Dagur - 23.06.1978, Side 5

Dagur - 23.06.1978, Side 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVlÐSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGUROSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Er undir- staðan trygg? Sveitarstjórnarkosningarnar gáfu til kynna, að stjórnarandstæðing- um hafi tekist að ná umtalsverðri fyigisaukningu, með sínum nei- kvæða málflutningi. Helst lítur út ffyrir, að kjósendum hafi gleymst að kanna, á hvers- konar grunni stjórnarandstæð- ingarnir byggja málflutning sínn. Þeir tala til dæmis um kauprán fiokka, þótt fyrir liggi, að þeir hafi sjálfir staðið að svipuðum að- gerðum þegar þeir áttu aðild að ríkisstjórn, Alþýðuflokkur 1959 og Alþýðubandalag 1974. Og einnig, þrátt fyrir það, að þessir sömu flokkar hafi nú verið staðnir að því enn á ný, að loforð þeirra séu haldiaus, samanber kaupgreiðsl- ur hjá Reykjavíkurborg. En hvað kalla Reykvíkingar stjórnarandstöðuflokkana í dag, þá, sem þar hafa tekið við völd- um? Eða eru þeir ekki orðnir kaupránsflokkar, miðað við öll loforð þeirra fyrir kosningarnar og vanefndirnar nú? Stjórnarandstæðingarnir reyna að gera hosur sínar grænar fyrir bændastéttinni og sumir láta glepjast af málflutningi þeirra. En einkennilegur er málflutningur þeirra, þegar hann er skoðaður miður í kjölinn. Annars vegar tala þeir um bág kjör bændanna, sem þeir vilja ieiðrétta hið allra fyrsta, fái þeir til þess þingstyrk. En til- lögur þeirra á Alþingi hafa allar gengið út á það, að þrengja kjör stéttarinnar, næðu þær fram að ganga, og um þær má segja, og efnahagsmálin yfirleitt,, að þær séu botnlausar. Þeir krefjast fullra verðlagsbóta á öii laun, sem myndi verka eins og olía á verð- bólgueldinn. En jafnframt eiga þeir ekki nægilega sterk orð til að lýsa þeim ræfiishætti stjórnvalda, að minnka ekki verðbólguna. Þeir tala um að lækka alla skatta og að draga úr heildargjaldtöku ríkis- sjóðs, en vilja þó stórauka fram- kvæmdir í landinu, á vegum hins opinbera, hækka tryggingar, greiða niður skuldir rfkissjóðs við Seðlabankanna og auðvitað erl- endar skuldir einnig. Ætla mætti, að talsmenn þessara flokka geti notað hverja krónu oftar en einu sinni, jafnvel oft. Því miður hafa of margir hlustað á hæpinn og handahófskenndan málflutning stjórnarandstöðunnar og jafnvel lagt trúnað á neikvæðan jafnvel bölmóðskenndan áróður, þótt lífskjör þjóðarinnar hafi aldrei verið betri og menn komist ekki á mílli húsa eða bæja án þess að sjá verkin tala um þróttmikið athafna- líf og framfarir. Endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar Theodór A. Jónsson Viðhorf atvinnuveitenda hafa litlum breytingum tekið Nítjánda þing Sjáifsbjargar, landssambands fatlaðra, var haldið í Hrafnagilsskóla fyrir skömmu. Alls sóttu þingið um 40 fulltrúar. Aðalmál þess var húsnæðismál og flutti Sigurð- ur E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðismála- stofnunar ríkisins, erindi um þau mál á þinginu. Formaður landssambandsins er Theodór A. Jónsson og hittum við hann að máli á fyrsta degi þingsins. Theodór var í upphafi inntur eftir því, hvort Sigurður E. Guðmundsson hefi haft eitt- hvað nýtt fram að færa. „Nei, ekki er hægt að segja það, en Sigurður gat þess m.a. að Húsnæðismálastofnunin veitti lán út á breytingar á íbúðum þegar öryrkjar og eldra fólk .