Dagur - 02.06.1978, Page 5

Dagur - 02.06.1978, Page 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Vinnum með vorinu Eftir ákafa bæjarmálabaráttu, kosningar og skýringar á niður- stöðum, verður örlítið hlé, á undan óveðri alþingiskosninga 25. júní. Þetta vor tvennra kosninga hef- ur verið sæmilegt til lands og sjá- var. Sauðburði er að Ijúka um land allt. Frjósemi ánna er orðin mjög mikil því tveir þriðju lambanna og jafnvel þrír fjörðu þeirra eru tví- lembingar. Sunnanlands og vest- an, svo og á Vestfjörðum, hefur vorið verið mjög votviðrasamt og kait, en mun betra á Norður- og Austurlandi. Hvarvetna er gróður skammt á veg kominn, en víðast eru tún ókalin eftir veturinn, þótt eldri kalskemmdir séu enn veru- iegar. Síðan sú stefna varð ráð- andi í sauðfjárbúskap, að fóðra og kynbæta til hámarksafurða, eru búin fóðurfrek og ær, einkum tví- lembur, látnar ganga á ræktaðri jörð á vorin þar til verulegur gróð- ur er kominn í úthaga. Sem betur fer áttu bændur mikil og góð hey á síðustu haustnóttum og þurftu því ekki að spara fóður. Hvergi hefur heyrst um heyleysi, en hins vegar var fiutt út nokkuð af heyi til Noregs og nú er talið athugunar- vert að selja meira hey þangað á næstu árum og einnig til Færeyja og Grænlands. Getur þetta farið vel saman við þær áætlanir, að takmarka framleiðslu þeirra bú- vara, sem að hluta þarf að selja úr landi og sýnist mun hagstæðara að selja heyið beint fyrir sæmilegt verð, en að framleiða úr því verð- litiar vörur til útflutnings. Talið er, að í vor séu settar niður mun meiri kartöflur en fyrirfarandi ár, og er rétt að stefna að nægri ræktun fyrir innlenda markaðinn, en á það hefur mjög skort. Þótt ræktunarmenning sé ekki á háu stigi talin, hér á landi, kunna margir kartöflubændur vei til verka og framleiða góða og næst- um árvissa vöru. Kartöflurækt, rófnarækt og matjurtarrækt er einnig heilbrigt og þroskandi tómstundagaman, bæði fyrir börn og fullorðina, og auk þess mikil búbót á heimilum. En verkkunn- átta í þessum efnum er ekki nægilega almenn og virðing fyrir nytjaplöntunum virðist mönnum ekki í blóð borin. Stutt námskeið í nokkrum undirstöðuatriðum væru einkar þörf og hið sama má segja um skógrækt og ennfremur al- menna skrúðgarðarækt. En hvar sem við erum á vegi stödd í póli- tíkinni og ræktunarstörfunum, eigum við öll að vinna með vori og gróanda. Kristveig Magnea Hallgrímsdóttir F. 20/6 1911 — D. 22/5 1977 Fyrir ári síðan þ. 28/5 1977 var útför hennar gerð. Frá þeim degi hefur sú hugsun orðið æ áleitnari að mér bæri að minnast hennar, en fann vanmátt minn til þess að gera það eins vel og vert væri og ég hefði kosið. Þennan sólheita vordag fyrir ári síðan, er hún var kvödd af ást- vinum, vissi ég að við máttum ekki trega hana, hún hafði loks fengið lausn frá þjáningum eftir tveggja áratuga baráttu við kvalafullan, ólæknandi sjúkdóm. Er ég nú hugsa um þennan dag, þegar öll nátturan skartaði sínu fegursta, en myrkur sorgar og trega grúfði yfir okkur, finn ég að þessi elskulega kona var alla ævi barn vorsins og öll persóna hennar minnti á mátt vorsins. Fegurð, birta og gleði voru sam- ofin persónuleika hennar. Að minnast