Dagur - 02.08.1978, Blaðsíða 1

Dagur - 02.08.1978, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXI. árg. Akureyri, miðvikudagur 2. ágúst 1978 46. tölublað SÍS flytur inn 30 þúsund buxur Unglingarnir sem unnu í garði sjúkrahótelslns 180 unglingar í Vinnuskólanum Hjónin Ingólfur Ármunnsson og Hrefna Hjálmarsdóttir stjóma Vinnuskóla Akureyrarbæjar. í hon- um byrjuóu 180 unglingar á aldrin- um 13 og 14 ára og þau vinna fjórar klukkustundir á dag. Kaupið er 280 og 320 krónur á timann, eftir aldri. Stærstu verkefnin í sumar eru t.d. undirbúningur sáningu í flög í bæjarlandinu og hvers konar snyrting við allar bæjarstofnanir og opin svæði. Rafveitan tekur af okkur nokkur ungmenni í vinnu. Skógræktin og hin almenna bæjar- vinna við ýmsan léttan frágang. leikvellirnir taka einnig af okkur unglinga í vinnu og íþróttavöllur- inn. Þá eru veruleg verkefni við heyskap og götuhreinsun. Þá hefur verið unnið að því að mála leik- tæki. Vinnuskólinn starfar átta vikur og honum lýkur í vikulokin. Skemmtilegt verkefni, sem ný- lega var unnið að var við lóð sjúkrahótels Rauða krossins við Skólastíg. Lóð þessi var mjög sundurgrafin og þvi þurfti að „taka hana í gegn“ og gera hana upp að nýju og áþ tók þessa mynd þegar unnið var að þessu verkefni. ar. Verkefni innflutningsdeildar er að þjónusta kaupfélögin, og ég geri ráð fyrir að þeir hafi álitið að það væri þörf á þessari þjónustu, þ.e. þessari tískuvöru, og þá í samkeppni við aðrar innfluttar buxur. Okkar buxur hafa ekki verið tískuvara hingað til, en nú erum við eins og áður sagði að hleypa á markaðinn nýjum bux- um, með nýju sniði og úr nýju efni. Geir Hallgrímsson reynir stjórnarmyndun Forseti íslands ákvað á mánu- daginn að fela Geir Hallgríms- syni myndun ríkisstjómar, er hefði þingmeirihluta að baki sér. Geir bað um frest til svars þar til fram hefði farið fundur þing- flokks síns og framkvæmda- stjómar. Sá fundur var haldinn síðdegis í gær, um það leyti sem þetta blað var að fara í prentun, en búist var við jákvæðu svari forsætisráðherra. „Sambandið hefur alltaf flutt mikið inn af fatnaði, meðal annars frá Marks og Spencer og ég held að þetta sé sjálfsögð þjón- usta við neytendur“, sagði Bergþór Konráðs- son hjá Iðnaðardeild SÍS, þegar blaðið leitaði álits hans á því að Sambandið flytur inn 30 þúsund gallabuxur. „Þessar buxur sem við flvtium inn er gott og ódýrt merki, og við teljum að þær falli ágætlega saman við okkar framleiðslu. Það er rétt að það hefur selst minna af Heklu gallabuxunum núna en oft áður, en við setjum á markaðinn nú eftir sumarleyfi nýja tegund af gallabuxum. Þá er alls ekki ólík- legt, ef þessar innfluttu gallabux- ur líka mjög vel, að við fáum framleiðsluleyfi fyrir þeim hér á Islandi." „Það er nú svo að Sambandið er oft í samkeppni við sjálft sig, því deildirnar eru mjög sjálfstæð- Brlttanla buxurnar sem Sam- bandið flytur Inn. Súlur komnar út Út er að koma hjá Sögu- félagi Eyfirðinga og undir f ritstjórn þeirra Valdimars j Gunnarssonar og Jó- ( hannesar Óla Sæmunds-j sonar, 15. hefti norð- lenska tímaritsins Súlna, sem jafnframt er fyrra hefti þessa árs. Þar ritarj Stefán Aðalsteinsson um lífsferil Guðfinnu Jóns- j dóttur frá Sílastaðakoti, | Einar Petersen á Kleif um | fornminjar í Sólarfjalli, Jóhannes Óli um Ólaf blinda og Kristján fráj Djúpalæk um drauga. S Eiður Guðmundsson ritarl Hörgdælingaþátt, Guð- brandur Magnússon um kolgrafir í Fljótum, Sig- urður Draumland grein-j ina