á í hlut. En það kom líka fram að ef maður, sem er mikið fatlaður, kaupir íbúð og þarf að láta breyta henni, fær hann annað hvort hefðbundið lán vegna kaupanna eða lán til breytinga. Það kemur ekki til greina að fá bæði lánin, en hins vegar er það svo að yfirleitt þarf að breyta gömlum íbúðum svo þær henti öryrkjum“, sagði Theodor. „Við getum illa sætt okkur við þetta fyrirkomulag og var Sigurður á okkar bandi, en stjórn Húsnæðismálastofnunar- innar eða öllu heldur ríkisvaldið hefur lagt annan skilning í málið en samtökin. Sigurður hvatti samt sem áður til, að viðkomandi aðil- ar tækju upp náið samstarf um þessi mál“. Það eru alls 1400 aðalfélagar í landssambandinu og um 1100 styrktarfélagar. og skiptast þeir niður i þrettán félög. Reykjavík- urfélagið er stærst með 535 aðal- félaga. Fatlaðir eru mikið fleiri en framangreindar tölur gefa til kynna, en staðreyndin er sú að margir þeir öryrkjar og fatlaðir sem hafa átt auðvelt með að sjá sér farborða, hafa ekki séð ástæðu til að ganga í félagið. Theodor sagði þetta vera óæskilega þróun, enda er það svo að viðkomandi er oft í aðstöðu til að geta unnið að framgangi ýmissra hagsmuna- mála fatlaðra. Það kom fram í viðtali við Heiðrúnu Steingrímsdóttur, að fatlaðir væru ekki gjaldgengir á hinum almenna vinnumarkaði. Theodor tók undir þessi orð Heiðrúnar og sagði viðhorf margra atvinnuveitenda hafa sáralítið breyst frá því sem áður var. Hins vegar væri það stað- reynd, og það sönnuðu ótalmörg dæmi, að fatlaðir væru mun stöðugri vinnukrafturen þeir sem heilbrigðir eiga að teljast. Fyrr í vetur rak landssambandið mikinn áróður fyrir breyttum byggingarstil og m.a. var gefið út veggspjald, en á því var mynd af manni í hjólastól er stóð á stiga- palli og yfir henni stóðu þessi orð: „Skyldi arkitekt komast hér niður í hjólastól“? Theodór sagði, að áróður sambandsins á þessu sviði hefði þegar borið nokkurn árangur, en enn væri langt í land áður en markinu væri náð. Hann benti á, að hin Norðurlöndin væru yfirleitt mun framtakssam- ari hvað málefni fatlaðra varðar Verður fullkomnasta stöð sinnar tegundar Fyrir rúmu ári var hafist handa við byggingu endurhæfingar- stöðvar á vegum Sjálfsbjargar á Akureyri, en eins og flestum er kunnugt hefur félagið starf- rækt endurhæfingarstöð í Bjargi sl. átta ár. Sú stöð er hins vegar orðin of lítil, enda hefur aðsóknin aukist dag frá degi. Nýja stöðin er við Sindragötu í Glerárhverfi og stefnt er að því, að öll aðstaða til sjúkraþjálfunar og endur- hæfingar standi a.m.k. jafn- fætis því, sem best þekkist annarsstaðar á landinu. Sund- laug og þjálfunarsalir verða t.d. í hinni nýju byggingu. Hér er um að ræða gífurlegt átak og má furðulegt teljast ef Sjálfs- björg kemur húsinu upp án aukinnar aðstoðar bæjarfé- lagsins, sem hagnast hvað mest á tilveru endurhæfingar- stöðvarinnar. „Þegar verktakinn varð að hætta vinnu í haust vegna vetrar- veðra, var búið að framkvæma jarðvegsskipti, slá upp fyrir