hennar er eins og að finna vorblæinn, mildan og hlýj- an strjúka vangann. Slíka auðlegð gaf hún okkur. Ferskleiki æsk- unnar fylgdi henni til æviloka. Hún átti sitt bjarta bros til hinstu stundar. Kidda, en svo var hún ávallt nefnd af ættingjum og vinum, var fædd og uppalin á Akureyri. Foreldrar hennar voru Matthild- ur Grímsdóttir, ljósmóðir, og Hallgrímur Helgason, bátasmið- ur og beykir. Systkini hennar voru Þórhallur Eyfjörð, sem lézt úr berklum í blóma lífsins, og systurnar Anna og Helga. Þær systur hafa alltaf búið í næsta ná- grenni við heimili Kiddu og voru alla tíð mjög samrýmdar. Börn- um Kiddu og barnabjörnum eru þær systur traustir félagar og vin- ir, sem aldrei bregðast. Hálfbróð- ir Kiddu, sonur Hallgríms af fyrra hjónabandi, var Sigfús bóndi á Hóli í Kaupvangssveit. Hálf- bróðir hennar, sammæðra, var Herluf Hansen, sjómaður. Hann var þeim systrum nærgætinn og umhyggjusamur bróðir. Hann kvæntist Þuríði Jónu Magnús- dóttur á Dalvík. Féll hann frá löngu fyrir aldur fram frá konu og tveimur kornungum dætrum. Ég kynntist Kiddu fyrir fjórum áratugum. Hún var þá nýgift frænda mínum, Indriða Jakobs- syni. í lítilli leiguíbúð í gömlu húsi í innbænum höfðu þau búið sér heimili, sem mér fannst ætíð vera fullt af sólskini. Þó var ekki auður í búi þar frekar en á öðrum alþýðuheimilum í þá daga, en fá- breyttum húsmunum var vel og smekklega fyrir komið og þarna var að finna hlýju og öryggi, ein- hverja töfra, sem orkuðu þannig að öllum leið vel, sem inn á heimilið komu. Þessi áhrif, sem voru svo auðfundin en ekki er hægt að skýra, þannig heimili þráum við öll að eiga. Ég átti þarna skjól vetrarlangt og björt- ustu minningar æskuáranna eru frá þeim tíma. Ég minnist þess ekki að hafa kynnst samrýmdari hjónum. Heimili þeirra bar alltaf svip þess að vera ekta en ekki tilbúið og þar réð einfaldleikinn en ekki kapp- hlaup um fánýta hluti. Þarna fæddist fyrsta barn þeirra hjóna, Edda Sigurlaug, 24/10*36. Hún var snemma hraust og tápmikil og sýndist vera þarna mikill skörungur á ferðinni, sem og kom á daginn, er hún varð skauta- drottning Islands tvö ár íjjjð 14 og 15 ára gömul. Einum áhorf- endanum varð þá að orði, að það sem á kynni að skorta á tæknina Minning hjá þessari ungu stúlku, það fór hún skapinu. Það er vert að hafa það í huga að þá voru þjálfarar íþróttamanna nærri óþekkt fyrir- brigði hér. Á aðfangadag jóla ‘38 fæddist Þórhallur Helgi. Þegar hann var tveggja ára kom sorgin inn á heimili Þeirra hjóna, „því sorgin gleymir engum.“ Litli drengurinn veiktist skyndilega og lézt. Ég minnist Kiddu á þessum þung- bæru stundum. Hún rakti ekki raunir sínar né gaf sig örvænting- unni á vald, og Indriði, þetta drenglynda karlmenni, bar ekki harm sinn á torg. Árin liðu og tíminn, þessi mildi læknir, græddi sárin. Þann 24/6*43 fæddist þeim annar son- ur, Öm, og árið 1947 þ. 16/8 fæddist Hallgrímur Þór Þá búa þau í Aðalstræti 42. Þar uxuJDörn þeirra upp við ástríki foreldra og frænda og eru öll mikið mann- dómsfólk, þeim kostum búin, sem foreldrar óska og þrá að finna hjá bömum sínum. Þau eru öll bú- sett á Akureyri og halda nánu sambandi við föður sinn. Edda er gift Helga