að seeja, að hvor- ugur er eigingiarn með bolt- ann, en Mark Christiansen hiá Þór mætti gjarnan vera það, því hraði hans og snerpa er með eindæmum. Þá er hittni hans einnig frábær. Gaman væri að sjá hann leika í liði með jafningjum sínum í grein- inni, en því miður er geta leik- annarra leikmanna Þórs ekki í neinu samhengi við getu Marks. Dirk Dunbar í liði stúdenta er einnig frábær leik- maður. Hann er miög leikinn með boltann og með sér hefur hann menn sem einnig eru finkir, þannig að betri heildar- svipur verður á leik þeirra. Mark skoraði fyrstu körfu leiksins og komust Þórsarar í fimm stig gegn einu. Þá fór hins vegar allt að ganga upp hjá stúdentum, en jafnframt mjög illa hiá Þór og var hittni þeirra vægast mjög slæm, og skoruðu stúdentar tíu stig í röð án þess að Þórsarar kæm- ust á blað. Stúdentar höfðu síðan lengst af yfir, en skömmu eftir miðjan síðari hálfleik tóku Þórsarar mikinn fjörkipp og skoruðu hvert markið á fætur öðru og var þá staðan 28 gegn 29 fvrir ÍS. — Þórsarar héldu hins vegar ekki þessari pressu, og stúdentar sigu framúr. í hálfleik var staðan 45 gegn 34 fyrir þá. Jón Indriðason gerði síðan þrjú fyrstu stig s’'ðari hálfleiks. en forskot það sem stúdentar höfðu náð dugði þeim til sig- urs í leiknum, en þeir skoruðu 87 stig gegn 71. Mark Christi- ansen var stigahæstur leik- manna en hann gerði 38 stig eða rúman helming af stigum Þórs, og er það eflaust eins- dæmi í fvrstu deild. Hjörtur Einarsson gerði 11, en hann átti annars ágætan leik að þessu sinni. Eiríkur gerði 10, Jón Indriða 9 og Þröstur 3. — Dirk Dunbar gerði 33 stig fyr- ÍS, Jón Héðinsson 17 (lék áður með Þór), Ingvi Stefánsson 12, og aðrir færri. Vítahittni hjá Þór var sú, að þeir fengu dæmd 21 vítaskot og skoruðu úr 15, ÍS fékk 29 skot og skor- uðu úr 22. Dómarar voru þeir sömu og hjá stúlkunum og dæmdu þeir vel. TOYOTA TOYOTA er langmest selda saumavélin á Isla í dag. TOYOTA er tilvalin jólagjöf. TOYOTA er nytsöm jólagjöf. Hagstætt verð. - Greiðsluskilmálar. BRYNJÓLFUR SVEINSSON í** ^ ^ ^ ^ ^» ^ ^ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisir Skrifstofa Borgartúni 7, sími 24280. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 8.20—16 Símaafgreiðsla til kl. 16.15. Útborganir á fimmtudögum frá kl. 10—12 og 13—15. Íhúðir til sölu VIÐ STEINAHLÍÐ 1 Verða afhentar að hausti 1978, m’eð bílskúr. Hagstætt verð ef samið er strax. Upplýsingar gefnar eftir vinnutlma. Davíð Jónsson, sími 22959, Magnús Garðarsson, sími 19894, Magnús Kristinn, sími 23996. KVISTHAGI S.F. AUGLÝSIÐ í DEGI $ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉl Iðnaðardeild - Akureyri •• ... .. v: ií-J-XL • IÐNAÐARDEILD S.Í.S. óskar eftir að taka á leigu 3ja herbergja íbi um næstu áramót. Upplýsingar í síma 21900 (23). t,.á£í&:Cí~ Glerárgata 28 • Pósthólf 606 • Sími (96)2 í JÓLAÖSINNI er gott að fá sér heita hamborgara og heitar eða kaldar samlokur með frönskum kartöflum, hrásalati og sósum. Krókeyrarslöðin NÁTTKJÓLAR Undirkjólar. Mittispils, 2 síddir. Korselett. Buxnabelti. Mjó sokkabandabelti. VERSL. DYNGJA DRENGJAFÖT á 1—4 ára, slétt fli Sokkabuxur á 2—6 ÁSBYRGI HURÐARSPRENG. (€sso) NESTIN 4 • DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.