sökklum og steypa þá“, sagði Baldur Bragason, varaformaður Sjálfsbjargar á Akureyri. „Við byrjuðum aftur í maí og síðan hefur verið unnið að því að steypa upp neðri hæðina og það er byrj- að að slá upp fyrir plötunni. Fyrsti áfanginn er samtals 900 fermetrar að stærð“. Heildarkostnaður við fyrsta áfanga er áætlaður um 93 millj- ónir króna, en þá er gert ráð fyrir að hann sé fokheldur. Fullfrá- genginn, án tækja, er áfanginn helmingi dýrari. En það á að halda áfram, og Baldur sagði, að ekki yrði staðar numið fyrr en búið væri að byggja samtals 1700 fermetra hús. Hvenær það getur orðið að veruleika ræðst af því fjármagni, sem Sjálfsbjörg getur aflað sér heima í héraði og af því sem ríkisvaldið og bæjarfélagið láta af hendi rakna. „Þann 22. mars var byggingar- kostnaður orðinn 34 milljónir króna og í sambandi við fjár- mögnun má geta þess að hún er m.a. bundin við 7. grein laga um endurhæfingu frá 1970. Þar segir að veita skuli fé til endurhæfing- arstöðva úr erfðafjársjóði. Hvað félaginu viðvíkur þá hyggst það 19. þlng Sjðlfsbjargar var haldlð f Hrafnagilsskóla. Reyndlst aðstaða þar hln besta og tiltölulega lltlu þurtti að breyta svo hægt væri að aka á hjólastólum um húslð. og t.d. eru „verndaðar íbúðir“ í fjölbýlishúsum ekki óalgengt fyr- irbrigði. Með vernduðum íbúð- um er átt við íbúðir sem eru hannaðar með þarfir faltaðra fyrir augum og samkvæmt upp- lýsingum frá Danmörku, hefur ríkiskassinn sparað sér háar fjár- hæðir með því að byggja íbúðir af þessu tagi, í stað þess að hýsa viðkomandi á sjúkrahúsum eða hælum. Hins vegar krefst þetta fyrirkomulag þess, að heimilis- hjálp sé fyrir hendi. Theodór ræddi ýmis fleiri hagsmunamál fatlaðra, en því miður er hér ekki rými til að gera frekari grein fyrir þeim að sinni, að öðru leyti en því að minnast lítillega á smámál - sem í rauninni er stórmál fyrir þann sem getur ekki brugðið fyrir sig tveimur jafnfljótum. Stjóm öryrkja- bandalags Islands skoraði eitt sinn á heilbrigðis- og tryggingar- málaráðherra að sjá svo um að talstöðvar í einkabíla hreyfi- hamlaðra yrðu viðurkenndar sem hjálpartæki og styrktar sam- kvæmt því. Á fundi sem forráðamenn fé- lagsins sátu með tryggingarráði °g tryggingaryfirlækni felldi Tryggingarráð málið þó svo að- eins væri beðið um 12 talstöðvar sem Hjálpartækjabankinn ætti og lánaði svo út. Vildir þú vera staddur á fáförnum vegi - það er úrbrædd vélin - og þú ert afllaus í fótunum. Það er ekki von til að nokkur eigi leið framhjá næstu klukkustundirnar og þú getur ekki látið neinn vita af ferðum þínum. Já, er það ekki dásamlegt hvað við íslendingar erum skiln- ingsríkir? Sumir hafa kall- að markmiðin skýjaborgir, segir Heiðrún Sfeingrímsdóttir „Sjálfsbjörg á Akureyri verður tvftug n.k. haust og allt frá upphafi hefur félagið sett markið hátt, en á fyrsta ári þess hófst bygging Bjargs", sagði Heiðrún Steingrímsdóttir, for- maður Sjálfsbjargar á Akur- eyri. „Á stofnþingi samtakanna í Reykjavík árið 1959 bauðst féiagið á Akureyri að halda annað þing samtakanna í sínu eigin húsnæði á Akureyri. Fé- lagarnir stóðu við þessi orð sín og þingið var haldið hér í júní 1960.