Dagur - 02.06.1978, Side 1

Dagur - 02.06.1978, Side 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGTJR LX. ARG. Akureyri, föstudagur 2. júní 1978 34. tölublað Fyrsta tölublað þessa árs af riti samtaka áhugafólks um áfengisvarnir er komið út. Það á erindi til margra, því loks er það viðurkennt, að mörg þús- und manns eru áfengissjúkl- ingar hér á landi og að drykkjusýkin er nú skilgreind sem sjúkdómur. Margar góðar greinar eru í þessu hefti. En í fljótu bragði virðist skilgrein- ing hins heimskunna læknis, E. M. Jellinek eftirtektarverð- ust. Þar segir um þann stiga, sem um 140 þúsund íslend- ingar fara niður, og þar af um 20 þúsund alla leið niður, vegna drykkju: „Það byrjar alltaf með „al- gengum drykkjuvenjum". Án neyslú alkóhóls þróast alkó- hólisminn auðvitað ekki. Flestir stöðvast í þessari tröppu. Þetta er kölluð sam- kvæmisdrykkja. Þú dreypir ekki lengur á eingöngu í veislum, en þamb- ar og leitar félagsskapar þeirra, sem drekka mest. Neyslan verður regluleg. Þú drekkur það mikið að kveldi, að þú manst ekki allt sem gerðis, þó svo þú virðist ekki hafa verið mjög drukk- inn. „Sagði ég það“. „Man ekkert hvenær ég kom heim“. Minnisleysi. Enn áttu góða von. Þú getur haldið þér frá alkóhóli lang- tímum saman, jafnvel í mán- uði. En þegar þú drekkur, er það ekkert smáræði. Þú ræður ekki lengur. Missir stjórn. Þú finnur upp allskonar af- sakanir fyrir drykkju þinni, því þú ert farinn að verða hræddur. Afsakanir gegn óviðráðanlegri drykkju. Þú getur ekki stoppað, en þú getur forðast þá sem gagn- rýna drykkjuna og sjá mis- notkunina. Þú ferð að drekka í felum, aleinn. Drekkur í fel- um. Þú þjáist þegar þú vaknar og hefur slæma samvisku. Þú verður að slá á þjáningarnar með alkóhóli til að geta þraukað daginn. Þunglyndi. Afréttari. Nú varir drykkjan oft dög- um saman, þar til þú ert algerlega „búinn". Öllu er nú fórnað fyrri alkóhólið, heim- ilinu, fjölskyldunni, atvinn- unni, peningum ogheilsu. Það eitt sem máli skiptir, er ein flaska í viðbót.“ Þessi skilgretning læknisins er hér birt til athugunar, en jafnframt minnt á, að á öllum drykkjustigum er lækning möguleg, aðeins ef hinn sjúki viðurkennir vandamál sitt og leitar hjálpar. Við minnum á sameiginlega framboðsfundi frambjóðenda stjórnmálaflokkanna í Norður- landskjördæmi í Þelamerkur- skóla í kvöld (föstudagskvöld) klukkan 21.00. Næsti fundur verður í Laugarborg á morgun klukkan 14.00. Þetta er nýmæli í kosningabaráttu í kjördæm- inu, en slíkir sameiginlegir fundir hafa ekki verið haldnir síðan Norðuriand eystra varð eitt kjördæmi. I Sjómannadagur V|f'“ y - ^ V- # » • $ Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um helgina. Hátíðarhöldin hefjast á morg- un (laugardag) með því að hraðbátar sigla um pollinn, en síðan er kappróður. Tólf sveitir taka þátt í róðrinum og þar af eru sex kvennasveitir. Að vanda er starfræktur veðbanki. hádegi verður hátíðarhöldunum framhaldið við sundlaugina. Fulltrúar sjómanna og útgerðar- manna munu flytja ávörp pg sjó- menn verða heðraðir. Þá verður keppt í stakka- og björgunar- sundi. Einnig verður reiptog, koddaslagur og ef að líkum lætur verður leikin knattspyrna. Ef vel viðrar verður hluti hátíðarhald- Á sunnudaginn er sjómanna- messa í Akureyrarkirkju, en eftir anna á túninu norðan hús- mæðraskólans. Opið bréf til vinstri flokkanna í bæjarstjórn