Dagur


Dagur - 16.08.1978, Qupperneq 3

Dagur - 16.08.1978, Qupperneq 3
Skýrsla um framtíðarrekstur Sauðárkróks „Skýrsluna ætti ekki að birta£< — segir Þorsteinn Þorsteinson, bæjarstjóri Brýnni framkvæmd slegið á frest á Husavík Verbúðin ekki fyrr en næsta ár Frumteikning liggur fyrir Nýja sjálfvirka símstöðin Myndráþ. Stækkun lokið í haust „Við gerum ráó fyrir að stækkun sjálfvirku stöðvarinnar verði lokið í endaðan október. Hér er um að ræða 1000 númera stækkun og okkur telst til að rúmlega 400 manns bíði eftir sima svo ekki ætti að vera neinn skortur á þeim í ná- inni framtíð", sagði Gylfi Már Jónsson, tæknifræðingur Lands- símans á Akureyri. Starfsmenn Landsímans munu innan skamms hefja teng- ingar hjá þeim sem eru á biðlista hjá stofnuninni og sagði Gylfi að ekki liði langur tími frá því að stækkuninni yrði lokið og þar til fólk gæti farið að notfæra sér þjónustu Landsímans. Tækjabúnaðurinn er fram- leiddur í Svíþjóð, hjá hinu þekkta fyrirtæki LM Ericsson. Að jafnaði vinna 5 menn við að koma út- búnaðinum fyrir í stöðinni og er stækkunin beint framhald af 1000 númera stækkuninni í vetur, en þá var gamla stöðin endanlega lögð niður. Framkvæmdir á Hvammstanga Töluverðar framkvæmdir hafa verið við gatnagerð á Hvammstanga f sumar. Verið er að endurbyggja Norðurbraut og byggð hefur verið ný brú á Ytri-Hvammsá, sem er rétt utan þorpsins. Norðurbraut er um 700 metra löng og er skipt um allar lagnir í henni. Þá er verið að vinna að lagningu nýrrar götu, Hlíðar- vegar, og er búið að sækja um sex lóðir við hana. Á vegum sveitarfélagsins er áætlað að hefja byggingu fimm leiguíbúða seinnihluta sumars, einnig er verið að byggja búnings- aðstöðu við væntanlega sundlaug. Af öðrum byggingaframkvæmdum er það að segja, að fimmtán íbúðir eru í smíðum hjá einstaklingum. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga er að byggja nýtt sláturhús á Hvammstanga, og miklar endur- bætur fara fram á Mjólkurstöðinni. Opna Húsavíkurmótið „Því miður hef ég ekki leyfi til að upplýsa hvað stendur í þessari skýrslu,“ sagði Þor- steinn Þorsteinsson, bæjar- stjóri á Sauðárkróki þegar blaðið leitaði upplýsinga hjá honum um skýrlsu, sem unn- in var fyrir Sauðárkróksbæ af Hagvangi í Reykjavík. Þor- steinn Þorsteinsson var áður starfsmaður Hagvangs og sá um gerð þessarar skýrslu. „Það á eftir að taka skýrsluna fyrir á bæjarstjómarfundi, og í henni er rætt um ýmis mál varð- andi hagræðingu, verkskipulagn- ingu og stjórnun þessa bæjar, sem ég álít að eigi ekki að vera opinbert mál. Skýrslan fjallar aðallega um það hvemig bókhaldi skuli hagað á sem hagkvæmastan hátt, þannig að upplýsingar fáist um reksturinn; Fyrr á árinu var haldinn á Húsavík undirbúningsstofnfundur vegna fél- ags er átti að sjá um verbúðabygg- ingu og stóðu þá vonir tii að hægt yrði að hefja framkvæmdir í sumar en lánastofnanir sjávarútvegsins hafa neitað að lána nokkurt fjár- magn á þessu ári. Frumteikning að verbúðinni liggur fyrir og er áætluð stærð hússins um 1000 fermetrar og verður það á tveimur hæðum. Margir útgerðarmenn á Húsavík munu fá aðstöðu í húsinu þegar það er risið, sunnan við hinn svonefnda Suðurgarð, en fjöldinn allur er í ófullkomnum og óhentugum ver- búðum. Þar sem lán fást ekki í ár hefur dregist að halda aðalstofn- fund, en líklega verður um sam- eignarfélag að ræða. Að sögn Hauks Harðarsonar, bæjarstjóra á Húsavík, byggði Hafnarsjóður fyrir nokkrum árum verbúð og á þeim tíma voru slíkar byggingar styrktar af almannafé. Með nýjum hafnarlögum eru ver- búðir ekki lengur styrkhæfar fram- kvæmdir. Gamla húsið er engan veginn nægjanlega stórt og má hvemig beri að haga innheimtu til að ná sem bestum árangri o.s.frv.