“ Fullgildir félagar í Sjálfsbjörg á Akureyri eru alls 225 og þar að auki eru tæplega 200 styrktarfé- lagar. Æfifélagar eru sjö talsins. Félagatalan er ótrúlega há og ef- laust hafa margir ekki gert sér grein fyrir þeim fjölda samborg- ara okkar sem eru líkamlega fatl- aðir á einn eða annan hátt. Sjálfsbjörg er einungis félag þeirra sem eiga við fötlun að stríða ásamt styrktarfélögum, og smám saman vaknaði áhugi fyrir því að ráðast í viðamikil verkefni. 1968 var Plastiðjan Bjarg sett á laggirnar, en þörfin fyrir plastiðj- una var mikil enda eru öryrkjar ekki hlutgengir á hinum almenna vinnumarkaði, þó svo opinber lög og reglur kveði á um annað. Endurhæfingarstöðin var hins vegar ekki stofnuð fyrr en 1970 og er hún einnig rekin í húsi félags- ins sem rúmar tæplega þessa tvo þætti starfseminnar og því hefur hin félagslega hlið orðið að gjalda þeirra. „Sumir hafa kallað allar hug- myndir um framkvæmdir skýja- borgir, en t.d. Plastiðjan Bjarg er þess óræk sönnun að skýjaborg- irnar verða jarðbundnar", sagði Heiðrún. „Þessi síðasta ákvörðun okkar um byggingu endurhæf- ingarstöðvar hefur ekki síst mætt gagnrýni ráðamanna og verið talin hugarórar einir, en samt eru hafnar framkvæmdir við endur- hæfingarstöðina". En er það ekki rangt að félög s. s. Sjálfsbjörg þurfi að standa fyrir jafnnauðsynlegri fram- kvæmd og endurhæfingarstöð- inni? Eru það ekki opinberir að- ilar sem eiga í rauninni að sjá öll- um þegnum landsins fyrir þjón- ustu af þessu tagi hvort sem þeir eru heilir eða vanheilir? „Okkur finnst það ósanngjamt að áhuga- mannafélög þurfi að standa undir framkvæmdum sem þessum, en við erum tilbúin, hvenær sem er, að afhenda ríkinu þessa þætti starfseminnar og rekstur sem væri í samræmi við hugmyndir fatl- aðra“, sagði Heiðrún. „En þá verður hið opinbera líka að vera tilbúið að framkvæma svipað og t. d. Sjálfsbjörg á Akureyri - hins vegar hefur ríkið aldrei tekið fyrsta skrefið þegar málefni fatl- aðra eru annars vegar svo sem byggingar fyrir sérþarfir fatlaðs fólks“. Til þess að gefa nokkra hug- mynd um mikilvægi endurhæf- ingarstöðvarinnar í Bjargi, er rétt að drepa á könnun sem Sjálfs- björg lét framkvæma fyrir nokkr- um árum á þeim sjúklingum sem þangað leituðu. Athugunin náði yfir þrjú ár, eða 1973-1974 og 1975. Alls sóttu 20 félagar í Sjálfsbjörg stöðina á þessum þremur árum, en nær 400 af hin- um almenna vinnumarkaði. Yf- irleitt þjáðist fólkið af atvinnu- sjúkdómum af ýmsu tagi, afleið- ingum slysa o.fl. Samkvæmt ann- arri könnun mun sjúkrasamlagið og Tryggingarstofnunin hafa sparað, fyrstu 28 mánuðina sem endurhæfingarstöðin starfaði, samtals um 10 milljónir króna. Sparnaðurinn fólst einfaldlega í því að stöðin var hér í bænum, þannig að viðkomandi þurfti ekki að leita suður til höfuðborgar- innar. Þegar haft er í huga að milljónirnar eru sparaðar á árun- um 1970 til 1971, er hreint ekki um svo litlar fjárhæðir að ræða. • Hvert er verksvið stöðvarinnar? Endurhæfing fatlaðra. Koma í veg fyrir at- vinnusjúkdóma og fötl- un. Almenn heilsurækt. Síðan Bjarg tók til starfa hafa hundruð manna notið þar meðferðar á hverju ári - fæstir hafa