Akureyrar á þessu kjör- tímabili. Er hér með óskað eftir því, að viðræður um sam- starf í bæjarstjórn Akureyri á þessu kjörtímabili verði teknar upp milli fyrr- greindra bæjarfulltrúa hið fyrsta Bæjarfulltrúar fram- sóknarmanna munu mæta til viðræðu viðræðufunda um þetta samstarf. Sam- hljóða bréf mun verða sent fyrsta bæjarfulltrúa hinna flokkanna. F.h. bæjarfulltrúa framsóknarmanna á Akureyri. Sigurður Óli Brynjólfsson Eftirfarandi bréf var sent vinstri flokkunum í bæjarstjórn Akur- eyrar: Skrifstofu Framsóknar- flokksins, Hafnarstræti 90, Akureyri, 30. maí 1978. Á fundi stjórnar og full- trúaráðs Framsóknarfélags Akureyrar, sem haldinn var í dag, var samþykkt tillaga frá nýkjörnum fulltrúum framsóknarmanna, ásamt fyrsta varamanni þeirra í bæjarstjórn, þar sem þeim var heimilað að beita sér fyrir viðræðum milli Al- þýðubandalags, Alþýðu- flokks og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna um samvinnu í bæjarstjórn Dagný seld austur! Nú er nær fullvíst, að Raufar- hafnarhreppur og Þórshafnar- hreppur kaupi skuttogarinn Dagnýju Sl frá Siglufirði, en viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Verður kaup- samningurinn væntanlega undirritaðir í dag eða á morg- un. Að sögn Stefáns Valgeirs- sonar.fyrrverandi alþingis- manns, er gert ráð fyrir því að vinnslustöðvar kauptúnanna skipti með sér afla togarans. Kaupverð Dagnýjar er áætlað um 300 milijónir króna. Það er ekkert vafamál, að koma togar- ans mun stuðla að auknu at- vinnuöryggi á þessum stöðum. en útgerð Rauðanúps og Fonts hefur gengið fremur stirðlega. Rauði- núpur er í slipp í Reykjavík og bilanir í Fonti eru tíðar. Dagný er tæpar 400 brúttó- rúmlestir að stærð. Skipið var smíð’dð árið 1966 í Hollandi. Eig- andi er Togskip h/f á Siglufirði. GAGNFRÆÐASKÓLi AKUREYRAR: Merkum áfanga náð á sviði heilbrigðis- og verslunarmenntunar á Akureyri Gagnfræðaskólanum á Akureyri var slltið í 48 skipti sl. miðviku- dagskvöld. Alls innrituðust 611 nemendur í skólann í haust sem leið og í fyrsta sinn útskrifar skólinn nemendur sem hafa stundað nám í tvo vetur á heil- brigðissviði samkvæmt nýju sniði. Þessir nemendur hafa lokið bóklegu námi sjúkraliða og eiga aðeins eftir mislangan starfstíma á heilbrigðisstofnun- um til að fá full réttindi sem sjúkraliðar. Einnig eru í fyrsta sinn, útskrifaðir nemendur eftir tvö námsár á verslunarsviði. Þar er um að ræða almennt verslun- arpróf, sem er hliðstætt prófi frá Verslunarskóla fslands. Alls innrituðust 611 nemendur í Gagnfræðaskóla Akureyrar sl. haust eins og fyrr sagði. Samtals stunduðu 137 nemendur nám við framhaldsskólann, en 474 við grunnskólann. Námsbrautir á framhaldsskólastigi voru þrjár við skólann, uppeldis-, viðskipta- og heilbrigðissvið. Alls luku 9 prófi á uppeldissviði, eftir tveggja ára nám og 16 nemendur luku prófi á versl- unarsviði og 12 nemendur á heil- brigðissviði. Þá luku 168 nemendur grunnskólaprófi. Hvað grunn- skólaprófið varðar, má geta þess að árangur var mjög ánægjulegur, en 86,3% nemendanna náðu fullum réttindum til inngöngu í fram- haldsskóla. í mars sl. var þreytt (Framhald á bls. 7). Séð yfir hluta gesta vlð skólaslitin. Fremst á myndinni sltja nokkrir kennarar Gagnfræða skóla Ak Guðný Bergvinsdóttir náðl best- um árangri í öðrum bekk fram- haldsdeildar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.