Dagur - 23.11.1978, Síða 1
DAGUR
LXI. árg.
Akureyri, fimmtudagur 23. nóvember 1978 73. tölublað
vwinda'icw 1 papptf
L
Auglýsendur!
Að gefnu tilefni viljum
við minna á að auglýs-
ingar í þriðjudagsblaðið
þurfa að berast fyrir kl.
19 á mánudögum. Aug-
lýsingar í fimmtudags-
blaðið þurfa að hafa
borist fyrir kl. 19 á mið-
vikudögum.
Dýrir eru
banka-
stjórarnir
í skýrslu einni, sem lögð
hefur verið fram á Al-
þingi um utanlandsferð-
ir manna á kostnað rík-
issjóðs, árið 1977, eru
furðulegar tölur.
Þar er t.d. frá því sagt,
að heildarkostnaður
Landsbankans vegna
þessara utanferða hafi
verið rúmar 15 milljónir
króna, kostnaður Seðla-
bankans 13 milljónir og
Útvegsbankans hálf
þriðja milljón, en utan-
fararkostnaður Búnað-
arbankans var enginn.
I skýrslunni kemur
fram, að ferðakostnaður
þriggja bankastjóra að-
eins, hafi numið 6,8
milljónum króna. Sumir
þeirra eða allir hafa
löngum predikað sparn-
að og mikla aðgát í
meðferð peninga!
*
Vegir víðast
færir
Samkvæmt upplýsing-
um Vegagerðarinnar um
hádegisbil í gær, voru
allir vegir í nágrenni
Akureyrar vel færir.
Öxnadalsheiði var rudd
á þriðjudag og, Dalvík-
urvegur vel fær, en
Múlavegur lokaður. Þá
var vel fært til Húsavík-
ur um Dalsmynni og í
Eyjafirði, sunnan Akur-
eyrar var verið að
hreinsa vegi í gær og
fyrradag og fleiri vegi
héraðsins þótt færir
væru. Stórir bílar og
jeppar hafa ekið allt til
Þórshafnar, en þungfært
var um Tjörnes og víðar,
en á þessari leið voru
vegheflar að störfum í
gær.
Heitt vatn á
Svalbarðs-
strönd:
NÆGIR
FYRIR
ÞORPIÐ
í viðtali við Bjarna bónda
Hólmgrímsson á Svalbarði við
Eyjafjörð kom fram, að undan-
farið hefur verið leitað eftir
heitu vatni í túni hans, skammt
ofan við sundlaugina. Borinn
Glaumur var notaður við leitina
og hann er nú kominn á 1100
metra dýpi. Um 12-12,5 lítrar
fást á sekúndu og er vatnið allt
að 60 stiga heitt.
Þetta vatna, sem er sjálfrenn-
andi, nægir til að hita upp þorpið á
Svalbarðseyri og þarf ekki dælu.
Eftir er að rannsaka eitt og annað í
sambandi við heita vatnið á Sval-
barði, en þessi árangur er fagnað-
arefni.
HVAR ER ODYR-
AST AÐ VERSLA?
Kjörbúð Bjarna Kaupangi með 13% hærra vöru-
verð á könnuðum vöruflokkum en kjörbúð KEA Hrísalundi
Fyrir skömmu var gerð könnun
á vöruverði fimm verslana á
Akureyri. Verslanimar sem
hlut eiga að máli eru: Kjörbúð
KEA að Hrísalundi 5, Kjörbúð
Bjama Kaupangi, Kaupfélag
Verkamanna við Strandgötu,
Kjörmarkaður KEA við Gler-
árgötu og Hagkaup. Ótrúlegur
„Það em töluverð brögð að því
að menn taki húseigendatrygg-
ingu og á það sér staklega við þá
húseigendur sem eru að fá hita-
veitu. Ástæðan er einkurn sú að
komið hefur fyrir að ofnar hafa
munur virðist vera á vöruverð-
inu og er útkoman sú að
Kaupfélag Eyfirðinga virðist,
nú sem áður, vera með hag-
stæðasta vöruverðið. Könnun-
un náði til 22. vömflokka.