Hallssyni, bygginga- meistara, og börn þeirra eru: Anna Margrét, skrifstofustúlka, f. 24/2*58, Indriði Hallur, iðnnemi, f. 24/4*59, og Helga Sigríður, f. 11/8*61. Öm er húsasmiður kvæntur Sólveigu Gunnarsdótt- ur, ritara, og böm þeirra eru: Anna Kristveig, f. 7/12*66, og Margrét, f. 28/1*68. Hallgrímur Þór er skógfræðingur, kvæntur Kristínu Aðalsteinsdóttur, kenn- ara. Þeirra böm eru: Berglind, f. 2/10*68, og Aðalsteinn, f. 25/11*76. Jól fyrir nær 40 árum eru skýr í huga mínum. Þá starfaði ég hér í bæ og kom í minn hlut að vinna fram á kvöld aðfangadags. Að starfi loknu myndi ég eyða kvöldinu í leiguherbergi alein, þar sem húsráðendur voru fjar- verandi. Þá komu boð frá Kiddu og Indriða. Vildi ég koma til þeirra að vinnu lokinni. Ég þáði það með þökkum. Frá vinnu- staðnum heim til þeirra var um hálfrar klukkustundar gangur. Himininn var heiður og stjömu- bjart. Fannbreiða var yfir öllu og kuldamarr i snjónum við hvert fótmál og frostnepjan beit. Engin lifandi vera sást á ferli, en ég vissi að í hverju húsi bak við birgða glugga var haldin hátíð. Á þessari stuttu leið hef ég fundið þá mestu einsemd, sem ég hef lifað alla ævi. Þreyta eftir annasaman dag, minning um jól í foreldrahúsum í glöðum og áhyggjulausum syst- kinahópi og sú staðreynd, að sá tími var liðinn og kæmi aldrei aftur. Tign og fegurð þessa eftir- minnilega aðfangadagskvölds var köld og án miskunnar. Við lág- reist hús í aðalstræti 44 kvaddi ég dyra. Móttökunum þar gleymi ég aídrei. Þegar ég steig yfir þrösk- uldinn fann ég skil tveggja heima, inni ríkti sönn jólagleði, innilegar móttökur eyddu á augabragði einmanakennd og söknuði Indriði, frændi minn og vinur, heimili þitt verður áfram það skjól og sú vin í eyðimörkinni, sem veitir öryggi og hlýju. Afa- börnin þín munu rata þangað heim létt í spori með glaða eftir- væntingu í svip. Þau skynja með næmi barnsins hvar hin raun- verulegu verðmæti er að finna. Megi hver dagur með þeim verð þér uppspretta gleði og hamingju. Akureyri, 22/5 1978. Freyja Eiríksdóttir. Ingvar Gíslason alþingismaður Við framsóknarmenn lítum á það sem forgangskröfu í kjara- og velferðarmálum verkafólks og annarra launþega að ríkisvaldið sjái til þess að haldið sé uppi fullri atvinnu í landinu. Þá kröfu ger- um við síðan til ríkisvaldsins, hagsmunasamtaka launþega og vinnuveitenda sameiginlega að samið sé þannig um kaup og kjör að sem mestrar launajöfnunar sé gætt. Þessi krafa er ekki síður mikilvæg. Okkar stefna er því launajöfn- un og full atvinna. Hvað snertir atvinnumála- stefnu okkar þá kemur hún gleggst fram í því að síðustu 7 ár, sem framsóknarmenn hafa verið í ríkisstjórn, er einhver mesti framfaratími á fslandi frá upp- hafi vega. Það hefur ekki einasta verið nœg atvinna, heldur að sumra dómi of mikil atvinna. Framsóknarmenn ráða ekki kjarasamningum út af fyrir sig. Að formi til hefur ríkisvaldið heldur engin áhrif á gerð kjara- smninga á almennum vinnu- markaði. Hins vegar væri það dauf ríkisstjórn og varla af þess- um heimi, ef hún léti eins Og kjarasmningar komi henni ekki við. Ríkisstjórnin ber a.m.k. ábyrgð á efnahagsmálum, og kjarasamningar skipta miklu máli fyrir