Dagur - 30.11.1978, Blaðsíða 4

Dagur - 30.11.1978, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Á réttri leið Efnahagsmálin á fslandi undan- farin ár hafa af erlendum hag- fræðingum og stjórnmálamönn- um verið kölluð efnahagsundur, einkum vegna þess, að við 40-50% árlega verðbólgu í landinu hafi at- vinnuvegirnir verið reknir af full- um krafti og atvinna jafnan verið næg Þetta efnahagsundur hefur byggst á mikilli framleiðslu, mjög hagstæðum viðskiptakjörum við útlönd og verulegri skuldasöfnun. Hin góðu lífskjör hér á landi mörg undanfarin ár, hafa að hluta verið fölsk, og það hefur verið kallað að lifa um efni fram. Þann hluta verð- ur framtíðin að greiða fullu verði með vöxtum og vaxtavöxtum og hann er þegar orðinn svo stór, að hann virðist hafa vakið verulegan ugg, e.t.v. svo mikinn, að unnt sé að spyrna við fótum. Nágrannaþjóðirna berjast með tiltækum ráðum við hvert stig verðbóigunnar, en Islendingar hafa látið hana vaxa sér yfir höfuð með þeim afleiðingum, að hún er nú stærsta innlenda vandamál þjóðarinnar. Hún hefur farið eldi um sparifé landsmanna, skapað kaupæði og fyririitningu fyrir ís- lenskum gjaldmiðli, gert hina ríku ríkari í mikilli eignatilfærslu, eyði- legt verðskyn manna og mótað heila kynslóð, sem alin er upp á viðvarandi verðbólgutíma og þekkir ekki annað. Verðbólga hugarfarsins hér á landi er því ekki minna áhyggjuefni en hin efna- hagslega. Núverandi stjórnvöld hafa, með stuðningi fjölmennustu launþega- samtaka, sagt verðbólgunni stríð á hendur, boðað nýja efnahags- stefnu og hyggst vinna bug á óða- verðbólgunni í áföngum, en halda þó uppi kaupmætti láglaunafólks og fuilri atvinnu. Fyrstu skrefin eru þegar stigin og nýjar ráðstafanir hljóta vaxandi stuðning lands- manna sem sjá má af stefnubreyt- ingu bæði Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Verkamannasam- bandsins, sem nú fylkja liði undir forystu Ólafs Jóhannessonar for- sætisráðherra og styðja áfanga- aðgerðir hans í efnahagsmálum. Þessi nýja afstaða mun flestum fagnaðarefni, nema Morgun- blaðsmönnum, sem lengi bundu vonir við veiklyndi Alþýðuflokks- ins í efnahagsmálunum og að hann myndi sprengja ríkisstjórn- ina í vísitölumálinu, sem kennt er við 1. desember. Sú von brást og hefur Morgunblaðið birt reiði sína og sársauka vegna vonbrigða sinna. Þessi harmagrátur ætti að vera næg sönnun þess, að stjórn- arflokkarnir eru nú á réttri leið. Samvinnuskólinn að Bifröst í Borgarfirði hefur nú hafið reglubundið námskeiðahald fyrir starfsfólk samvinnu- hreyfingarinnar. Þessi athygl- isverða nýung hófst í fyrra og um síðustu mánaðamót höfðu samtals verið haldin 22 nám- skeið með þátttöku 625 manns, karia og kvenna, en „veika kynið“ var í meirihluta. Áður hafði skipulagsdeild Sambands íslenskra sam- vinnufélaga staðið fyrir svip- uðu námskeiðahaldi, en hætti því þar sem skólinn hefur tekið það upp á sína arma. Fyrir skömmu voru staddir í Akur- eyri tveir kennarar frá Sam- vinnuskólanum, þeir Þórir Þorvarðarson og Sigurður Sigfússon, sem héldu nám- skeið fyrir starfsfólk KEA í þrjú kvöld. Þátttaka var góð; um 130 manns hlýddu á þá fé- laga og unnu verkefni sem þeir höfðu meðferðis. Áður höfðu Þórir og Sigurður m.a. verið á Húsavík, Dalvík og Kópaskeri. Námskeiðunum hefur verið skipt niður í fjóra flokka, eftir lengd og þyngd námsefnis. Innan flokkanna er þeim raðað niður í þrep. í fyrsta flokki eru stutt grunnnámskeið, þar sem fjallað er um helstu grundvallaratriði á viðkomandi