Dagur - 03.01.1979, Blaðsíða 1

Dagur - 03.01.1979, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXII. árg. Akureyri, miðvikudagur 3. janúar 1979 1. tölublað Frá Lögregl- unni Samkvæmt viðtali við Gísla Ólafsson, yfirlög- regluþjón, var rólegt á Akureyri um áramótin og engin slys svo kunn- ugt væri. Fimm brennur voru í bænum og all- margt fólk safnaðist þar saman, en færra þó en oft áður, enda þá komið svalt éljaveður. Tíu ökumenn, grun- aðir um ölvun voru teknir um jól og áramót í bænum, Annan jóladag voru átta manns í stein- inum hjá okkur en að- eins fjórir á nýársnótt. Fjölmennir dansleikir voru haldnir í Gagn- fræðaskólanum og í Sjálfstæðishúsinu. Á síðasta ári voru 164 teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Það er mikil aukning frá fyrra ári, en þá voru 102 teknir fyrir meinta ölvun. Á liðnu ári voru 23 konur meðal þeirra ökumanna, sem grunaðir voru um ölvun við akstur. Þá gistu 605 menn steininn á síðasta ári en 520 árið 1977. ★ Lögræði — lögaldur til áfengiskaupa Þar eð þess misskilnings virðist gæta hjá ýmsum fjölmiðlum að áfengis- kaupaldur og lögræðis- aldur hljóti að fara sam- an vekur Áfengisvarna- ráð athygli á eftirfar- andi: í Noregi verða menn lögráða tvítugir en fá leyfi til áfengiskaupa 21 árs. I Svíþjóð verða menn lögráða 18 ára en fá leyfi til kaupa á sterkum drykkjum 20 ára. í Bandaríkjunum fá menn kosningarétt 18 ára. Lögaldur til áfeng- iskaupa er mismunandi eftir ríkjum. Af 51 ríki eru 32 með hærri áfeng- iskaupaaldur en 18 ár, þar af 24 með 21 árs aldur. Lögaldur til áfengiskaupa er t.d. ári hærri í Washington en Reykjavík. HAGKAUP FÆRIR UT KVÍARNAR Kaupir Bifreiðaverkstæðið Baug hf. og ætlar að opna þar stórverslun Fyrir skömmu var gengið frá samningi á sölu hlutafélagsins Baugs h.f., en kaupandinn var Hagkaup Reykjavík. Forráða- mann Hagkaups hafa í hyggju að koma á fót verslun í húsnæð- inu, sem er við Norðurgötu 62. Eigendur Baugs höfðu aldrei sett húsið á söluskrá, en tilboð Hagkaups var svo hagstætt að þeir töldu sig ekv:i geta hafnað því. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér, mun Skugga- Sveinn hefur enn aðdráttarafl Að kveldi annars jóladags var Skugga-Sveinn frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar, 1 lok frumsýningarinnar minntist formaður LA, Guðmundur Magnússon 40 ára leikafmælis Jóns Kristinssonar en Jón hefur á þessum tíma farið með 49 hlutverk, stór og smá. Ennfremur var hann í tíu ár formaður LA Við þetta tækifæri afhenti Jón Kristinsson LA fjórðung milljónar að gjöf, sem er stofnframlag Styrktar-og Menningarsjóðs Leik- félags Akureyrar og var honum þökkuð þessi myndarlega gjöf að verðleikum. kaupverð á fyrirtækinu hafa verið rúmar 100 milljónir króna. Um nokkurt skeið hefur Hag- kaup rekið verslun við Tryggva- braut, en Magnús Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaups, sagði í samtali við Dag í morgun að það húsnæði væri of lítið og óhentugt. „Ég geri ráð fyrir að við munum fara að versla í nýja húsnæðinu í sumar,“ sagði Magnús. Skipulagsnefnd Akureyrar hefur ekki lagt blessun sína yfir verslun- arrekstur í stórum stíl í Norðurgötu 62, en Magnús sagði, að bæjaryfir- völdum á Akureyri ætti að hafa borist bréf þar sem Hagkaup fer fram á leyfi til þess í hinu nýja húsnæði. Eins og fiestum Norðlendingum mun kunnugt hefur verið rekið bifreiðaverkstæði í Norðurgötu 62 í röskan áratug. Húsnæði það sem Baugur