“ Skýrsla þessi var gerð í maí s.l. og hefur eins og áður sagði enn ekki verið gerð opinber. Blaðið bar það undir Þorstein hvort honum fyndist þetta ekki óeðlilega langur tími. „Mitt álit er það, að svona skýrslur eigi ekki að vera opinber plögg, en í kringum kosningarnar héma held ég að þessi skýrsla hafi fengið meiri útbreiðslu en ég tel heppilegt. Skýrslan hefur nú beðið afgreiðslu vegna þess að við erum á miðjum framkvæmdatíma, en ég reikna með að við vinnum eftir henni og þeim endurbótum sem ráðlagðar eru í vetur að því leyti sem þær verða samþykktar í bæj- arstjórn. En ég lít svo á að það séu önnur mál sem séu meira knýjandi nú í augnablikinu, t.d. fjármögnun framkvæmda," sagði Þorsteinn Þorsteinsson, bæjarstjóri á Sauðár- króki að lokum. segja að útgerðarmönnum sé mis- munað á Húsavík. Þegar farið var að hyggja að byggingu verbúðarinnar kom fljótt í ljós að mikið ósamræmi myndi verða á leigu í gamla og nýja hús- næðinu og því ákváðu yfirvöld að núverandi verbúð yrði lögð fram sem hlutafé og leigan samræmd. Einnig leggja útgerðarmenn fram verulegt fjármagn. En það verða ekki eingöngu einstaklingar sem munu fá aðstöðu í húsinu, hafnar- vörður fær þar aðsetur, Fiskiðju- samlagið aðstöðu til ísframleiðslu, starfsmenn hafnarinnar kaffistofu og togaraútgerðin fær einnig inni. „Það sem tafði stofnun félagsins og framkvæmdir var það að Fisk- veiðasjóður synjaði okkur um lán á þessu ári og sögðust talsmenn hinna sjóðanna haga sér eftir því“, sagði Haukur Harðarson. „Lána- stofnanir eru til í landinu sem eiga að lána til framkvæmda eins og þessarar, en svona verkefni virðast koma á eftir lánum til bygginga skipa og báta. Nú skildi maður ætla að samræmi ætti að vera í þessum málum, en það virðist ekki vera“. Opna Húsavíkurmótið 1978 í golfi var haldið dagana 29. - 30. júlí á Katlavelli, velli Golfklúbbs Húsavikur í fegursta veðri. Keppt Karlar ún forgjafar: Halldór Rafnsson GA 156 högg Jón Halldórsson Gó 160 högg Árni Jónsson GA 161 högg Karlar með forgjöf Axel Rcynisson GH 136 högg Halldór Svanbergsson GA 137 högg Pálmí Þorsteinsson GH 140 högg Konur án forgjafar Sigriður B. Ólafsdóttir GH 202 högg Jónina PálsdóttirGA 217 högg Amhciður Jónsdóttir GH 239 högg var í þrem flokkum og var þátt- taka góð, 48 keppendur. Úrslit urðu sem hér segir. Kcnur með forgjöf Sigríður B. Ólafsdóttir GH 154 högg Jónína Pálsdóttir GA 169 högg Amheiður Jónsdóttir 191 högg Unglingar án forgjafar Jón Gunnarsson GA 154 högg Baldur Svanbjörnsson GA 161 högg Ágúst Magnússon GA 171 högg Unglingar með forgjöf Kristján Hjálmarsson GH 135 högg Baldur Sveinsson GA 139 högg Jón Gunnarsson GA 142 högg Nýráðinn sveitarstjóri í Mývatnssveit Jón E. Friðriksson hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Mývatns- sveit. Jón er Mývetningur að uppruna, en hefur unnið und- anfarið sem skrifstofustjóri hjá Sauðárkróksbæ. Hann tekur við af Jóni Illugasyni sem nú lætur af störfum. Nýráðinn bæjarstjóri á Húsavík Bæjarstjórn Húsavikur ákvað á fundi sfnum, þann þriðja ágúst sl., að ráða Bjarna Aðalgeirsson, sveitarstjóra