sviði. I öðrum flokki eru námskeiðin lengri og fjallað ítarlegar um hina ýmsu þætti starfsins. Þá koma námskeið fyrir þá sem eru að búa sig undir stjórnunarstörf og hafa manna- forráð og að lokum eru námskeið fyrir starfandi stjómendur. með námskeið sem falla undir fyrsta flokk, þ.e. stutt grunnnám- skeið, sem einkum eru ætluð starfsfólki verslana, en síðar verður einnig boðið upp á nám- skeið á félagsmálasviði. Því verð- ur sömuleiðis skipt niður í fjóra flokka og innan þess eru einingar eða þrep. „Það er um það bil eitt ár síðan þessi starfsemi hófst. Fyrsta námskeiðið var haldið fyrir rúmu ári, áfram var haldið í maí, en í haust hófumst við handa af full- um krafti,“ sagði Sigurður er við höfðum komið okkur fyrir á kaffistofu Dags. „Nú þegar .höf- um við haldið 23 námskeið í al- mennum verslunarstörfum og tekur hvert þeirra um fjórar klukkustundir. Auk þess hafa verið fjögur námskeið í skilta- gerð. Það er raunar þriðja sviðið. í því verður lögð áhersla á ýmis- konar „sémámskeið“ svo sem skiltagerðina, námskeið fyrir fé- lagskjörna endurskoðendur svo eitthvað sé nefnt“ Námskeiðin í hinum almennu verslunarstörfum byggjast upp á því að Þórir og Sigurður flytja stutta fyrirlestra um ákveðin efni s.s. vörurýrnun, aðbúnað á vinnustað og samskipti starfs- manns og viðskiptavinar svo eitt- hvað sé nefnt. Á hverju nám- skeiði fengu þátttakendurnir verkefni sem þeir leystu að hluta til á sjálfu námskeiðinu, eða vinna síðar ef svo vill verkast. „Þeir sem koma á námskeiðin verða að fylla út ákveðin eyðu- blöð og þar geta viðkomandi m.a. gefið til kynna hvort þeir séu ánægðir með það sem við erum að gera,“ sagði Þórir. „Útkoman er sú að meirihlutinn hefur iýst Rúmur helming ur sem starfar hjá samvinnu- hreyfmgunm við Minning Þorleifur Þorleifsson frá Grýtu hefur sótt námskeiðin á þessu og telur að skólinn hafi stigið jákvætt spor með því að hefja reglulegt nmskeiðahald af þessu tagi. Á smærri stöðunum sem við höfum heimsótt hefur verið allt upp í 100% þátttaka. Okkur telst líka til að um helm- ingur þess fólks sem vinnur við verslunarstörf hjá samvinnu- hreyfingunni hafi sótt þessi grunnnámskeið." En af hverju ákváðu forráða- menn Samvinnuskólans að færa út kvíarnar? Mörg félagasamtök, þar á meðal Landssamband ís- lenskra samvinnustarfsmanna og aðalfundur SÍS, hafa ályktað að full þörf sé á námskeiðum af þessu tagi. Og á þeim stutta tíma Greint frá nýjung í starfi Sam- vinnuskólans og spjallað við tvo af kennurum skólans Texti: á.þ. Ljósm.: G.K. Þorleifur Þorleifsson, lengi bílstjóri og ökukennari á Akureyri, fæddist í Grýtu í Öngulsstaðahreppi 30. júlí 1890 og var eitt af fjórtán börnum foreldra sinna, þeirra Þorleifs Jónssonar bónda þar og konu hans, Júlíu Flóventsdóttur. Þrettán syst- kinanna komust upp og má af því ráða hver önn hafi verið á bænum, við að framfleyta hinum stóra barnahópi. Snemma lá leiðin að heiman og dvaldist Þorleifur lengi á Munka- þverá, mannmörgu og á ýmsan hátt fyrirmyndarheimili og þar kynntist hann konu sinni, Rósu Leosdóttur, greindri konu og fróðri og var hún skyggn á ýmsa þá hluti, sem flest- um mannlegum augum er hulið. Þau gengu í hjónaband 1912. Voru þau hjónin fyrstu árin á Munka- þverá og Uppsölum, en fluttust þá að Bringu og eignuðust þá jörð. Þarna bjuggu þau í sjö ár en fluttu þá til Akureyrar. Mun þar mestu hafa ráðið, að þau misstu á Bringu tvö börn sín úr lömunarveiku, efn- isdreng, Leo að nafni og Brynhildi, sem lést í