efnahagslífið.. Það hefur þvi skeð ótal sinnum í áratugi að efnahagsaðgerðir hafa haft áhrif á kjarasamninga. Slíkt er engan veginn æskilegt, en getur verið nauðsynlegt, sbr. máltækið „nauðsyn brýtur lög“, sem er gamall alþýðuorðskviður og stendur vel fyrir sínu, sem vitur- Iegt spakmæli. Það er því sannast mála að framsóknarmenn treysta sér ekki til að útiloka þann möguleika að aldrei geti komið til þess að þeir verði að standa að efnahagsaðgerðum, sem hafi áhrif á kjarasamninga. Það minnir líka á gamlan orðskvið, sem segir að menn verði stundum að gera fleira en gott þykir. En þegar þannig stendur á, að ekki verður komist hjá að hafa uppi aðgerðir gegn óheillaþróun efnahagslífsins, þá er það stefna framsóknarmanna að slikar aö- gerðir komi sem minnst við hag láglaunafólksins. Hinu getum við ekki lofað að slíkar aðgerðir kunni ekki að snerta hagsmuni þeirra, sem betur mega sín. Við framsóknarmenn höfum beitt okkur fyrir því að láglauna- fólk njóti betri verðbóta- eða vísitölukjara en þeir, sem hærri hafa launin. Okkur finnst það ekki réttlætismál að verðbætur til þeirra, sem hafa 300 þús. á mán. séu hlutfallslega jafnháar og til verkamanns með 115 þús. kr. Við framsóknarmenn höldum fram launajöfnunarstefnunni hvenær og hvar sem er. Það kom m.a. fram í sambandi við efnahagsað- gerðir vorið 1974 í lok vinstri stjórnar, þessi stefna okkar var áréttuð í kjarasamningum 1977 og aftur s.l. vetur, þegar efnahagsráðstafanir voru nauð- synlegar. Og þessi stefna okkar í launajöfnunarmálum kemur fram í bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar frá síðasta mánuði, þar sem vísitöluréttur láglauna- fólks er stóraukinn. Allt þetta vil ég árétta, því að mér ofbýður hversu pólitískir andstæðingar afflytja stefnu okk- ar og viðhorf í kjaramálum. Ég held að þessir herrar ættu að láta sér nægja að reyna að útskýra sína eigin stefnu, ekki er hún svo ljós, en láta ógert að hafa uppi fasistiska mistúlkun á skoðunum annarra. Ingvar Gíslason alþm. Grænlenskir ungiingar til Akureyrar? Fyrir nokkru barst Akureyrarbæ bréf frá Narsak á Grænlandi, en Narsak er vinabær Akureyrar. f bréfi þessu er þeirri hugmynd varpað fram, að komið verði á gagnkvæmum heimsóknum ungl- inga milli bæjanna. Fyrirkomulag þessara heimsókna er ekki full- mótað en yrði væntanlega þannig hagað að hingað til Akureyrar kæmu 2-3 unglingar á aldrinum 14-18 ára og dveldu hér í t.d. mán- aðartíma á heimilum þeirra ungl- inga sem yrðu Grænlendingunum síðan samferða til Narsak og dveldu á heimilum grænlensku unglinganna í svipað langan tíma. Bæjarstjórn Akureyrar vildi gjarnan greiða fyrir því að af þess- um heimsóknum gæti orðið. Á undanförnum árum hafa átt sér stað ýmis samskipti við íbúa Nar- sak, en hér væri um nýjan þátt að ræða, sem er vel til þess fallinn að auka samskipti og vináttu Græn- lendinga og fslendinga. Ef einhverjir bæjarbúar eða nærsveitamenn hefðu áhuga á því að taka þátt í skiptum af þessu tagi, þá er þeim bent á að hafa samband við Harald Hansen framkvæmda- stjóra Dynheima, sem veitir allar nánari upplýsingar. fslandsmeistarar f blaki öldunga, Skautafélag Akureyrar. Standandi frá vinstri: