Dagur - 12.12.1978, Síða 8

Dagur - 12.12.1978, Síða 8
DAGUR Akureyri, þriðjudagur 12. desember 1978 Tvær bækur Selabytta, éin af fjölmörgum myndum er prýða bókina. Dalvíkur Fyrra bindi komið út rekur mannlífsþætti og sýnir svipmyndir liðins tíma á trú- verðugan og ljósan hátt. Þó verkið sé þannig fyrst og fremst um upphaf og þróun á Böggvisstaðasandi leitar höfundur víðar fanga í sögu sjósóknar — annarra atvinnugreina og alls mannlífs við Eyjafjörð og raunar víðar. Það er Dalvíkurbær, sem gefur bókina út, en prentun fór fram hjá Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Eftirtöku Ijósmynda annaðist Jónas Hallgrímsson, Dal- vík. Á vegum Dalvíkurbæjar hefur starfað nefnd, sem haft hefur um- sjón með gerð og útgáfu bókarinn- ar og einnig annast skipulagningu á sölu hennar. í nefnd þessari eru Júlíus Kristjánsson, Steingrímur Þorsteinsson og Þorgils Sigurðsson. Boðið hefur verið upp á áskrift á bókinni þannig að hún verður send áskrifendum beint frá útgefanda, en auk þess verður hún til sölu á nokkrum stöðum svo sem: POB Akureyri, Versluninni Sogn, Dal- vík, Bókabúð Jónasar, Akureyri og nokkrum bókabúðum í Reykjavík. Umboðsmenn útgefanda, er annast sölu bókarinnar eru Jónas Hallgrímsson, Dalvík, sími 61116 og Sigvaldi Júlíusson, Reykjavík, sími 35267. Ot er komið fyrra bindi af Sögu Dalvíkur. Bókin er 470 blaðsíð- ur að stærð í „Royal“ broti, með um 400 myndum þ. á. m. lit- myndum. Höfundur bókarinnar er Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg og hefur hann þegar hafið ritun síðara bindis sög- unnar. Bókin greinir frá forsögu og aðdraganda byggðar á Böggvisstaðasandi (Dalvík) og Þetta er síðasta myndin sem tekin var af Jóni. Hann varð ekki eldri. 12_______I---------L_^| Frá nýrri bókaút- gáfu á Akureyri í haust tók til starfa á Akur- eyri ný bókaútgáfa, Ögur, og hefur hún nú sent frá sér tvær bækur, Stripl í Paradís og Þannig er ég — viljirðu vita það. I bókinni Stripl i Paradís eru smásögur eftir Ólaf Jónsson, en síðari bókin er rituð af Guðmundi Frímann og fjallar um fyrstu ár æfi hans. Það er óþarft að kynna höf- undana fyrir Norðlendingum, og raunar landsmönnum öllum, því þeir eru þekktir af fræði- og ritstörfum. í bók Ólafs er sagt frá þeirri óræðu mey Stefaníu, koppnum hennar Sæunnar, drykkjarkönnunni sem aldrei var á sínum stað, að ógleymdu stripli í Paradís. Um skáldskap Guðmundar Frímanns hefur margt verið ritað, en í þessari bók fer hann oft á kostum, þar er sagt frá leik og lærdómi, frá öskutrogsbrúðkaupi o.fl. Bókaútgáfan Ögur er hluta- félag og framkvæmdastjóri þess er Jóhannes Sigvaldason. For- ráðamenn útgáfunnar boðuðu blaðamenn á sinn fund fyrir skömmu og kom m. a. frani að þeir hafa í hyggju að gefa út fleiri norðlenskar bækur, en hvort af því verður ræðst af viðtökum þeim er bækurnar tvær hljóta. § Flestir trúa á framhaldslíf Nýtega var frá því skýrt, að samkvæmt könnun dr. Er- lendar Haraldssonar og nemenda hans, tryðu 70-80% fslendinga á framnaldslíf og álíka margir teldu sig hafa einhverja reynslu af dulrænni starfsemi. Eru niðurstöður athuganna, sem raunar voru þrjár, komnar ut í bókarformi um hina dulrænu reynslu þjóðarinnar. Þessi bók heitír: Þessa heims og annars. • „Hjálp að handan“ Könnunin náði til nær þús- und manna. Draugatrú er mikil, samkvæmt upplýsing- um þessarar bókar og kynni fólks af dulrænni starfsemi er náði þá til 100 manns. En huglækningar eru fólgnar í því, sem nefnt er „hjálp að handan", þ. e. hjálp frá látn- um læknum