frumbernsku. Kom aldrei annað til greina eftir það, en Þor- leifur hlyti hvílu við hlið barna sinna og varð það svo. Aðal atvinna Þorleifs á Akureyri var bifreiðaakstur, fyrst hjá Bifröst og síðan hjá Bifreiðastöð Oddeyrar á eigin bifreið og átti hann um skeið fjóra bíla. Til langferða var Þorleifur eftirsóttur, vegna dugn- aðar og þess einstaka skaplyndis, ... sem liðinn er frá því að skólinn hóf námskeiðin hefur tekist að ná til jafnmargra og hafa útskrifast úr Samvinnuskólanum á síðustu Þegar ég fékk heita vatnið 15 árum - og ef fram heldur sem horfir verður búið að ná til jafn- margra og hafa lokið námi við Kynda þurfti ákaft áður, skólann að Bifröst innan fárra eld ég slökkti í gœr, ára. Þess má og geta að hann er ólíkur samsvarandi skólum á ei því lengur eldsmat háður A usturlanda nœr. * ím 4? ɧ 'Hí Norðurlöndunum, þar sem þeir byggjast einvörðungu á nám- Heitt vatn geyma holt og grundir skeiðum í sama eða svipuðu formi og getið hefur verið um hér að framan. hér við Eyjafjörð, „Þótt við séum á förum, gerum nœgan varma eigum undir við ráð fyrir að fólkið vinni áfram eigin fósturjörð. jif ■HHHftiJk i 1 ákveðin verkefni, þar sem ekki - f HB; 1 reyndist mögulegt að fara yfir allt það sem lagt er fyrir þátttakendur Yljar húsin fleiri og fleiri grunnnámskeiðanna. Við mæl- funheit lindin tœr. umst því til að starfsmannafélög- Innan skamms mun Akureyri í.í.lí§r v ' & i :æ. in annist nauðsynlegt áfram- orðin reyklaus bær. hald,“ sagði Þórir og þar með voru þeir félagar þotnir á síðasta Þakklátur þorpsbúi. námskeiðið sem haldið var fyrir a 111 WMm-. ;mmi starfsfólk KEA. að halda uppi ósviknu lífi og fjöri, hvernig sem gekk. Jafnhliða ann- aðist hann ökukennslu um fjölda ára. Félagslyndur var Þorleifur Þor- leifsson og lá ekki á liði sínu í fé- lagsmálum. Hann var lengi for- maður Karlakórs Akureyrar, sjálf- ur söngvinn í besta lagi. Þá lét hann að sér kveða í Framsóknarfélagi Akureyrar og var þar og víða í ná- grenni eftirsóttur til að stjórna hin- um vinsælu Framsóknarvistum. Hvarvetna hélt hann uppi merki gleðinnar. Hann vildi á því sviði vera hinn veitandi maður og tókst það flestum fremur. Hann bætti sér og öðrum upp gráan hversdags- leikann með kæti sinni, og hann var einnig á öðrum sviðum veitandi, hvar sem hann gat því við komið meðal samborgaranna. Börnum og bágstöddum rétti hann ávalt hjálp- arhönd. Þorleifur Þorleifsson ólst upp við kröpp kjör aldamótanna, varð snemma harðduglegur og eftirsótt- ur verkamaður. Hann lét ekki baslið buga sig og bauð erfiðleik- unum byrginn á þann hátt, sem kjarkur hans og þrek leyfði og á þann hátt einnig, að hefja gleðina í æðra veldi, ekki aðeins á hátíða- stundum, heldur ætíð þar sem fólk var saman komið. Má jafnvel segja, að hann þjálfaði og þroskaði gleð- ina, á líkan hátt og aðrir gera, svo sem í íþróttum eða listum, til þess að geta verið hinn veitandi maður umhverfis síns og jafnframt til þess að verjast þeirri einsemd lífsins, sem heimsækir svo marga hina eldri. Konu sína missti Þorleifur fyrir mörgum árum. Dætur þeirra eru búsettar á Akureyri, Brynhildur, gift Ananíasi Bergsveinssyni og (Framhald á bls. 7). Guðmundur Magnússon útibússtjóri í Höföahlíð 1 ásamt nokkrum ungum sam- vinnustarfsmönnum. Þórir og Sigurður héjdu námskeið fyrir starfsfólk KEA. Þórir er til vinstri á myndinni. Gylfi Þórhallsson skrifar um skakSM 10 manna skáksveit frá Búnaðar- banka íslands heimsótti Akureyri 4. og 5. nóv. s.l. og keppti við lið