Guðjón Guðmundsson, örn Indriðason, Guðmundur Pétursson, Haukur Haraldsson og Árni Ingi Garðarsson liðsstjóri. Krjúpandi frá vinstri: Bergur Ingólfsson, Brynjólfur Ingvarsson, Magnús H. Ólafsson þjálfari, Ásgrímur Ágústsson og Vilhelm Arthursson. Leiðrétt æfingatafla KA Fyrir skömmu var hér greint frá æfingartöflu KA í knatt- spyrnu í sumar. í Ijós kom, að æfingarnar rákust á og varð að gera á töflunni nokkrar breytingar og er hún því birt hér á ný eftir leiðréttinguna. Kvennaflokkur. Mánudaga og miðvikudaga kl. 20.15. Þjálfari Guð- mundur Lárusson. 6 flokkur. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14.00. Þjálfarí Jóhannes Atlason. 5 flokkur. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16.00. Þjáifarar Jóhann- es Atlason og Eyjólfur Ágústsson. 4 flokkur. Mánudaga og miðvikudaga kl. 18.30. Þjálfari Einar Pálmi Árnason. 3 flokkur. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19.15. Þjálfari Rafn Benediktsson. 2 flokkur. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20.45. Þjálfari Gunnar Gunnarsson. 1 og meistaraflokk- ur. Eftir ákvörðun þjálfara Jóhannesar Atlasonar. Allar æfingar fara fram á æfingarsvæðum KA á Lundstúni og á Mennta- skólavellinum. Knattspyma I þriðju umferð fyrstu deildar í knattspyrnu urðu nokkur óvænt úrslit. Lið Fram vann nokkuð auðveldan sigur á Breiðabliki, og mjög óvænt unnu Þróttarar Víking. Þá tapaði eins og áður greinir KA fyrir Akurnesingum með einu marki gegn engu, og Valur vann Keflavík með tveimur gegn einu. Leik fBV og FH er ekki lokið þegar þetta er skrifað en svo virðist sem færrl mörk verði skoruð í þriðju umferðinni en þeim tveim fyrstu. f fyrstu umferð keppninnar voru skoruð 17 mörk, og 22 í annari umferð- inni. Þegar einum leik er ólokið í þriðju umferð er að- eins búið að skora 8 mörk. Vonandi táknar þetta ekki að liðin fari að spila minni sókn- arleik, en greinilegt er að flest liðin í deildinni eru mjög jöfn og ekkert afgerandi best. Þá hlýtu hlýtur það að vekja athygli hvað nýliðar deildar- innar. KA og svo þróttur, hafa komist vel frá sínum leikjum. (Framhald á bls. 7). Þau eru verst hin þöglu svik að þegja við öllu röngu. Það eru ekki nema á milli 30 og 40 ár síðan ég átti tal við kjötsala. Hann sagði mér, að konurnar bæðu um einhver kíló af kjöti, en það heyrði til undantekninga ef ekki fylgdu tvö orð með; „ekki feitt'*. Og síðan hefur andúð manna á feitu kjöti aukist að mun. Það er vitað mál, að allir sem þurfa að selja eitt hvað, leitast við að hafa það eins og kaupendur vilja að það sé. Nú skulum við athuga, hvað framleiðendur íslensks lambakjöts hafa gert í þessu. íslenskir sauðfjárbændur hafa um margra ára skeið, keppst við að hafa sem allra feitast kjöt og unnt er. það eru margar leiðir til þessa. Ærnar eru aldar eins vel og hægt er yfir veturinn á töðu og mat og svo er hert á að mun um sauðburð- inn.Síðan er beitt á gróandi tún um lengri eða skemmri tíma. Þá er sleppt í afrétt eða heiðalönd. Að haustinu þegar lömbin koma heim og eru þá mun feitari en neytendur vilja að kjötið af þeim sé. En þótt einkennilegt sé, virðast bændur ekki skeyta þessu. Nú er sem sagt farið að fita