Heiðabýlin, Þórhallur Bragason um Héraðs- i skjalasafnið á AkureyriJ Aðalstein Ólafsson grein- ina Eyfirskar vísur, Árni J. | Haraldsson um óvenju-1 legan hagleiksmann, Áð-j alsteinn Ölafsson um Ara j Víðigerði og fleira er íj hefti þessu, sem að efni erj mjög fjölbreytt, sem áj framansögðu er ljóst. Undanþága frá helgarvinnubanninu Unnið í fiski hjá Útgerðarfélaginu um síðustu helgi Firír sfðustu helgi var veitt undan- þága frá helgarvinnubanni verka- lýðsfélaganna á Akureyri. Var þvf unnið í fiski hjá Útgerðarfélaginu um helgina. „Stjórn og trúnaðarmannaráð tók þetta mál fyrir, vegna þess mikla landburðar af fiski sem nú er. Þar var samþykkt með aðeins eins atkvæðis mun, að láta það óátalið þó unnið yrði þessa helgi. Þessi undanþága var háð því skil- yrði að það væri rækilega tilkynnt að það væri enginn skyldugur til að vinna. Þetta var hugsað þannig að þama gæti kormst að nýtt ólúið fólk, sem vildi reyna að bjarga þessum verðmætum", sagði Jón Helgason, formaður Einingar. Helgarvinnubann verkalýðsfél- aganna stendur því áfram út ágúst, þar sem aðeins var veitt undanþága fyrir þessa einu helgi. Oddur ráðinn Oddur Björnsson, rithöfundur, hefur verið valinn úr hópi þriggja umsækjenda, sem leik- hússtjóri hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Oddur er Akureyringur að uppruna, sonur séra Bjöms O. Bjömssonar, Glampandi veður og mikið heyjað Sauðárkróki 31. júlf. Nokkrir bændur eru að ljúka fyrri slætti, enda góðir þurrkdagar þeir síð- ustu, þrátt fyrir lítilsháttar skúrir og í dag er glampandi veður. Hey- skapur er þó mjög á vegi í héraðinu og stöku bændur rétt að byrja hey- skapinn. Spretta er að verða sæmi- leg, en var seint á ferðinni Upp úr miðjum júlí mátti reka stóð á afrétt. Þá þegar ráku bændur stóð á Staðarafrétt og voru þá margir hópar á ferðinni á leiö til sumarhaganna. Stærsti reksturinn mun hafa verið úr Hegranesi. Togararnir hafa aflað mjög vel undanfarið og unnið dag og nótt báðum frystihúsunum. Þess má geta, að hásetahluturinn eftir tvo túra á einum togaranum okkar nálgaðist milljón, og var það á Drangey. Um síðustu helgi var ákaflega heitt veður og allir í önnum, svo sem að líkum lætur á hábjargræð- istímanum. G.Ó. Góðaksturs- keppni bindindis- manna Félagar í Bindindisfélögum öku- manna hafa lengi verið minna áhyggjuefni tryggingarfélaga en aðrir ökumenn. Víða um lönd, svo sem í Skandinavíu, V-Þýskalandi og víðar hefur þetta verið viður- kennt í verki með lægri iðgjöldum og meiri þjónustu hjá ýmsum þeim viðskiptaaðilum, sem selja bif- reiðaeigendum þjónustu sína, og er vísir að þessu hér á landi. Þannig eru iðgjöld kaskótrygginga hjá Ábyrgð, tryggingarfélagi Bindind- isfélags ökumanna nokkru lægra en annars staðar. Bindindisfélag ökumanna á Ak- ureyri hafði góðaksturskeppni við Lundarskóla 23. júlí. Átta karlar og ein kona tóku þátt í keppninni, sem er árleg og haldin á mörgum stöð- um á landinu. En Stefán Jónatans- Sigurvegararnir son stjórnaði keppninni. Sigurveg- arar urðu: Karl Magnússon, Daði Hálfdánarson og Hjálmar Jóhann- esson. Voru þeim afhent verðlaun sín í kaffisamsæti á Hótel Varðborg á laugardaginn, en hinir keppend- urnir hlutu viðurkenningarskjal. Stjórn Bindindisfélags Ökumanna skipa: Jóhannes Hjálmarsson, Stefán Snælaugsson, Björn Kristj- ánsson og Sigurbjörn Sveinsson en virkir félagar eru 53. Afhenti Jó- hannes Hjálmarsson verðlaunin og stjórnaði hófinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.