fyrir milligöngu einhvers lækningamiðils og hafa fjölmargir Norðlending- ar og fólk í öllum landshlut- um, verulega reynslu í þeim efnum. Venjulega taka lækn- ingamiðlar ekkert fyrir starf sitt. 0 Peningalykt Á fundi heilbrigðisnefndar fyrir nokkru var rætt um Krossanesverksmiðju og voru mættir á fundinum Pétur Antonsson, framkvæmda- stjóri Krossanesverksmiðju og Helgi M. Bergs, bæjar- stjóri, formaður verk.smiðju- stjórnar. Formaður sagði frá framkvæmdum sem á döfinni eru. Áætlað að soðkjarna- mikil. Yfir 40% höfðu leítað til tæki verði sett upp næsta huglækna og níu af hverjum sumar og byrjunarfram- tíu töldu sig hafa haft gagn af kvæmdir við hreinsibúnað því. Var þessí síðast talda haustið 1979 og yrði þeim niðurstaða talin svo merki- framkvæmdum lokið á árinu leg, að hún var endurtekín og 1980. Trycgvi Gíslason, formaður skipulagsnefndar, skýrir skipulag miðbæjarins á fundi sem haldinn var fyrir skömmu með fulltrúum fjölmiðla. Mynd: á.þ. Miðbæjarskipulagið: Fjölsóttur fundur í Möðruvöllum * n.k. fimmtudag Á sunnudag boðaði skipulagsnefnd og bæjarstjóri til almenns borg- arafundar um miðbæjarskipulagið. á Möðruvöllum, húsi Mennta- skólans á Akureyri. Fundurinn var f jölsóttur, en talið er að hátt í 200 manns hafi komið á hann. Sýning á tillöguuppdráttum arkitekta á skipulagi miðbæjar á Akureyri var opnuð á föstudag og þar sem fundurinn á sunnudag varð jafn fjölsóttur og raun bar vitni var ákveðið að framlengja sýninguna og halda annan borgarafund n.k. fimmtudag. Oft er hætta í baðherbergi! Baðherbergið er talið með hættu- legustu stöðum íbúðarinnar að því er varðar rafmagn. Húðin er einangrandi og ver okkur nokkuð fyrir rafmagni, en þegar hún er rök, á rafmagn auð- velt með að komast inn í líkam- ann. Allt of margir hafa beðið bana við að snerta rafmagnstæki í baðherbergi. Rafmagnstæki hafa jafnvel dottið ofan í baðker og valdið dauðaslysi. Einnig hafa böm beðið bana við að snerta út- varpstæki í baðkerinu. Útvarpstæki, plötuspilari og sjónvarp sem tengd eru við raf- lögn hússins má ekki hafa inni i baðherbergi. Sérstakar kröfur eru gerðar í reglugerð rafmagnseftirlitsins um raftæki í baðherbergi, svo sem lampa og rafmagnstæki. Snertu aldrei rafmagnstæki þegar þú ert í baðkerinu. Agnar Árnason. Verður krónan hundrað sinnum verðmeiri? Nú mun ákveðið að viðskipta- ráðherra leggi fram á Alþingi frumvarp til laga á breytingu íslensks gjaldmiðils. Gert er ráð fyrir, að krónunni verði breytt og gerð hundrað sinnum verðmeiri en hún er nú. Af því tilcfni verða prentaðir nýir seðlar og ný mynt slegin. Seðlabankinn hefur gert tillög- ur að breytingum þessum, sem áætlað er að komi til fram- kvæmda að rúmlega ári liðnu. Talið er, að breyting á íslenskum gjaldmiðli, þar sem hver króna verður hundrað sinnum verð- meiri, geti haft áhrif í baráttunni gegn verðbólgu. Má vera að svo sé, en þá aðeins að margt annað komi til samtímis. Formaður skipulagsnefndar, Tryggvi Gíslason, setti fundinn og Helgi M. Bergs flutti stutt ávarp. Svanur Eiríksson arkitekt skýrði hugmyndir arkitektanna að skipu- laginu, en þá var fundargestum boðið að bera fram fyrirspurnir. Mikill áhugi var fyrir skipulaginu meðal fundargesta. Rúmlega 40 manns gerðu fyrirspurnir og at- hugasemdir sem flestar hnigu að skipulagningu umferðargatna og nýtingu á svæðinu. Fundurinn stóð í rúmar 4 klukkustundir. Ákveðið var að boða aftur til borgarafundar n.k. fimmtudagkvöld kl. 21.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.