Dagur - 30.11.1978, Blaðsíða 7
Ibúð til sölu
Til sölu er íbúð við Borgarhlíð 4. íbúðin er 141 ferm.
með bílskúr. Hitaveita komin á staðinn. Hún verður
fokheld á næstunni og til afhendingar.
Uppl. gefur Fagverk s.f.
Konráð Árnason sími 23024.
Húsbyggjendur
athugið
Eigum til sölu 10 óskemmdar innihurðir. Hurðirnar
eru úr eik, hengslaðar með skrám, karmar fylgja.
Einnig höfum við til sölu 6 handlaugar í borð og
neysluvatnskút ca. 500 lítra (150 mínútulítra)
Upplýsingar í síma 21757.
Hús til sölu
Tilboð óskast í gamalt íbúðarhús á jörðinni Hamri í
Svarfaðardalshreppi. Réttur áskilinn til að taka
hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboðum skal skila til oddvita Svarfaðardalshrepps
fyrir ármót og gefur hann upplýsingar um húsið ef
óskað er. Sími 61332.
Nýju
Yamaha
orgelin
eru sannkölluð
undratæki
Gránufélagsgötu 4
Sími22111
NÝVERZUINI
opnarföstudaginn l.des.
GIÆSILEGAR GJAFA-
VÖRURFRA JASMIN!
ÚTSKORNIR TRÉMUNIR-
T.a.m. boró, hillur, lampafastur og
bakkar. BALI-styttur, handskornar.
KOPARVÖRUR:
T.a.m. kartastjakar, skálar, könnur
og blómavasar.
LEOURVÖRUR:
Saólaveski og töskur.
SILKISLÆÐUR, (pure).
Raykelsi og raykelslsker.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI
Austurlenzk
undraveröld!
V00/ID/
HAFNARSTRÆTI
Erum að taka upp
glæsilegt úrval af alls konar
skíöavörum.
Blissard skíði, LOOK skíðabindinga. Skíðastafi.
Skíðabúninga f. unglinga og dömur. Skíðahúfur.
Uvex og Barrufaldi skíðagleraugu. Skíðahanska.
Skíðapoka. Moonboots. Skíðabuxur. Skíðastafi.
Skíðaáburð f. svig og göngu tugi teg. Garmont
skíðaskó. Suveren gönguskó o. m. fl.. Foreldrar
ath. að ódýru barna-skíðasettin í gjafapökkunum
eru að koma næstu daga, og eins og áður fást þau
aðeins hjá okkur.
Brynjólfur Sveinsson h.f.
Skipagötu 1, sími 23580.
— Þorleifur
Þorleifsson . .
(Framhald af bls. 5).
Margréti, sem gift er Georg Jóns-
syni. Dætrum sínum og barna-
börnum unni hann mjög.
Þótt Þorleifur Þorleifsson dveldi
lengst ævi sinnar á Akureyri, glat-
aði hann aldrei uppruna sínum og
hélt órofa tryggð við sveit sína og
fornvini í Öngulsstaðahreppi, enda
má með sanni segja, að hann hafi
verið bóndi bæði að upplagi og
uppeldi. Hestamaður var hann og
hafði einnig yndi af sauðfé. Hann
stundaði smábúskap á Akureyri
fram á elliár.
Mörg síðustu æviárin var Þor-
leifur vistmaður á Dvalarheimilinu
Hlíð og þótt hann yndi þar hag
sínum, þráði hann undir það síð-
asta að leggja af stað í síðustu för
sína. Guð og gæfan fylgi honum.
E. D.
Rækju-
veiðar
(Framhald af bls. 1).
Samkvæmt
upplýsingum Jóns Helgasonar,
verkstjóra í rækjuverksmiðjunni á
Húsavík, verður farið á miðin eftir
helgi og ástandið kannað á nýjan
leik. Tæplega verður það til að bæta
atvinnuástandið á Húsavík og
Kópaskeri, ef veiðarnar stöðvast í
langan tíma.
„Það var sérstaklega mikið af
síld í afla bátanna, en svo virðist
vera að þorsk- og ýsuseiði séu í
minna mæli en áður“, sagði Jón
Helgason. „Alls stunda tíu bátar
rækjuveiðar frá Húsavík og a.m.k.
sex bátar eru á rækju frá Kópa-
skeri“;
Fari svo að rækjumiðunum í
Öxarfirði verði lokað til langs tíma
mun það hafa alvarleg áhrif á at-
vinnuástandið á Húsavík og Kópa-
seri. Jón sagði að á milli 30 og 40
manns ynnu hjá rækjuvinnslunni á
Húsavík og auk þess eru rúmlega
20 sjómenn á bátunum tíu.
Sveit Alf reðs
Pálssonar efst
Nú er lokið 5 umferðum í sveita-
keppni Bridgefélags Akureyrar.
Úrslit í þeirri umferð urðu þessi:
Jón — Þórarinn 20—0
Stefán — Sigurður 11—9
Páll—Jónas 20 + 3
Alfreð — Ævar 20 -r- 5
Ingimundur — M. A. 20 + 3
Sveinbjörn — Gissur 11—9
Röð efstu sveita er þessi:
1. sveit Alfreðs Pálssonar 73 stig
2. sveit Páls Pálssonar 68 stig
3. sveit Þórarins B. Jónssonar 64 stig
4. sveit Jóns Stefánssonar 60 stig
5. sveit Ingimundar Árnasonar 59 stig
6. sveit Sigurðar Víglundssonar 56 stig
Sjötta umferð verður spiluð n. k.
þriðjudagskvöld og spila þá saman
sveitir Alfreðs og Páls.
DAGUR.7