lömbin fyrir alvöru. Þau eru sett á kálakra, sem bændur hafa sáð í rándýru fræi og ennþá dýrari áburði að vorinu. Og mér er sagt, að ríkisstjórnin leggi sína blessun yfir þetta og veiti styrk, sem kallaður er grænfóðurstyrkur. Og bætur. Það þarf að gjörbreyta kjöt- matinu og rækta fé, sem safnar kjöti meira en fitu. Ég hef sjálfur séð sænskt lambakjöt og það er tæpast hægt að segja, að það sjáist þyrfti lítið að flytja út. það tel ég mjög mikils vert, því mér finnst sjálfum, að útflutningsbæturnar séu bændum til skammar. Það sýndist ekki óhugsandi, að í meira en hálfa öld með töluverð- um árangri. Samtímis eru uppi há- værar kröfur neytenda um fitu- minni mjólk. Það ætti að vera hægt að minnka fituna í kúnum, t.d. úr Andvökuþankar á útmánuðum jafnvel þótt sami akurinn sé notað- ur ár eftir ár. Á þessum kálökrum ganga lömbin að haustinu og safna þau þá fleiri kílóum á sig af fitu en einnig kjöti og beinum. Svo koma bændur með lömbin á sláturhúsið og þar er ofsaleg keppni um að hafa sem mesta meðalþyngd, sem kallað er. Það virðist ekki flökra að neinum bónda, að markaðurinn fari sí- minnkandi, vegna þess hve kjötið er feitt. Síðan verður að flytja út mikið af kjöti og ekki þykir fitan betri þar. Að þetta skuli ganga svona ár eftir ár og jafnvel áratugi, hljóta allir að sjá, að ekkert vit er í að framleiða kjötfitu í tugþúsund tonna tali, sem enginn etur, hvorki hérlendis né erlendis. En íslenska ríkið borgar fleiri milljarða í útflutningsupp- fita á því og gengur féð þar þó á ágætu landi. Við ættum að geta ræktað fé, sem hefur litla fitu, ekk- ert síður en Sviar. Mikið af því kjöti, sem lagt er inn á haustin, er alls ekki lambakjöt, það er hrútakjöt. Það er af hrútum, sem eru búnir að vera kynþroska einn og hálfan til tvo mánuði, svellfeitir, frá 17 og upp í 30 kg. að þyngd. Það er hreinasta lýgi, að þetta sé lambakjöt. Og lýgin er hóra djöfulsins, sagði Jón Meistari Vidaín. En hvað á þá að gera? Ég tel, að það eigi að láta ærnar bera seinna á vorin og jafnvel að byrja fyrr að slátra á haustin. Gelda á öll hrút- lömb, strax nýfædd og sleppa alveg haustfitun lambanna, og hafa á markaði gott lambakjöt. Kjöt- neysla myndi stóraukast, svo e.t.v. kjötiðnaðarmenn gætu gert úr ís- lenska kjötinu góða rétti, sem seldust fyrir gott verð bæði innan- lands og utan. Þar vil ég nefna kæfu og lifrarkæfu sem dæmi. En rétt er að taka það fram, viðvíkjandi kál- ræktinni, að það er minni hluti bænda, sem hefur kál. Það eru bara þeir, sem eru best stæðir og hafa möguleika á að kaupa fræ og áburð og fá svo styrk úr ríkissjóð ofan á allt saman og stórgræða á öllu. Kjötið af kállömbunum er miklu lakara en annað kjöt. Það er alveg hætt að tala um fjallabragðið, sem í gamla daga þótti svo gott. Sumir bændur bera á snemmslegnar ný- ræktir og fita lömbin þar. Neytendur óska eftir magurri mjólk, en bændur leggja mikið kapp á að kýrnar mjólki sem allra feitastri mjólk og hafa unnið að því 4% niður I 3% og mætti þá jafnvel búast við að mætti spara fóður- kostnað og smjörfjall ætti ekki að stækka. f vetur var undanrenningin hækkuð mjög mikið og þjóðin rak upp ramakvein og bændur voru víttir í