verið meðlimir í Sjálfs- björg. Opinberir aðilar hafa því sparað tugi milljóna, þar sem fólk hefur ekki þurft að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur. Um knattspyrnu [þróttasíðunni hefur borist bréf frá öldnum íþróttafrumherja Guðmundi Benediktssyni frá Breiðabóli, en hann var um árabll einn af framámönnum UMSE. Guðmundur skrifar nokkra punkta um knatt- spyrnu, og birtist bréf hans hér eins og það er skrifað frá hans hendi. Hér á landi hefur knattspyma verið stunduð alllengi við vax- andi áhuga ungmenna og miklar vinsældir almennings. Mikið veltur á því að leikmenn, og þá sérstaklega byrjendur læri leikinn vel enda þó þeir geti lengi bætt við hæfni sína og kunnáttu. Það sem hér fer á eftir eru ábendingar um fáein atriði sem hafa verið hugföst við iðkun íþróttarinnar. Ágæti þessarar líkamsíþróttar kemur best fram í góðum félagsskap og samleik hvers liðs, sem vera ber svo sam- stillt að fátt geti verið um áber- andi mistök. Knattspyrnan þroskar anda og líkama þeirra er hana stunda. Hún grípur til allra vöðva líkam- ans, með hinum breytilegu hrey- ingum, stælir og herðir alhliða. Hún krefst skjótrar hugsunar, þar er ákveða verður á augabragði hvað gera skuli, hvert beri að stefna knettinum, svo mest gagn verði. Það dugar enginn hugs- anadeyfð. Leikurinn krefst snarræðis, skjótrar ákvarðana, skarprar dómgreindar og fullkomins skilnings á gangi leiks og á leik- reglum. Knattspyrnan glæðir samtök og félagsskap þar sem menn leggja sig fram við að ná ákveðnu marki. En í þessu tilfelli hlýtur tak- markið að vera að æfa og læra leikinn rétt. Hvenær því marki er náð er undir þeim komið sem leikinn iðka. Hve mikið þeir leggja í sölumar, hve vel þeir æfa sig og auka þrek sitt. Læra verður að taka knöttinn í hvaða aðstöðu sem er, læra að stöðva (drepa) knöttinn með ilinni komi hann úr lofti, sé hann á rás með jörðu, eða lágt þá stöðvið hann með því að hafa fót á lofti og gefa eftir, sem svarar frákasti hans, og stöðvast hann þá hjá leikmanni. Sama gildir ef stöðvað er með brjóst eða bol. Áríðandi er að menn noti höfuðið, temji sér kollspymur og vísi knettinum í ákveðna átt með þeim. Læra verður að reka knöttinn, hlaupa með hann á tánum og spyma honum síðan rétta leið til samherja, eða á mark mótherja. Jafnan ætti leikmaður að hafa það hugfast að leika til samherja áður en vöm mótherja er orðinn honum um megn. Markverðir verða að vera katt- liðugir og í stöðugri þjálfun. Til þess að knattspyman geti farið vel fram þurfa að leika kollspyrnumenn, knattrekar, skotmenn og skilamenn. Leikmenn sem ekki eru með knöttinn skulu alltaf vera við- búnir og vera jafnan þar sem verða mætti liði þeirra að mestu gagni. Taka verður tillit til veðurs þegar leikið er. Sparka skal lágt í stormi og jafnvel ættu leikmenn að temja sér samspil með jörðu. Ónauðsynleg loftspörk ætti að varast, því þá er knötturinn það lengi á lofti að mótherjum gefst jafnt tækifæri að ná honum. og hefst þá samleikur þeirra. Hvert spark sem gert er í ákveðna stefnu fyrirfram áætlaða vegalengd, til samherja, eða á mark mótherja, veitir liði von um að skora mörk. Spörk sem gerð