Skákfélags Akureyrar. Fyrri dag- inn var keppt í hraðskák og sigr- uðu þá Akureyringar með 101'/2 v. gegn 98'/2 v. Síðari daginn var keppt í hægri skák og þá sigruðu sunnanmenn með nokkrum yfir- burðum, hlutu 6V2 v. gegn 3'/2 v. Akureyringa. Haustmót Skákfélags Akur- eyrar stendur nú yfir. Eftir 8 um- ferðir er Gylfi Þórhallsson efstur í flokki fullorðinna með 7 v. í unglingaflokki er keppni lokið, þarsigraði Pálmi Pétursson með 8 v. af 9 mögulegum, annar varð Jakob Kristjánsson með jafn marga vinninga en Pálmi sigraði í aukakeppni þeirra í milli, þriðji varð Pálmi Pálsson með 6 vinn. Miðvikudaginn 29. nóv. verður haldið 15 mín. mót í Félagsborg oghefstþaðkl20. Skákin hér á eftir var tefld s.l. vor á minningarmóti Júlíusar Bogasonar. Hvítt: Sveinbjörn Sigurðsson. Svart: Randver Karlesson. Sikileyjarvörn. 1. e4 - c5 2. Rf3 - Rc6 3. c3 - d6 (betra er 3. -d5) 4. d4 - cxd4 5. cxd4 - Bg4 6. d5. - Bxf3 (ekki 6. -Re5? vegna 7. Rxe5.) 7. gxf3 - Re5 8. Bf4. - Rf6 9. Rc3 - a6 10. Bg3 - Hc8? (svartur vanmetur möguleika hvíts. Þótt svarta staðan sýnist í fljótu bragði sæmilega traust, þá er þetta sennilega tapleikurinn í skákinni. Bezti leikurinn var 10. -e6, ekki 10. -Rh5, 11. BxR-dxe5, 12.Da4+ -Dd7, 13. Bb5 og vinn- ur, eða 12. -b5, 13. Rxb5). 11. f4. - Rg6 12. e5 - dxe5 13. fxe5 - Rd7 14. e6 - Rc5 15. exf7+ - Kxf7 16. Bh3 - Rd7 17. Be6+ - Ke8 18. f3 - Db6 19. 0-0; - Dd4 (hvítur er með yfirburðarstöðu svartur á ekkert gott framhald af 19 -Kd8 20. Re4 - Hc4 21. Hacl - Rge5 22. Bxe5 - Rxe5 23. HxH - RxD + 24. Kg2 - Rh4 + 25. Kh3 - Dc7 26. Hfcl og vinnur ef 23. - RxH 24. Hcl og vinnur eða 19. - Kd8 20. Re4 - h6, 21. Dh5 og svartur tapar manni). 20. Hacl - (sterkasti leikurinn í stöðunni, hvítur hótar 21. Rb5, svartur get- ur ekki leikið 20. - Df6 vegna 21. Re4). 20. - Rge5 21. Dh5 + - g6 22. Rb5! (svartur er glataður, hann má hvorki taka Drottninguna eða Riddarann vegna máts uppi í borði. Nú er ekki langt í enda- lokin) 22. - HxH (ef 23. - Hc5, 24. Bxe - Rxe5, 25. Dxe5! - DxD 26. HxH og vinnur) 23. HxH - Dc4 24. HxD - RxH 25. Rc7+ - Kd8 26. Dg4 - Rde5 27. Bxe5 - Rxe5 28. De2 - Bg7 29. Dc2 - Hf8 30. Rxa6 - gefið Skýringar eftir Gylfa Þórhallsson. Siggi og Sigþór fara til Akraness í sunnanblöðunum á þriðju- dag er þess getið að þeir, Sigurður Lárusson og Sigþór Ómarsson, ætli að flytja til Akraness og fara að leika knattspyrnu með Akurnes- ingum. Það er sannarlega sjónarsviptir af þessum mönnum, en Sigurður hefur verið styrkasta stoð Þórsara undanfarin ár en Sigþór hóf að leika með Þór í hitteð- fyrra en áður lék hann með ÍA, þannig að segja má að hann sé að fara heim. Áður hafði heyrst að báðir þessir menn hefðu í hyggju að fara yfir í KA, en Akranes hefur haft vinninginn að þessu sinni. Ekki er að undra þó efnilegir knattspyrnumenn leiti til sterk- ustu félaganna, því það er stað- reynd að þau gera meira fyrir sína menn en smáfélögin geta gert. Þá eru leikmenn þessara félaga meira í sviðsljósinu hjá félögum á Reykjavíkursvæðinu. Það hefur t. d. verið stefna landsliðsnefndar að setja leik- menn landsbyggðarinnar út í kuldann, en strax og þeir eru komnir á Reykjavíkursvæðið eru þeir orðnir gjaldgengir í landsliðið. Blaðið óskar þeim Sigurði og Sigþór velferðar hjá hinu nýja félagi, en óneitanlega hefði verið meira gaman að sjá þessa snjöllu leikmenn leika með öðru hvoru Akureyrarfé- laginu. S 5 ÍL re m "t C/3 oro MW * c ©> 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.