á Þórshöfn, sem bæjarstjóra á Húsavik næsta kjörtimabil. Kemur Bjami til starfa þann fyrsta september næstkomandi. Bjarni Aðalgeirs- son er fæddur á Húsavfk árið 1943 og em foreldrar hans þau Berg- þóra Bjarnadóttir og Aðalgeir Sigurgeirsson. Áður en Bjami hóf störf sem sveitarstjóri á Þórshöfn var hann kaupfélagsstjóri á sama stað. Eiginkona Bjama er Þór- halla Sigurðardóttir. Leikfélag Akureyrar Fjölbreytt verkefnaval næsta vetur ★ Stjóm Leikfélagsins hefur sent frá sér fréttatilkynningu sem fer í heild hér á eftir: Leikhússtjóri hefur verið ráðinn Oddur Bjömsson, leikritahöfund- ur. Hann er stúdent frá MA og lagði stund á leikhúsfræði í Vínar- borg í tvö ár. Hann hefur starfað við Þjóðleikhúsið um tíu ára skeið og leikrit hans hafa verið sýnd þar og víðar. Leikhússtjómin leggur áherslu á aukna fjölbreytni í verkefnavali og sem besta nýtingu þeirra starfs- krafta, sem leikhúsið hefur yfir að ráða. Fyrsta verkefni vetrarins verður „Þess vegna skiljum við“ eftir Guðmund Kamban. Þetta verkefni var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1952 og þykir eitt af öndvegisverkum skáldsins. Þetta leikrit hefur þá sérstöðu meðal verka Kambans, að þar er tekið á mannlegum vanda- málum með léttleika og kímni. Leikstjóri hefur verið ráðinn Haukur J. Gunnarsson. Hann hef- ur stundað nám m.a. í Englandi og Japan og undanfarið unnið við leikstjóm hjá ýmsum leikfélögum úti á landi. En í vetur mun hann setja á svið tvö leikrit við Trönder- lag Teater í Þrándheimi. Auk þess er hann ráðinn til að stjóma flutn- ingi á leikriti eftir Jökul Jakobsson í íslenska sjónvarpinu. Annað verkefnið verður „Sjálf- stætt fólk“ eftir Halldór Laxness, í nýrri leikgerð Baldvins Halldórs- sonar, sem mun einnig annast leik- stjóm. Verkið var sýnt í Þjóðleik- húsinu 1972, 60 sinnum fyrir fullu húsi. Um sama leyti hefjast æfingar á barnaleikritinu, sem að þessu sinni verður „Skugga-Sveinn' Matthías- ar Jochumssonar, sem er leiksýning fyrir unga sem aldna. Leikstjóri hefur verið ráðinn Sigrún Bjöms- dóttir. I jánúar hefjast æfingar á leikrit- inu „Stalin er ekki hér“ eftir Vé- stein Lúðviksson. Það var sýnt í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári við mjög góða aðsókn og vakti mikla athygli og umræður. Enn hefur ekki verið ákveðið með leikstjórn. Vorverkefni félagsins verður söngleikur, sem sýndur hefur verið víða um heim undanfarin ár við mikla hrifningu. Efni söngleiksins er sótt í sígilda sögu Cervantes um Don quixote. Undirbúningur að sýningunni er þegar hafinn. Leik- stjóri verður Haukur J. Gunnars- son, en leikmynd gerir Alister Powel, sem að undanfömu hefur starfað í Þrándheimi. Hann mun einnig gera leikmynd að jólaverk- efni Þjóðleikhússins. Leikhússtjómin hefur ráðið eft- irtalda 6 leikara á A-samning: Að- alstein Bergdal, Gest E. Jónasson, Sigurveigu Jónsdóttur, Svanhildi Jóhannesdóttur, Viðar Eggertsson og Þráinn Karlsson. Einnig verða ráðnir tveir leikarar á B-samning, auk tveggja tæknimanna, en frá þeim samningum hefur ekki verið gengið. Stjómin hefur ákveðið að gang- ast fyrir leiklistarnámskeiði á kom- andi vetri, jafnt fyrir byrjendur og þá, sem áður hafa sótt slík nám- skeið. I aðalstjórn LA eru: Guðmundur Magnússon, formaður, Þórey Að- alsteinsdóttir, ritari og Heimir Ingimarsson, gjaldkeri. DAGUR.3

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.