fjölmiðlum og bornir órétt- mætum sökum. En landsmenn þurfa að fá að heyra sannleikann um verðið á undanrennunni. Síðan mjólkursamlögin tóku til starfa og farið var að selja undanrennu, var verðið svo lágt, að í raun og veru fengu bændur ekkert fyrir hana. Það, sem fékkst fyrir hana fór í flutningskostnað, vinnslukostnað og sölukostnað. Svo skeður það í vetur, eins og fyrr er sagt, að undanrennan hækkaði i verði. Hún á sem sagt að bera a.m.k. helming af verðinu á Jón Frlðriksson móti rjómanum. Rökin fyrir því eru þau, að fóðurkostnaður við að framleiða undanrennuna, er a.m.k. helmingur af fóðurkostnaðinum eða meira. Má þar nefna eggja- hvítu efnin, sem öll eru í undan- rennunni, steinefni, mjólkursykur og bætiefni. Allar byggingar mjólkurstöðvanna þurfa að vera mun stærri vegna undanrennunnar því hún er rúmfrek, og bílar og tankar þurfa að vera 90% stærri vegna undanrennunnar og 90% af kostaði flutnings á mjólk, má skrifa á hennar reikning. En undanrenn- an er mjög góð fæðutegund og ættu menn að matreiða mjólk á marg- víslegan hátt, eins og gert var frá því land byggðist og fram á miðja þessa öld og jafnvel lengur í sveit- um landsins. Hitt er svo annað mál, að smjörfitan er öllum nauðsynleg. Talið var, á fyrsta áratug þessar- ar aldar, um undanrennuandlit á bömum og unglingum, sem voru grá og guggin. Þetta orð þekkir kannski enginn núorðið, en ég heyrði það oft á fyrsta tug aldar- innar, en þetta var útúrdúr. Halldór á Hvanneyri kallaði kúna fóstru mannkynsins og varð frægur af því. Þetta var tekið upp í erlendum blöðum og tímaritum. Hann sagði, að í smjörinu væru lífefni, sem öll- um mönnum væri nauðsynleg og hvergi fyndust nema í mjólkurfitu. Haft er eftir heimsfrægum næring- arsérfræðingi, að í smjörinu séu lífefni, sem öllum mönnum séu nauðsynleg og þau komi í veg fyrir hrömun. En fullkomnustu sönn- unina fyrir ágæti mjólkurinnar, höfðum við í annarri Mósebók: Þá talaði guð við Móse og sagði honum að fara með fóík sitt til fyrirheitna landsins því þar flyti allt í mjólk og hunangi. Ég hygg, að mannkynið komist einhvern tíma að raun um það, að mjólkin er þýðingarmesta næringarefnið, sem völ er á. Orð Guðs munu blíva. Mjólkurframleiðslan verður að minnka. Ég álít, að borga ætti lægra verð fyrir mjólk, þegar komið er að vissu framleiðslumarki. Við getum sagt 120 þús. lítra, sem er nokkuð meira en á vísitölubúinu. ef ein- göngu er búið með kýr. Það mætti lækka mjólkina töluvert, sem framyfir væri og nota það fé, sem þannig fengist til að jafna úr verð- sveiflum og borga útflutningsupp- bætur. En ég býst ekki við, að sá sjóður muni nokkru sinni verða stór, því menn hætta að framleiða mjólk fyrir lágt verð og stóru búin munu rifa seglin. Bændur verða að axla skinn sín sjálfir og gæta hags- muna sinna, standa saman og lát ekki hlunnfara sig, eins og gert var og gert er enn í sambandi við inn- flutning á landbúnaðarvélum og verkfærum. Það hafa verið lagðir svo hóflausir skattar á þessar vörur, að bændur eru búnir að borga tugi milljarða síðan þessi innflutningur hófst og allt til þessa dags. Jón Friðriksson Hömrum. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.