hefur yfir að ráða er 3079 rúmmetrar, en lóðin er 6360 fer- metrar. Enn um sinn verður haldið áfram að gera við bifreiðar hjá Baugi h.f., eða þar til fyrirtækið hefur skilað af sér þeim umboðum er það hafði. Starfmönnunum hef- ur verið sagt upp frá og með 30. mars n.k. Hann Friðfinnur Kristjánsson, bcitingamaður á ni/h l'anncv Þ.H. 130, gaf sérckki tíma til að líta upp er Ijósmyndari Dags á Húsavik smcllti þcssari mynd af honum. Mynd: V.E. Glaumur og Narfi: ENN SITUR ALLT VIÐ ÞAÐ SAMA ÞAR ER EKKERT KYN- Skömmu fyrir jól festist jarðborinn Glaumur á Svalbarðseyri og tókst starfsmönnum Jarðboranadeildar Orkustofnunar ekki að ná honum upp fyrir jólaleyfi. Sömu sögu er að segja um borinn Narfa sem hefur verið fastur í rúman mánuð. Hann er í Öngulsstaðahreppi og er talið mun erfiðara að losa um hann enda eru sjálfar bor- stangirnar í holunni. Jón Kristinsson. ísleifur Jónsson, forstöðumaður Jarðboranadeildar, sagði að starfs- mennirnir væru væntanlegir norð- ur innan tíðar og yrði strax hafist handa um að losa borana, en ekki vildi hann spá neinu um hvenær því yrði iokið. Gert er ráð fyrir að Narfi verði sendur vestur til Blönduóss strax og færi gefst, en svo getur farið að Glaumur verði notaður til þess að bora fyrir Hitaveitu Blönduóss ef iila gengur að losa Narfa. Isleifur sagði næg verkefni vera fyrir báða borana í Eyjafirði, eflaust verða boraðar fleiri holur fyrir Hitaveitu Akureyrar og einnig er ráðgert að bora holu nálægt Grenivík og við Hrafnagil. SLÓÐABIL Nýja árið hcilsaði með stórhríð í Grímsey og að sögn Steinunnar Sigurbjörnsdóttur er kominn nokkur snjór í eyna, en eyja- skeggjar fengu rauð jól í ár. Hátíðisdagarnir liðu með ' spekt og eru sjómenn nú a„ . t sig undir að hefja veiðar á nýjan leik. Tíð var með eindæmum góð meðan bannað var að veiða þann gula, en nú er útlit fyrir brælu. „Það er alveg nýtt fyrir okkur að messað sé um jólin, en á þriðja í jólum kom séra Pétur Sigurgeirs- son ásamt Áskeli Jónssyni og Jóni Hlöðver Áskelssyni út í Grímsey. Áskell lék á orgelið og stjórnaði kórnum, en Jón Hlöðver spilaði á flautu. Við vorum reglulega ánægð að fá jólaguðsþjónustu," sagði Steinunn. Daginn eftir var samkoma í fé- lagsheimilinu í umsjón kvenfélags- ins Baugs. Þar skemmtu sér saman börn og fullorðnir enda „er ekkert kynslóðabil í Grímsey," eins ög Steinunn komst að orði. Á gamlárskvöld átti að kveikja t stór- um bálkesti vestan á eynni, en vegna veðurs reyndist það ekki mögulegt. Næsta tilraun verður gerð á þrettándanum. Hefðu getað sprengt upp Eyrina! Voru með óbyrgð Ijós á flugeldalagernum Að kvöldi jóladags var kom- ið að tveimur unglingspiltum í Alþýðuhúsinu þar sem þeir voru að læðast um húsið í leit að einhverju verðmætu. Hjálparsveit Skáta hafði húsið á leigu og geymdi þar flugelda og bombur af ýmsu tagi. Tveir skátar voru á eft- irlitsferð og sáu ljósbjarma inni í húsinu, og fundu pilt- ana sem voru þá búnir að safna saman miklu magni flugelda. Að sögn Ólafs Ásgeirssonar, sölustjóra skátanna, voru pilt- amir ekki með vasaljós heldur kveiktu á eldspýtum og blysum til að sjá betur til. Allt í kringum þá voru hlaðar af flugeldum og hefði ekki þurft nema lítinn neista til að senda Alþýðuhúsið og næstu hús, upp í háaloft með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Skátamir höfðu næturvakt í Alþýðuhúsinu allar nætur nema aðfaranótt jóladags.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.