eru í hugsanaleysi án sýnilegs tilgangs, er tilefni ósigurs þeirra sem það gerir. Knattspyrnumenn verða að lifa reglusömu lífi. Þeir þurfa að æfa fimleika, þrekæfingar hlaup og temja sér snarar, léttar og liprar hreyfingar. Hvert knattspyrnulið verður að vera samtaka og hver leikmaður verður að bera fullt traust til samherja sinna, og þá um leið vanmeta aldrei getu mótherjanna. Lærið knattspyrnulögin og fylgið réttum leikreglum. Sýnið prúðmennsku á leikvelli og utan hans. Virðuleg framkoma er sómi góðra íþróttamanna og aðalsmerki heilbrigðar æsku. Æsku sem eftir andlegt og líkam- legt atgerfi sitt með iðkun knatt- spymu og hollra íþrótta. Kapp- leika verður að vanda því þeir eru jafnfram sýningarleikir sem fjöldi fólks ver fé og tíma til að sjá. Áhorfendur gera réttilega kröfu til þess að leikir á vellinum fari fram með þeirri reisn sem góðri knattspymu sæmir. Þetta tekst því aðeins ef allir starfsmenn knattspyrnuleikja gera vel og gera rétt. Segja má að fagur leikur á vellinum, hrein og hnitmiðuð markskot og oft snilldarmark- varsla veiti leikmönnum verð- skuldaða aðdáun áhorfenda. Leikmenn skildu forðast að brjóta af sér í leik því þá um leið leggja þeir knöttinn fyrir fætur andstæðinga sem þá nýta auka- spyrnu til hins ýtrasta. Enda er það oft sem skorað er eftir mistök svo sem við hornspyrnur og al- gengt er að marki verði náð með vítaspyrnu. Eftir því sem knatt- spyrnan er betur lærð og leikin, verður hlutverk dómara og ann- ara starfsmanna auðveldara. Kappleikjum svo og öðrum leikj- um á að ljúka með gagnkvæmri vinsemd liðanna, og virðingu fyrir glæsilegri íþrótt. Þökk fyrir birtinguna. Guðmundur Benediktsson. Vormót Undanfarlð hefur staðið yfir vormót í knattspyrnu hér á Akureyri, en mót þetta er haldið á vegum KRA. Þórsar- ar hafa verið mjög sigursælir í þessu móti, en þeir hafa unnið flesta leiklna. Annars hafa leikirnir farið sem hér seglr. 6 flokkur. Þór-KAa ...................... 5-0 Þór-KAb ..................... 4-0 Þór-KAc ..................... 5-0 5 flokkur. Þór-KAa ..................... 2-1 Þór-KAb ..................... 2-0 4 flokkur. Þór-KAa ..................... 4-1 Þór-KAb ..................... 0-2 3 flokkur. Þór-KA ....................... 3-1 1 flokkur. ÞÖR-KA ...................... 3-1 Kvennaflokkur Þór-KA ...................... 3-2 2. flokkur. KA-Þór ...................... 2-0 selja Bjarg og nota andvirðið til stöðvarinnar", sagði Baldur. „í ár er framlag Akureyrarbæjar 3,7 milljónir, frá verkalýðsfélögun- um, ásamt loforðum koma um 7 milljónir. Mörg félagasamtök ætla að og hafa styrkt bygging- una, t.d. Lionsklúbburinn Hæng- ur með einni milljón og Útgerð- arfélag Akureyrar var að tilkynna að það ætlaði að leggja fram 2 milljónir í byggingarfram- kvæmdirnar“. I fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að verði starfaðstaða fyrir 4 til 5 sjúkraþjálfara. Einnig verður þar endurhæfingarlæknir til húsa og stoðtækjasmiður mun hafa vinnuaðstöðu í endurhæfingar- stöðinni, auk félagsráðgjafa og annars starfsfólks. Frá vlnstrl: Theodór, Helðrún og Baldur. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.