Þegar 21 vöruflokkur hjá
Kjörbúð Bjarna og Hrísalundi
eru bornir saman kemur í ljós að
þeir myndu hafa kostað 6.359
bilað og heitt vatn mnnið út á
gólf og valdið skemmdum,“
sagði Sigmundur Björnsson, hjá
Samvinnutryggingum á Akur-
eyri. „En ég vil gera skýran
greinarmun á húseigendatrygg-
krónur í Hrísalundi, en 7.187
krónur í Kjörbúð Bjarna. Mun-
urinn er því um 13%, sem er dýr-
ara að versla í Kjörbúð Bjarna.
Kaupfélag Verkamanna hafði 17
af 22 könnuðum vöruflokkum á
boðstólum. Kostuðu þeir samtals
5.574 krónur en 5.225 krónur í
Hrísalundi. Samkvæmt þessu
virðist vera um 1% dýrara að
versla í Kaupfélagi Verkamanna
ingu og heimilistryggingu. Sú
fyrrnefnda er miðuð við fast-
eignina sjálfa, en heimilistrygg-
ingin er miðuð við lausafjár-
muni, sem er innbú.“
En það er annað sem menn sem
tryggja innbú sitt ættu að hafa í
huga - og það er sú staðreynd að
nauðsynlegt er að hækka trygging-
ar til raungildis. Slíkt er sjálfsagt og
eðlilegt í þjóðfélagi þar sem verð-
bólgan geysist áfram. Brunatrygg-
ingar hækka um hver áramót, en á
næsta ári er fyrirhugað að t.a.m.
húsatryggingar hækki jafn oft og
húsbyggingarvísitalan er reiknuð
út.
Sigmundur sagði að sérstaklega
heimilis - og innbústryggingar
væru oft of lágar. Sem dæmi nefndi
(Framhald á bls. 7).
en í Hrísalundi. Ef þessir 17
vöruflokkar væru keyptir hjá
Kjörbúð Bjarna kemur í ljós að
þeir hefðu kostað þar 5.992 krón-
ur.
Ef hins vegar eru bornir saman
15 vöruflokkar, er fengust bæði í
Kjörmarkaði KEA við Glerár-
götu og í Hagkaupi, kemur í ljós
að þeir myndu kosta 3.961 krónu í
Kjörmarkaði KEA, en 4.179
krónur í Hagkaupi. Virðist því
vöruverð á þessum 15 vöruflokk-
um vera 6% hærra en í Kjör-
markaði KEA.
Hvað veldur því að Kaupfélag
Eyfirðinga hefur lægra vöruverð
en framantaldar verslanir, a.m.k.
í þessari könnun, sem tveir kenn-
arar við Samvinnuskólann að
Bifröst framkvæmdu með fullu
leyfi verslunarstjóra í viðkomandi
verslunum? Björn Baldursdon,
verslunarfulltrúi KEA sagði, að
veittur væri sérstakur afsláttur í
Kjörmarkaði KEA við Glerár-
götu, en í sambandi við vöruverð í
kjörbúðum félagsins þá væri
ástaðan einkum sú, að mikill hluti
vörunnar væri fluttur beint inn til
landsins og losaði félagið sig við
marga og óþarfa milliliði. Auk
þess er greiddur 3% arður í stofn-
sjóð félagsmanna og vissulega má
telja hann sem enn frekari afslátt
á vöruverði.
Sjá blaðsíðu 7
Drög að sjálfsmorði í Nýja bfói
Næstu tónleikar Tónlistarfélags
M.A. verða þriðjudaginn 28.
nóv. í Nýjá Bíói kl. 20.30. Þar
mun hinn frábæri, og umdeildi,
Megas og aðstoðarmenn hans
flytja nýtt tónverk Megasar
DRÖG AÐ SJÁLFSMORÐI,
sem fyrir skömmu var leikið í
M.H. og hlaut frábærar undir-
tektir. Eins og fram hefur komið
í fréttum hefur Drög að sjálfs-
morði verið mörg ár í smíðum.
Sumt af efninu hefur komið út í
ljóðabókum Megasar en annað
er nýsamið. Ekkert hefur komið
enn út á plötu. Það stendur þó
til bóta og vonandi verður koma
Megasar og félaga til þess að
lífga upp á tónlistarlíf bæjarins.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn.
Æ fleiri tryggja
— en gleyma verðbólgunni og afleiðingum hennar